Færslur: Aldraðir

Ekki fleiri smit á Hömrum
Ekki hafa greinst fleiri kórónuveirusmit á hjúkrunarheimilinu Hömrum í Mosfellsbæ eftir að starfsmaður þar greindist með smit í fyrradag. Hluti starfsfólks viðkomandi deildar og þeirra íbúa, sem voru útsettastir fyrir smiti, fór í skimun í gær og verður hún endurtekin á mánudaginn.
15.08.2020 - 12:44
Auknar takmarkanir á Vestfjörðum
Á Vestfjörðum líkt og víðar á landinu hefur verið gripið til hertra aðgerða vegna fjölgunar kórónuveirusmita undanfarið. Heimsóknarbann hefur nú verið sett á dvalar- og hjúkrunarheimilið Barmahlíð í Reykhólahreppi.
Færri mega koma í heimsókn á hjúkrunarheimili
Fjöldi gesta til íbúa á hjúkrunarheimilum hefur verið takmarkaður og þeir eru beðnir um að dvelja ekki í sameiginlegum rýmum heimilanna eftir að landlæknir hvatti hjúkrunarheimili í gær um að endurskoða heimsóknarreglur sínar í kjölfar fjölgunar COVID-19 smita Breytingarnar taka gildi frá og með deginum í dag og og verða endurskoðaðar, þyki þörf á því.
29.07.2020 - 12:45
Myndskeið
Slæm meðferð á aldraðri konu náðist á myndband
Aðbúnaður á hjúkrunarheimilum í Danmörku er nú til skoðunar eftir að slæm meðferð á níræðri konu náðist á myndband. Dómari setti lögbann á birtingu myndbandsins og fréttamenn TV2 sem tóku það upp hafa nú verið kærðir.
14.07.2020 - 07:30
Hátt í 200 aldraðir bíða á ýmsum deildum Landspítala
Hátt á annað hundrað aldraðir einstaklingar, liggja nú á ýmsum deildum Landspítala og bíða eftir að komast á hjúkrunarheimili. Sjö rúma biðdeild fyrir þennan hóp var opnuð á Grensás í síðustu viku, hún dugar engan veginn til og Páll Matthíasson forstjóri spitalans segir að nú sé verið að leita allra leiða til að leysa vandann.
Aldraðir með lítil réttindi fá meiri stuðning
Aldraðir sem búa hér á landi og eiga engin eða takmörkuð lífeyrisréttindi hafa nú rétt til félagslegs viðbótarstuðnings sem getur verið allt að 90% af fullum ellilífeyri. Frumvarp Ásmundar Einars Daðasonar félags- og barnamálaráðherra þar um var samþykkt á Alþingi í gær.
Herða reglur um heimsóknir á hjúkrunarheimili
Þeir sem hafa verið erlendis eiga ekki að heimsækja íbúa á hjúkrunarheimilum aldraðra eða heimilum fatlaðs fólks í Reykjavík fyrstu 14 dagana frá heimkomu. Þetta eru tilmæli neyðarstjórnar velferðarsviðs Reykjavíkurborgar til að hamla útbreiðslu COVID-19. Staðan verður metin að nýju 13. júlí.
Íslenskir karlar verða elstir í Evrópu
Íslenskir karlar verða nú elstir allra evrópskra karla, meðalævilengd þeirra var 81 ár í fyrra og meðalævilengd íslenskra kvenna var 84,2 ár. Munurinn á meðalævilengd karla og kvenna fer minnkandi.
29.06.2020 - 10:02
Segja óreiðu í málum hjúkrunarheimila
Nokkur sveitarfélög hafa ýmist ákveðið eða undirbúa að slíta samninga við ríkið um rekstur hjúkrunarheimila. Meðal þeirra er Akureyrarbær, sem telur uppsafnaða vöntun á fé frá ríkinu til að geta rekið hjúkrunarheimili í bænum nema rúmum milljarði. Bærinn hefur sagt upp samningi við ríkið um rekstur hjúkrunarheimila og það hefur Vestmannaeyjabær einnig gert.
Garðabær tapar máli í Hæstarétti vegna Ísafoldar
Ríkið á ekki að borga allan rekstrarkostnað við hjúkrunarheimilið Ísafold samkvæmt dómi Hæstaréttar í morgun sem sýknaði ríkið af kröfum Garðabæjar. Hæstiréttur staðfesti þar með dóm Landsréttar.
Áhyggjuefni ef fjárveitingarnar duga ekki
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir það áhyggjuefni telji sveitarfélög sig ekki geta séð um rekstur hjúkrunarheimila. Sveitarfélög hafa þurft að borga hundruð milljóna með rekstri hjúkrunarheimila þar sem fjárveitingar duga ekki.
Byrjuðu að nota spjaldtölvur á Landakoti í dag
Sjúklingar á Landakoti eru að byrja að spreyta sig á spjaldtölvum. Söfnun starfsfólks fyrir spjaldtölvum hefur gengið vonum framar. Þær fyrstu eru komu í hús í morgun. Vonir standa til að þær verði 90 talsins þegar söfnun lýkur. 
01.04.2020 - 18:30
Myndskeið
Fimm smitaðir sjúklingar á Landakoti og átján í sóttkví
Fimm aldraðir sjúklingar liggja nú á Landakoti smitaðir af kórónuveirunni og fimm starfsmenn þar hafa greinst. Forstjóri Landspítalans segir enn ekki vitað hvernig fólkið smitaðist. Níu manns með COVID-19 eru á gjörgæslu, þar af sjö í öndunarvél.  
