Færslur: Akureyri

Viðtal
„Hef alltaf áhyggjur af því að þeir standi sig ekki“
Gunnar Malmquist Gunnarsson, Þórsari og pabbi landsliðsmannanna Arons Einars og Arnórs Þórs segist stolur af því að eiga tvo fyrirliða. Gunnar var gestur í þættinum Sögur af landi. Hann segist alltaf fá smáhnút í magann þegar synirnir spila í stórleikjum.
16.01.2021 - 10:00
Tónleikahaldarar ósáttir – „finnst þetta dálítið skítt“
Haukur Tryggvason, veitingamaður og tónleikahaldari á Græna hattinum á Akureyri, varð fyrir miklum vonbrigðum með þær breytingar sem gerðar voru á samkomutakmörkunum í vikunni. Hann hefur frestað öllum tónleikum fram í febrúar, hið minnsta.
15.01.2021 - 14:55
Fær ekki að setja upp samlokusjálfsala á Akureyri
Tomasz Piotr Kujawski, sem á og rekur pylsuvagninn í Hafnarstræti á Akureyri, er afar ósáttur við bæjaryfirvöld eftir að skipulagsráð hafnaði beiðni hans um að setja upp samlokusjálfsala í bænum. Formaður skipulagsráðs segir ekki hægt að fylla miðbæinn af sjálfsölum.
15.01.2021 - 13:47
Skoða hvort almannahætta hafi skapast við Glerárskóla
Rannsókn á upptökum eldsins sem kom upp við Glerárskóla á Akureyri í síðustu viku er á frumstigi. Til greina kemur að fá dómkvaddan matsmann til að leggja mat á hvort almannahætta hafi skapast þegar þrír piltar, sem hafa gefið sig fram, sprengdu flugelda við skólann.
12.01.2021 - 15:59
Myndband
Hreinsa nú 20 tonn af rusli frá sem áður fór í Pollinn
Rúmlega 20 tonn af föstu efni í skólpi, sem áður rann í pollinn á Akureyri árlega, eru nú hreinsuð frá áður en skólpið endar í sjónum. Ný skólphreinsistöð var tekin í gagnið í bænum fyrir jól eftir margra ára bið.
11.01.2021 - 13:46
Stórt skref stigið í átt að uppbyggingu á svæði KA
Knattspyrnufélag Akureyrar og Akureyrarbær skrifuðu um helgina undir viljayfirlýsingu um uppbyggingu íþróttamannvirkja á svæði félagsins. Í því felst að KA er heimilt að hefja vinnu við nýtt deiliskipulag á félagssvæði sínu við Dalsbraut.
11.01.2021 - 13:19
Myndband
„Þetta hefði getað farið miklu verr“
Rafmagn fór af slökkvistöðinni á Akureyri nokkrum andartökum áður en útkall barst um eld í Glerárskóla í gærkvöld. Rafmagnsleysið tafði slökkviliðið sem tókst þó að slökkva eldinn áður en hann breiddist út.
07.01.2021 - 20:03
Myndband
Slökkvistöðin rafmagnslaus þegar útkall kom á Akureyri
Slökkviliðinu á Akureyri tókst að að ráða niðurlögum elds sem kom upp í Glerárskóla í kvöld. Rafmagn fór af stórum hluta bæjarins, þar á meðal slökkvistöðinni, eftir að eldurinn komst í spennistöð í kjallara skólans.
07.01.2021 - 01:44
Kennari ákærður fyrir kynferðislega áreitni gegn barni
Karlmaður á Norðurlandi eystra hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot gegn stúlku og barnaverndarlagabrot. Meint brot áttu sér stað á árunum 2017 og 2018. Í ákærunni kemur fram að maðurinn hafi áreitt stúlkuna kynferðislega í gegnum Facebook.
Rúmlega 50 manns í röð við ÁTVR á Akureyri
Gríðarlega langar raðir hafa myndast við verslun ÁTVR á Akureyri í dag. Vegna samkomutakmarkana er aðeins 25 viðskiptavinum hleypt inn í verslunina í einu.
30.12.2020 - 15:49
Innlent · Norðurland · Akureyri · ÁTVR · Raðir
Viðtal
„Maður vill ekki vera sá sem kemur með smit inn"
Reiknað er með að bólusetningu úr fyrsta skammti ljúki í dag. Á sjúkrahúsinu á Akureyri verða rúmlega 120 starfsmenn bólusettir í þessari fyrstu lotu. „Þetta munar öllu fyrir okkur," sagði, Jón Pálmi Óskarsson, forstöðulæknir sem fékk fyrsta skammtinn á sjúkrahúsinu nú í morgun.
30.12.2020 - 13:34
Viðtal
„Þetta er æðisleg upplifun"
Ute Helma Stelly, íbúi á dvalarheimilinu Hlíð, var fyrst Akureyringa til að fá bólusetningu við COVID-19. Uta var bólusett um klukkan hálf þrjú í dag og var hæstánægð með áfangann. Hún hvetur alla landsmenn til að þiggja bólusetningu þegar að því kemur. Það var Bryndís Björg Þórhallsdóttir, hjúkrunarfræðingur og forstöðumaður hjá stofnuninni, sem sprautaði Ute.
29.12.2020 - 15:23
Myndband
Gripu tækifærið þegar Akureyrarbær boðaði niðurskurð
Nokkrir 15 ára strákar á Akureyri gripu tækifærið þegar bærinn tilkynnti að skera ætti niður í snjómokstri í vetur og komu upp litlu fyrirtæki sem býður upp á snjómokstur við innkeyrslur, bílaplön og tröppur. Þeir segja að viðskiptavinirnir séu ánægðir enda verðið sanngjarnt.
