Færslur: Álaborg

Áfram í gæsluvarðhaldi í að minnsta kosti fjórar vikur
Maðurinn, sem ákærður er fyrir að hafa myrt hina 22 ára gömlu Miu Skadhauge Stevn í Álaborg í Danmörku þann 6. febrúar síðastliðinn, verður áfram í gæsluvarðhaldi í að minnsta kosti fjórar vikur.
05.05.2022 - 08:10
Ákæra felld niður gegn meintum morðingja Miu
Annar þeirra 36 ára gömlu karlmanna sem voru handteknir, grunaðir um að hafa myrt hina 22 ára gömlu Miu Skadhauge Stevn í Álaborg í Danmörku þann 6. febrúar síðastliðinn, er laus úr haldi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Norður-Jótlandi. Þar segir að maðurinn hafi ekki haft neitt með hvarf né dauða Miu að gera og því hafi ákæruvaldið ákveðið að falla frá morðákæru á hendur honum. 
05.04.2022 - 16:29
Miu minnst og viðbragða krafist við ofbeldi gegn konum
Dönsku stúlkunnar Miu Skadhauge Stevn var minnst um allt land í dag. Mia var 22 ára og var myrt á leið heim eftir að hafa verið úti að skemmta sér í Álaborg um seinustu helgi. Hart er lagt að stjórnvöldum að bregðast við ofbeldi gegn konum.
Staðfest að Mia Skadhauge Stevn er látin
Lögregla á Norður-Jótlandi í Danmörku staðfesti í dag að Mia Skadhauge Stevn er látin. Mia var 22 ára og hvarf á sunnudaginn fyrir viku eftir að hafa verið úti að skemmta sér í Álaborg,
13.02.2022 - 01:00
Lögregla verður sýnilegri í miðborg Álaborgar
Hvarf Miu Skadhauge Stevn hefur skekið danskt samfélag undanfarna daga. Lögregla á Norður-Jótlandi hefur ákveðið að auka enn frekar á sýnileik sinn í miðborg Álaborgar en þar sást síðast til Miu snemma á sunnudagsmorgun.
11.02.2022 - 23:08
Lögregla telur lík horfnu stúlkunnar fundið
Lögreglan á Norður-Jótlandi í Danmörku fann síðdegis í dag líkamsleifar í Drottningarlundarskógi sem grunur leikur á að sé hin tuttugu og tveggja ára Mia Skadhauge Stevn. Hennar hefur verið leitað frá því á mánudag.
11.02.2022 - 00:19
Tveir menn í haldi vegna hvarfs ungrar konu
Tveir menn á fertugsaldri eru í haldi lögreglunnar í Álaborg í Danmörku og verða ákærðir fyrir morð á tuttugu og tveggja ára gamalli konu, Miu Skadhauge Stevn. Hún fór út að skemmta sér á laugardagskvöldið en ekkert hefur spurst til hennar frá aðfaranótt sunnudags.
10.02.2022 - 02:45
Um 300 flugfarþegar fastir í Álaborg vegna veðurs
Um það bil þrjú hundruð farþegar eru strandaglópar í flugstöð við flugvöllinn Álaborg í Danmörku og þurfa að hafast þar við í nótt. Vegna mikillar snjókomu var hvorki hægt að fljúga til eða frá borginni sem olli mörgum flugfarþegum miklum vonbrigðum.
02.12.2021 - 00:43
Stærstu flokkar Danmerkur tapa nokkru fylgi
Kosið var til sveitastjórna í Danmörku í gær. Stærstu flokkar landsins tapa fylgi frá síðustu sveitastjórnakosningum í Danmörku. Einingarlistinn er sigurvegari kosninganna í Kaupmannahöfn en Íhaldsmenn bæta verulega við sig á landsvísu.
Öllu skellt í lás við skemmtistaðagötu í Álaborg
Jomfru Ane Gade í Álaborg verður lokuð um hálfsmánaðar skeið svo draga megi úr útbreiðslu kórónuveirusmita í borginni. Sóttvarnarnefnd danska þingsins ákvað þetta í dag.
02.06.2021 - 13:03
Má búast við sekt fyrir að leyfa dans innandyra
Veitingahúseigandi í Álaborg í Danmörku á yfir höfði sér sekt fyrir að leyfa gestum sínum að stíga dans þar innandyra. Það er brot á sóttvarnarreglum.
29.05.2021 - 10:07
Ný rannsókn sýnir að kannabis dregur ekki úr þrautum
Viðamiklar rannsóknir tuttugu vísindamanna um tveggja hálfs árs skeið leiða í ljós að kannabis sem inniheldur vímuefnið THC hefur engin áhrif við að draga úr sársauka.
Danmörk
Níu handteknir í mótmælum gegn sóttvarnaaðgerðum
Til átaka kom milli lögreglu og mótmælenda í Kaupmannahöfn og Álaborg að kvöldi laugardags og voru níu mótmælendur handteknir áður en yfir lauk. Hópur fólks sem kallar sig „Men in Black" blés til mótmælafunda á Ráðhústorginu í Kaupmannahöfn og miðborg Álaborgar til að mótmæla sóttvarnaaðgerðum stjórnvalda vegna kórónaveirufaraldursins.
10.01.2021 - 00:36
Andlitsgrímur ekki skylda á lengri leiðum
Lestarfarþegum á lengri leiðum til og frá Árósum í Danmörku ber ekki skylda til að hafa andlitsgrímu fyrir vitum sér.