Færslur: Akureyri

Myndskeið
Gestir virtu ekki sóttvarnir og breyta þurfti mótinu
Breyta þurfti skipulagi eins stærsta knattspyrnumóts sumarsins á Akureyri þar sem foreldrar og gestir virtu ekki hólfaskiptingu og sóttvarnir. Eftir á að hyggja segir mótsstjórinn það hafa verið mistök að takmarka ekki fjölda aðstandenda. Um 8000 manns eru á mótinu.
03.07.2020 - 22:25
Hreinsunarstarf hafið í Hrísey
Hafin er vinna við að fjarlægja það sem eftir stendur af byggingum Hríseyjar Seafood sem eyðilögðust í eldsvoða fyrir rúmum mánuði. Áætlað er að hreinsunarstarfið taki um 10 daga.
02.07.2020 - 17:02
Reyndu að veitast að lögreglu
Mikið annríki var hjá lögreglunni á Akureyri í nótt.  Tveir  gistu fangageymslur og er annar þeirra grunaður um líkamsárás.
Nýr héraðsfréttamiðill verður til
Nýr héraðsfréttamiðill á Norðurlandi hefur göngu sína í næstu viku, en hann verður til með sameiningu tveggja rótgróinna héraðsfréttamiðla, Vikudags og Skarps.
26.06.2020 - 15:46
Vilja fresta ákvörðun um friðun Eyjafjarðar
Sveitastjórn Grýtubakkahrepps vill að ákvörðun um friðun Eyjafjarðar fyrir sjókvíaeldi verði frestað þar til reynsla annarra svæða verður þekkt.
24.06.2020 - 16:07
Myndskeið
Eldur kviknaði á svölum við Ráðhústorgið
Eldur kviknaði á svölum á efstu hæð íbúðarblokkar við Strandgötu á Akureyri á áttunda tímanum í kvöld. Búið er að ráða niðurlögum eldsins og enginn slasaðist. Talið er að eldurinn hafið kviknað út frá gaskút.
15.06.2020 - 20:33
Víðsjá
Fjórar einkasýningar opna samtímis
Fjöldi nýrra sýninga opnaði um síðustu helgi á Listasafninu á Akureyri, þar af fjórar einkasýningar. Heimir Björgúlfsson opnaði sýninguna Zzyzx, Brynja Baldursdóttir sýninguna Sjálfsmynd, Jóna Hlíf Halldórsdóttir sýninguna Meira en þúsund orð og Snorri Ásmundsson sýninguna Franskar á milli. Víðsjá heimsótti Listasafnið á Akureyri.
14.06.2020 - 11:32
Nágranni heyrði í reykskynjara og tók til sinna ráða
Slökkviliðið á Akureyri var kallað út skömmu eftir hádegi vegna reyks sem barst úr íbúð í Norðurgötu. Pottur gleymdist á eldavél í mannlausri íbúð.
06.06.2020 - 13:43
Engin leið að endurgreiða öllum
Elísabet Agnarsdóttir, eigandi ferðaskrifstofunnar Tripical segir því miður enga leið að endurgreiða öllum þeim nemendahópum sem bókað hafa útskriftarferðir hjá fyrirtækinu. „Staða okkar er því miður mjög óljós og er búin að vera síðastliðna þrjá mánuði,“ segir hún. Rætt var við hana í sjöfréttum RÚV.
Vilja fjárframlag þótt keppni hafi verið aflýst
Undirbúningsnefnd Andrésar andar leikanna í ár hefur óskað eftir því að fjárframlag Akureyrarbæjar vegna leikanna standi þrátt fyrir að þeim hafi verið frestað. Bæjarráð frestaði afgreiðslu málsins.
03.06.2020 - 14:59
Vilja hafa ókeypis í Hríseyjarferjuna
Bæjarstjórn Ak­ur­eyr­ar­bæjar kannar nú mögu­leika á því að gera ferðir með Hríseyjarferjunni gjaldfrjálsar. Vonast bæjarstjórinn Ásthildur Sturludóttir eftir að þetta muni auka fjölda þeirra ferðamanna sem heimsækja eyjuna og glæða þannig lífi í atvinnu heimamanna af ferðaþjónustu.
29.05.2020 - 07:19
Myndskeið
Fundu manninn rænulausan á miðhæð hússins
Einn var fluttur alvarlega slasaður á bráðadeild Sjúkrahússins á Akureyri eftir að eldur kom upp í einu elsta íbúðarhúsi Akureyrar. Reykkafarar fundu hann rænulausan á miðhæð hússins. Ekki er vitað um líðan hans að svo stöddu. Tvö hús voru rýmd og íbúar í næsta nágrenni voru beðnir um að loka gluggum.
19.05.2020 - 19:45
Aðeins þrisvar mælst meiri sól á Akureyri en nú í apríl
Nýliðinn aprílmánuður var óvenju sólríkur á Akureyri. Sólskinsstundir þar mældust 177, rúmlega 47 stundum fleiri en í meðalári, og aðeins þrisvar hafa þær mælst fleiri í höfuðstað Norðurlands í apríl. Sólskinsstundir í Reykjavík voru hins vegar 123, eða 17 stundum færri en í meðalári. 
