Færslur: Albanía

Voldugur jarðskjálfti reið yfir Balkanskaga í kvöld
Jarðskjálfti af stærðinni 5,7 reið yfir sunnanverða Bosníu í kvöld og fannst víðs vegar um Balkanskagann. Vitað er að 28 ára gömul kona fórst og foreldrar hennar eru slasaðir. Ekki hafa borist tíðindi af miklu eignatjóni.
23.04.2022 - 00:15
Tólf saknað eftir eldsvoða í farþegaferju
Tólf er saknað af ferju sem kviknaði í á Jónahafi í fyrrinótt, nærri grísku eyjunni Korfú. Yfirvöld á Ítalíu greina frá þessu. 290 voru um borð í farþega- og bílferjunni Ólympíu, sem var á leið frá grísku borginni Igoumenitsa til Brindisi á Ítalíu þegar eldurinn kviknaði. Þegar í ljós kom að skipverjum tækist ekki að ráða niðurlögum eldsins gaf skipstjórinn öllum fyrirmæli um að koma sér í björgunarbátana og yfirgefa skipið innan við klukkustundu eftir að eldurinn kviknaði.
19.02.2022 - 02:43
Mannbjörg er eldur kom upp í farþegaferju við Korfú
Engan sakaði þegar eldur braust út um borð í farþegaferju á siglingu um Jónahafið milli Albaníu, Ítalíu og Grikklands í morgun, samkvæmt upplýsingum grísku hafnarlögreglunnar. 237 farþegar og 50 manna áhöfn voru í ferjunni Olympíu þegar eldurinn kom upp. Skipstjórinn lét sjósetja björgunarbáta og bað alla farþega að forða sér frá borði.
18.02.2022 - 06:18
Innanflokksátök leiða til óeirða í Albaníu
Lögreglan í Tirana, höfuðborg Albaníu, beitti í gær táragasi og háþrýstidælum gegn hundruðum æstra mótmælenda, sem freistuðu þess að ráðast inn í höfuðstöðvar stærsta stjórnarandstöðuflokksins í landinu, Demókrataflokksins. Áhlaupið á höfuðstöðvarnar má rekja til harðvítugra innanflokkserja og þau sem reyndu að ráðast þar inn eru stuðningsfólk Sali Berisha, fyrrverandi formanns og forsætisráðherra, sem rekinn var úr flokknum með skömm.
09.01.2022 - 02:24
Albaníuþing kærði Albaníuforseta til embættismissis
Albaníuþing undirbýr réttarhöld í landsdómi yfir forseta landsins, Ilir Meta, með það fyrir augum að svipta hann embætti. Samkvæmt þingmönnum Sósíalistaflokksins, sem fara með meirihluta á albanska þinginu, gerði hann sig sekan um að skipta sér af nýafstöðnum þingkosningum í landinu með ólögmætum hætti, þegar hann tók eindregna afstöðu með stjórnarandstöðunni og hélt á lofti ásökunum um kosningasvindl. Var hann því kærður til embættismissis og vikið úr embætti uns mál hans verður tekið fyrir.
10.06.2021 - 01:20
Albanir ganga að kjörborðinu í dag
Albanir ganga til þingkosninga í dag þar sem valið stendur milli Edi Rama sem hefur verið forsætisráðherra í tvö kjörtímabil og Lulzim Basha leiðtoga stjórnarandstöðunnar.
25.04.2021 - 02:53
Dularfullt skjal sagt ógna friði á Balkanskaga
Embættismenn á Balkanskaga eru uggandi vegna skjals sem sagt er komið á borð Evrópusambandsins. Í skjalinu er mælt með því að Bosníu og Hersegóvínu verði skipt upp. 
