Færslur: Agnes Joy

Hvítur, hvítur dagur með flestar tilnefningar
Hvítur, hvítur dagur eftir Hlyn Pálmason hlaut flestar tilnefningar til Edduverðlauna eða 12 talsins. Agnes Joy eftir Silju Hauksdóttur og Pabbahelgar eftir Nönnu Kristínu Magnúsdóttir fengu tíu tilnefningar hvor. Athygli vekur að konur eru atkvæðamiklar í tilnefningunum í ár en kvikmyndabransanum hefur löngum verið legið á hálsi fyrir að vera karllægur.
Gagnrýni
Ljúfsár gamanmynd þar sem ekkert klikkar
„Handritið og persónusköpunin er það sterk að kvikmyndin fellur aldrei í neinar klisjugildrur eins og hefði verið hætt við með þennan efnivið,“ segir kvikmyndarýnir Lestarinnar sem er um yfir sig hrifinn af Agnesi Joy eftir Silju Hauksdóttur.
Gagnrýni
Ekki snöggan blett að finna á Agnesi Joy
„Agnes Joy er einstaklega vel leikin kvikmynd og samleikur helstu leikara svo hárfínn að vandaður að söguefniviðurinn fær hreinlega vængi,“ segir Heiða Jóhannsdóttir gagnrýnandi í umfjöllun sinni um kvikmyndina Agnesi Joy sem Silja Hauksdóttir leikstýrir.
Viðtal
Eina stelpan með broddaklippingu í ballett
Líkt og aðalpersónu myndarinnar, unglingsstúlkunni Agnesi Joy, fannst Silju Hauksdóttur leikstjóra hún oft vera á skjön sem barn og unglingur. Fyrstu árin sem nemandi í MH faldi hún sig á klósettinu í frímínútum og beið þess að hörmungunum lyki. Agnes Joy var frumsýnd í síðustu viku og er komin í almennar sýningar eftir langt og strangt handritaskrifa- og framleiðsluferli.
21.10.2019 - 16:22
Viðtal
Fjarlægur draumur fá aðalhlutverk á Íslandi
Kvikmyndin Agnes Joy var frumsýnd í gær. Myndin fjallar um brambolt fjölskyldu á Akranesi og stormasamt mæðgnasamband. „Fjölskyldan er frekar stöðnuð og komin út í horn í lífinu þegar við hittum þau fyrst. Öll frekar einmana í sinni litlu fjölskyldu í allri þessari nálægð samt,“ segir Silja Hauksdóttir leikstjóri.
17.10.2019 - 15:00
Hélt að símtal frá framleiðanda væri plat
Donna Cruz er á Kvikmyndahátíðinni BUSAN í Suður-Kóreu. Íslenska kvikmyndin Agnes Joy var heimsfrumsýnd þar á laugardaginn fyrir troðfullum sal.
10.10.2019 - 12:55
Stjörnur í Suður-Kóreu eftir frumsýningu
17. október næstkomandi er dagsetning sem íslenskir kvikmyndaunnendur mættu setja í dagatalið hjá sér því þá verður kvikmyndin Agnes Joy frumsýnd hér á landi. Gestir kvikmyndahátíðarinnar BUSAN í Suður-Kóreu fengu forskot á sæluna í gær þegar kvikmyndin var heimfrumsýnd þar og var henni mikið fagnað.
06.10.2019 - 10:10