Færslur: Akureyri

Hlýjustu júlídagar aldarinnar á Norður- og Austurlandi
Júlí er sá hlýjasti á öldinni um landið norðan- og austanvert ef litið er til fyrstu tuttugu daga mánaðarins. Hvað veðurfar Reykjavíkur varðar er júlí þessa árs í fjórtánda sæti á lista hlýrra júlímánaða aldarinnar.
21.07.2021 - 14:28
Hlýr dagur fyrir norðan en grár á suðvesturhorninu
Ekki er útlit fyrir annað en að dagurinn í dag verði ekki frábrugðinn gærdeginum, allavega hvað veður varðar. Í pistli veðurfræðings á Veðurstofunni segir að gera megi ráð fyrir hlýjum degi á Norðaustur- og Norðurlandi. Þá er spáð nokkuð gráum degi á höfuðborgarsvæðinu.
21.07.2021 - 06:50
Myndband
Sex handteknir í slagsmálum á Akureyri
Sex voru handteknir í slagsmálum í miðbæ Akureyrar nú á níunda tímanum. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu brotnaði rúða í átökunum, en litlar upplýsingar fást annars að svo stöddu.
20.07.2021 - 21:51
Ekið á dreng á Akureyri
Ellefu ára drengur var fluttur á sjúkrahúsið á Akureyri í kvöld eftir að bíll keyrði á hann í Gilinu í miðbæ Akureyrar. Drengurinn var á rafhjóli.
03.07.2021 - 22:07
Slökkvistarfi lokið á Akureyri
Slökkvistarfi á bökkum Glerár á Akureyri er lokið en þar kviknaði sinueldur á níunda tímanum.
02.07.2021 - 22:36
Myndskeið
Sinubruni á Akureyri
Eldur kviknað í gróðri á bökkum Glerár á Akureyri nú á níunda tímanum. Talsverður eldur logaði um tíma enda hafa miklir þurrkar verið norðan heiða síðustu daga.
02.07.2021 - 21:42
Tíu börn útskrifuð eftir meðhöndlun en eitt á gjörgæslu
Tíu börn sem fengu aðhlynningu á Sjúkrahúsinu á Akureyri, eftir hátt fall úr hoppukastalanum sem tókst á loft í gær, hafa verið útskrifuð eftir meðhöndlun. Eitt barn, sex ára, liggur hins vegar á gjörgæsludeild Landspítalans með fjöláverka. 
Sex ára barn mikið slasað eftir fall úr hoppukastalanum
Sex ára barn liggur mikið slasað á Landspítalanum eftir hátt fall úr hoppukastalanum sem tókst á loft á Akureyri í gær. Rannsókn lögreglunnar á Akureyri er hafin á málinu. Sjö börn voru flutt á sjúkrahúsið á Akureyri eftir slysið með minniháttar áverka, en eitt missti meðvitund.
02.07.2021 - 12:03
„Ég hef engan vilja til þess að opna þetta aftur“
„Ég hef engan vilja til þess að opna þetta aftur. Kannski vill einhver annar gera það en það verður aldrei ég,“ segir Gunnar Gunnarsson forstjóri Perlunnar. Perlan rekur hoppukastalann skrímslið sem tókst á loft við skautahöllina á Akureyri í dag.
01.07.2021 - 21:12
Lögreglurannsókn hafin á hoppukastalaslysinu
Páley Borgþórsdóttir lögreglustjóri á Norðurlandi eystra segir lögreglurannsókn hafna á slysinu í hoppukastala í bænum í dag. Sjö voru fluttir á sjúkrahús, þar af eitt barn með sjúkraflugi til Reykjavíkur, eftir að vindhviða feykti hoppukastala á loft að hluta til.
01.07.2021 - 18:35
Einn fluttur til Reykjavíkur með sjúkraflugi
Einn hefur verið fluttur suður til Reykjavíkur eftir slysið í hoppukastalanum við Skautasvellið á Akureyri í dag.
01.07.2021 - 16:01
Myndskeið
108 börn í hoppukastalanum - þrír slasaðir á sjúkrahús
Lögreglan á Akureyri hefur verið kölluð út eftir að tilkynnt var að hoppukastali við Skautahöllina hafi tekist á loft.
01.07.2021 - 14:20
Vara við því að vera á ferð um þjóðvegi að óþörfu
Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur varað íbúa við því að vera á ferðinni á þjóðvegum að óþörfu. Möguleiki sé á frekari vatnavöxtum í ám fram á nótt.
