Færslur: Akureyrarkirkja

„Ágætis líkamsrækt að moka kirkjutröppur“
Lengstu tröppur landsins, kirkjutröppurnar á Akureyri, hafa verið mokaðar með handafli síðustu tvo vetur vegna bilunar í snjóbræðslukerfi undir tröppunum. Það er ærið verk fyrir starfsmenn bæjarins að halda tröppunum opnum yfir veturinn.
08.02.2022 - 15:05
„Fögnum því að horfið hafi verið frá málsókn“
Biskupsstofa fagnar þeirri ákvörðun Akureyrarkirkju að falla frá skaðabótakröfu á hendur ungum manni, sem var valdur að tjóni á kirkjunni árið 2017. Sóknarnefnd kirkjunnar tilkynnti í gær, að eftir fréttaflutning af málinu hefði kirkjan ákveðið að draga skaðabótakröfu sína til baka.
02.06.2021 - 13:39
Falla frá skaðabótamáli eftir umfjöllun fjölmiðla
Akureyrarkirkja hefur ákveðið að fella niður skaðabótamál vegna skemmdarverka sem unnin voru á kirkjunni eftir fréttaflutning af málinu. Kirkjan hafði áður boðað einkamál gegn manni sem metinn hafði verið ósakhæfur.
01.06.2021 - 13:23
Myndskeið
Enginn klukknahljómur úr turni Akureyrarkirkju
Enginn klukknahljómur hefur borist úr turni Akureyrarkirkju síðustu vikur því stýrikerfið fyrir klukkurnar er bilað. Sóknarpresturinn giskar á að þær hafi hreinlega gefist upp í samkomubanninu. Hann segist sakna þess að heyra ekki í klukkunum.
30.01.2021 - 12:52