Færslur: Afurðaverð

Segja forsendur fyrir sauðfjárbúskap brostnar
Forsendur eru brostnar fyrir sauðfjárbúskap hér á landi, verði ekki breyting á starfsumhverfi bænda. Þetta kemur fram í nýrri samantekt Byggðastofnunar. Kynslóðaskipti í röðum sauðfjárbænda eru fátíð, rekstrarafkoma hefur verið neikvæð um nokkurra ára skeið og líkur eru á að fjölmargir hætti búskap á næstu misserum. Sauðfjárbóndi segir að grípa þurfi til aðgerða strax, það kosti minna en að þurfa að byggja greinina upp frá grunni síðar.
Verð sjávarafurða lækkar enn
Verð íslenskra sjávarafurða, mælt í erlendri mynt, lækkaði um 1,9 prósent á fyrsta fjórðungi þessa árs. Þetta er fjórða skiptið í röð sem verð sjávarafurða lækkar milli ársfjórðunga. Um þetta er fjallað í nýjustu Hagsjá Hagfræðideildar Landsbankans.
24.05.2021 - 08:37
Hafa þungar áhyggjur af lágu verði til sauðfjárbænda
Dalabyggð, Strandabyggð, Reykhólahreppur og Húnaþing vestra hafa þungar áhyggjur af of lágu afurðaverði til sauðfjárbænda. Sveitarfélögin skora á afurðastöðvar að gefa út afurðaverð næsta árs strax fyrir áramót.
Myndskeið
Segir nautgriparækt ekki standa undir sér
Nautgripabóndi segir nautaeldi ekki standa undir sér eftir verðlækkanir á nautakjöti til bænda síðustu ár. Landbúnaðarráðherra segir það áhyggjuefni og að forsendur fyrir tollasamningum séu breyttar.
Segir afurðastöðvarnar veitast að bændum
Nautgripabóndi í Borgarfirði segir að sláturhúsin veitist að frumframleiðendum greinarinnar með lækkun afurðaverðs. Bændur eigi ekki annarra kosta völ en að hefja heimaslátrun í stórum stíl ef þrengt verði enn frekar að þeim.