Færslur: Akureyri

Samvinnan er viðbrögð við krísu
Samstarf allra flokka í bæjarstjórn, eins og ákveðið var að taka upp á Akureyri í vikunni, eru viðbrögð innan stjórnsýslunnar lík því sem sáust eftir hrun. Þetta segir Eva Marín Hlynsdóttir stjórnmálafræðingur. „Það eru dæmi um þetta sérstaklega eftir hrunið, annað hvort var tekin ákvörðun um að leggja niður minni- og meirihluta og mynda nokkurs konar þjóðstjórn eða þá að það var óformlegt samkomulag um að það væru bara allir saman að vinna að því að reyna að retta úr kútnum eftir hrunið."
24.09.2020 - 14:16
Fjárhagsstaða stærstu sveitarfélaganna versnar
Fjárhagsstaða stærstu sveitarfélaganna versnar á fyrri árshelmingi. Þetta kemur fram í samantekt Sambands íslenskra sveitarfélaga á árshlutauppgjöri fjögurra af fimm stærstu sveitarfélögum landsins, Reykjavíkur, Kópavogs, Hafnarfjarðar og Akureyrar. Í þeim búa um 60% landsmanna, nærri 220 þúsund manns.
Vilja íbúakosningu um skipulagið á Oddeyri
Bæjarstjórn Akureyrarbæjar hefur samþykkt að auglýsa aðalskipulagsbreytingu fyrir hluta Oddeyrar þar sem hugmyndir eru uppi um að byggja upp nýtt íbúðarsvæði. Þar kemur fram að hæð einstakra bygginga geti orðið allt að 25 metrar yfir sjávarmáli. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn vilja halda íbúakosningu um breytinguna.
16.09.2020 - 13:45
Viðtal
Telur álag á lögreglu aukast með lokun fangelsis
Halla Björk Reynisdóttir, forseti bæjarstjórnar á Akureyri, segir að álagið á lögregluna á Norðurlandi eystra aukist með lokun fangelsisins í bænum. Það sé áhyggjuefni.
08.09.2020 - 23:12
Lögreglan fær húsnæði sem losnar við lokun fangelsisins
Bætt verður við fjórum stöðum hjá Lögreglunni á Norðurlandi eystra í kjölfar lokunar fangelsinsins á Akureyri. Þá verða gerðar breytingar á húsnæðinu til að mæta aukinni húsnæðisþörf lögreglunnar.
07.09.2020 - 17:56
Margt líkt með Edinborg og Akureyri
ÁLFkonur er félagsskapur áhugaljósmyndara í Eyjafirði sem stofnaður var fyrir tíu árum. Árum saman hafa þær hist reglulega til að bera saman bækur sínar, ræða innblástur og jafnvel hvaða græjur þær eru að nota við iðju sína en nýverið opnuðu þær samstarfssýningu á Akureyri með ljósmyndurum í Skotlandi.
01.09.2020 - 15:05
Hraðamyndavélar við Hörgárbraut á Akureyri
Ákveðið hefur verið að setja upp hraðamyndavélar við Hörgárbraut á Akureyri til að auka öryggi fyrir gangandi verfarendur. Íbúar halda fast við þá kröfu að gerð verði undirgöng á þessum stað.
31.08.2020 - 09:41
Undirbúa rannsóknastofu fyrir COVID-19 sýni á Akureyri
Nú er unnið að opnun veirurannsóknastofu hjá Sjúkarhúsinu á Akureyri til að rannsaka og greina sýni vegna COVID-19. Öll sýni utan af landi eru í dag send með flugi til Reykjavíkur og geta liðið allt að tveir sólarhringar þar til niðurstaða fæst.
Skemmtanahald helgarinnar í heimahúsum og görðum
Verslunarmannahelgin fór víðast vel fram að sögn lögreglu. Þó nokkuð var um að fólk væri á ferðinni þó hefðbundnum hátíðarhöldum hafi verið aflýst.
Óvenjulítil umferð á frídegi verslunarmanna
Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir að liðin helgi hafi verið afskaplega friðsæl og umferð hefur sömuleiðis gengið vel. Oddur segir að umferðin á Hellisheiði hafi verið um þrjátíu prósentum minni en venjulega á frídegi verslunarmanna.
03.08.2020 - 17:29
Tveir í einangrun og tæp 5% allra í sóttkví á Akureyri
Tveir eru í einangrun og þrjátíu og fimm eru í sóttkví á Norðurlandi eystra. Lögreglan á Norðurlandi eystra birti í dag töflu um staðsetningu þeirra eftir póstnúmerum. Þar kemur fram að þeir tveir sem greindust með virkt smit í gær eru búsettir á Akureyri og flestir þeirra sem eru í sóttkví í landshlutanum, eða 28, eru það einnig.
Fjölmenn leit að ungri konu á Norðurlandi
Fjölmenn leit stendur yfir að Ílónu Steinunni Körting Kristinsdóttur, þrítugri konu sem búsett er á Akureyri. Jón Valdimarsson, aðalvarðstjóri á Akureyri, segir vísbendingar um að Ílóna hafi verið á leiðinni frá Akureyri til Húsavíkur gærkvöld. Biðlar hann sérstaklega til fólks sem var á þessari leið á milli klukkan 19.20 og 21.00 í gærkvöld, þriðjudagskvöld, að íhuga, hvort það hafi mögulega hitt hana eða séð og hafa samband við lögreglu tafarlaust ef svo er.
