Færslur: Akureyrarbær

Aukin fjárframlög nauðsynleg vegna hallareksturs á SAk
Sjúkrahúsið á Akureyri var rekið með tæplega 150 milljóna króna halla í fyrra. Forstjóri sjúkrahússins segir nauðsynlegt að fjárframlög verði aukin til að tryggja aðgengi að öruggri heilbrigðisþjónustu í samfélaginu.
Akureyrarbær rekinn með 752 milljóna króna afgangi
Akureyrarbær var rekinn með 752 milljóna króna afgangi árið 2021. Það er tæpum tveimur milljörðum meira en áætlanir gerðu ráð fyrir.
09.04.2022 - 21:33
Slasaður skíðamaður sóttur af þyrlu Landhelgisgæslunnar
Þyrla landhelgisgæslunnar sótti slasaðan skíðamann í fjöllin inn af Karlsá norðan Dalvíkur í dag. Lögreglunni á Norðurlandi eystra barst tilkynning um manninn laust fyrir klukkan tvö í dag. 
30.03.2022 - 17:32
Segir tímabært að opna dýraathvarf á Akureyri
Bæjarráð Akureyrar tekur undir álit heilbrigðisnefndar Norðurlands eystra um að Akureyrarbær ætti að koma upp dýraathvarfi í bænum. Bæjarfulltrúi segir að með stækkandi samfélagi skapist þörf á sérstöku athvarfi fyrir dýr.
21.03.2022 - 14:58
Samherji skimar starfsfólk eftir jólafrí
Það færist í vöxt að fyrirtæki og stofnanir láti skima starfsfólk sitt áður en það mætir til vinnu eftir frí. Skólarnir í Dalvíkurbyggð sem og útgerðarfyrirtækið Samherji eru meðal þeirra sem prófuðu allt sitt starfsfólk þegar það snéri til starfa eftir jólafrí.
04.01.2022 - 12:01
Þrettán sagt upp á hjúkrunarheimilinu Hlíð
Heilsuvernd sagði í gær upp 13 starfsmönnum hjúkrunarheimilisins Hlíðar á Akureyri. Forseti ASÍ óttast að yfirtaka fyritækisins á rekstrinum sé upphafið að einkavæðingarhrinu hjúkrunarheimilanna. Hún vill láta reyna á hvort uppsagnirnar standist lög. 
Akureyri verði menningarhöfuðborg Evrópu
Á hverju ári útnefnir Evrópusambandið tvær borgir eða bæi í Evrópu sem menningarhöfuðborg Evrópu. Menningarfélag Akureyrar telur að Akureyri eigi fullt erindi til að bera þessa nafnbót og hvetja bæjaryfirvöld til að stefna að því árið 2030.
09.06.2021 - 11:30
Segir fjórðungsþátttöku í íbúakosningu stórkostlega
Sóley Björk Stefánsdóttir, bæjarfulltrúi og formaður stýrihóps um íbúasamráð á Akureyri, segir nýafstaðna íbúakosningu um skipulagsmál á Oddeyri hafa gefist vel. Hún segir þátttökuna, sem var um 26 prósent, vera stórkostlega í svo afmörkuðu máli.
02.06.2021 - 14:49
Píeta samtökin opna á Akureyri í sumar
Píeta samtökin opna útibú á Akureyri í sumar, það fyrsta utan höfuðborgarsvæðisins. Forstöðumaður segir mikla eftirspurn á landsbyggðinni eftir aðstoð vegna sjálfsvígshugsana.
12.04.2021 - 09:30
Akureyrarstofa vill varðveita vegglistaverk Margeirs
Stjórn Akureyrarstofu hefur lýst yfir áhuga á að varðveita verk eftir listamanninn Margeir Dire á húsvegg í Listagilinu á Akureyri. Safnstjóra Listasafnsins á Akureyri hefur verið falið að ræða við aðstandendur og vini Margeirs auk KEA, sem á húsvegginn, um hugsanlegt samstarf. Margeir, sem ólst upp á Akureyri, lést aðeins 34 ára fyrir tveimur árum.
06.04.2021 - 13:56
Öllum boðið að halda störfum sínum þegar HSU tekur við
Öllu starfsfólki dvalar- og hjúkrunarheimilisins Hraunbúða í Vestmanneyjum býðst að halda störfum sínum og sömu kjörum og verið hefur þegar Heilbrigðisstofnun Suðurlands (HSU) tekur við rekstri þess 1. maí.
