Færslur: Akureyri

Hraðamyndavélar teknar í notkun við Hörgárbraut
Nýjar stafrænar hraðamyndavélar voru teknar í notkun nærri ljósastýrðri gangbraut við Hörgárbraut á Akureyri í morgun. Uppsetning þeirra er hluti af umferðaröryggisáætlun stjórnvalda og er ætlað að draga úr brotum og slysum á brautinni.
Lögreglan á Akureyri lýsir eftir vitnum að slagsmálum
Lögreglan á Norðurlandi eystra lýsir eftir vitnum að meintri líkamsárás sem átti sér stað á Akureyri um helgina. Hún hefur nú undir höndum með upptöku af meintri árás sem sýnir mann á sextugsaldri lenda í átökum við fjóra menn.
Tjúttað og tvistað á fyrsta kráarkvöldinu í tvö ár
Hlátrasköllin ómuðu um alla ganga hjúkrunarheimilisins Hlíðar á Akureyri í gærkvöld þegar fyrsta kráarkvöldið var haldið eftir faraldurinn. Göróttar veigar flæddu um húsið á meðan heimilisfólkið söng og dansaði.
08.10.2021 - 14:03
Hafa rannsakað hoppu­kastala­slysið í 99 daga
Rannsókn lögreglunnar á Norðurlandi eystra á hoppukastalaslysi á Akureyri stendur enn yfir, rúmum þremur mánuðum eftir að slysið varð. Eitt barn, sex ára, slasaðist mikið og var sent á gjörgæsludeild Landspítalans með fjöláverka.
Börn send aftur í sóttkví eftir einn dag í skólanum
Nemendur 4. bekkjar í Brekkuskóla á Akureyri, sem mættu í skólann í gær eftir sóttkví, þurfa að fara aftur í sóttkví næstu sjö daga eftir að kennari í skólanum greindist smitaður. Starfsmaðurinn var í smitgát og einkennalaus.
07.10.2021 - 13:09
Kynna nýtt hverfi fyrir rúmlega 2.000 íbúa á Akureyri
Akureyrarbær kynnti í dag drög að deiliskipulagi fyrir nýtt íbúðahverfi í bænum. Áætlað er að á svæðinu geti risið allt að 970 íbúðir á næstu árum fyrir 1.900-2.300 íbúa.
06.10.2021 - 13:29
„Sjálfum finnst mér svona djúpt í árinni tekið“
Fræðslustjóri Akureyrarbæjar segir rakningarteymið ganga lengra á Akureyri en reglur um sóttkví segja til um. Um 80 eru nú í einangrun og tæplega þúsund manns í sóttkví á Akureyri, að stærstum hluta börn á grunnskólaaldri.
05.10.2021 - 17:10
223 í sóttkví á Húsavík og 990 á Akureyri
Covid smitum hefur fjölgað hratt á Akureyri og í nágrenni síðustu daga. 990 manns eru í sóttkví á Akureyri og 223 á Húsavík. Alls eru 78 í einangrun á Akureyri en fimm á Húsavík. Staðan hefur talsverð áhrif á samfélagið, að því er segir í færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra á Facebook.
Sextán ný smit fyrir norðan — Flestir með væg einkenni
Hópsýkingin á Norðurlandi hefur áhrif á skólakerfið, sjúkrahúsið og forseta Íslands. Enn fleiri smit greindust á Akureyri og Húsavík í gær og yfir þúsund manns eru komin í sóttkví á svæðinu. Læknir segir að flesta enn sem komið er vera með væg eða engin einkenni.
04.10.2021 - 12:02
COVID-19 smit á hjúkrunarheimili á Akureyri
Íbúar á hjúkrunarheimilinu Hlíð á Akureyri eru komnir ýmist í sóttkví eða smitgát, vegna starfsmanns á heimilinu sem greindist smitaður af COVID-19 í gær. Að auki þurfa nokkrir starfsmenn að fara í sóttkví vegna smitsins. Um er að ræða heimilin Víði- og Furuhlíð. Lokað verður fyrir allar heimsóknir á þau heimili til og með 4. október, en þá er gert ráð fyrir niðurstöðum úr sýnatök um þeirra sem urðu útsettir fyrir smiti.
02.10.2021 - 13:46
Hópsmit á Akureyri hefur lítil áhrif á skólahald
Rúmlega 250 börn og 33 starfsmenn grunnskóla Akureyrar eru í sóttkví eftir að smit greindust í fjórum börnum í grunnskólum bæjarins. Sviðsstjóri fræðslusviðs Akureyrarbæjar segir nýjar reglur um sóttkví koma í veg fyrir mikið rask á skólastarfi.
01.10.2021 - 11:51
Mamma kallaði mig litla forsætisráðherrann
„Ég kom hérna inn í kringluna og fékk að ganga inn í þingsalinn. Ég bara hálf kiknaði í hnjánum yfir þessu sögulega húsi", segir Berglind Ósk Guðmundsdóttir 28 ára lögfræðingur sem kjörin var á þing á laugardag.
