Færslur: Akureyri

Andrésarleikunum frestað, flýtt aftur og nú aflýst
Ákveðið hefur verið að aflýsa Andrésar andar leikunum árið 2021. Hátt í eitt þúsund keppendur voru skráðir til leiks. Almannavarnir og sóttvarnalæknir lögðust gegn áformunum í ljósi þeirrar stöðu sem nú er uppi varðandi farsóttina í samfélaginu.
20.04.2021 - 19:23
Sjónvarpsfrétt
Banna alla næturgistingu í grunnskólum á Akureyri
Búið er að banna alla næturgistingu í grunnskólum á Akureyri þangað til úrbætur hafa verið gerðar í brunavörnum. Þúsundir barna sem sækja íþróttamót gista í skólum bæjarins á hverju ári.
15.04.2021 - 10:00
Sjónvarpsfrétt
„Höfum ekki tekið mjög hart á þessu hérna í apríl“
Þrátt fyrir að nagladekk séu bönnuð frá og með fimmtánda apríl ætlar lögreglan á Akureyri ekki að beita sektum fyrr en líða tekur á vorið. Langar raðir í dekkjaskipti heyra nú sögunni til.
Sjónvarpsfrétt
Leiður yfir síendurteknum eignaspjöllum í Kjarnaskógi
Framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Eyfirðinga hefur ítrekað þurft að skerast í leikinn þegar skemmdarvargar fara um útivistarsvæðið í Kjarnaskógi. Tjón hleypur á hundruðum þúsunda.
12.04.2021 - 20:37
Píeta samtökin opna á Akureyri í sumar
Píeta samtökin opna útibú á Akureyri í sumar, það fyrsta utan höfuðborgarsvæðisins. Forstöðumaður segir mikla eftirspurn á landsbyggðinni eftir aðstoð vegna sjálfsvígshugsana.
12.04.2021 - 09:30
Andrésar Andar leikunum frestað fram í miðjan maí
Framkvæmdanefnd Andrésar andar leikanna sem haldnir eru árlega í Hlíðarfjalli, ofan Akureyrar hafa ákveðið að fresta þeim um þrjár vikur vegna faraldursins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá forsvarsmönnum mótsins.
08.04.2021 - 15:04
Segir íbúakosningu um skipulag á Oddeyri tilgangslausa
Helgi Örn Eyþórsson, verkefnisstjóri hjá SS Byggi segir íbúakosningu sem fyrirhuguð er í næsta mánuði um skipulagsmál á Oddeyri tilgangslausa. Hún snúist um ósjálfbært verkefni. Hann segir útilokað að SS Byggir komi að því að byggja þar fimm hæða hús.
08.04.2021 - 09:13
Bólusetja 2.300 manns á Norðurlandi á næstu dögum
Metmagn bóluefnis barst Heilbrigðisstofnun Norðurlands í morgun en til stendur að bólusetja 2.300 manns næstu daga. Í Slökkvistöðinni á Akureyri verða þeir bólusettir í dag sem eru fæddir árið 1951 og fyrr og hafa ekki fengið bólusetningu. Þeir fá bóluefni AstraZeneca, en klukkan tvö í dag hefur Lyfjastofnun Evrópu boðað til blaðamannafundar þar sem tilkynnt verður hvort stofnunin hafi fundið tengsl milli bóluefnisins og blóðtappamyndunar.
Miklu færri íbúðir í byggingu á Norðurlandi en í fyrra
Tæplega 40% færri íbúðarhús eru í byggingu á Norðurlandi en á sama tíma í fyrra. Lóðaskorti á Akureyri er einkum um að kenna. Sviðsstjóri skipulagssviðs Akureyrarbæjar vonast til að allt að 300 nýjar lóðir standi til boða í haust.
06.04.2021 - 16:09
Skiluðu inn 20 blaðsíðum af athugasemdum til Gæðaráðs
Það hefði átt að gera sterkari faglegan ramma í kring um lögreglunámið í Háskólanum á Akureyri, segir rektor, en undirstrikar að skýrsla Gæðaráðs háskólanna segi ekki alla söguna þar sem skólinn hafi enn ekki skilað úrbótatillögum. Til greina kom að gera formlega athugasemd við úttektina. Gæðaráð íslenskra háskóla segir í skýrslu sinni að víða sé pottur brotinn í framkvæmd lögreglunámsins við HA og takmarkað traust (e. limited cofidence) sé borið til skólans til þess að sinna því.
27.03.2021 - 17:03
Takmarkað traust til lögreglunámsins í HA
Svo miklar brotalamir eru í kennslu, skipulagi og framkvæmd lögreglunámsins við Háskólann á Akureyri að það er ekki hægt að treysta skólanum nægilega vel til að halda því úti. Þetta er niðurstaða Gæðaráðs íslenskra háskóla. Ráðið hefur skilað skýrslu um úttekt sína á náminu þar sem víða virðist pottur brotinn.
Segir skiptingu fjár til menningarmála ósanngjarna
Formaður stjórnar Akureyrarstofu, sem fer með menningarmál bæjarins, er ósátt við framlag ríkisins til menningarmála í sveitarfélaginu. Bærinn fær fimm prósent af þeirri fjárhæð sem ríkið ver til menningarmála á höfuðborgarsvæðinu. Endurnýjaður menningarsamningur verður að líkindum undirritaður á næstu dögum.
