Færslur: aftökur

Dauðarefsingum í heiminum hefur fækkað
Dauðarefsingum fækkaði á síðasta ári og voru aftökur um þriðjungi færri í fyrra en á árinu á undan. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Amnesty International. Þar segir að dauðarefsingar hafi verið á undanhaldi í heiminum.
10.04.2019 - 00:31
Rúmlega 240 aftökur á 200 árum
„Það kom mér verulega á óvart hversu margir Íslendingar voru teknir af lífi. Þetta eru rúmlega 240 aftökur á 200 árum. Þannig að það er stundum meira en ein aftaka á ári,“ segir Steinunn J. Kristjánsdóttir, prófessor í fornleifafræði við Háskóla Íslands um rannsókn sína á aftökum á Íslandi eftir siðaskipti.Hún kynnir einn anga rannsóknarinnar í fyrirlestri um afdrif þjófa og utangarðsfólks á 17. og 18. öld á málþingi Félags um átjándu aldar fræði í Þjóðarbókhlöðunni á laugardag.