Færslur: aftökur

Fjórir menn teknir af lífi í Mjanmar í morgun
Fjórir menn voru teknir af lífi í Mjanmar í morgun, þar af tveir menn sem voru virkir í andstöðu sinni gegn herforingjastjórninni sem þar rændi völdum á síðasta ári. Ríkisfjölmiðlar í Mjanmar greina frá þessu. Aftökurnar í morgun voru þær fyrstu sem framkvæmdar hafa verið í landinu um langt árabil.
25.07.2022 - 05:34
Aftökum fjölgaði frá 2020 til 2021
Aftökum í löndum heims fjölgaði á síðasta ári um tuttugu prósent frá árinu áður. Þrátt fyrir það hafa skráðar aftökur ekki verið færri en þessi tvö ár frá árinu 2010. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu mannréttindasamtakanna Amnesty International.
Gögn talin sanna aftökur almennra borgara í Bucha
Vitnisburður og upptaka sjónarvotts og upptaka úr öryggismyndavélum þykja sanna að rússneskir fallhlífarhermenn tóku að minnsta kosti átta úkraínska karlmenn af lífi í úkraínsku borginni Bucha.
20.05.2022 - 01:40
Fimm aftökur í Bandaríkjunum það sem af er ári
Carman Deck, fangi á dauðadeild í Missouri var tekinn af lífi í gærkvöldi með banvænni lyfjablöndu. Hann var sakfelldur fyrir að hafa myrt tvær manneskjur fyrir aldarfjórðungi. Það sem af er ári hafa fimm fangar verið teknir af lífi í Bandaríkjunum.
Aftöku fjórtán barna móður frestað í Texas
Áfrýjunarglæpadómstóll í Texas í Bandaríkjunum fyrirskipaði í gær að fresta skuli aftöku Melissu Lucio. Hún var dæmd til dauða fyrir að hafa orðið dóttur sinni að bana árið 2007 en aftakan var fyrirhuguð 27. apríl.
Branson biður Singapore að þyrma lífi dauðadæmds manns
Breski auðkýfingurinn Richard Branson biður stjórnvöld í Singapore um að þyrma lífi þroskaskerts malasísks manns sem bíður aftöku. Branson segir það verða svartan blett á orðstír borgarinnar láti stjórnvöld verða af aftökunni.
Skýrsla Sameinuðu þjóðanna
Talibanar sterklega grunaðir um aftökur án dóms og laga
Ný skýrsla Sameinuðu þjóðanna leiðir í ljós að sterkar líkur séu á að Talibanar og samverkamenn þeirra hafi myrt á annað hundrað fyrrverandi ríkisstarfsmenn, liðsmenn öryggissveita afganska ríkisins og fólk sem starfaði fyrir erlend ríki.
Þrír fangar teknir af lífi í Japan í morgun
Þrír fangar voru teknir af lífi í Japan í morgun, þeir fyrstu um tveggja ára skeið. Stjórnvöld segja brýnt að viðhalda dauðarefsingu í ljósi fjölgunar grimmilegra glæpa í landinu.
Herinn í Mjanmar sakaður um fjöldamorð í hefndarskyni
Herinn í Mjanmar myrti óbreytta borgara með skipulögðum hætti í júlí síðastliðnum. Talið er að hið minnsta fjörutíu karlmenn hafi verið pyntaðir og myrtir í fernum atlögum hersins á svæði þar sem andstaða er mikil við herstjórnina í landinu.
20.12.2021 - 03:41
Talibanar taldir bera ábyrgð á minnst 72 aftökum
Sameinuðu þjóðirnar segja trúverðugt að telja að yfir eitt hundrað aftökur hafi verið framkvæmdar án dóms og laga í Afganistan frá valdatöku Talibana í ágúst. Flestar þeirra megi rekja til nýju valdhafanna.
Krefjast rannsóknar á aftökum öryggissveitamanna
Mörg vestræn ríki með Bandaríkin og Evrópusambandið í broddi fylkingar krefjast þess að rannsókn verði umsvifalaust hafin á skyndiaftökum Talibana á fyrrverandi liðsmönnum öryggissveita í Afganistan. Margir þeirra eru gersamlega horfnir.
Fyrirskipa aftöku þrátt fyrir miklar efasemdir um sekt
Dómstóll í Oklahóma-ríki í Bandaríkjunum hefur fyrirskipað að taka skuli fanga af lífi í nóvember næstkomandi. Þó eru uppi miklar efasemdir um sekt mannsins.
Liðsmaður „Bítlanna“ lýsir sig sekan um morð
Alexanda Amon Kotey, liðsmaður hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við íslamskt ríki, lýsti sig í dag sekan um að hafa tekið þátt í að myrða fjóra Bandaríkjamenn sem hryðjuverkasamtökin höfðu í gíslingu í Sýrlandi.
Sádar herða tökin gegn andófi og málfrelsi
Mannréttindasamtök segja stjórnvöld í Sádi Arabíu hafa blygðunarlaust aukið ofsóknir gegn mannréttindafrömuðum og andófsfólki í landinu undanfarna sex mánuði og aftökum hefur fjölgað.
Ísraelar lýsa áhyggjum af kjöri Raisi sem forseta
Ísraelsstjórn segir alþjóðasamfélagið þurfa að hafa miklar áhyggjur af nýkjörnum forseta Írans. Ebrahim Raisi sé öfgafyllsti forseti landsins hingað til sem ætli sér að auka umsvif Írans í kjarnorkumálum.
20.06.2021 - 04:13
Heimila aftökur með aftökusveit og eiturgasi
Ríkisstjórn Donald Trumps Bandaríkjaforseta hefur breytt reglum um dauðarefsingar. Ekki er lengur einungis leyft að taka fanga af lífi með lyfjum heldur einnig öðrum aðferðum, líkt og aftökusveit og eiturgasi.
Dauðarefsingum í heiminum hefur fækkað
Dauðarefsingum fækkaði á síðasta ári og voru aftökur um þriðjungi færri í fyrra en á árinu á undan. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Amnesty International. Þar segir að dauðarefsingar hafi verið á undanhaldi í heiminum.
10.04.2019 - 00:31
Rúmlega 240 aftökur á 200 árum
„Það kom mér verulega á óvart hversu margir Íslendingar voru teknir af lífi. Þetta eru rúmlega 240 aftökur á 200 árum. Þannig að það er stundum meira en ein aftaka á ári,“ segir Steinunn J. Kristjánsdóttir, prófessor í fornleifafræði við Háskóla Íslands um rannsókn sína á aftökum á Íslandi eftir siðaskipti.Hún kynnir einn anga rannsóknarinnar í fyrirlestri um afdrif þjófa og utangarðsfólks á 17. og 18. öld á málþingi Félags um átjándu aldar fræði í Þjóðarbókhlöðunni á laugardag.