Færslur: Akureyri

Vilja opna nýju stólalyftuna í Hlíðarfjalli fyrir helgi
Stefnt er að því að taka nýju stólalyftuna í Hlíðarfjalli í notkun fyrir helgi. Lyftan er tilbúin og verður formlega sett í gang þegar veður leyfir. Þetta segir Halla Björk Reynisdóttir, formaður stjórnar Hlíðarfjalls.
08.03.2021 - 14:42
Ölvað fólk fær ekki að skíða í Hlíðarfjalli
Forstöðumaður í Hlíðarfjalli segir að engin vandamál hafi komið upp í tenglum við áfengissölu sem hófst um helgina. Vel verði fylgst með gestum sem neyta áfengis og ölvuðum meinað að skíða.
08.03.2021 - 12:03
Sjónvarpsfrétt
„Okkur þykir bara öllum svo vænt um bæinn okkar“
Skiptar skoðanir eru meðal Akureyringa um fimm fjölbýlishús sem verktaki hyggst reisa ofan við elsta hverfi Akureyrar, Innbæinn. Bæjarfulltrúi segir sterkar skoðanir fólks til marks um væntumþykju í garð bæjarins.
01.03.2021 - 21:36
Prentmet Oddi kaupir þrotabú Ásprents
Prentsmiðjan Prentmet Oddi hefur fest kaup á eignum úr þrotabúi Ásprents sem tekið var tekið til gjaldþrotaskipta í byrjun mánaðarins. Búið er að ráða sex starfsmenn í fullt starf en alls störfuðu 20 manns hjá Ásprent.
24.02.2021 - 13:45
Fagna því að sjá fram á nýja flugstöð á Akureyri
Talsmenn ferðaþjónustunnar á Norðurlandi fagna því að sjá nú fram á nýja flugstöð, ásamt flughlaði á Akureyrarflugvelli, sem ákveðið er að taka í notkun vorið 2023. Framkvæmdir við byggingu flugstöðvar verða boðnar út í vor.
Myndskeið
Saur makað á veggi og glugga leikskóla á Akureyri
Farið var ofan í ruslagám þar sem voru bleyjur og því sem í þeim var, var makað á rúður og veggi leikskólans Holtakots á Akureyri í gærkvöld. Snjólaug Brjánsdóttir, leikskólastjóri, segist sorgmædd.
22.02.2021 - 11:36
Bæjarráð Akureyrar gagnrýnir hækkun ferjufargjalda
Bæjarráð Akureyrar mótmælir boðaðri hækkun fargjalda og farmgjalda í ferjuna Sæfara, sem sér um fólks- og vöruflutninga milli Dalvíkur, Hríseyjar og Grímseyjar. Áformað er að hækka fargjöldin um 12 próent í maí, og farmgjöldin um 14 prósent.
20.02.2021 - 07:31
Myndband
Heimsóttu bændur í stað búða á öskudaginn
Öskudegi var fagnað víða um land í dag þrátt fyrir takmarkanir. Í Hörgársveit í Eyjafirði var öllum börnum smalað í rútu og ekið milli bæja í stað þess að heimsækja verslanir á Akureyri.
17.02.2021 - 20:26
Eftirlit í Hlíðarfjalli eftir ábendingar um drykkjuskap
Lögreglan hefur verið með sérstakt eftirlit við Hlíðarfjall undanfarnar tvær helgar eftir að borist hafa ábendingar um áfengisnotkun í fjallinu. Voru samtals 300 bílar stoppaðir og ástand ökumanna kannað. Enginn þeirra reyndist vera undir áhrifum.
17.02.2021 - 17:00
Sjónvarpsfrétt
„Þetta má ekki hverfa fyrir pastaréttum og lassagne“
Í dag er síðasti dagur fyrir lönguföstu og þá gildir að borða vel af saltkjöti og baunum. Kokkur á Akureyri segir mikilvægt að gamlar hefðir verði ekki látnar víkja fyrir pasta og lasagna.
16.02.2021 - 21:10
Nær uppselt í Hlíðarfjall næstu tvær vikur
Nær allir aðgöngumiðar að skíðasvæðinu í Hlíðarfjalli ofan Akureyrar á tímabilinu 18. til 28. febrúar eru að seljast upp. Þessi mikla eftirspurn er til komin vegna vetrarleyfa í grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu í þessari viku og þeirri næstu. Forstöðumaður skíðasvæðisins segir að síminn hafi hreinlega ekki stoppað.
15.02.2021 - 14:37
Myndskeið
Eldur í mannlausum bíl á Akureyri
Eldur kviknaði í mannlausum bíl á bílastæði við Dalsgerði á Akureyri um klukkan 11. Lögregla og slökkvilið var fljót á staðinn og náði að slökkva eldinn hratt og örugglega.
15.02.2021 - 11:43
„Miðað við fjöldann um helgina gekk þetta bara vel“
Þrátt fyrir mikinn fjölda gesta á Akureyri um liðna helgi gengu hlutirnir að sögn lögreglu stóráfallalaust. Gerðar voru athugsamedir við grímunotkun á tveimur veitingastöðum og farið var í þrjú hávaðaútköll.