23.04.2021 - 04:45
Níu handteknir eftir mannskæðan skjálfta í Albaníu
Lögregla í Albaníu hefur handtekið níu manns, grunaða um morð og misbeitingu valds, vegna manntjóns sem varð þegar fjöldi bygginga hrundi í jarðskjálfta sem þar varð í lok nóvember og kostaði samtals 51 mannslíf. Tveir hinna handteknu eiga hótel sem hrundu í borginni Durres þegar skjálftinn reið yfir. Lögregla segir að bæði hótelin hafi verið byggð ólöglega og að annað þeirra hafi að auki fengið byggingarleyfi eftir að það var risið, þvert á lög og reglur.
15.12.2019 - 00:49
46 látin í Albaníu
46 hafa nú fundist látin í húsarústum í Albaníu norðvestanverðri, þar sem harður jarðskjálfti varð á þriðjudag. Albanskir fjölmiðlar greina frá þessu. Enn er ekki vitað með vissu, hversu margra er saknað, en óttast að þau skipti tugum. Vonir um að finna fólk á lífi í rústunum fer minnkandi með hverri klukkustundinni sem líður en leitarstarf stendur þó enn yfir af fullum krafti.
29.11.2019 - 05:39
Fjörutíu látin í Albaníu
Fjörutíu hafa fundist látnir eftir jarðskjálftann sem reið yfir Albaníu í fyrradag. Yfirvöld greindu frá þessu í morgun og sögðu að tíu lík hefðu verið grafin úr rústunum í nótt. Fjörutíu og sex hafa fundist á lífi í rústum húsa sem hrundu við skjálftann.
28.11.2019 - 09:10
Neyðarástand í Durrës og Thumanë
Edi Rama, forsætisráðherra Albaníu, hefur lýst yfir neyðarástandi í Durrës og Thumanë í þrjátíu daga vegna jarðskjálftans sem reið yfir landið í fyrrinótt. Að sögn yfirvalda hafa 28 fundist látin og 45 verið bjargað á lífi úr húsarústum.
27.11.2019 - 14:42
Þjóðarsorg í Albaníu
Þjóðarsorg er í Albaníu í dag vegna þeirra sem fórust í jarðskjálftanum sem reið yfir landið í fyrrinótt. Þá hefur hátíðahöldum í tilefni þjóðhátíðar á morgun verið aflýst.
27.11.2019 - 09:51
Myndskeið
Erlend aðstoð berst Albönum
Tvær rústabjörgunarsveitir frá Grikklandi voru sendar í dag til Albaníu til aðstoðar björgunarsveitum við að leita að fólki á lífi í húsum sem hrundu í jarðskjálftanum í nótt. Björgunarmenn hafa einnig verið sendir frá Ítalíu og Evrópusambandið hefur boðið fram aðstoð.
26.11.2019 - 14:02
Þrettán fundist látnir eftir skjálftann í Albaníu
Þrettán hafa fundist látnir eftir jarðskjálfta í Albaníu í nótt. Hundruð hafa verið flutt slösuð á sjúkrahús. Óttast er að fjöldi fólks sé grafinn í rústum húsa sem hrundu í skjálftanum.
26.11.2019 - 12:04
Sex hafa fundist látnir eftir skjálftann í Albaníu
Sex hafa fundist látnir eftir jarðskjálftann í Albaníu í nótt. Um 150 eru slasaðir. Að sögn fréttastofunnar AFP virðist tjónið mest í hafnarborginni Durres.
26.11.2019 - 08:59
Myndskeið
Fjórir látnir og 150 slasaðir eftir skjálfta í Albaníu
Fjórir eru látnir og 150 slasaðir eftir sterkan jarðskjálfta í Albaníu í nótt. Skjálftinn mældist 6,4 að stærð og átti upptök sín um 30 kílómetrum norðvestur af höfuðborginni Tírana. Mest varð tjónið í hafnarborginni Durres, þar sem að minnsta kosti ein bygging hrundi.
