Færslur: Aldís Hafsteinsdóttir

Fjárhagsáætlanir gætu orðið flókið verkefni
Árið 2020 er þegar í uppnámi og væntingar sveitarfélaganna um aukið útsvar í ár verða á fæstum stöðum að veruleika. Þetta segir Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga í viðtali í Morgunblaðinu í dag. Þar segir hún að gerð fjárhagsáætlana sveitarfélaganna í haust gæti reynst flókið verkefni og segist treysta því að ríkið muni styðja við sveitarfélögin, gerist þess þörf.
Fjölgar hratt í Hveragerði
Íbúum í Hveragerðisbæ fjölgaði um tæp 3 prósent á nýliðnu ári. Það er nokkuð yfir landsmeðaltali. Samkvæmt greinargerð með fjárhagsáætlun bæjarins fyrir næsta ár hefur lóðaúthlutun gengið vel í ár og margar nýjar íbúðir verið teknar í notkun. Í áætlun bæjarins er gert ráð fyrir að sveitarfélagið kaupi byggingarland.