08.02.2021 - 13:32
Verðmunur á bensínlítra getur numið allt að 47 krónum
Algengasta verð á bensínlítra hjá N1 er 236,90 krónur en lítrinn kostar 189,90 hjá Costco í Garðabæ. Verðmunurinn er því 47 krónur á hvern lítra. Innkoma Costco á markaðinn hefur haft mikil áhrif á verðmyndun og samkeppni á eldsneytismarkaðnum.
Áttatíu í laugina í einu — „Þetta er bara mjög erfitt"
Aðeins verður tekið við áttatíu fullorðnum í einu í Sundlaug Akureyrar um helgina. Lögreglan lokaði lauginni um tíma síðustu helgi og gerði athugasemdir við hversu þétt var setið í heitu pottunum.
05.02.2021 - 11:22
Prentsmiðjan Ásprent Stíll tekin til gjaldþrotaskipta
Prentsmiðjan Ásprent Stíll á Akureyri verið tekin til gjaldþrotaskipta og fékk starfsfólk ekki greitt út laun núna um mánaðamótin. Vikublaðið, Dagskráin og Skráin, sem Útgáfufélagið gefur út og prentuð eru í Ásprent, munu koma út áfram. Starfsmenn Ásprents-Stíls eru tæplega 20.
03.02.2021 - 10:31
Dæmdur í 30 daga fangelsi fyrir líkamsárás
Karlmaður á Akureyri hefur í Héraðsdómi Norðurlands eystra verði dæmdur í 30 daga fangelsi fyrir að ráðast á barnsmóður sína. Þá skal hann greiða konunni 300 þúsund krónur í miskabætur.
Myndskeið
Enginn klukknahljómur úr turni Akureyrarkirkju
Enginn klukknahljómur hefur borist úr turni Akureyrarkirkju síðustu vikur því stýrikerfið fyrir klukkurnar er bilað. Sóknarpresturinn giskar á að þær hafi hreinlega gefist upp í samkomubanninu. Hann segist sakna þess að heyra ekki í klukkunum.
30.01.2021 - 12:52
Áfram kalt fyrir norðan — frost víða 20 til 25 gráður
Veðurfræðingur segir hægviðri og heiðríkju valda miklum kulda sem nú gengur yfir norðanvert landið. Spár gera ráð fyrir áframhaldandi kulda en frost mældist víða á bilinu 20-25 gráður í nótt.
29.01.2021 - 15:48
Innlent · Norðurland · Frost · Kuldi · veður · Mývatn · Akureyri
Myndir
Allt á kafi á Akureyri — „Allir eru að gera sitt besta“
Töluvert hefur snjóað á Akureyri síðustu daga, eins og víða á norðanverðu landinu. Rúmlega 30 moksturstæki sem hafa verið á ferð um bæinn í dag hafa vart undan við að ryðja helstu götur og göngustíga.
25.01.2021 - 14:09
Innlent · Norðurland · Akureyri · snjór · veður · Óveður
Myndskeið
„Erum ekki að hætta með kjöt í mötuneytum skólanna“
Hjúkrunarfræðingur á Akureyri segir bæinn fara gegn tilmælum landlæknis með því að bjóða börnum í leik- og grunnskóla upp á unnar kjötvörur og rautt kjöt í miklu magni. Bærinn hafnar því en ætlar að koma á reglubundnu eftirliti.
19.01.2021 - 19:57
Viðtal
„Ég vil að Akureyrarbær taki út allar unnar kjötvörur”
Hjúkrunarfræðingur og móðir á Akureyri segir bæinn fara gegn tilmælum landlæknis með því að bjóða börnum í leik- og grunnskólum upp á sykur, unnar kjötvörur og rautt kjöt í miklu magni. Hún sendi fræðsluráði bæjarins erindi, og fundað var um málið í dag.
18.01.2021 - 21:50
Viðtal
„Hef alltaf áhyggjur af því að þeir standi sig ekki“
Gunnar Malmquist Gunnarsson, Þórsari og pabbi landsliðsmannanna Arons Einars og Arnórs Þórs segist stolur af því að eiga tvo fyrirliða. Gunnar var gestur í þættinum Sögur af landi. Hann segist alltaf fá smáhnút í magann þegar synirnir spila í stórleikjum.
16.01.2021 - 10:00
Tónleikahaldarar ósáttir – „finnst þetta dálítið skítt“
Haukur Tryggvason, veitingamaður og tónleikahaldari á Græna hattinum á Akureyri, varð fyrir miklum vonbrigðum með þær breytingar sem gerðar voru á samkomutakmörkunum í vikunni. Hann hefur frestað öllum tónleikum fram í febrúar, hið minnsta.
15.01.2021 - 14:55
Fær ekki að setja upp samlokusjálfsala á Akureyri
Tomasz Piotr Kujawski, sem á og rekur pylsuvagninn í Hafnarstræti á Akureyri, er afar ósáttur við bæjaryfirvöld eftir að skipulagsráð hafnaði beiðni hans um að setja upp samlokusjálfsala í bænum. Formaður skipulagsráðs segir ekki hægt að fylla miðbæinn af sjálfsölum.
15.01.2021 - 13:47