Færslur: Alexander Lúkasjenkó

Girðing lokar landamærum Litáens og Hvíta-Rússlands
Stjórnvöld í Litáen sögðust í dag hafa lokið uppsetningu hárrar gaddavírsgirðingar við landamærin að Hvíta-Rússlandi. Ætlunin er að verjast ásókn flóttamanna sem ríki Evrópusambandsins saka Hvítrússa um að senda að landamærunum.
Pútín og Lukasjenko í Moskvu
Afhenda Hvítrússum fullkomið eldflaugakerfi innan tíðar
Rússar munu innan skamms afhenda Hvítrússum eldflaugar sem borið geta kjarnaodda. Vladimír Pútín Rússlandsforseti lýsti þessu yfir á fréttafundi við upphaf fundar þeirra Alexanders Lukasjenko, forseta Hvíta Rússlands, í Moskvu í gær.
Segir Rússa ná markmiðum sínum í Úkraínu
Hernaðaraðgerðir Rússa í Úkraínu voru óumflýjanlegar að sögn Vladimírs Pútíns forseta. Kanslari Austurríkis, sem ræddi í gær við forsetann um Úkraínustríðið segist vonlítill um að hægt verði að tala um fyrir honum. Enn er barist um borgina Mariupol. Óstaðfestar fregnir herma að Rússar hafi beitt efnavopnum þar.
Hét áframhaldandi stuðningi við mannréttindi Hvítrússa
Talsmaður Hvíta hússins í Washington hefur þegar dregið úr vægi orða Bandaríkjaforseta þess efnis að Vladimír Pútín gæti ekki setið við völd í Rússlandi. Joe Biden ræddi í kvöld við leiðtoga stjórnarandstöðunnar í Hvíta Rússlandi.
Afskipti friðargæslusveita gætu valdið heimsstyrjöld
Alexander Lúkasjenka forseti Hvíta-Rússlands varar við því að hugmyndir Pólverja um að vestrænar friðargæslusveitir fari inn í Úkraínu geti leitt af sér heimsstyrjöld. Þetta kom fram í máli forsetans í dag.
Skýrsla um þvingaða lendingu þotu í Minsk tilbúin
Skýrsla Alþjóðaflugmálastofnunarinnar, ICAO, um að farþegaþotu írska flugfélagsins Ryan Air var gert að lenda í Hvíta Rússlandi 23. maí í fyrra hefur verið birt. Skýrslan var gerð opinber öllum aðildarríkjum stofnunarinnar í dag að því er fram kemur í yfirlýsingu.
Hvítrússneskir stjórnleysingjar í langa fangavist
Dómstóll í Hvíta Rússlandi hefur dæmt hóp stjórnleysingja í allt að tveggja áratuga fangelsi. Þeir voru ákærðir fyrir hryðjuverk og ólöglega vopnaeign. Þarlend mannréttindasamtök fullyrða að hátt í þúsund pólítískir fangar og stjórnarndstæðingar sitji í fangelsi.
Lúkasjenka þvertekur fyrir að hafa boðið flóttafólkinu
Alexander Lúkasjenka forseti Hvíta Rússlands útilokar ekki að hersveitir hans hafi aðstoðað flóttafólk við að komast yfir til Póllands. Hann þvertekur fyrir að því hafi verið boðið að koma.
Flóttamenn fluttir úr bráðabirgðabúðum í flugskýli
Landamærasveitir Hvíta Rússlands fluttu um tvöþúsund flóttamenn úr bráðabirgðabúðum við landamæri Póllands í flugskýli skammt frá landamærunum.
Forsætisráðherra harðorður á aukafundi pólska þingsins
Pólska þingið var kallað saman til aukafundar vegna ástandsins á landamærunum við Hvíta-Rússland í dag. Stjórnvöld í Póllandi búa sig nú undir frekari átök á landamærunum. Þar eru nú um fjögur þúsund flóttamenn og svaf fólk ýmist í tjaldi eða undir berum himni í nótt.
09.11.2021 - 12:04
Neyðarástandi lýst yfir á landamærum Póllands
Andrzej Duda, forseti Póllands, staðfesti í dag tilskipun um neyðarástand á landamærunum við Hvíta-Rússland vegna straums farandfólks og flóttamanna, en þúsundir hafa komið þaðan á undanförnum mánuðum. Flest er fólkið frá Mið-Austurlöndum.
Saka Hvítrússa um kúgunartilburði vegna flóttafólks
Forsætisráðherra Póllands sakar hvítrússnesk stjórnvöld um kúgunartilburði vegna hóps flóttafólks sem situr fast á landamærum ríkjanna. Ekkert fjögurra ríkja sem deila landamærum vill taka á móti fólkinu.
Hvíta-Rússland:Bandaríkin fækki í starfsliði sendiráðs
Hvítrússnesk stjórnvöld skipa Bandaríkjunum að fækka mjög í starfsliði sendiráðs þeirra í landinu í kjölfar hertra refsiaðgerða gegn Lúkasjenka forseta og stjórn hans. Forsetinn boðaði hefndaraðgerðir á blaðamannafundi fyrr í vikunni.
