Færslur: ahhh..

Ástin er sjálfsmynd
„Mig langaði til að segja eitthvað nýtt um ástina, en svo hugsaði ég, nei vá, hvílíkur hroki er það Elísabet, það getur bara enginn sagt eitthvað nýtt um ástina. En svo þegar ég sé sýninguna þá er eitthvað nýtt, það er eitthvað sem þau hafa búið til sem er ekkert endilega frá mér,“ segir Elísabet Jökulsdóttir um sýninguna Ahhh... sem leikhópurinn Ratatam frumsýnir á föstudag í Tjarnarbíó.
08.02.2018 - 12:33