22.07.2020 - 06:18
Lögreglan lýsir eftir Ílónu
Lögreglan á Norðurlandi eystra lýsir eftir Ílónu Steinunni Körting Kristinsdóttur, sem er þrítug að aldri og búsett á Akureyri. Þetta kemur fram á Facebooksíðu lögreglunnar nyrðra. Ílóna er um það bil 170 sentimetrar á hæð með dökkt, axlarsítt hár og húðflúr á hálsi, aftan við hægra eyra. Hún er að líkindum í dökkum fötum; íþróttagalla, dökkri dúnúlpu og með rauðbrúna prjónahúfu.
22.07.2020 - 03:53
Myndskeið
Þúsaldarprestur byrjaði óvart að boða trúna á TikTok
Sóknarpresturinn í Glerárkirkju á Akureyri álpaðist inn á samfélagsmiðilinn TikTok í samkomubanninu og hefur nú varið nokkrum vinnustundum í að svara spurningum notenda um trúmál. Forveri hans í starfi, sem nú er komin á eftirlaun, fagnar framtakinu.
19.07.2020 - 12:17
Vilja ólmir taka upp kvikmyndatónlist á Akureyri
Framleiðendur Netflix-sjónvarpsþátta og Hollywood-kvikmynda flykkjast norður á Akureyri til að taka upp kvikmyndatónlist í samstarfi við SinfoniaNord-verkefnið. Síðan tónskáldin Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson og Atli Örvarsson fóru af stað með verkefnið árið 2014 hefur SinfoniaNord komið að gerð um þrjátíu slíkra verkefna. „Þegar að þú stenst „testið“ hjá þessum háu herrum í þessum bransa, þá getur allt gerst.“
16.07.2020 - 12:20
Myndskeið
Gestir virtu ekki sóttvarnir og breyta þurfti mótinu
Breyta þurfti skipulagi eins stærsta knattspyrnumóts sumarsins á Akureyri þar sem foreldrar og gestir virtu ekki hólfaskiptingu og sóttvarnir. Eftir á að hyggja segir mótsstjórinn það hafa verið mistök að takmarka ekki fjölda aðstandenda. Um 8000 manns eru á mótinu.
03.07.2020 - 22:25
Hreinsunarstarf hafið í Hrísey
Hafin er vinna við að fjarlægja það sem eftir stendur af byggingum Hríseyjar Seafood sem eyðilögðust í eldsvoða fyrir rúmum mánuði. Áætlað er að hreinsunarstarfið taki um 10 daga.
02.07.2020 - 17:02
Reyndu að veitast að lögreglu
Mikið annríki var hjá lögreglunni á Akureyri í nótt.  Tveir  gistu fangageymslur og er annar þeirra grunaður um líkamsárás.
Nýr héraðsfréttamiðill verður til
Nýr héraðsfréttamiðill á Norðurlandi hefur göngu sína í næstu viku, en hann verður til með sameiningu tveggja rótgróinna héraðsfréttamiðla, Vikudags og Skarps.
26.06.2020 - 15:46
Vilja fresta ákvörðun um friðun Eyjafjarðar
Sveitastjórn Grýtubakkahrepps vill að ákvörðun um friðun Eyjafjarðar fyrir sjókvíaeldi verði frestað þar til reynsla annarra svæða verður þekkt.
24.06.2020 - 16:07
Myndskeið
Eldur kviknaði á svölum við Ráðhústorgið
Eldur kviknaði á svölum á efstu hæð íbúðarblokkar við Strandgötu á Akureyri á áttunda tímanum í kvöld. Búið er að ráða niðurlögum eldsins og enginn slasaðist. Talið er að eldurinn hafið kviknað út frá gaskút.
15.06.2020 - 20:33
Víðsjá
Fjórar einkasýningar opna samtímis
Fjöldi nýrra sýninga opnaði um síðustu helgi á Listasafninu á Akureyri, þar af fjórar einkasýningar. Heimir Björgúlfsson opnaði sýninguna Zzyzx, Brynja Baldursdóttir sýninguna Sjálfsmynd, Jóna Hlíf Halldórsdóttir sýninguna Meira en þúsund orð og Snorri Ásmundsson sýninguna Franskar á milli. Víðsjá heimsótti Listasafnið á Akureyri.
Nágranni heyrði í reykskynjara og tók til sinna ráða
Slökkviliðið á Akureyri var kallað út skömmu eftir hádegi vegna reyks sem barst úr íbúð í Norðurgötu. Pottur gleymdist á eldavél í mannlausri íbúð.
06.06.2020 - 13:43
Engin leið að endurgreiða öllum
Elísabet Agnarsdóttir, eigandi ferðaskrifstofunnar Tripical segir því miður enga leið að endurgreiða öllum þeim nemendahópum sem bókað hafa útskriftarferðir hjá fyrirtækinu. „Staða okkar er því miður mjög óljós og er búin að vera síðastliðna þrjá mánuði,“ segir hún. Rætt var við hana í sjöfréttum RÚV.
Vilja fjárframlag þótt keppni hafi verið aflýst
Undirbúningsnefnd Andrésar andar leikanna í ár hefur óskað eftir því að fjárframlag Akureyrarbæjar vegna leikanna standi þrátt fyrir að þeim hafi verið frestað. Bæjarráð frestaði afgreiðslu málsins.
03.06.2020 - 14:59