Færslur: Airbnb

Bilun hjá PayPal truflar íslenska notendur
Bilun hjá bandaríska greiðslukerfinu PayPal hefur orðið til þess að íslenskir notendur PayPal hafa átt í erfiðleikum með að fá greiðslur inn á kreditkortin sín. Bilunin virðist liggja hjá PayPal.
25.03.2022 - 14:42
Airbnb býður 20.000 Afgönum húsaskjól
Fyrirtækið Airbnb tilkynnti í gær fyrirætlanir sínar um að útvega 20,000 Afgönum á flótta húsaskjól víðs vegar um heiminn. Síðan Talibanar náðu völdum fyrr í mánuðinum hafa þúsundir verið fluttar dag hvern frá Afganistan.
25.08.2021 - 09:22
Grunur um stórfelld skattalagabrot tengd Airbnb
Grunur er uppi um stórfelld skattalagabrot Íslendinga samkvæmt gögnum frá Airbnb sem skattrannsóknarstjóri hefur aflað. Brotin eru að mati sett skattrannsóknarstjóra það alvarleg að sektir eða fangelsisdómur gætu legið við þeim.
Bjartara yfir hótelrekstri en ætlað var fyrir skömmu
Þegar er nýting hótelherbergja í ágústmánuði komin í 50% á höfuðborgarsvæðinu en bókanir ganga vel, þannig að þessi tala mun hækka. Þetta kemur fram í upplýsingum frá Kristófer Oliverssyni, formanni FHG - fyrirtækja í hótelrekstri og gistiþjónustu.
Bannað að leigja út bústaði í Þingvallaþjóðgarði
Eigendum sumarhúsa í landi Þingvallaþjóðgarðs er óheimilt að leigja þá út í gegnum leigumiðlanir á borð við Airbnb, samkvæmt nýjum lóðaleigusamningi Þingvallanefndar, sem gildir næstu tíu árin. Fréttablaðið greinir frá.
21.01.2021 - 06:18
Þurfti úrskurð til að fá Airbnb gögn
Skattrannsóknarstjóri metur nú hvort tilefni sé til að grípa til aðgerða vegna vangoldinna skatta vegna útleigu Airbnb íbúða. Upplýsingar um leigugreiðslur vegna hluta þeirra hér á landi bárust embættinu nýlega og námu þær rúmum 25 milljarði á árunum 2015-'18.  Leita þurfti til dómstóla á Írlandi til að fá gögnin afhent.
26.08.2020 - 15:41
Sektuð um 15 milljónir fyrir skattsvik í Airbnb-útleigu
Yfirskattanefnd hefur lagt nærri fimmtán milljóna króna sektir á konu vegna útleigu Airbnb íbúða án þess að greiða skatt af starfseminni. Konan verður að greiða íslenskra ríkinu ellefu milljónir króna og Reykjavíkurborg 3,9 milljónir.
23.06.2020 - 11:13
Offramboð á Airbnb-íbúðum keyrir niður leiguverð
Lækkun leiguverðs er að stærstum hluta til komin vegna offramboðs á íbúðum sem voru í skammtímaleigu fyrir ferðamenn. Hvort leiguverð heldur áfram að lækka veltur að miklu leyti á hvort ferðaþjónustan tekur við sér á ný.
18.06.2020 - 12:23
Sektaður um tæpa milljón fyrir heimagistingu á Booking
Ferðamála- iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið hefur lækkað sekt sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu úr 1,5 milljónum króna í 950 þúsund vegna heimagistingar sem auglýst var á bókunarvefnum Booking.com. Þar hafði fasteign verið leigð út sem tvö gistirými, annars vegar stúdíóíbúð í kjallara og íbúð á hæð, án leyfis.
Enn að ráða fram úr afbókunum og draga saman seglin
Framkvæmdastjóri ferðaþjónustufyrirtækisins Heimaleigu segir að afbókanir hefi verið að hrannast inn í alla nótt að þegar sé verið að draga saman seglin að einhverju leiti.
12.03.2020 - 12:30
Airbnb boðar bann við „partíhúsum“
Alþjóðlega leigumiðlunin Airbnb boðar blátt bann við útleigu húsa og íbúða til partístands og veisluhalda í gegnum vefgátt fyrirtækisins. Forstjóri Airbnb, Brian Chesky, tilkynnti þetta í gær, eftir að fréttir bárust af banvænni skothríð í húsi í bænum Orinda í Kaliforníu, sem leigt var í gegnum Airbnb.
03.11.2019 - 01:57
Tíu borgir óska aðstoðar ESB vegna Airbnb
Yfirvöld í tíu borgum í Evrópu krefjast þess að Evrópusambandið grípi til aðgerða til að stemma stigu við útleigu húsnæðis í gegnum vefinn Airbnb. Slíkt valdi hækkun á leiguverði sem geri það að verkum að íbúar hafi ekki lengur efni á íbúðum.
20.06.2019 - 23:00
Allt að 70% íbúða í sumum götum á Airbnb
Fjöldi eigna á höfuðborgarsvæðinu sem skráðar eru til útleigu á vefsíðunni Airbnb hefur margfaldast á liðnum árum. Í sumum götum eru allt að 70 prósent eigna skráðar á síðunni. 60 prósent eignanna eru í 101 Reykjavík. Airbnb virðist ýta undir félagslegan ójöfnuð.
