Færslur: Alex Salmond

Heimsglugginn
Heimsglugginn: Sturgeon í kröppum dansi
Íhaldsflokkurinn í Skotlandi hefur lagt fram vantrauststillögu á Nicolu Sturgeon, fyrsta ráðherra Skotlands og leiðtoga Skoska þjóðarflokksins, SNP, vegna meintra ósanninda hennar um meðferð kærumála kvenna á Alex Salmond, fyrrverandi leiðtoga SNP. Sturgeon bar vitni fyrir þingnefnd í allan gærdag. Fréttaskýrendur telja hana hafa staðið af sér atlögu Íhaldsmanna sem þó segja spurningum ósvarað og ætla að halda vantrauststillögunni til streitu.
Skoska stjórnin braut á Alex Salmond
Yfirvöld í Skotlandi fóru ekki að lögum í rannsókn á meintum kynferðisbrotum Alex Salmonds, fyrrverandi fyrsta ráðherra skosku stjórnarinnar. Þetta er niðurstaða réttar í Edinborg sem fjallaði um kæru hans gegn skoskum stjórnvöldum. Stjórnvöld féllust á úrskurðinn og að greiða málskostnað Salmonds.
08.01.2019 - 14:18