Færslur: Aleppo

Segir brýnt að bregðast við hörmungunum í Mariupol
Jean-Yves Le Drian utanríkisráðherra Frakklands segir að þegar þurfi að bregðast við þeim gríðarlegu hörmungum sem blasa við íbúum hafnarborgarinnar Mariupol, sunnanvert í Úkraínu. Úkraínsk stjórnvöld saka Rússa um að flytja íbúa nauðungarflutningum.
Sýrlendingar opna kebabstað á Akureyri
Hluti sýrlensku flótttamannanna sem hafa komið til Akureyrar á síðustu tveimur árum stefna nú að því að opna sölubás í göngugötu miðbæjarins þar sem boðið verður upp á sýrlenskan og tyrkneskan mat.
31.03.2017 - 11:13
Sýrlenski herinn vinnur á í Aleppo
Hersveitir sýrlenskra stjórnvalda náðu vatnsveitunni í Aleppo aftur á sitt vald í dag, eftir harðar loftárásir rússneskra herflugvéla á liðsmenn samtakanna sem kenna sig við Íslamska ríkið. Vatnsveitan var á valdi samtakanna í næstum tvo mánuði og á meðan voru íbúar borgarinnar án vatns.
07.03.2017 - 18:31
„Hér er ekkert eftir“ - Íbúar Aleppo snúa heim
Aleppo í Sýrlandi er borg andstæðna. Á meðan fimm ára borgarastyrjöld skilur austurhluta borgarinnar eftir í sárum hafa bardagarnir haft minni áhrif á íbúa vesturhlutans. Gríðarlegt uppbyggingastarf bíður íbúa austurhluta borgarinnar.
05.03.2017 - 19:30
Íbúar Aleppo bíða en Öryggisráðið fundar
Brottflutningur fólks frá austurhluta Aleppo hófst að nýju í gærkvöldi, í litlum mæli þó. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fundar í dag um nýja tillögu um tilhögun eftirlits með brottflutningnum og velferð almennra borgara. Um 350 manns voru fluttir í nokkrum rútum frá austurhluta Aleppo seint í gærkvöld. Óljóst er með framhald, en fyrstu rúturnar komust á áfangastað, hindrunarlaust.
19.12.2016 - 06:45
Brottflutningur frá Aleppo hafinn að nýju
Brottflutningur fólks frá austurhluta Aleppo er hafinn að nýju. Starfsmaður Sameinuðu þjóðanna upplýsir þetta. Um 350 manns hafa þegar verið fluttir á brott í nokkrum rútum og stefna í vesturátt, í átt að svæðum sem eru á valdi stjórnarhersins. Brottflutningur átti að hefjast í gær, eftir nokkuð hlé, en nokkur dráttur varð á því vegna ósættis stríðsaðila um framkvæmd hennar.
18.12.2016 - 22:35
Fólksflutningar hafnir frá Austur-Aleppo
Um 1000 manns hafa í dag verið fluttir frá Austur-Aleppo. Þeirra á meðal eru um 200 uppreisnarmenn og 108 særðir. Fólksflutningarnir eru samkvæmt samkomulagi uppreisnarmanna við sýrlenska stjórnaherinn, Rússa og vopnaðar sveitir Írana.
15.12.2016 - 14:57
Um sársauka annarra
Ban Ki-Moon, aðalframkvæmdarstjóri Sameinuðu Þjóðanna, segir að honum sé órótt vegna frétta af grimmdarverkum gagnvart almennum borgurum í Aleppo síðasta sólahringinn. Í dag, sem og marga aðra, á því verk bandaríska rithöfundarins Susan Sontag, ,,Um sársauka annarra“, vel við, en í bókinni skoðar hún hlutverk ljósmynda í samtímanum, og þá sérstaklega ljósmynda sem sýna okkur hörmungar annars staðar í heiminum.
13.12.2016 - 18:22