30.06.2021 - 22:07
Myndband
Miklar leysingar fyrir norðan — Glerá kakóbrún
Þrátt fyrir litla sem enga úrkomu eru miklir vatnavextir í ám og lækjum á Norður- og Austurlandi. Aurskriða féll á skíðasvæðinu í Tindastóli í gærkvöldi og tók í sundur háspennulínu. Foráttuvöxtur er í öllum ám í Skagafirði. Þá flæddu Fnjóská og Hörgá yfir bakka sína í morgun. Á meðfylgjandi myndbandi má sjá Glerá á Akureyri í morgun.
30.06.2021 - 11:31
Ekkert mál að ferðast um landið á rafbíl
Framkvæmdastjóri Orkuseturs segir vel hægt að ferðast hringinn í kringum landið á rafbíl. Rafbílaeigandi sem ók frá Selfossi til Akureyrar segir ekkert mál að ferðast um landið á rafbíl.
29.06.2021 - 14:59
Lögreglan lýsir eftir stolnum bíl
Lögreglan á Norðurlandi eystra lýsir eftir bíl sem var stolið á Akureyri síðastliðna nótt og er enn ófundinn. Um er að ræða bíl af gerðinni Lexus IS300H árgerð 2018, sem er ljósgrár að lit. Númerið er AB-L87.
„Vissi ekki að mér myndi finnast Alþingi skemmtilegt“
Lýðræði, júdó og eldgosið á Reykjanesi eru meðal viðfangsefna Vísindaskóla unga fólksins sem fer nú fram í Háskólanum á Akureyri. Nemandi segir það hafa komið sér á óvart að störf Alþingis væru skemmtileg fyrir 12 ára krakka.
23.06.2021 - 17:09
Sjónvarpsfrétt
„Þið eruð gömul, þið eruð ekki arðsöm“
Fyrrverandi framkvæmdastjóri Öldrunarheimila Akureyrar segir dapurlegt að Akureyrarbær segi sig frá málefnum eldra fólks á þeim grundvelli að reksturinn sé ekki arðsamur. Bæjarfulltrúi á Akureyri óttast að þjónustan versni.
21.06.2021 - 20:26
Lystisnekkjan A siglir á brott frá Íslandi
Lystisnekkjan A lagði úr höfn í Reykjavík fyrr í kvöld og mun ferðinni haldið til Gíbraltar.Snekkjan, sem er ein sú stærsta í heimi, hefur verið við Íslandsstrendur allt frá því í apríl síðastliðnum.
19.06.2021 - 23:44
Óhjákvæmilegt að skera niður launakostnað
Þrettán var sagt upp störfum hjá Heilsuvernd hjúkrunarheimilum í gær. Fyrirtækið tók nýlega yfir rekstur hjúkrunarheimilisins Hlíðar eftir að Akureyrarbær sagði sig frá rekstrinum. Framkvæmdastjórinn segir að óhjákvæmilegt hafi verið að skera niður launakostnað.
19.06.2021 - 20:34
Erill á Akureyri í nótt
Einn gisti fangageymslur Lögreglunnar á Akureyri í nótt sökum ölvunar og tveir ökumenn voru stöðvaðir vegna ölvunaraksturs. Töluverður erill var í bænum að sögn lögreglunnar en þar fara nú fram Bíladagar.
Grunuð um fíkniefnasölu og peningaþvætti á Akureyri
Lögreglan á Norðurlandi eystra handtók á miðvikudag karl og konu vegna gruns um sölu fíkniefna. Rannsókn málsins er á frumstigi en þau eru einnig grunuð um peningaþvætti og brot á barnaverndarlögum. Ekki var farið fram á gæsluvarðhald vegna málsins.
18.06.2021 - 14:13
Kaldasta júnínótt á Akureyri í 40 ár
Tæplega eins stigs frost var á Akureyri í nótt en þar hefur ekki orðið kaldara svo seint í júní frá því árið 1978 - eða í 43 ár.
15.06.2021 - 12:24
Sjónvarpsfrétt
Grænum fingrum fjölgað á Akureyri eftir faraldurinn
Algjör sprenging hefur orðið í ásókn Akureyringa í matjurtagarða bæjarins. Ung hjón sem nýlega komu sér upp garði segja vinnuna jafnast á við góðan jógatíma.
08.06.2021 - 20:01
Fimm ára fangelsi fyrir grófa nauðgun
Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur dæmt karlmann til fimm ára fangelsisvistar auk greiðslu fjögurra milljóna króna í skaðabætur til brotaþola fyrir sérlega grófa nauðgun á heimili mannsins á Akureyri í september 2020.