Myndskeið
Enginn klukknahljómur úr turni Akureyrarkirkju
Enginn klukknahljómur hefur borist úr turni Akureyrarkirkju síðustu vikur því stýrikerfið fyrir klukkurnar er bilað. Sóknarpresturinn giskar á að þær hafi hreinlega gefist upp í samkomubanninu. Hann segist sakna þess að heyra ekki í klukkunum.
30.01.2021 - 12:52
Mikið svifryk á Akureyri – götur þvegnar og sópaðar
Svifryk hefur verið yfir heilsuverndarmörkum á Akureyri í mestallan dag. Brugðist er við með því að sópa og rykbinda helstu umferðargötur.
05.01.2021 - 15:40
Tveir milljarðar í framkvæmdir við flugstöð og flughlað
Við uppfærslu á gildandi samgönguáætlun er gert ráð fyrir tveimur milljörðum króna svo hægt verði að bjóða út framkvæmdir við nýja flugstöð og flughlað á Akureyrarflugvelli. Hönnun þessara verkþátta lýkur á fyrstu mánuðum næsta árs.
Rannsaka uppruna svifryks á götum Akureyrar
Hjá Akureyrarbæ hófst nýlega verkefni þar sem kanna á uppruna og efnasamsetningu svifryks á götum bæjarins. Markmiðið er að finna bestu aðferðir til að útrýma svifryki.
26.11.2020 - 13:56
Ekkert nýtt smit á Norðurlandi eystra
Ekkert nýtt smit greindist á Norðurlandi eystra síðasta sólarhring. Virkum smitum í fjórðungnum fer fækkandi - enn eru þó 22 í einangrun og 19 sóttkví.
Myndskeið
Segja mikilvægt að öll börn í heiminum fái sama rétt
„Það er sumt sem fullorðið fólk fattar ekki en börn geta fattað," segir níu ára nemandi í Giljaskóla á Akureyri. Skólinn fékk í dag viðurkenningu sem Réttindaskóli UNICEF. Þá fékk Guðmundur Fylkisson, lögreglumaður, viðurkenningu Barnaheilla.
Viðtal
Sameinuð stjórn nýlunda í svo stóru sveitarfélagi
Ekki eru fordæmi fyrir því að afnema meirihluta og minnihluta og hafa sameinaða bæjarstjórn í jafn stóru sveitarfélagi og Akureyri að sögn Grétars Þórs Eyþórssonar, prófessors í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri.
22.09.2020 - 19:47
Vilja auglýsa skipulagsbreytingu fyrir Oddeyri
Skipulagsráð Akureyrarbæjar hefur lagt til að auglýst verði breyting á aðalskipulagi Akureyrar sem nær yfir nýtt íbúðasvæði á Oddeyri. Fyrir tæpu ári voru kynntar hugmyndir um allt að 11 hæða hús á svæðinu. Þær hugmyndir hlutu mikla gagnrýni.
10.09.2020 - 15:27
Sjálfsprottnar útihátíðir á tjaldsvæðum áhyggjuefni
Tryggvi Marinósson, framkvæmdastjóri Hamra, útilífsmiðstöðvar skáta á Akureyri, segir að óformlegar útihátíðir á tjaldsvæðum um verslunarmannahelgina séu áhyggjuefni. Fleiri hafa verið á tjaldsvæðunum fyrir norðan, nú þegar Íslendingar gista þar, en á sama tíma í fyrra þegar meirihluti gesta var útlendingar.    
Þórunn og Steingrímur óánægð með fangelsislokun
Forseti Alþingis og þingflokksformaður Framsóknarflokksins gagnrýna þá ákvörðun Fangelsismálastofnunar að loka fangelsinu á Akureyri og segja þetta ganga þvert gegn yfirlýstri stefnu ríkisstjórnarinnar um að fjölga skuli opinberum störfum utan höfuðborgarsvæðisins.
Frekari aðgerða þörf til að treysta byggð í Grímsey
Lægri skattbyrði, aukinn byggðakvóti og hlutverk Grímseyjar varðandi öryggi sjófarenda, eru dæmi um leiðir sem Akureyrarbær vill fara til að treysta byggð í eyjunni. Íbúarnir segja búsetuskilyrði hafa batnað undanfarin ár.
30.06.2020 - 20:50