29.03.2020 - 19:22
780 skráðir á útkallslista velferðarþjónustunnar
Um 780 manns hafa skráð sig á útkallslista velferðarþjónustunnar. Félagsþjónustufulltrúi segir að erfitt geti verið að manna þjónustu við viðkvæma hópa og það sé eitt helsta áhyggjuefnið hjá sveitarfélögunum.
Starfsmaður Hrafnistu með COVID-19
Starfsmaður Hrafnistu í Laugarási, sem er hjúkrunarheimili, hefur verið greindur með COVID-19 og er kominn í einangrun. Allir á deild starfsmannsins eru komnir í sóttkví.
21.03.2020 - 15:27
Íbúar dvalarheimila fengu óvæntan glaðning
Íbúar dvalarheimila á Akureyri og í Garðabæ fengu óvæntan glaðning í dag þegar nokkrir af helstu poppurum landsins komu í heimsókn og tóku lagið fyrir utan.  Söngurinn var kærkominn, enda hefur verið heimsóknarbann á dvalarheimilum í að verða hálfan mánuð.   
18.03.2020 - 22:41
Fréttaskýring
Beið í 6 mánuði á þremur stofnunum
Þorbjörg Óskarsdóttir, fyrsti íbúinn á nýja hjúkrunarheimilinu sem opnað var á Sléttuvegi í síðustu viku beið í sex mánuði á þremur stofnunum eftir því að flytja á heimilið. Ekki er búið að semja um stóran hluta af þeim rýmum á hjúkrunarheimilum sem eru á fjármálaáætlun stjórnvalda. Hér er einungis verið að fjalla um ný hjúkrunarrými ekki þau sem á að byggja til að taka við af eldri rýmum.
08.03.2020 - 18:29
Spegillinn
Hjúkrunarheimilin eru á áhyggjulista Landlæknis
Laura Sch. Thorsteinsson, sérfræðingur hjá embætti landlæknis segir að hjúkrunarheimilin séu á áhyggjulista landlæknis. Vegna skorts á fagfólki hefur þurft senda íbúa á bráðamóttökuna, lögrega hefur verið kölluð til að aðstoða starfsfólk og íbúar finna fyrir einmannaleika.
18.02.2020 - 16:03
Spegillinn
Almenningur telur lífskjör aldraðra slæm
Mikill meirihluti Íslendinga telur að lífskjör aldraða hér á landi séu slæm. Þetta kemur fram í nýrri samevrópskri viðhorfskönnun. Afstaða Íslendinga er á skjön við afstöðu annars staðar á Norðurlöndunum. Mikill meirihluti almennings hér á landi telur að stjórnvöld beri mikla ábyrgð á lífsgæðum aldraðra
12.11.2019 - 16:57
Viðtal
Tekjutengingar grafa undan tiltrú á kerfinu
Ríkið virðist líta á lífeyrissjóðina sem fyrstu stoð almannatryggingakerfisins og það er miður, að sögn Þóreyjar S. Þórðardóttur, framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða. Hún segir nauðsynlegt að hafa tekjutengingu að vissu marki en að nú sé staðan sú að fólk sjái lítinn akk í því að hafa lagt fyrir því tekjutengingar almannatrygginga séu svo harðar. Kerfið hafi verið öðruvísi þegar lífeyrissjóðakerfið var stofnað fyrir fimmtíu árum og því eigi ekki allir fullmótuð réttindi.
21.10.2019 - 09:01
Myndband
Íbúar á Hlíð keppa í hjólreiðum
Hópur íbúa á hjúkrunarheimilinu Hlíð á Akureyri hefur undanfarnar vikur tekið þátt í hjólreiðakeppninni World Road for Seniors. Liðið hefur hjólað yfir 3.000 kílómetra og berst um toppsætið. Dæmi er um að keppendur hjóli yfir 10 kílómetra á dag.
27.09.2019 - 07:31
Lífsstíll hefur áhrif á tíðni heilabilunar
Regluleg hreyfing, fjölbreytt mataræði, reykleysi og hófleg áfengisneysla getur minnkað líkur á heilabilun, jafnvel í fjölskyldum þar sem sjúkdómurinn gengur í erfðir. Þetta eru niðurstöður átta ára rannsóknar vísindamanna við Háskólann í Exeter á Englandi.
15.07.2019 - 10:48
400 milljónir í endurbætur hjúkrunarheimila
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur úthlutað rúmum 400 milljónum króna úr Framkvæmdasjóði aldraðra til uppbyggingar og endurbóta á hjúkrunarheimilum um land allt.
Leggur sérstaka áherslu á þjónustu við aldraða
Jón Snædal öldrunarlækni hefur verið falið að móta drög að stefnu stjórnvalda í málefnum fólks með heilabilun af Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra.
11.02.2019 - 16:19
Fjölga hjúkrunarrýmum um 200 á tveimur árum
Framkvæmdir og undirbúningur við 14 hjúkrunarheimili standa nú yfir, bæði til að fjölga rýmum og bæta aðbúnað rýma sem þegar eru tilbúin. Á næstu tveimur árum stendur til að fjölga rýmum um tæp 200. Þetta kemur fram í svari Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, við fyrirspurn Ellerts B. Schram, þingmanns Samfylkingarinnar.
21.01.2019 - 21:05