Færslur: Aldrei fór ég suður 2019

Rjóminn af rappinu á Aldrei fór ég suður
Nokkrir af heitustu röppurum landsins tróðu upp á Aldrei fór ég suður um helgina en þeir JóiPé og Króli, Herra Hnetusmjör og Huginn röppuðu sína alkunnu smelli undir diggri stjórn Þormóðs Eiríkssonar pródúsents.
Aldrei fór ég suður
Tónlistarhátíðin Aldrei fór ég suður var sýnd í beinni útsendingu á RÚV 2 um páskahelgina. Meðal listamanna sem komu fram voru Svala, Mammút, Jónas Sig, Jói Pé og Króli og Bagdad Brothers.
Myndskeið
„Höfum lúmskt gaman af nærveru hvors annars“
Það stendur mikið til á Ísafirði um páskana. Tónleikahátíðin Aldrei fór ég suður verður sett annað kvöld og svo er það skíðavikan. En snjóleysi hefur sett strik í reikninginn. Miðar seldust á uppistand Tvíhöfða í kvöld á skömmum tíma. Þeir Sigurjón Kjartansson og Jón Gnarr sögðust í viðtali í fréttum sjónvarps ekki vera komna með leiða á hvor öðrum. Hægt er að horfa á viðtal við þá í spilaranum hér fyrir ofan.
18.04.2019 - 21:04
Tvíhöfði skemmtir á Aldrei fór ég suður
Þeir Jón Gnarr og Sigurjón Kjartansson koma fram á kvöldskemmtun á skírdag á Aldrei fór ég suður á Ísafirði.
Svala og JóiPé x Króli á Aldrei fór ég suður
Todmobile, Bagdad Brothers, Mammút, Teitur Magnússon og Svala eru meðal flytjenda á tónlistarhátíðinni Aldrei fór ég suður sem haldin verður í sextánda skiptið á Ísafirði um páskana, 19.–20. apríl.