Færslur: Alexander Lúkasjenkó

Neyðarástandi lýst yfir á landamærum Póllands
Andrzej Duda, forseti Póllands, staðfesti í dag tilskipun um neyðarástand á landamærunum við Hvíta-Rússland vegna straums farandfólks og flóttamanna, en þúsundir hafa komið þaðan á undanförnum mánuðum. Flest er fólkið frá Mið-Austurlöndum.
Saka Hvítrússa um kúgunartilburði vegna flóttafólks
Forsætisráðherra Póllands sakar hvítrússnesk stjórnvöld um kúgunartilburði vegna hóps flóttafólks sem situr fast á landamærum ríkjanna. Ekkert fjögurra ríkja sem deila landamærum vill taka á móti fólkinu.
Hvíta-Rússland:Bandaríkin fækki í starfsliði sendiráðs
Hvítrússnesk stjórnvöld skipa Bandaríkjunum að fækka mjög í starfsliði sendiráðs þeirra í landinu í kjölfar hertra refsiaðgerða gegn Lúkasjenka forseta og stjórn hans. Forsetinn boðaði hefndaraðgerðir á blaðamannafundi fyrr í vikunni.
Hvítrússar segjast undirbúa hefndir vegna refsiaðgerða
Utanríkisráðuneyti Hvíta Rússlands fullyrðir að vestræn ríki ætli sér að steypa Alexander Lúkasjenka forseta af stóli. Gagnrýni þeirra á stöðu mannréttinda í landinu sé aðeins yfirvarp.
Sakar vesturlönd um að vilja hefja þriðju heimsstyrjöld
Alexander Lúkasjenka, forseti Hvíta Rússlands, fordæmir frekari refsiaðgerðir sem bandarísk og bresk stjórnvöld boðuðu gegn ríkinu í dag. Hann sakar vestræn ríki um að vilja kveikja ófriðarbál sem leitt geti til heimsstyrjaldar.
Spennuþrungið ár frá forsetakosningum í Hvíta Rússlandi
Ár er liðið frá því að Alexander Lúkasjenka var endurkjörinn forseti Hvíta Rússlands. Nánast umsvifalaust hófust mikil mótmæli í landinu en helsti keppinautur forsetans Svetlana Tíkanovskaja flúði land og stofnaði andófshóp sem ætlað er að skipuleggja friðsamleg valdaumskipti í landinu.
Maria Kolesnikova kemur fyrir rétt
Réttarhöld hófust í dag í Minsk í Hvíta-Rússlandi yfir stjórnarandstöðuleiðtoganum Mariu Kolesnikovu. Hún hefur setið í varðhaldi síðustu tíu mánuði. 
Háskólanemendur dæmdir í fangelsi í Hvíta-Rússlandi
Dómstóll í Hvíta-Rússlandi sakfelldi í morgun ellefu háskólanemendur og einn kennara, fyrir þátttöku sína í fjölmennum mótmælum gegn stjórnvöldum í landinu í fyrra. Þau spruttu upp í kjölfar forsetakosninga þar í landi þar sem forsetinn Alexander Lúkasjenkó, lýsti yfir stórsigri.
Húsleitir og handtökur í Hvíta-Rússlandi
Öryggissveitir í Hvíta-Rússlandi réðust í dag inn í höfuðstöðvar mannréttindasamtaka og stjórnarandstöðuhópa. Nokkrir voru handteknir, sakaðir um að kynda undir óstöðugleika í landinu.
14.07.2021 - 15:56
Protasevich fluttur í stofufangelsi
Hvít-rússneski blaðamaðurinn Roman Protasevich, sem var handtekinn um borð í flugvél sem var þvinguð til lendingar í maí hefur verið fluttur í stofufangelsi.
25.06.2021 - 15:02
Hertar aðgerðir gegn Hvítrússum ræddar á morgun
Heiko Maas, utanríkisráðherra Þýskalands, kallar eftir breiðri samstöðu ríkja um að beita Hvíta Rússland frekari viðskiptaþvingunum. Þetta sagði ráðherrann í aðdraganda fundar Evrópusambandsins í Lúxemborg á morgun.
Slitu stjórnmálasambandi vegna fána
Sambúð Hvít-Rússa við grannlönd sín í vestri er nú við frostmark og stjórnin í Minsk hefur slitið stjórnmálasambandi við Lettland. Fáir stjórnarerindrekar eru í sendiráðum Lítháens og Póllands.  Sambúð Hvíta-Rússland og grannríkja, annarra en Rússlands, hefur versnað til muna eftir að Alexander Lúkasjenkó, forseti Hvíta-Rússlands, lét handtaka Roman Protasevich, áhrifamikinn stjórnarandstæðing og blaðamann, og unnustu hans.
01.06.2021 - 17:02
Myndskeið
Hafnar því að vélin hafi verið þvinguð til lendingar
Alexander Lúkasjenkó, forseti Hvíta-Rússlands, segir að viðbrögð annarra ríkja síðustu daga, í kjölfar þess að farþegaþotu á leið frá Grikklandi til Litáens var gert að lenda í Minsk í Hvíta-Rússlandi á sunnudag, hafi gengið of langt.
