Færslur: Airwaves

Iceland Airwaves frestað til næsta árs
Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves fer ekki fram á þessu ári og hefur verið frestað fram í nóvember á næsta ári. Hátíðin fór heldur ekki fram í fyrra. Í tilkynningu frá skipuleggjendum hátíðarinnar segir að þær samkomutakmarkanir sem nú eru í gildi hamli tónleikahaldi og að Airwaves-teymið sé „eyðilagt“ yfir því að færa þurfi hátíðina um eitt ár í viðbót.
02.09.2021 - 10:13
Viðtal
Hlakkar til að koma til Íslands og hitta aðdáendur
Tónlistarstjarnan Arlo Parks er á meðal þeirra sem troða upp á Airwaves hátíðinni í haust. Hún þekkir varla að vera fræg utan heimsfaraldursástands og iðar í skinninu yfir að fá loksins að spila sín geysivinsælu lög fyrir framan fólk.
29.04.2021 - 15:55
Arlo Parks, Black Pumas og fleiri á Iceland Airwaves
Í dag lenti risatilkynning frá Iceland Airwaves þar sem 30 listamenn og hljómsveitir bættust við tónleikadagskrána, þar á meðal Arlo Parks, Sad Night Dynamite, Aron Can og Vök sem spila þá með Black Pumas, Metronomy, Daða Frey og fleirum í miðbæ Reykjavíkur í nóvember.
29.04.2021 - 12:36
Iceland Airwaves frestað um ár
Tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves sem halda átti dagana 4.-7. nóvember verður frestað um ár vegna kórónuveirufaraldursins. Þeir listamenn sem höfðu boðað komu sína í ár munu verða á dagskrá á næsta ári og að auki muni 25 listamenn bætast í hópinn.
26.08.2020 - 10:38
Síðdegisútvarpið
Horfðu á allt hverfa á einni nóttu
Þeir sem starfa í kringum tónleikahald horfðu á iðnaðinn nánast gufa upp á einni nóttu þegar að samkomubann tók gildi. Nú stefnir í að kreppan þar verði lengri og dýpri en áður var gert ráð fyrir en reikna má með að meiri áhersla verði sett á íslenska viðburði frekar en stórtónleika með erlendum stjörnum á næstu misserum.
26.05.2020 - 13:08
Hafa komið í veg fyrir að Airwaves „blæði peningum“
Forsvarsmenn Iceland Airwaves telja sig hafa fundið réttu aðferðina við að halda hátíðinni gangandi og komið í veg fyrir að hún „blæði peningum“. Þetta kemur fram í kynningu sem lögð var fyrir menningar-, íþrótta og tómstundaráð Reykjavíkur á mánudag. 8.000 gestir frá 60 löndum sóttu hátíðina heim, langflestir komu til landsins með Icelandair og jafn margir gistu á hótelum og í Airbnb-íbúðum.
29.01.2020 - 10:55
„Það snerist allt um það að við værum svartir"
Jesse Markin fetar nýjar slóðir í finnsku tónlistarlandslagi. Hann kemur fram á Iceland Airwaves-tónlistarhátíðinni sem er haldin 6.-9. nóvember. Poppland heldur áfram daglegri umfjöllun sinni um listamenn á hátíðinni og í dag verður þessi finnski tónlistarmaður tekinn fyrir.
31.10.2019 - 13:27
Fótboltakona fetaði í fótspor Missy Elliott
Breska raftónlistarkonan Georgia Barnes var uppgötvuð fyrir framúrskarandi knattspyrnuhæfileika aðeins 8 ára gömul. Hún elskaði Missy Elliott svo mikið að hún nefndi hamstur í höfuðið á henni. Georgia kemur fram á Iceland Airwaves-tónlistarhátíðinni sem er haldin 6.-9. nóvember. Poppland heldur áfram daglegri umfjöllun sinni um listamenn á hátíðinni og í dag verður þessi rafmagnaða tónlistarkona tekin fyrir.
31.10.2019 - 10:12
Fundu teknóið og urðu ástfangnir
Rafsveitin Booka Shade hefur haft gífurleg áhrif á raftónlistarsenuna frá því snemma á tíunda áratug. Sveitin kemur fram á Iceland Airwaves-tónlistarhátíðinni sem er haldin 6.-9. nóvember. Poppland heldur áfram daglegri umfjöllun sinni um listamenn hátíðarinnar og í dag verða þessir hressu þýsku teknófýrar teknir fyrir.
29.10.2019 - 14:47
Draumkennd lög um kynlíf og eiturlyf
Það styttist í eina stærstu tónlistarhátíð landsins, Iceland Airwaves. Hátíðin fer fram 6.-9. nóvember, á hinum ýmsu tónleikastöðum í Reykjavík eins og ár hvert. Poppland tekið sig til og fjallar um eitt atriði á dag allt þar til herlegheitin skella á, og það er af nógu að taka. Í dag verður hin danska Lydmor tekin fyrir.
18.10.2019 - 14:20
„Fólk er með fordóma fyrir auto-tune“
Vélræni hljómurinn auto-tune á sér sérkennilega sögu. Lengi vel var setið á leyndarmálinu á bak við hljóminn. Síðar sprakk hann út í vinsældum og þótti hallærislegur og annars flokks. Hljómurinn fékk uppreisn æru eftir að framúrstefnulegt tónlistarfólk hóf að nota hann. Áhrif hans hafa skilað sér til Íslands í blóma rappsenunnar. Svanhildur Gréta Kristjánsdóttir skoðaði málið nánar.
08.11.2017 - 17:00
Tónleikahald á Íslandi „rekið með miklu tapi“
„Það tap sem hefur orðið á tónlistarhátíðum á Íslandi síðustu átján mánuði er bara slíkt að við erum að fara að horfa upp á að einhver mun detta úr lestinni,“ segir athafnamaðurinn Björn Steinbekk.
06.11.2017 - 12:36