03.05.2019 - 14:28
Airbnb opnar aftur á Vesturbakkann
Skammtímaleigusíðan Airbnb ætlar aftur að bjóða notendum sínum að leigja íbúðir á landtökubyggðum gyðinga á Vesturbakkanum. Stjórnendur síðunnar ákváðu að taka eignir á svæðinu af síðunni í fyrra, en ísraelskir lögmenn höfðuðu einkamál fyrir hönd eigenda íbúðanna og annarra.
11.04.2019 - 07:00
Tekjur af Airbnb 17,5 milljarðar í fyrra
Tekjur af Airbnb og álíka síðum var 17,5 milljarðar í fyrra. Það er 19 prósent meira en 2017 þegar tekjurnar voru 14,7 milljarðar króna. TIl samanburðar var virðisaukaskattskyld velta vegna Airbnb árið 2014 var rúmir 2,5 milljarðar. Þetta kemur fram á vef Hagstofunnar og byggja tölurnar á skilum á virðisaukaskatti.
31.03.2019 - 10:32
Reykjavík og Airbnb í samstarf
Reykjavíkurborg og heimagistingarvefurinn Airbnb hafa komist að samkomulagi um að þeim sem bjóða heimili sitt til leigu á vefnum verði gert kleift að birta skráningarnúmer sitt með skráningunni. Reitur fyrir skráningarnúmerið verður opnaður notendum í dag.
13.12.2018 - 10:52
Ísland langefst á lista yfir deilihagkerfi
Ísland er langefst á nýjum lista þar sem löndum er raðað eftir umfangi deilihagkerfis. Timbro, sænsk samtök um frjálsan markað og einstaklingsfrelsi, standa að samantektinni og nota til þess nýja vísitölu um deilihagkerfi. Airbnb hefur mikil áhrif á stöðu Íslands. Smáríkin Turks- og Caicoseyjar, Malta, Svartfjallaland og Nýja-Sjáland eru efst á listanum, á eftir Íslandi. Efstu ríkin eiga það sammerkt að netþjónusta er góð og ferðaþjónusta skipar veigamikinn sess í atvinnulífinu.
07.08.2018 - 15:34
Sker upp herör gegn Airbnb
Borgarstjóri New York, Bill De Blasio, hefur undirritað lög sem skylda Airbnb og önnur fyrirtæki, sem leigja út húsnæði til skemmri tíma, til að afhenda eftirlitsstofnun nöfn og heimilisföng gestgjafa ellegar greiða háar sektir.
07.08.2018 - 00:37
Dýrara að gista í Reykjavík en Dubai
Ferðafólk sem gistir á vegum gistiþjónustunnar Airbnb borgar að meðaltali meira fyrir nóttina í Reykjavík en í Dubai. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Bloomberg um þær borgir þar sem Airbnb-kostnaður er hæstur. Þar situr höfuðborg Íslands í þriðja sæti fyrir neðan Miami og Boston í Bandaríkjunum.
25.07.2018 - 09:56
Danir setja hömlur á Airbnb
Danska þingið samþykkti í gær takmörk á heimagistingu. Nú er aðeins heimilt að leigja út heimili 70 daga á ári.
16.05.2018 - 20:34
Erlent · Evrópa · Airbnb
Strangt eftirlit forsenda samnings við Airbnb
Með því að semja við Airbnb vill Reykjavíkurborg standa vörð um hagsmuni íbúa. Þetta segir borgarstjóri. Í síðustu viku samþykkti borgarráð Reykjavíkurborgar að stofna samninganefnd sem á að hefja viðræður við ferðaþjónustufyrirtækið Airbnb. Nefndin ætlar að taka mið af samningum sem borgaryfirvöld í Amsterdam og Lundúnum hafa gert við stórfyrirtækið. 
16.10.2017 - 16:22
Airbnb-þreyta gerir vart við sig
Fasteignasalar á höfuðborgarsvæðinu segja mun minna um það en áður að fólk kaupi litlar íbúðir gagngert til þess að leigja þær út á Airbnb en nokkuð um að þeir sem hafa staðið í útleigu séu að selja eignir. Eitthvað er farið að bera á útleiguþreytu hjá gestgjöfum. Sumir fela þjónustufyrirtækjum að sjá um reksturinn en nokkur slík hafa skotið upp kollinum upp á síðkastið. Litlar eignir miðsvæðis í Reykjavík hafa í ár hækkað mun minna en vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu.
13.10.2017 - 18:52
Telja að um 15% stórtækra svíki undan skatti
Ríkisskattstjóri áætlar að um 15% þeirra sem fara mikinn á Airbnb, leigja út fimm eignir eða fleiri, svíki undan skatti. Umfang skattsvika sé meira hjá þeim sem leigja út færri eignir. Yfir 70% þeirra sem leigja út heimili sín á Airbnb eru án tilskilinna leyfa, þrátt fyrir að leyfisveitingarferlið hafi verið einfaldað. 
11.10.2017 - 15:50
Minnihluti Airbnb-íbúða telst heimagisting
Ráðgert er að frumvarp iðnaðar- og viðskiptaráðherra um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, verði að lögum innan skamms þrátt fyrir mótbárur forsvarsmanna Airbnb sem telja sum ákvæði þess er lúta að heimagistingu óþarflega íþyngjandi og til þess fallin að skaða ferðaþjónustuna. Síðastliðið ár dvöldu um 211 þúsund ferðamenn í Airbnb-íbúðum hérlendis. Skiptar skoðanir eru um hvort frumvarpið verði til þess að toga útleiguna, sem að mestu hefur verið stunduð í leyfisleysi, upp á yfirborðið.
26.05.2016 - 19:21