Færslur: álagningarseðill

167 þúsund eiga inneign hjá ríkissjóði
Ríkisskattstjóri hefur lokið við álagningu opinberra gjalda fyrir árið 2022. Alls greiða 317.567 framteljendur 248 milljarða í tekju- og fjármagnstekjuskatt til ríkissjóðs og 275 milljarða í útsvar til sveitarfélaga, vegna tekna sinna á árinu 2021. Skattskyldar tekjur eru um 2000 milljarðar og 167 þúsund eiga inneign.
Úrskurðarnefnd snuprar Dalabyggð
Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi gjaldtöku Dalabyggðar fyrir söfnun og eyðingu dýraleifa. Ástæðan er sú að Dalabyggð birti ekki gjaldskrána í Stjórnartíðindum fyrr en eftir að búið var að leggja gjaldið á.