Færslur: Al Thani

Ríkið viðurkennir brot á rétti Magnúsar
Íslenska ríkið hefur undirritað sátt við Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóra Kaupþings í Lúxemborg, þar sem viðurkennt er að ríkið hafi brotið á rétti hans til réttlátrar málsmeðferðar. Þetta kom fram í máli Kristínar Edwald, verjanda hans, í málflutningi í Landsrétti í gær. Þá lauk aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Magnúsi, Hreiðari Má Sigurðssyni og Sigurði Einarssyni vegna lánveitinga til vildarviðskiptavina skömmu fyrir hrun.
Ólafur afturkallar kæru til Mannréttindadómstólsins
Ólafur Ólafsson, iðulega kenndur við Samskip og fyrrverandi hluthafi í Kaupþingi, hefur dregið kæru sína til Mannréttindadómstóls Evrópu til baka. Dómstóllinn hefur fellt mál hans niður.
Bótamáli gegn Ólafi og Hreiðari vísað frá dómi
Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði í dag frá dómi tveimur skaðabótamálum sem Samtök sparifjáreigenda höfðuðu vegna hruns Kaupþings og mála sem því tengjast. Samtökin kröfðu þá Hreiðar Má Sigurðsson, fyrrverandi forstjóra bankans, og Ólaf Ólafsson, einn aðaleiganda Kaupþings, um rúmar 900 milljónir hvoran um sig. Samtökin töldu að með lögbrotum sínum á mánuðunum fyrir hrun hefðu Ólafur og Hreiðar Már skaðað hagsmuni hluthafa í bankanum.
18.10.2019 - 15:12
Hlýtt á málflutning lögmanna í Strassborg
Málflutningur í máli lögmannanna Gests Jónssonar og Ragnars Hall gegn íslenska ríkinu fór fram í Strassborg í dag. Þetta er fyrsta íslenska málið sem tekið er fyrir í nýrri yfirdeild Mannréttindadómstólsins.
MDE fjallar um fjárfestingar hæstaréttardómara
Mannréttindadómstóll Evrópu ætlar að fjalla um fjárfestingarumsvif tveggja íslenskra hæstaréttardómara. Ólafur Ólafsson, athafnamaður og einn aðaleigandi Kaupþings kærði þá Markús Sigurbjörnsson og Árna Kolbeinsson vegna fjárfestingarumsvifa í aðdraganda bankahrunsins 2008.
Viðtal
Vonar að úrskurðurinn leiði til endurupptöku
„Fyrst og fremst erum við ánægð með niðurstöðuna, að hafa sigrað,“ segir Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi bankastjóri Kaupþings og einn sakborninga í Al-Thani málinu svokallaða.
04.06.2019 - 11:44
Yfirdeild MDE tekur fyrir mál Gests og Ragnars
Yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu hefur ákveðið að taka fyrir mál lögmannanna Gests Jónssonar og Ragnars H. Hall í tengslum við Al Thani-málið svokallað. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag.
Myndskeið
10 ár frá því að Al-Thani málið hófst
10 ár eru síðan eitt umfangsmesta efnahagsbrotamál í íslenskri réttarsögu hófst þegar Kaupþing tilkynnti um kaup Al-thani á hlut í bankanum. Björn Þorvaldsson, saksóknari í málinu, segir það hafa komið á óvart hve ósvífin brotin voru. 
22.09.2018 - 19:35
Stjórnvöld telja dómara ekki vanhæfan
Fjórmenningarnir sem hlutu dóm í al-Thani málinu fengu réttláta meðferð fyrir íslenskum dómstólum að mati íslenskra stjórnvalda. Þau telja ennfremur að Árni Kolbeinsson hæstaréttardómari hafi ekki verið vanhæfur þrátt fyrir að sonur hans hafi unnið fyrir Kaupþing og eiginkona Árna hafi setið í stjórn Fjámálaeftirlitsins. 
08.04.2017 - 19:46
Úttekt
Íslenskur almenningur blekktur í tvígang
Sláandi líkindi eru með blekkingunum við Búnaðarbankasöluna 2003 og þegar auðmaðurinn Al Thani var sagður kaupa tugmilljarða hlut í Kaupþingi 2008. Nokkrir af lykilmönnunum sem komu að eða vissu um lundafléttuna, leynilega baksamninga sem gerðir voru við kaup á 45,8% hlut ríkisins í Búnaðarbankanum árið 2003, léku stórt hlutverk í Al Thani-málinu rúmum fimm árum síðar. Í bæði skiptin voru Íslendingar blekktir um aðkomu útlendinga að kaupum á stórum hlut í bankanum.
