Færslur: Alexander Lúkasjenkó

Segjast hafa afstýrt banatilræði við Lúkasjenkó
Leyniþjónustur Rússlands og Hvíta-Rússlands, eða Belarús, afstýrðu valdaránstilraun í Hvíta Rússlandi og banatilræði við forseta landsins, samkvæmt yfirlýsingum frá leyniþjónustum ríkjanna tveggja.
Lúkasjenkó kveðst tilbúinn að fara frá
Alexander Lúkasjenkó, forseti Hvíta-Rússlands, kveðst vera reiðubúinn að láta af embætti eftir að ný stjórnarskrá hefur verið samþykkt. Ríkisfréttastofan Belta greinir frá þessu í dag. Ekki kemur fram í fréttinni hvenær útlit er fyrir að það geti gerst.
27.11.2020 - 14:13
Stefnir í allsherjarverkfall í Hvíta Rússlandi á morgun
Svetlana Tikanovskaja, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Hvíta Rússlandi kallar eftir allsherjarverkfalli í landinu á morgun mánudag.
Pompeo krefur Lukasjenka um frelsun Shkliarovs
Mike Pompeo utanríkisráðherra Bandaríkjanna ræddi í gær við Alexander Lukasjenka forseta Hvíta Rússlands og krafðist þess að stjórnmálaráðgjafinn Vitali Shkliarov yrði látinn laus úr fangelsi og sendur til Bandaríkjanna.
Lúkasjenkó: „Kannski setið of lengi“
Alexander Lúkasjenkó, forseti Hvíta-Rússlands, segir í viðtali við nokkra rússneska ríkisfjölmiðla í dag að ef til vill hafi hann verið of lengi við völd. Hins vegar sé hann sá eini sem geti um þessar mundir veitt ríkinu þá vernd sem það þurfi.
08.09.2020 - 13:32
Þrýst á hvítrússnesk yfirvöld að láta mótmælendur lausa
Evrópusambandið krefst þess að stjórnvöld í Hvíta-Rússlandi láti þegar í stað laus sex hundruð mótmælendur sem enn sitja í haldi. Sömuleiðis er þess krafist að upplýst verði um afdrif Mariu Kolesnikovu.
myndskeið
Starfsfólk kjörstaða greinir frá kosningasvindli
Svetlana Tikhanovskaya, forsetaframbjóðandi sem þurfti að flýja land eftir kosningar í Hvíta-Rússlandi, segist ekki ætla að snúa aftur fyrr en það sé öruggt. Fjöldi fólks sem starfaði við forsetakosningarnar þar í landi 9. ágúst hefur stigið fram og lýst því hvernig úrslitunum var hagrætt. 
01.09.2020 - 23:10
Stúdentar handteknir í Hvíta-Rússlandi
Háskólastúdentar efndu í dag til mótmæla í Minsk, höfuðborg Hvíta-Rússlands, og kröfðust afsagnar Alexanders Lúkasjenkós. Hann var endurkjörinn forseti í síðasta mánuði í umdeildum kosningum. Háskólaárið hófst í dag í Hvíta-Rússlandi og þúsundir stúdenta í nokkrum háskólum efndu til mótmæla á götum úti. 
Myndskeið
Lúkasjenkó með riffil í hönd meðan 150 þúsund mótmætu
Einræðisherrann Alexander Lúkasjenkó var í skotheldu vesti og með riffil í hönd þegar hann lenti við sjálfstæðishöllina í Mínsk á þyrlu í dag. Talið er að um 150 þúsund manns hafi komið saman við sjálfstæðistorgið í grennd við höll forseta til að krefjast þess að hann segi af sér.
23.08.2020 - 19:02
Evrópusambandið þrýstir á hvítrússnesk stjórnvöld
„Forsetinn hlýtur að átta sig á að það er löngu komin þörf fyrir breytingar," segir Svetlana Tikhanovskaya um Alexander Lúkasjenkó. Hún svaraði spurningum á blaðamannafundi í Vilníus í Litáen í morgun þar sem hún ítrekaði að efna yrði til nýrra forsetakosninga í Hvíta-Rússlandi.
Glæparannsókn í Hvíta-Rússlandi vegna andófshóps
Glæparannsókn er hafin í Hvíta-Rússlandi vegna þess sem stjórnvöld kalla tilraunir stjórnarandstöðunnar til að hrifsa völdin. Alexander Lukasjenkó gerir enn allt hvað hann getur til að treysta völd sín eftir umdeildar forsetakosningar fyrr í mánuðinum.
Skorar á ESB að viðkenna ekki úrslit í Hvíta-Rússlandi
Svetlana Tsjíkhanovskaya, frambjóðandi í forsetakosningunum í Hvíta-Rússlandi fyrr í ágúst, hvatti leiðtoga Evrópusambandsins í dag til að viðurkenna ekki úrslit kosninganna. Tsjíkhanovskaya var hrakin úr landi og er nú í Litháen. Hún birti í morgun ávarp þar sem hún segir að Alexander Lúkasjenkó hafi glatað trausti Hvít-Rússa, úrslitin í forsetakosningunum 9. ágúst séu fölsuð.
Bretar viðurkenna ekki niðurstöður forsetakosninga
Búist er við víðtækum innanlandsverkföllum næstu daga til stuðnings mótmælum gegn Lúkasjenkó forseta Hvíta Rússlands. Breska ríkisstjórnin viðurkennir ekki niðurstöður forsetakosninganna í landinu.
Handtekin í Hvíta-Rússlandi greina frá miklu ofbeldi
Mótmælendur lausir úr haldi lögreglu í Hvíta-Rússlandi hafa lýst grimmilegu framferði löggæslumanna og sýnt ljósmyndir af sárum sínum og marblettum. Amnesty International lýsir framferðinu sem víðtæku ofbeldi.
14.08.2020 - 15:55
Viðtal
Hafa áhyggjur af ástvinum í Hvíta-Rússlandi
Enn er framkvæmd nýafstaðinna forsetakosninga mótmælt í borgum og bæjum víða í Hvíta-Rússlandi. Tveir mótmælendur hafa látist. Yfirvöld tilkynntu í gærkvöld að tuttugu og fimm ára gamall karlmaður sem var handtekinn í mótmælum hefði látist í fangelsi.
13.08.2020 - 06:32
Tsíkhanovskaja neitar að viðurkenna ósigur
Yfirkjörstjórn Hvíta-Rússlands hefur lýst Alexander Lúkasjenkó sigurvegara í forsetakosningunum í gær. Hann hafi fengið 80,23%.  Svetlana Tsíkhanovskaja, helsti andstæðingur hans, er sögð hafa fengið 9,9% atkvæða. Fáir leggja trúnað á þessar tölur, meðal annars lýstu þýsk stjórnvöld miklum efasemdum í yfirlýsingu í morgun.
10.08.2020 - 12:32