26.05.2021 - 09:37
Segjast hafa afstýrt banatilræði við Lúkasjenkó
Leyniþjónustur Rússlands og Hvíta-Rússlands, eða Belarús, afstýrðu valdaránstilraun í Hvíta Rússlandi og banatilræði við forseta landsins, samkvæmt yfirlýsingum frá leyniþjónustum ríkjanna tveggja.
Lúkasjenkó kveðst tilbúinn að fara frá
Alexander Lúkasjenkó, forseti Hvíta-Rússlands, kveðst vera reiðubúinn að láta af embætti eftir að ný stjórnarskrá hefur verið samþykkt. Ríkisfréttastofan Belta greinir frá þessu í dag. Ekki kemur fram í fréttinni hvenær útlit er fyrir að það geti gerst.
27.11.2020 - 14:13
Stefnir í allsherjarverkfall í Hvíta Rússlandi á morgun
Svetlana Tikanovskaja, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Hvíta Rússlandi kallar eftir allsherjarverkfalli í landinu á morgun mánudag.
Pompeo krefur Lukasjenka um frelsun Shkliarovs
Mike Pompeo utanríkisráðherra Bandaríkjanna ræddi í gær við Alexander Lukasjenka forseta Hvíta Rússlands og krafðist þess að stjórnmálaráðgjafinn Vitali Shkliarov yrði látinn laus úr fangelsi og sendur til Bandaríkjanna.
Lúkasjenkó: „Kannski setið of lengi“
Alexander Lúkasjenkó, forseti Hvíta-Rússlands, segir í viðtali við nokkra rússneska ríkisfjölmiðla í dag að ef til vill hafi hann verið of lengi við völd. Hins vegar sé hann sá eini sem geti um þessar mundir veitt ríkinu þá vernd sem það þurfi.
08.09.2020 - 13:32
Þrýst á hvítrússnesk yfirvöld að láta mótmælendur lausa
Evrópusambandið krefst þess að stjórnvöld í Hvíta-Rússlandi láti þegar í stað laus sex hundruð mótmælendur sem enn sitja í haldi. Sömuleiðis er þess krafist að upplýst verði um afdrif Mariu Kolesnikovu.
myndskeið
Starfsfólk kjörstaða greinir frá kosningasvindli
Svetlana Tikhanovskaya, forsetaframbjóðandi sem þurfti að flýja land eftir kosningar í Hvíta-Rússlandi, segist ekki ætla að snúa aftur fyrr en það sé öruggt. Fjöldi fólks sem starfaði við forsetakosningarnar þar í landi 9. ágúst hefur stigið fram og lýst því hvernig úrslitunum var hagrætt. 
01.09.2020 - 23:10
Stúdentar handteknir í Hvíta-Rússlandi
Háskólastúdentar efndu í dag til mótmæla í Minsk, höfuðborg Hvíta-Rússlands, og kröfðust afsagnar Alexanders Lúkasjenkós. Hann var endurkjörinn forseti í síðasta mánuði í umdeildum kosningum. Háskólaárið hófst í dag í Hvíta-Rússlandi og þúsundir stúdenta í nokkrum háskólum efndu til mótmæla á götum úti. 
Myndskeið
Lúkasjenkó með riffil í hönd meðan 150 þúsund mótmætu
Einræðisherrann Alexander Lúkasjenkó var í skotheldu vesti og með riffil í hönd þegar hann lenti við sjálfstæðishöllina í Mínsk á þyrlu í dag. Talið er að um 150 þúsund manns hafi komið saman við sjálfstæðistorgið í grennd við höll forseta til að krefjast þess að hann segi af sér.
23.08.2020 - 19:02
Evrópusambandið þrýstir á hvítrússnesk stjórnvöld
„Forsetinn hlýtur að átta sig á að það er löngu komin þörf fyrir breytingar," segir Svetlana Tikhanovskaya um Alexander Lúkasjenkó. Hún svaraði spurningum á blaðamannafundi í Vilníus í Litáen í morgun þar sem hún ítrekaði að efna yrði til nýrra forsetakosninga í Hvíta-Rússlandi.
Glæparannsókn í Hvíta-Rússlandi vegna andófshóps
Glæparannsókn er hafin í Hvíta-Rússlandi vegna þess sem stjórnvöld kalla tilraunir stjórnarandstöðunnar til að hrifsa völdin. Alexander Lukasjenkó gerir enn allt hvað hann getur til að treysta völd sín eftir umdeildar forsetakosningar fyrr í mánuðinum.
Skorar á ESB að viðkenna ekki úrslit í Hvíta-Rússlandi
Svetlana Tsjíkhanovskaya, frambjóðandi í forsetakosningunum í Hvíta-Rússlandi fyrr í ágúst, hvatti leiðtoga Evrópusambandsins í dag til að viðurkenna ekki úrslit kosninganna. Tsjíkhanovskaya var hrakin úr landi og er nú í Litháen. Hún birti í morgun ávarp þar sem hún segir að Alexander Lúkasjenkó hafi glatað trausti Hvít-Rússa, úrslitin í forsetakosningunum 9. ágúst séu fölsuð.