Færslur: áhrifavaldar

Umdeildur áhrifavaldur gerist lærifaðir
Áhrifavaldurinn umdeildi, James Charles, leitar að næsta stóra áhrifavaldi Bandaríkjanna í nýjum raunveruleikaþáttum, Instant Influencer. Í þáttunum vonast sex ungir förðunarfræðingar til þess að ná að sanna sig fyrir James sem reynir á sama tíma að miðla til þeirra af sinni reynslu í bransanum.
11.05.2020 - 11:49
Fréttaskýring
Konurnar sem kjósa að vera heima óháð öllum farsóttum
Nú á tímum COVID-19 vinna margir heima, en áður en kórónaveiran fór að valda usla í Evrópu var hópur sem kaus helst að vinna heima, ekki við tölvu með fjarfundabúnað heldur við þrif, uppeldi og eldamennsku. Myllumerkið #Tradwives hefur átt vaxandi fylgi að fagna á samfélagsmiðlum. Í Bretlandi og Bandaríkjunum hefur sprottið upp hreyfing kvenna sem vill hverfa aftur til óræðs tíma þar sem konur voru heimavinnandi og karlar fyrirvinnur
25.03.2020 - 11:48
Viðtal
Áhrifavaldar hirða nú flestalla styrkina
Sólveig Bergsdóttir landsliðskona í fimleikum vakti máls á því á samfélagsmiðlum í gær að áhrifavaldar, sem hafa orðið áberandi í samfélaginu á síðustu árum, þurrki upp styrki og stuðningsmarkaðinn sem íþróttafólk gat áður sótt í.
06.11.2019 - 15:37
Fréttaskýring
Áhrifavaldar biðja endalaust um fríar ferðir
„Það var mjög mikil ásókn í þetta fyrir nokkrum árum; áhrifavaldar á samfélagsmiðlum sem vildu fá fríar ferðir gegn umfjöllun,“ segir Rannveig Grétarsdóttir, stjórnarformaður Eldingar hvalaskoðunar. Hún og aðrir stjórnendur ferðaþjónustufyrirtækja hér á landi sem fréttastofa RÚV hefur rætt við, segja að stöðugt berist fyrirspurnir frá fólki sem bjóði upp á samstarf af þessu tagi. Ásóknin í þetta virðist hafa náð ákveðnu hámarki fyrir einu til tveimur árum, en hefur minnkað síðan þá.
10.04.2019 - 07:00
Meint svikamylla Instagram-áhrifavalds
Caroline Calloway, sem hefur verið kölluð fyrsti Instagram-áhrifavaldurinn, sætir nú mikilli gagnrýni eftir að notandi á Twitter sakaði hana um svik. Calloway seldi upp á fjölda fjögurra stunda námskeiða í „sköpun“ og rukkaði hvern þáttakanda um andvirði 20.000 króna.
Fékk áhuga á ljósmyndun ellefu ára gamall
Guðmundur Ingólfsson ljósmyndari sagði Víðsjá frá nokkrum áhrifavöldum í lífi sínu.
Mín insperasjón eru atburðir í hversdagslífinu
„Þegar ég var með Gráa köttinn þá fannst mér viðskiptavinirnir oft bera inn til mín myndir, eða hugmyndir, úr hversdagslífinu.“ Víðsjá heimsótti Huldu Hákon á vinnustofuna og fékk að heyra af áhrifavöldum hennar.
01.04.2018 - 12:00
Áhrifavaldar og jatan sem enginn lækar
„Við hlæjum lengur og meira að því sem aðrir hlæja að, jafnvel þótt þeir séu ekki að hlæja að því í alvörunni,“ segir Halldór Armand í pistli sínum í Lestinni á Rás 1. Halldór bendir á það hvernig markaðurinn nýtir sammannlega þörf fyrir viðurkenningu, í markaðssetningu sem getur jafnvel verið neytendum skaðleg.
23.12.2017 - 13:00
„Það sama og góð skáldsaga eða gott listaverk“
Kvikmyndagerðarmaðurinn og auglýsingaleikstjórinn Rúnar Ingi Einarsson hefur unnið í auglýsingabransanum í rúm 14 ár og leikstýrt auglýsingum fyrir mörg alþjóðleg stórfyrirtæki.
28.06.2017 - 16:30