Hvítrússar segjast undirbúa hefndir vegna refsiaðgerða
Utanríkisráðuneyti Hvíta Rússlands fullyrðir að vestræn ríki ætli sér að steypa Alexander Lúkasjenka forseta af stóli. Gagnrýni þeirra á stöðu mannréttinda í landinu sé aðeins yfirvarp.
Sakar vesturlönd um að vilja hefja þriðju heimsstyrjöld
Alexander Lúkasjenka, forseti Hvíta Rússlands, fordæmir frekari refsiaðgerðir sem bandarísk og bresk stjórnvöld boðuðu gegn ríkinu í dag. Hann sakar vestræn ríki um að vilja kveikja ófriðarbál sem leitt geti til heimsstyrjaldar.
Spennuþrungið ár frá forsetakosningum í Hvíta Rússlandi
Ár er liðið frá því að Alexander Lúkasjenka var endurkjörinn forseti Hvíta Rússlands. Nánast umsvifalaust hófust mikil mótmæli í landinu en helsti keppinautur forsetans Svetlana Tíkanovskaja flúði land og stofnaði andófshóp sem ætlað er að skipuleggja friðsamleg valdaumskipti í landinu.
Maria Kolesnikova kemur fyrir rétt
Réttarhöld hófust í dag í Minsk í Hvíta-Rússlandi yfir stjórnarandstöðuleiðtoganum Mariu Kolesnikovu. Hún hefur setið í varðhaldi síðustu tíu mánuði. 
Háskólanemendur dæmdir í fangelsi í Hvíta-Rússlandi
Dómstóll í Hvíta-Rússlandi sakfelldi í morgun ellefu háskólanemendur og einn kennara, fyrir þátttöku sína í fjölmennum mótmælum gegn stjórnvöldum í landinu í fyrra. Þau spruttu upp í kjölfar forsetakosninga þar í landi þar sem forsetinn Alexander Lúkasjenkó, lýsti yfir stórsigri.
Húsleitir og handtökur í Hvíta-Rússlandi
Öryggissveitir í Hvíta-Rússlandi réðust í dag inn í höfuðstöðvar mannréttindasamtaka og stjórnarandstöðuhópa. Nokkrir voru handteknir, sakaðir um að kynda undir óstöðugleika í landinu.
14.07.2021 - 15:56
Protasevich fluttur í stofufangelsi
Hvít-rússneski blaðamaðurinn Roman Protasevich, sem var handtekinn um borð í flugvél sem var þvinguð til lendingar í maí hefur verið fluttur í stofufangelsi.
25.06.2021 - 15:02
Hertar aðgerðir gegn Hvítrússum ræddar á morgun
Heiko Maas, utanríkisráðherra Þýskalands, kallar eftir breiðri samstöðu ríkja um að beita Hvíta Rússland frekari viðskiptaþvingunum. Þetta sagði ráðherrann í aðdraganda fundar Evrópusambandsins í Lúxemborg á morgun.
Slitu stjórnmálasambandi vegna fána
Sambúð Hvít-Rússa við grannlönd sín í vestri er nú við frostmark og stjórnin í Minsk hefur slitið stjórnmálasambandi við Lettland. Fáir stjórnarerindrekar eru í sendiráðum Lítháens og Póllands.  Sambúð Hvíta-Rússland og grannríkja, annarra en Rússlands, hefur versnað til muna eftir að Alexander Lúkasjenkó, forseti Hvíta-Rússlands, lét handtaka Roman Protasevich, áhrifamikinn stjórnarandstæðing og blaðamann, og unnustu hans.
01.06.2021 - 17:02
Myndskeið
Hafnar því að vélin hafi verið þvinguð til lendingar
Alexander Lúkasjenkó, forseti Hvíta-Rússlands, segir að viðbrögð annarra ríkja síðustu daga, í kjölfar þess að farþegaþotu á leið frá Grikklandi til Litáens var gert að lenda í Minsk í Hvíta-Rússlandi á sunnudag, hafi gengið of langt.
26.05.2021 - 09:37
Segjast hafa afstýrt banatilræði við Lúkasjenkó
Leyniþjónustur Rússlands og Hvíta-Rússlands, eða Belarús, afstýrðu valdaránstilraun í Hvíta Rússlandi og banatilræði við forseta landsins, samkvæmt yfirlýsingum frá leyniþjónustum ríkjanna tveggja.
Lúkasjenkó kveðst tilbúinn að fara frá
Alexander Lúkasjenkó, forseti Hvíta-Rússlands, kveðst vera reiðubúinn að láta af embætti eftir að ný stjórnarskrá hefur verið samþykkt. Ríkisfréttastofan Belta greinir frá þessu í dag. Ekki kemur fram í fréttinni hvenær útlit er fyrir að það geti gerst.
27.11.2020 - 14:13