31.03.2017 - 19:57
Öllum beiðnum í Al Thani-málinu verið hafnað
Endurupptökunefnd hefur hafnað beiðni Magnúsar Guðmundssonar, fyrrverandi forstjóra Kaupþings í Lúxemborg, um endurupptöku á Al Thani-málinu svokallaða. Þar með hefur endurupptökubeiðnum allra þeirra fjögurra sem sakfelldir voru í málinu verið hafnað.
01.03.2017 - 14:30
Fjalla efnislega um ógildingarkröfu Ólafs
Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði í gær frá dómi kröfu Ólafs Ólafssonar um að viðurkennt yrði með dómi að skilyrði væru fyrir endurupptöku al-Thani málsins. Krafa Ólafs um að úrskurður endurupptökunefndar um að hafna endurupptökubeiðni hans verður hins vegar tekin til efnislegrar meðferðar.
26.01.2017 - 14:24
Ólafur Ólafsson stefnir ríkinu
Ólafur Ólafsson krefst þess að synjun endurupptökunefndar í febrúar um að taka Al-Thani málið upp að nýju verði felld úr gildi. Þetta kemur fram í grein frá Ólafi í Fréttablaðinu í dag. Hann stefnir embætti ríkissaksóknara og íslenska ríkinu fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur.
17.10.2016 - 05:37
Vísaði frá máli gegn Kaupþingstoppum
Héraðsdómur Vesturlands vísaði á föstudag frá dómi máli sem Samtök sparifjáreigenda höfðuðu gegn fjórmenningunum sem voru dæmdir í al-Thanimálinu og Ingólfi Helgasyni. Samtökin kröfðust 900 milljóna króna í skaðabætur vegna fjártjóns af völdum markaðsmisnotkunar með hlutabréf í Kaupþingi. Samtök sparifjáreigenda yfirtóku kröfur Stapa lífeyrissjóðs vegna falls bankanna og stefndu fjórum stjórnendum Kaupþings og stærsta hluthafanum í bankanum.
04.07.2016 - 17:46
Hreiðar Már kominn á Vernd
Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi bankastjóri Kaupþings, er laus af Kvíabryggju og kominn í afplánun á áfangaheimilinu Vernd. Hreiðar Már hlaut fimm og hálfs árs dóm í Hæstarétti í Al-Thani málinu í febrúar 2015. Þar með eru allir sakborningarnir fjórir í málinu að afplána dóma sína á Vernd.
02.05.2016 - 18:00
Mættu á Vernd eftir árs fangelsisvist
Kaupþingsmennirnir Sigurður Einarsson, Ólafur Ólafsson og Magnús Guðmundsson voru í dag látnir lausir úr fangelsi. Þeir komu á áfangaheimili í Reykjavík undir kvöld, þar sem þeir dvelja þar til þeir fara heim undir rafrænu eftirliti.
07.04.2016 - 19:56
Þremur endurupptökubeiðnum hafnað
Endurupptökunefnd hefur hafnað beiðnum Hreiðars Más Sigurðssonar, Sigurðar Einarssonar og Ólafs Ólafssonar, um að Al Thani-málið verði endurupptekið í Hæstarétti. Ólafi hafi ekki verið ruglað saman við annan Ólaf í umdeildu símtali.
09.02.2016 - 19:02
Endurupptökubeiðni Ólafs hafnað
Endurupptökunefnd hefur hafnað beiðni Ólafs Ólafssonar um að Al Thani-málið verði endurupptekið í Hæstarétti.
09.02.2016 - 13:02
„Nei, það er rangt,“ segir saksóknarinn
Staðhæfing eiginkonu Ólafs Ólafssonar, um að niðurstaða Hæstaréttar í Al Thani-málinu sé byggð á misskilningi, er röng. Þetta segir saksóknari. Útilokað sé að orð í málsgögnum, sem Hæstiréttur telur að vísi til Ólafs, vísi til nafna hans.
07.04.2015 - 12:28
Seldu 18% í bankanum og lánuðu fyrir öllu
Al Thani-viðskiptin voru aðeins ein af mörgum ráðstöfunum Kaupþings til að losa sig við eigin hlutabréf mánuðina fyrir hrun. Bankinn seldi einstaklingum og fyrirtækjum samtals nær 18% hlutafjár í sjö stórum viðskiptum áður en hann fór í þrot. Í öllum tilfellum lánaði bankinn fyrir öllu kaupverðinu.