Færslur: Áhorf og hlustun

Ungmenni lesa frekar fréttir á íslensku
Börn og ungmenni horfa mest á sjónvarpsefni á ensku, og um helmingur notar ensku við tölvuleikjaspilun og á samfélagsmiðlum. Þetta kemur fram í niðurstöðum könnunar Menntavísindastofnunar fyrir Fjölmiðlanefnd, á málnotkun barna og ungmenna á afþreyingarefni, sem er birt í dag á Degi íslenskrar tungu. Samkvæmt niðurstöðunum skera lestur og áhorf á fréttir sig úr, en þar velja flest efni á íslensku. 
Hátt í þriðji hver landsmaður horfði á Ófærð
Nærri þriðjungur þjóðarinnar horfði á fyrsta þáttinn í þriðju þáttaröð Ófærðar í sjónvarpinu í gærkvöldi. Meðaláhorf á hverja mínútu var þrjátíu prósent og uppsafnað áhorf var í morgun komið upp í þrjátíu og tvö prósent.
18.10.2021 - 14:46
Áhorf á fréttir Stöðvar 2 minnkar um helming
Alls horfðu 10,8% landsmanna á aldrinum 12 til 80 ára á fréttir Stöðvar 2 vikuna 18. til 24. janúar. Sú tala sýnir meðaláhorf á hverja mínútu fréttatíma hvern dag. Hafa ber í huga að fleiri horfðu samtals á fréttatímana yfir vikuna. Meðaláhorf á hvern fréttatíma RÚV var 29,9% í síðustu viku. 
Myndskeið
Upplýsingafundirnir með metáhorf
Þrír af hverjum fjórum Íslendingum hafa horft á einhvern af upplýsingafundum Almannavarna í beinni útsendingu í sjónvarpinu. Síðasti daglegi fundurinn var í dag en þeir halda þó áfram.
04.05.2020 - 22:40