Breyta matseðlum skóla eftir úttekt — „Barn síns tíma“
Fræðsluráð Akureyrarbæjar hefur ákveðið að gera breytingar á matseðlum leik- og grunnskóla bæjarins í kjölfar úttektar sem gerð var á gæðum og næringargildi skólamáltíða. Í úttektinni sagði að matseðlarnir væru svolítið „barn síns tíma“. Breytingarnar fela meðal annars í sér að auka magn grænmetis, tryggja að feitur fiskur sé oftar í boði sem og trefjarík fæða.
09.09.2021 - 14:30
Leigubílstjórar á Akureyri ósáttir — gert að rífa BSO
Leigubílstjórar á Akureyri eru allt annað en sáttir við að þurfa að yfirgefa núverandi húsnæði á Akureyri. Hús bifreiðastöðvar Oddeyrar á Akureyri, sem var reist fyrir rúmum 60 árum þarf að víkja fyrir 1. apríl á næsta ári vegna breytinga á deiliskipulagi.
07.09.2021 - 13:13
Legudeild í sóttkví eftir smit á SAk — öll sýni neikvæð
Tuttugu sjúklingar og sjö starfsmenn eru í sóttkví eftir að smit kom upp á legudeild Sjúkrahússins á Akureyri í gær. Smitið virðist ekki hafa dreifst sér því allur hópurinn var skimaður í gær þar sem allir reyndust neikvæðir.
26.08.2021 - 13:45
Mikill hiti á Akureyri – „Er þetta ekki að verða ágætt“
Umsjónarmaður Lystigarðsins á Akureyri segir nóg komið af þurrki og sól. Úðararnir í garðinum séu í yfirvinnu og hún vonast eftir alvöru rigningu. Hún segir að það komi í ljós síðar hvort þurrkarnir hafi mikil áhrif á garðinn.
25.08.2021 - 15:18
Eitt frægasta kennileiti Akureyrar fær andlitslyftingu
Eitt frægasta kennileiti Akureyrar, Amaro-skiltið sem staðið hefur um árabil utan á Hafnarstræti 99, var tekið niður í morgun. Til stendur að gefa skiltinu andlitslyftingu áður en það verður hengt aftur á sinn stað.
19.08.2021 - 15:37
Verjast allra frétta af hoppukastalaslysinu á Akureyri
Lögreglan á Norðurlandi eystra vill ekki veita neinar upplýsingar um gang rannsóknar embættisins á slysi sem varð í hoppukastala á Akureyri 1. júli.
19.08.2021 - 10:59
Viðtal
Hefur annast munaðarlausa hænu á Akureyri í þrjú ár
Steinar Sigurðsson, sem býr við Aðalstræti á Akureyri, hefur undanfarin þrjú ár fóstrað hænu sem hefur komið sér fyrir í stóru tré í garðinum hjá honum. Hann hefur margreynt að komast að uppruna hænunnar en án árangurs.
05.08.2021 - 15:35
Skynjar ekki óróa vegna upphafs skólastarfs
Sviðsstjóri fræðslusviðs Akureyrarbæjar segist ekki skynja óróa meðal starfsmanna vegna upphafs skólastarfs. Langstærstur hluti kennarahópsins var bólusettur með bóluefni Pfizer og þarf því ekki örvunarskammt.
04.08.2021 - 15:24
Sjónvarpsfrétt
Liggja yfir upplýsingafundum milli æfinga á nýju verki
Bergmálshellir internetsins og félagsleg einangrun eru viðfangsefni leikverksins Halastjörnunnar sem nú er sýnt í gamalli hlöðu á Akureyri. Milli æfinga liggja leikararnir yfir upplýsingafundum almannavarna
03.08.2021 - 14:10
Hlýjasti júlí á Norður- og Austurlandi frá upphafi
Nýliðinn júlímánuður var sá hlýjasti um nær allt norðan- og austanvert landið frá upphafi mælinga. Meðalhiti fór yfir 14 stig á nokkrum veðurstöðvum en ekki er vitað um annað eins meðalhitastig hérlendis.
02.08.2021 - 10:59
Verulega erfið nótt á tjaldsvæðum á Akureyri
Talsvert var um það síðustu nótt að fólk í leit að gleðskap reyndi að komast inn á tjaldsvæði sem voru orðin full og þar af leiðandi lokuð fyrir frekari gestagangi í samræmi við fjöldatakmarkanir. Tryggvi Marínósson, framkvæmdastjóri tjaldsvæðanna á Akureyri, segir nóttina hafa tekið á. 
01.08.2021 - 13:06
Hlýjustu júlídagar aldarinnar á Norður- og Austurlandi
Júlí er sá hlýjasti á öldinni um landið norðan- og austanvert ef litið er til fyrstu tuttugu daga mánaðarins. Hvað veðurfar Reykjavíkur varðar er júlí þessa árs í fjórtánda sæti á lista hlýrra júlímánaða aldarinnar.
21.07.2021 - 14:28
Hlýr dagur fyrir norðan en grár á suðvesturhorninu
Ekki er útlit fyrir annað en að dagurinn í dag verði ekki frábrugðinn gærdeginum, allavega hvað veður varðar. Í pistli veðurfræðings á Veðurstofunni segir að gera megi ráð fyrir hlýjum degi á Norðaustur- og Norðurlandi. Þá er spáð nokkuð gráum degi á höfuðborgarsvæðinu.
21.07.2021 - 06:50