Færslur: Akureyri

Ekki flogið milli Akureyrar og Keflavíkur fyrr en 2024
Icelandair hefur frestað um ár, áformum um að hefja beint flug milli Keflavíkur og Akureyrar á ný. Ástæðan er sögð ýmis óleyst vandamál í innanlandsfluginu. Talsmaður ferðaþjónustunnar á Norðurlandi segir að mögulega sjái Icelandair ekki tækifærin sem felist í flugi með erlenda farþega til Akureyrar.
25.11.2022 - 13:31
Oddviti L-listans á Akureyri hættir sem bæjarfulltrúi
Gunnar Líndal, oddviti L-listans í bæjarstjórn á Akureyri, hefur sagt af sér sem bæjarfulltrúi. Ástæðuna segir hann breyttar forsendur og miklar annir í öðrum störfum.
Viðtal
„Ég næ ekki að hemla og keyri inn í hana“
Bíll barst með aurskriðu niður fyrir Grenivíkurveg snemma í morgun og annar til ók inn í aurinn. Hlíðin fyrir ofan er gegnsósa af vatni og vegurinn lokaður. Hann verður það áfram langt fram eftir degi hið minnsta.
17.11.2022 - 13:00
Myndskeið og viðtöl
„Ég ætla bara að forða mér hérna frá“
„Þetta kemur hérna langt ofan úr fjalli,“ sagði Guðmundur Björnsson, bóndi á Fagrabæ, á meðan hann virti fyrir sér aurskriðuna sem féll skammt sunnan við bæinn í nótt. Það er fyrst nú í birtingu sem hægt er að kanna aðstæður að ráði.
17.11.2022 - 09:50
Þrír í bíl sem keyrði inn í aurskriðu á Grenivíkurvegi
Aurskriða féll á Grenivíkurveg í nótt, rétt sunnan við Fagrabæ. Vegurinn er því lokaður, frá afleggjaranum við Víkurskarð og í átt til Grenivíkur. Lögreglunni á Norðurlandi eystra barst tilkynning um skriðuna frá ökumanni sem keyrt hafði inn í skriðuna, rétt fyrir klukkan sex í morgun. Bíllinn hafnaði utan vegar en í honum voru auk ökumannsins tveir farþegar. Engan sakaði. Bíllinn var skilinn eftir í skriðunni og lögregla kom fólkinu til Akureyrar.
17.11.2022 - 07:09
Útvarpsfrétt
Mikil eftirspurn eftir menntuðum þjónum um land allt
Aldrei hafa fleiri nemar verið skráðir í framreiðslunám við Verkmenntaskólann á Akureyri og því geta nemar í fyrsta sinn stundað allt sitt nám á Norðurlandi. Kennari í framreiðslu segir mikla eftirspurn eftir menntuðum þjónum um allt land.
Óþolandi að rannsókn á Samherja taki svona langan tíma
Í dag eru þrjú ár síðan Samherjamálið var afhjúpað í fréttaskýringaþættinum Kveik. Málið er enn til rannsóknar, bæði hér á landi og í Namibíu. Oddviti Samfylkingar í bæjarstjórninni á Akureyri segir óþolandi hve langan tíma rannsóknin tekur. Rannsaka þurfi málið til hlítar og fá skýra niðurstöðu. 
12.11.2022 - 18:45
Sjónvarpsfrétt
Benda hver á annan vegna myglu á hjúkrunarheimili
Bæjarstjóri á Akureyri, segir ríkið bera alfarið ábyrgð á því hve langan tíma tók að bregðast við upplýsingum um heilsuspillandi myglu á hjúkrunarheimilinu Hlíð. Heilbrigðisráðherra segir mega rekja slæmt ástand hússins aftur til þess þegar Akureyrarbær fór með þjónustuna.
„Úrbætur á Hlíð ótvírætt viðfangsefni ríkisins“
Úrbætur á húsnæði hjúkrunarheimilisins Hlíðar eru ótvírætt viðfangsefni ríkisins. Þetta segir bæjarstjórinn á Akureyri. Mygla hefur greinst á deildum heimilisins og þörf er á tafarlausum aðgerðum.
11.11.2022 - 09:26
Sjónvarpsfrétt
Vissu af myglu á hjúkrunarheimilinu Hlíð í fjóra mánuði
Mygla hefur greinst á tveimur deildum hjúkrunarheimilisins Hlíðar á Akureyri. Starfsfólk telur nokkra íbúa hafa veikst vegna myglunnar, en heilbrigðisráðuneytið hafi haft vitneskju um að húsið gæti verið heilsuspillandi í rúma fjóra mánuði áður en gripið var til aðgerða.
Telja myglu hafa valdið veikindum heimilisfólks á Hlíð
Íbúar tveggja deilda á Hjúkrunarheimili Hlíð á Akureyri sjá fram á flutning milli deilda vegna myglu sem hefur greinst í húsinu. Einhverjir heimilismenn hafa fundið fyrir „heilsufarslegum einkennum“ sem talið er að megi rekja til myglunnar.
10.11.2022 - 12:00
Sveitarfélög verði að stilla gjaldskrárhækkunum í hóf
Formaður samninganefndar Landssambands íslenskra verslunarmanna hvetur sveitarfélög til þess að stilla fyrirhuguðum gjaldskrárhækkunum í hóf. Verkalýðsfélög hafa ítrekað verið minnt á að gæta hófsemi í kjaraviðræðum og óeðlilegt væri að gera ekki sömu kröfu um hófsemi til sveitarfélaga.