Sjónvarpsfrétt
„Tilvalið mál til að fara með í íbúakosningu“
Bæjarstjórnin á Akureyri ætlar setja umdeild skipulagsáform á lóð í bænum í íbúakosningu. Forseti bæjarstjórnar vonast til að með því náist sátt um lóðina sem hefur verið bitbein bæjarbúa.
23.03.2021 - 15:14
16 ára piltur sleginn í höfuðið með hamri á Akureyri
Sex ungir piltar voru handteknir eftir meiriháttar líkamsárás við verslunarmiðstöðina Glerártorg á Akureyri á sunnudagskvöld. Sextán ára piltur var sleginn í höfuðið með hamri í árásinni. Hinir handteknu voru vistaðir í fangelsinu á Akureyri. Málið tengist viðskiptum með merkjavöru.
23.03.2021 - 11:15
Bíll eyðilagðist í eldi á Akureyri
Tilkynning barst um eld í bifreið í Múlasíðu á Akureyri um fjögurleytið í nótt. Einn dælubíll var sendur á vettvang ásamt sjúkrabifreið. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á Akureyri var bíllinn alelda þegar að var komið og eldurinn farinn að teygja sig í næsta bíl og valda á honum skemmdum. Slökkvistarf gekk greiðlega og lauk fyrir klukkan fimm. Bíllinn sem kviknaði í er gjörónýtur en að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu sakaði engan og hætta steðjaði hvorki að fólki né mannvirkjum.
23.03.2021 - 06:23
Sjónvarpsfrétt
Vilja varðveita vegglistaverk Margeirs Dire á Akureyri
Safnstjóra Listasafnsins á Akureyri líst vel á hugmyndir um að varðveita vegglistaverk Margeirs Dire í Listagilinu, en hann lést árið 2019. Faðir Margeirs segir það mikinn heiður ef hans verður minnst með þessum hætti.
Nokkrar tafir við að komast flugleiðis norður í gær
Röð atvika varð til þess að farþegar með Air Iceland Connect frá Reykjavík til Akureyrar þurftu að bíða lengi í gær eftir því að komast endanlega af stað frá Reykjavíkurflugvelli. Bilun varð í jafnþrýstibúnaði Bombardier Q400 vél félagsins skömmu eftir flugtak þannig að snúa þurfti henni við.
Viðtal
Háskólinn á Akureyri hyggst bjóða upp á listnám
Háskólinn á Akureyri stefnir að því koma á fót listnámi við skólann á allra næstu árum. Hafin er fýsileikakönnun á því hvernig nám er hægt að bjóða og að henni lokinni verður boðað til málþings. Möguleiki er að því að Listaháskóli Íslands komið að náminu.
Tuttugu konur og börn dvalið kvennaathvarfi á Akureyri
Stjórn samtaka um kvennaathvarf hefur ákveðið að framlengja tilraunaverkefni með kvennaathvarf á Akureyri út árið 2021. Frá því athvarfið opnaði um mitt síðasta ár hafa 20 konur og börn dvalið í húsinu í rúmlega 400 daga.
Vilja opna nýju stólalyftuna í Hlíðarfjalli fyrir helgi
Stefnt er að því að taka nýju stólalyftuna í Hlíðarfjalli í notkun fyrir helgi. Lyftan er tilbúin og verður formlega sett í gang þegar veður leyfir. Þetta segir Halla Björk Reynisdóttir, formaður stjórnar Hlíðarfjalls.
08.03.2021 - 14:42
Ölvað fólk fær ekki að skíða í Hlíðarfjalli
Forstöðumaður í Hlíðarfjalli segir að engin vandamál hafi komið upp í tenglum við áfengissölu sem hófst um helgina. Vel verði fylgst með gestum sem neyta áfengis og ölvuðum meinað að skíða.
08.03.2021 - 12:03
Sjónvarpsfrétt
„Okkur þykir bara öllum svo vænt um bæinn okkar“
Skiptar skoðanir eru meðal Akureyringa um fimm fjölbýlishús sem verktaki hyggst reisa ofan við elsta hverfi Akureyrar, Innbæinn. Bæjarfulltrúi segir sterkar skoðanir fólks til marks um væntumþykju í garð bæjarins.
01.03.2021 - 21:36
Prentmet Oddi kaupir þrotabú Ásprents
Prentsmiðjan Prentmet Oddi hefur fest kaup á eignum úr þrotabúi Ásprents sem tekið var tekið til gjaldþrotaskipta í byrjun mánaðarins. Búið er að ráða sex starfsmenn í fullt starf en alls störfuðu 20 manns hjá Ásprent.
24.02.2021 - 13:45
Fagna því að sjá fram á nýja flugstöð á Akureyri
Talsmenn ferðaþjónustunnar á Norðurlandi fagna því að sjá nú fram á nýja flugstöð, ásamt flughlaði á Akureyrarflugvelli, sem ákveðið er að taka í notkun vorið 2023. Framkvæmdir við byggingu flugstöðvar verða boðnar út í vor.
Myndskeið
Saur makað á veggi og glugga leikskóla á Akureyri
Farið var ofan í ruslagám þar sem voru bleyjur og því sem í þeim var, var makað á rúður og veggi leikskólans Holtakots á Akureyri í gærkvöld. Snjólaug Brjánsdóttir, leikskólastjóri, segist sorgmædd.
22.02.2021 - 11:36