29.12.2020 - 13:45
Myndband
„Þeir sem eru hræddir við COVID ættu að koma í skötu“
Hamsatólginni var skenkt í plastbox og skatan sett í pappabakka á Bautanum á Akureyri í dag. Rúmlega 200 skammtar voru sendir úr húsi til fólks sem getur ekki hugsað sér Þorláksmessu á kæstrar skötu.
23.12.2020 - 19:57
Aflýsa flugi milli Amsterdam og Akureyrar í vetur
Ekkert verður af fyrirhuguðum ferðum hollensku ferðaskrifstofunnar Voigt Travel til Akureyrar í vetur. Áætlaðar voru 10 flugferðir frá Amsterdam í febrúar og mars.
Myndskeið
Ætla að opna baðstað í Vaðlaheiði vorið 2022
Hjón á Akureyri hafa samið við Norðurorku um nýtingu á rúmlega 40 gráðu heitu vatni sem fannst við gerð Vaðlaheiðarganga. Skammt frá göngunum ætla hjónin byggja upp böð sem munu rúma 180 gesti í senn.
07.12.2020 - 20:46
Byggja nýtt hjúkrunarheimili fyrir 60 manns á Akureyri
Nýtt hjúkrunarheimili fyrir 60 manns verður byggt í Glerárhverfi á Akureyri og tekið í notkun í loks árs 2023. Þar með verða hjúkrunarrými í bænum rúmlega 230 en þau eru núna um 170. Áætlaður heildarkostnaður við framkvæmdina er um þrír milljarðar sem skiptist þannig að 85% greiðast úr ríkissjóði en Akureyrarbær greiðir 15%.
03.12.2020 - 13:59
Myndband
Lögreglan á Akureyri aðstoðaði fólk að komast til vinnu
Illfært er í mörgum íbúðagötum á Akureyri eftir snjókomu og skafrenning næturinnar. Hvasst var í nótt þannig að víða hefur skafið í skafla og færð spillst. Búið er að moka helstu stofnleiðir og má reikna með að snjómoksturstæki verði að fram eftir degi.
03.12.2020 - 08:44
Segja illa vegið að framhaldsskólum á Norðurlandi
Bæjarstjórn Akureyrar segir illa vegið að framhaldsskólum á Norðurlandi í fjárlögum næsta árs. Þá er gagnrýnt að skólarnir raði sér í neðstu sæti á lista yfir fjárframlög til framhaldsskóla landsins séu prósentuhækkanir milli ára skoðaðar. Þá er skorað á ríkisstjórnina að skapa skólunum svigrúm til þess að sækja fram.
02.12.2020 - 13:26
Ætla að nota heitt vatn úr Vaðlaheiðargöngum í baðstað
Eignarhaldsfélagið Skógarböð áformar að nýta heitt vatn sem rennur úr Vaðlaheiðargöngum og byggja upp baðstað með tilheyrandi þjónustu í landi Ytri-Varðgjár, skammt frá göngunum. Gert er ráð fyrir því að böðin geti tekið á móti 180 manns í einu.
01.12.2020 - 15:51
Áralöng bið Krónunnar eftir lóð á Akureyri á enda
Bæjarráð Akureyrar hefur samþykkt samning um deiliskipulag á svokölluðum Hvannavallareit við Tryggvabraut á Akureyri. Þar með er áralöng bið matvörukeðjunnar Krónunnar eftir lóð á Akureyri á enda. Á meðfylgjandi mynd má sjá hvernig búðin mun líta út en verkefnið erí mótun og enn á frumstigi.
30.11.2020 - 15:55
Myndskeið
Endurheimtu mótorhjól undan stiga eftir 50 ára bið
Mótorhjól sem steypt var inni undir stiga á Akureyri á áttunda áratugnum kom í ljós á ný í dag. Hjólið, sem dúsað hefur undir stiganum í tæp fimmtíu ár, var það fyrsta í eigu Heiðars Jóhannssonar, en hann lést í mótorhjólaslysi árið 2006. Það fær nú sinn stað á Mótorhjólasafni Íslands.
25.11.2020 - 19:43
Mikið tekjufall hjá Menningarhúsinu Hofi
Allt að sjötíu prósent af viðburðum í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri hafa fallið niður vegna faraldursins. Öllum stærstu jólatónleikum hefur verið aflýst, en minni tónleikar verða í desember sem jafnframt verður streymt á netinu.
25.11.2020 - 14:55
Fjórir handteknir vegna fíkniefnaframleiðslu á Akureyri
Fjórir voru handteknir vegna framleiðslu fíkniefna í fjölbýlishúsi á Akureyri á mánudagskvöld. Lagt var hald á 14 kannabisplöntur ásamt ætluðum fíkniefnum og framleiðslutækjum og tólum.
25.11.2020 - 11:23
Myndskeið
Segir lukkuna hafa komið í veg fyrir fleiri dauðsföll
Slökkviliðsstjórinn á Akureyri segir lukkuna hafa komið í veg fyrir að manntjón varð ekki í fleiri en einu af þeim fjórum gömlu húsum sem brunnið hafa á Akureyri á rúmu ári. Hann segir mikilvægt að fólk fái aðstoð frá ríkinu við að laga gömul hús.
23.11.2020 - 19:55