26.11.2019 - 05:48
Boðar kosningar í N-Makedóníu eftir höfnun ESB
Zoran Zaev, forsætisráðherra Norður-Makedóníu, hefur boðað til þingkosninga, þótt kjörtímabilið sé aðeins rúmlega hálfnað. Ástæðan er ákvörðun leiðtogaráðs Evrópusambandsins um að fresta því enn einu sinni að hefja umbeðnar aðildarviðræður við stjórn hans.
20.10.2019 - 01:43
Æðstu embættismenn ESB gagnrýna leiðtoga þess
Æðstu embættismenn framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, þeir Jean Claude Juncker og Donald Tusk, gagnrýna leiðtogaráð sambandsins harðlega fyrir að neita að hefja umsóknarferli og aðildarviðræður við Albaníu og Norður-Makedóníu. Segja þer þetta mikil og söguleg mistök, sem geti haft alvarlegar afleiðingar í för með sér.
19.10.2019 - 05:25
Hafnar viðræðum við Albaníu og N-Makedóníu
Ekki náðist samkomulag á leiðtogafundi Evrópusambandsins um að bjóða Albaníu og Norður-Makedóníu að hefja aðildarviðræður við sambandið, eins og bæði ríkin hafa leitað eftir. Þrátt fyrir margra klukkustunda samningaþref, ýmist fyrir opnum tjöldum eða bak við þau, tókst ekki að sannfæra alla leiðtogana um ágæti þess að byrja formlegar viðræður við Balkanríkin tvö.
18.10.2019 - 05:46
Yfir 100 slösuð eftir jarðskjálfta í Albaníu
Ríflega 100 manns leituðu sér aðhlynningar á sjúkrahúsum eftir öflugan jarðskjálfta í Albaníu snemma á tíunda tímanum í kvöld. Ekki er vitað um nein dauðsföll en fjöldi bygginga skemmdist og rafmagn fór af nokkrum hverfum höfuðborgarinnar Tirana og nærliggjandi bæjum. Skjálftinn var 5,6 að stærð og er að sögn varnarmálaráðherra landsins sá öflugasti sem þar hefur orðið í 20 eða 30 ár. Þrír kröftugir eftirskjálftar hafa orðið.
21.09.2019 - 22:59
Mótmæli gegn forsætisráðherra Albaníu
Þúsundir manna söfnuðust saman í miðborg Tirana, höfuðborgar Albaníu, í gærkvöld og kröfðust þess að Edi Rama, forsætisráðherra landsins, segði af sér.
09.07.2019 - 10:25
Albanía: Forseti og forsætisráðherra deila
Sósíalistaflokkurinn í Albaníu, flokkur Edi Rama, forsætiss- og utanríkisráðherra landsins, er kominn í hart við Ilir Meta forseta vegna þeirrar ákvörðunar forsetans að fresta boðuðum sveitarstjórnarkosningum vegna pólitískrar ólgu í landinu. 
11.06.2019 - 08:48
Forsetinn afboðar kosningar í Albaníu
Ilir Meta, forseti Albaníu, afboðaði í gær sveitastjórnarkosningar í landinu sem eiga að fara fram 30. júní. Forsætisráðherrann Edi Rama er verulega ósáttur við ákvörðun forsetans og segir dagsetninguna standa.
09.06.2019 - 06:26
Vopnað rán á Tirana-flugvelli
Vopnaðir ræningjar komust undan með milljónir evra í peningum sem þeir stálu á flugvellinum í Tirana í Albaníu í gær. Einn ræningjanna féll í skotbardaga við lögreglu.
10.04.2019 - 10:21
Reyndu að ræna reiðufé úr flugvél
Fjórir þungvopnaðir ræningjar voru handteknir í Albaníu í gær og einn skotinn til bana af lögreglu eftir að fimmmenningarnir höfðu rænt peningum sem verið var að ferja um borð í farþegaþotu á alþjóðaflugvellinum í Tírana.
10.04.2019 - 05:53