Færslur: Ágúst Ólafur Ágústsson

Þingmenn hvetja til aukins framboðs grænkerafæðis
Þingsályktunartillaga nokkurra þingmanna um aukningu framboðs og neyslu grænkærafæðis var lögð fyrir Alþingi í morgun undir forystu Samfylkingarþingmannanna fráfarandi, Ágústs Ólafs Ágústssonar og Albertínu Friðbjargar Elíasdóttur.
Morgunútvarpið
Telur þriðja sæti í Reykjavík verða baráttusæti
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, telur þriðja sæti á listum flokksins í Reykjavíkurkjördæmum verða baráttusæti. Hann sagði í Morgunútvarpi Rásar tvö í morgun bæði hreina uppstillingu á framboðslista og prófkjör annmörkum háð.
Ágúst Ólafur tekur ekki sæti á lista Samfylkingar
Ágúst Ólafur Ágústsson þingmaður Samfylkingar hefur ákveðið að taka ekki sæti á lista flokksins fyrir alþingiskosningar í haust. Ágúst tilkynnti þetta á Facebook-síðu sinni í dag.
Hættur í Samfylkingarnefnd vegna ósættis um alkahólisma
Birgir Dýrfjörð hefur sagt sig úr uppstillingarnefnd Samfylkingarinnar í Reykjavík. Í tilkynningu segir hann ástæðuna vera „ódæðisverk gegn óvirkum alkahólistum” og vísar þar til ósættis sem hefur blossað upp vegna umræðna um Ágúst Ólaf Ágústsson, þingmann flokksins. Uppstillingarnefndin setur saman framboðslista flokksins í Reykjavík fyrir komandi kosningar. Birgir er sömuleiðis í flokksstjórn Samfylkingarinnar.

Mest lesið