Færslur: Air Iceland Connect

97% fækkun farþega hjá Icelandair
Heildarfjöldi farþega í millilandaflugi hjá Icelandair var tæplega 12 þúsund í september og dróst saman um 97% á milli ára. Heildarframboð flugs hjá félaginu minnkaði um 96% á milli ára. Fjöldi farþega hjá Air Iceland Connect var tæplega 13 þúsund í september og fækkaði um 52% á milli ára. Flutningastarfsemi félagsins dróst saman um 18% á milli ára.
Farþegaflugvél snúið við vegna bilunar
Flugvél Air Iceland Connect var snúið við yfir Bláfelli í morgun á leið frá Reykjavík til Egilsstaða eftir að tæknibilun kom upp í vélinni. 34 farþegar voru um borð og þeir eru nú komnir um borð í næstu flugvél á leið til Egilsstaða. 
02.09.2020 - 08:55
Flugvél snúið við með brotna framrúðu
Flugvél Air Iceland Connec á leið til Egilsstaða frá Reykjavík var snúið við í morgun þar sem brestur kom í rúðu flugstjórnunnarklefa vélarinnar. Vélin lenti heilu og höldnu á Reykjavíkurflugvelli og voru farþegar fluttir yfir í aðra vél og flogið með þá austur á Hérað þar sem hún lenti á tólfta tímanum.
27.06.2020 - 12:37
Millilandaflug í óvissu en innanlandsflugið aukið
Alls óvíst er hvað tekur við í millilandaflugi Icelandair eftir 5. maí, þegar samningur félagsins við íslenska ríkið rennur út. Hins vegar er stefnt að því að fjölga flugferðum innanlands eftir 5. maí.
Flugferðum fækkað um 2/3 vegna COVID-19
Air Iceland Connect hefur aflýst tveimur þriðju hluta allra þeirra flugferða sem voru á áætlun í lok mars og í apríl. Þetta er gert vegna mikillar fækkunar ferðamanna sem má rekja til útbreiðslu COVID-19.
20.03.2020 - 15:50
Tvívegis snúið við vegna bilunar á leið til Akureyrar
Flugvél Air Iceland Connect á leið til Akureyrar frá Reykjavík var tvívegis snúið til baka til Reykjavíkurflugvallar í morgun vegna vélarbilunar.
Hyggjast auka umsvif sín á Grænlandi
Íslenska flugfélagið Air Iceland Connect hyggst auka umsvif sín í Grænlandsflugi þegar nýir flugvellir verða teknir í notkun á Grænlandi eftir fjögur til fimm ár. Grænlenska blaðið Sermitsiaq greinir frá þessu. Þar segir að forsvarsmenn AIC búist við auknum ferðamannastraumi til Grænlands með tilkomu nýrra og fullkominna flugvalla sem þar verða byggðir á næstu árum, og að félagið ætli að grípa þau tækifæri sem í því felast.
02.11.2019 - 23:17
Segir flugfélagið brjóta Evrópureglugerð
„Air Iceland Connect hefur innleitt fráleita skilmála sem takmarka möguleika farþega á að krefjast bóta vegna seinkana og aflýsinga,“ segir Ómar R. Valdimarsson, lögmaður Flugbóta.is sem hafa stefnt flugfélaginu fyrir hönd farþega. Framkvæmdastjóri flugfélagsins segir uppfærða skilmála tryggja að farþegar fái greiddar fullar bætur.
21.10.2019 - 16:42
Minnka flugvélaflota vegna færri farþega
Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Air Iceland Connect, segir að áform flugfélagsins, um að minnka flugflota og fækka flugferðum til Ísafjarðar og Egilsstaða, séu viðbrögð við fækkun farþega í innanlandsflugi. Samdrátturinn er afleiðing af niðursveiflu í hagkerfinu.
08.08.2019 - 16:17