09.11.2022 - 15:18
Gagnaver við Hlíðarfjall á Akureyri rís hratt
Fram­kvæmd­ir við bygg­ingu gagna­vers við Hlíðarvelli á Akureyri ganga von­um fram­ar sam­kvæmt til­kynn­ingu frá fyrirtækinu. Vinna hófst um miðjan júlí og í vikunni voru síðustu þaksperrurnar í fyrstu byggingu gagnaversins reistar. Stefnt er að því að hefja starfsemi fyrir mitt næsta ár.
05.11.2022 - 10:22
Börn allt niður í níu ára drekka orkudrykki vikulega
Tíunda hvert barn í fjórða bekk drekkur orkudrykk í hverri viku og tæp fjögur prósent barna í tíunda bekk drekka marga slíka drykki á hverjum degi. Forvarnafulltrúi segir ábyrgðina liggja hjá foreldrum.
04.11.2022 - 12:52
Komu ekki heimsendum hádegismat til allra um helgina
Velferðarsvið Akureyrarbæjar, sem sér eldri borgunurum og öryrkjum fyrir heimsendum hádegismat á hverjum degi, þarf að semja við nýtt fyrirtæki svo hægt sé að halda þjónustunni áfram. Eldhúsið sem útvegaði máltíðirnar hætti óvænt starfsemi fyrir helgina.
31.10.2022 - 12:35
Hugnast ekki að rukkað sé sérstaklega fyrir nagladekk
Bæjarstjóranum á Akureyri líst illa á þá hugmynd að taka upp gjaldtöku fyrir notkun nagladekkja. Hún hefur enga trú á að slíkt gjald verði tekið upp á höfuðborgarsvæðinu.
28.10.2022 - 13:12
Rykmökkur yfir Akureyri og svifryksmælirinn bilaður
Eini svifryksmælirinn á Akureyri er bilaður. Líklega þarf að senda hann til framleiðanda í útlöndum og sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun hvetur viðkvæma til að meta ástand loftgæða sjónrænt á meðan.
25.10.2022 - 13:21
„Strákarnir eins og indjánar að hlaupa og stökkva“
Nokkrir vaskir menn fóru um helgina í leiðangur inn í Glerárdal, ofan Akureyrar til þess að sækja rúmlega 20 eftirlegukindur. Leiðangursstjórinn segir kindurnar hafa skoppað um af kæti þegar þeim var komið til bjargar.
24.10.2022 - 16:02
Farið að styttast verulega í opnun Hlíðarfjalls
Töluverður snjór hefur safnast í Hlíðarfjall ofan Akureyrar að undanförnu. Forstöðumaðurinn segir fyrirspurnir þegar byrjaðar að hrannast inn og stefnt er að opnun á næstu vikum.
Sjónvarpsfrétt
Ráðhústorgið á Akureyri gæti loksins staðið undir nafni
Ráðhústorgið á Akureyri gæti loksins staðið undir nafni ákveði Akureyrarbær að kaupa sögufrægt hús Landsbankans við torgið. Bæjarstjórn hefur skoðað húsið og segir forseti bæjarstjórnar hugmyndina ótrúlega fallega.
18.10.2022 - 09:24
Fluttur með sjúkraflugi úr árshátíðarferð Samherja
Maður sem slasaðist í árshátíðarferð Samherja í pólsku borginni Gdansk um helgina var fluttur til Akureyrar með sjúkraflugi. Samkvæmt upplýsingum frá fyrirtækinu hlaut maðurinn slæmt beinbrot eftir óhapp.
17.10.2022 - 15:09
Ók útaf við bryggjuna í Grímsey og flogið til Akureyrar
Þyrla landhelgisgæslunnar var kölluð til Grímseyjar í gærkvöld til að sækja mann sem slasaðist þegar hann ók bifreið sinni út af vegi við bryggjuna í Grímsey og endaði í grýttri fjöru þar fyrir neðan. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Akureyri var ökumaðurinn einn í bílnum þegar slysið varð, rétt fyrir klukkan tíu í gærkvöld.
Viðtal
„Ég veit ekki á hvaða orku við höfum gengið“
Sigurður Kristinsson, sem hefur legið á sjúkrahúsi á Spáni síðan um miðjan ágúst eftir að hann fékk alvarlegt heilablóðfall, kom með sjúkraflugi til Akureyrar í dag.
Myndskeið
Byrgja fyrir hurðir á Oddeyri
Töluverð úrkoma hefur verið fyrir norðan í morgun, fyrst rigning en síðar slydda eða snjókoma. Þá hefur hvesst hressilega en versta veðrið er enn í vændum.
09.10.2022 - 12:13
Innlent · Norðurland · Veður · Óveður · Akureyri · Flóð · Oddeyri
Sjónvarpsfrétt
Sérsniðin tónverk og drungalegir gjörningar á Akureyri
Alþjóðlega gjörningahátíðin A! er haldin á Akureyri um helgina í áttunda sinn. Hátíðin er sú eina sinnar tegundar hér á landi og í þetta sinn stíga listamenn frá 23 ríkjum á stokk.
06.10.2022 - 19:07

Mest lesið