Færslur: afþreying

Frumsýningu James Bond enn frestað
Frumsýningu nýjustu kvikmyndarinnar um ævintýri njósnara hennar hátignar James Bond hefur enn verið frestað vegna kórónuveirufaraldursins. Kvikmyndaunnendur þurfa að bíða enn um sinn eftir að geta séð fjölda stórmynda á hvíta tjaldinu.
22.01.2021 - 09:37
Sjónvarpsmaðurinn Larry King glímir við COVID-19
Bandaríski sjónvarpsmaðurinn Larry King hefur undanfarna rúma viku legið á sjúkrahúsi í Los Angeles með COVID-19. King er 87 ára en hlaut talsverða frægð fyrir útvarpsþætti sína þegar á áttunda áratug síðustu aldar.
03.01.2021 - 02:14
Breyta gömlu verkstæði í hjólaskautahöll
Hjólaskautafélagið á Íslandi hyggst opna hjólaskautahöll í gömlu iðnaðarhúsnæði við Sævarhöfða í Reykjavík. Félagið hefur hafið fjármögnun til að hægt sé að klára verkefnið fyrir lok þessa árs.
20.11.2020 - 19:32
Myndskeið
Hækka álögur í Covid-faraldri
Erlendar bókunarsíður hafa hækkað þóknunargjöld á íslensk ferðaþjónustufyrirtæki á sama tíma og eftirspurn hefur stórlega dregist saman. Íslensk ferðaþjónusta greiðir milljarða króna til erlendra fyrirtækja á ári hverju.
15.07.2020 - 19:44