Færslur: Ágætis byrjun

Hljóðupptökur
Ágætis hlustunarpartí 1999
Í Konsert á Rás 2 í kvöld förum við tuttugu ár aftur í tímann og fögnum með hljómsveitinni Sigur Rós, útgáfu hljómplötu þeirra, Ágætis byrjunar sem þá var nýútkomin.
13.06.2019 - 22:00
Myndskeið
Troðfullt hús yfir 20 ára tónleikaupptökum
Hljómsveitin Sigur Rós hélt útgáfutónleika fyrir aðra plötu sína, Ágætis byrjun, þann 12. júní árið 1999. Útgáfutónleikarnir voru hljóðritaðir á vegum Rásar 2 og í gær, tuttugu árum síðar, voru upptökurnar leiknar fyrir fullu húsi í Gamla bíói.
13.06.2019 - 13:36
Viðtal
„Ætluðum ekkert að stofna þessa hljómsveit“
Hljómplata Sigur Rósar, Ágætis byrjun, kom út 12. júní árið 1999 og samhliða voru útgáfutónleikar í Íslensku óperunni við Ingólfsstræti það sama kvöld. Nú tuttugu árum síðar fagnar hljómsveitin afmæli plötunnar í sama húsi, með því að hlusta á endurhljóðblandaðar upptökur Rásar 2 frá téðum tónleikum.
09.06.2019 - 12:58
Íslenska „meikið“, pönkið og erlent sviðsljós
Í sjöunda þætti af Ágætis byrjun verður fjallað um það hvernig athygli umheimsins og áhugi á litla Íslandi spilar inn í íslenskt menningarlíf á árunujm 1978-1987. Næsti þáttur er á dagskrá Rásar 1 á laugardag kl. 17.
16.02.2018 - 16:30
Ekkert grín að skipta kostnaði við bókaútgáfu
Róttækni íslenskra listamanna á ýmsum sviðum kallaði á kröfuna um raunsæja túlkun á veruleikanum á síðari hluta áttunda áratugarins. Í bókmenntum voru ljóðskáld og jafnvel hópar þeirra áberandi og í myndlistinni varð hugtakið „nýlist“ þess valdandi að margir klóruðu sér í höfðinu.
Forboðið rokk og furðuleg framúrstefna
Í útvarpsþáttunum Ágætis byrjun á Rás 1 er glefsað í menningarsögu fullveldisins Íslands. Nú er komið að 5. þætti sem fjallar um árin 1958-1967. Þetta er tími rokksins, bítlaæðisins, Musica Nova og Súm-hópsins svo eitthvað sé nefnt.
Hreinir fletir og framúrstefna
Menningaráhrif erlendis frá, til dæmis frá myndlistinni í París, og útgáfa tímaritsins Birtings höfðu mikil áhrif á menningu eftirstríðsáranna á Íslandi. Um þetta er fjallað í fjórða þætti af Ágætis byrjun, útvarpsþáttum þar sem menningarsaga fullveldisins Íslands er skoðuð.
26.01.2018 - 14:41
Átök og kaupmáttur fylgja hernáminu
„Með hernáminu flæddu peningar inn í landið og fólk hafði nóg fjárráð til að kaupa menningu. Þá kom mikil uppsveifla í útgáfu. Margar „þungar“ bækur voru gefnar út, stórar og miklar,“ segir Dagný Kristjánsdóttir bókmenntafræðingur. Dagný er meðal viðmælenda í þriðja þætti af Ágætis byrjun þar sem fjallað er um menningu fullveldisins Íslands á árunum 1938-1947. Hér má heyra brot úr þættinum sem á dagskrá á laugardag kl. 17. Umsjón hefur Guðni Tómasson.
Fullveldið kallaði á menningu og fágun
Á laugardag kl. 17 hefst fyrsta þáttaröðin af fimm sem Rás 1 býður upp á árinu 2018 og fjallar um sögu Íslands á fullveldistímanum. 1. desember næstkomandi verða hundrað ár liðin frá því að Ísland varð fullvalda ríki.