05.05.2020 - 12:00
Allt lauslegt fauk og Akureyringar ekki viðbúnir
Aðgerðastjórn lögreglunnar á Norðurlandi eystra var virkjuð í gær vegna hvassviðris sem gekk yfir svæðið. Engin slys urðu á fólki en nokkuð tjón vegna foks.
05.05.2020 - 09:05
Síðdegisútvarpið
„Að vera í Hofi er eins og að lifa James Bond-mynd“
Akureyri er bær kvikmyndatónlistar og Sinfóníuhljómsveit Akureyrar er kvikmyndahljómsveit Íslands, að sögn Þorvaldar Bjarna Þorvaldssonar framkvæmdastjóra. Sveitin hefur í nægu að snúast í heimsfaraldri við að leika tónlist fyrir stærstu framleiðslurisa heims.
Fækkun flugferða tefur sýnaflutning
Dæmi eru um að fólk út á landi hafi þurft að bíða á þriðja dag eftir niðurstöðum úr sýnatökum. Aðgerðarstjórn almannavarna á Norðurlandi eystra hefur þurft að leggja mikla vinnu í að tryggja að sýni komist suður til rannsókna eftir að flugferðum var fækkað.
14.04.2020 - 12:29
Fjögurra mánaða gamalt barn með COVID-19
Fjögurra mánaða gamall drengur var í síðustu viku greindur með kórónuveiru sem veldur Covid-19 sjúkdómnum. Drengurinn var lagður inn á Sjúkrahúsið á Akureyri eftir að hafa hafa blánað í slæmu hóstakasti. Guðrún Ólöf Björnsdóttir, móðir drengsins, er með barnið á brjósti en er sjálf ekki smituð af veirunni.
31.03.2020 - 22:05
Þrír starfsmenn á Sjúkrahúsinu á Akureyri smitaðir
Þrír starfsmenn Sjúkrahússins á Akureyri hafi verið greindir með Kórónuveiruna. Smitin greindust á síðustu tveimur dögum. Sigurður E. Sigurðsson, framkvæmdastjóri sjúkrahússins, segir að smitrakningarteymi sóttvarnarlæknis vinni nú að því að því að rekja smit starfsfólksins, Ekki sé vitað til þess að fólkið hafi smitast við störf á sjúkrahúsinu.
31.03.2020 - 18:56
Extension of Akureyri airport part of crisis package
The Icelandic government has announced that the extension of Akureyri airport terminal and the airport apron will be among the projects that will start sooner than planned as a part of the response package to the COVID-19 crisis, introduced last Saturday in Harpa concert hall.
26.03.2020 - 11:37
Skoða skólagjöldin í samkomubanni
Nú er til sérstakrar skoðunar hvort rétt sé að innheimta gjöld fyrir skólavist, nú þegar mörg börn mega ekki mæta í skóla vegna samkomubanns. Á Akureyri verður ekki greitt fyrir þjónustu sem ekki fæst. Á höfuðborgarsvæðinu er málið í skoðun og von á tillögum eftir helgi.
20.03.2020 - 15:52
Slökkviliðið kallað út vegna reyks í Kaupangi
Slökkviliðið á Akureyri var kallað út á tíunda tímanum vegna reyks í geymslu við verslunarkjarnann Kaupang á Akureyri. Engin hætta skapaðist að sögn varðstjóra slökkviliðsins. Reiknað er með að aðgerðum á staðnum ljúki á næsta klukkutíma.
04.03.2020 - 10:21
Fólk fast á Tjörnesi og berserksgangur á Akureyri
Lögreglan á Norðurlandi eystra hafði í mörg horn að líta í nótt og í gærkvöld. Fólk sat fast með bíla sína á Tjörnesi á áttunda tímanum í gærkvöld þar sem var kolvitlaust veður og segir lögreglan að einhver börn hafi verið í bílunum. Björgunarsveit frá Húsavík kom fólkinu til bjargar.
29.02.2020 - 12:05
Norðlendingar undirbúa stofnun nýs flugfélags
Hópur fjárfesta skoðar nú möguleikann á því að stofna nýtt flugfélag til þess að koma á reglubundnu áætlunarflugi milli Akureyrar og Evrópu. N-Ice Air er heiti verkefnisins, en niðurstaða fýsileikakönnunar á að liggja fyrir í apríl.
10.02.2020 - 07:10
Ekið á stúlku á Hörgárbraut
Ekið var á unga stúlku á Hörgárbraut til móts við Stórholt á Akureyri á þriðja tímanum í dag. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Akureyri er líðan stúlkunnar eftir atvikum. Mikil umferð var um götuna í dag og sól lágt á lofti og því hugsanlegt að ökumaður bílsins hafi aldrei séð stúlkuna.
08.02.2020 - 17:28
Leita vitna að líkamsárás við Ráðhústorg
Lögreglan á Norðurlandi eystra óskar eftir vitnum að líkamsárás sem átti sér stað fyrir utan veitingastaðinn R5 bar við Ráðhústorg 5 á Akureyri þann 19. janúar um klukkan 01:30. 
04.02.2020 - 12:58