Færslur: afsögn

Útgöngubann í kjölfar mannskæðra mótmæla á Sri Lanka
Þúsundum her- og lögreglumanna er ætlað að tryggja að útgöngubann haldi í Sri Lanka en fimm fórust í gær í mestu átökum sem brotist hafa út í tengslum við mótmæli í landinu. Mahinda Rajapaksa, forsætisráðherra sagði af sér í gær en sú ákvörðun sló ekkert á bræði almennings.
Myndskeið
Lýsti yfir neyðarástandi og rak ríkisstjórnina
Kassym Jomart Tokayev forseti Mið-Asíulýðveldisins Kasakstan rak alla ríkisstjórnina í morgun eftir kröfur þess efnis í fjölmennum mótmælum víða um landið. Skömmu áður lýsti forsetinn yfir neyðarástandi á tveimur stöðum í landinu.
Forsætisráðherra Súdans hættir eftir hávær mótmæli
Abdalla Hamdok hefur sagt af sér forsætisráðherraembætti Afríkuríkisins Súdan. Hamdok hefur setið í embætti um rúmlega mánaðar skeið. Honum var vikið úr embætti í lok október þegar herinn, með yfirhershöfðingjann Abdel Fattah al-Burhan, í broddi fylkingar tók öll völd í landinu. Tæpum mánuði síðar færði herstjórnin Hamdok stjórnartaumana að nýju.
02.01.2022 - 22:45
David Frost yfirgefur ríkisstjórn Johnsons
David Frost ráðherra breskra samskipta við Evrópusambandið hefur sagt skilið við ríkisstjórn Borisar Johnson. Vikan hefur verið forsætisráðherranum erfið en vaxandi óánægju gegnir innan Íhaldsflokksins um embættisfærslur hans.
Áströlskum ráðherra vikið frá vegna ásakana um ofbeldi
Alan Tudge ráðherra æskulýðs- og menntamála í ríkisstjórn Ástralíu hefur verið vikið úr embætti meðan rannsókn á meintum brotum hans gegn samstarfskonu eru rannsökuð.
02.12.2021 - 06:39
Forseti norska Stórþingsins segir af sér
Eva Kristin Hansen, forseti norska stórþingisins hefur sagt af sér en lögreglurannsókn stendur nú yfir á ætluðum brotum sex þingmanna á reglum um notkun íbúða í Ósló í eigu þingsins.
19.11.2021 - 00:36
Andrew Cuomo ákærður fyrir brot gegn aðstoðarkonu
Andrew Cuomo, fyrrverandi ríkisstjóri New York-ríkis í Bandaríkjunum, var ákærður í dag vegna minniháttar kynferðisbrots að því er segir í málgögnum. Hann gæti átt yfir höfði sér eins árs fangelsi verði hann fundinn sekur.
Forsætisráðherra Nýja Suður Wales segir af sér
Gladys Berejiklian forsætisráðherra Nýja Suður Wales, fjölmennasta ríki Ástralíu sagði af sér í morgun. Ástæða afsagnarinnar er yfirstandandi rannsókn á meintri spillingu hennar.
Andrew Cuomo segir af sér sem ríkisstjóri New York
Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York-ríkis tilkynnti afsögn sína í dag. Óháð rannsókn leiddi nýverið í ljós að Cuomo áreitti fjölda kvenna kynferðislega, þeirra á meðal samstarfskonur sínar.
10.08.2021 - 16:30
Trump og Pence funda í fyrsta sinn eftir árásina
Donald Trump Bandaríkjaforseti og Mike Pence varaforseti töluðu saman í dag fyrsta sinni eftir árás áhangenda forsetans á þinghúsið. CNN fréttastofan hefur þetta eftir tveimur embættismönnum í Hvíta húsinu. Demókratar á Bandaríkjaþingi þrýsta mjög á Pence að víkja Trump úr embætti forseta.
Chad Wolf, ráðherra heimavarna, segir af sér embætti
Chad Wolf ráðherra heimavarna í Bandaríkjunum sagði af sér embætti í dag að því er kemur fram í upplýsingum frá ráðuneytinu. Að sögn heimildamanns AFP fréttastofunnar tekur afsögn ráðherrans gildi á miðnætti.
Öldungadeildarþingmenn hvetja Trump til afsagnar
Tveir öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins segja bestu lausnina að Donald Trump Bandaríkjaforseti segði af sér og sá þriðji segir forsetann eiga að fara „afar varlega" síðustu daga sína í embætti.
Ritstjóri Wall Street Journal hvetur Trump til afsagnar
Ritstjóri The Wall Street Journal hvetur Donald Trump Bandaríkjaforseta til að segja af sér, það væri best fyrir hann og alla aðra.
Lögreglustjóri á Capitol-hæð segir upp
Lögreglumaður lést eftir áhlaup stuðningsmanna Donalds Trumps Bandaríkjaforseta á þinghúsið í Washington. Fjögur úr hópi mótmælenda féllu í valinn og fjöldi fólks særðist. Varðgæsla á Capitol-hæð þykir hafa brugðist.
Mögulegt talið að Løkke stofni nýjan stjórnmálaflokk
Christine Cordsen stjórnmálaskýrandi hjá danska ríkisúvarpinu segir það mjög áhrifamikið þegar fyrrverandi formaður og forsætisráðherra kveður stjórnmálaflokk sinn og ákveður að gerast óháður þingmaður.
02.01.2021 - 01:34
Lars Løkke Rasmussen segir skilið við Venstre
Lars Løkke Rasmussen fyrrverandi formaður Venstre hefur sagt sig úr flokknum. Hann birti yfirlýsingu þess efnis á samfélagsmiðlum í kvöld.
01.01.2021 - 22:51
Fjármálaráðherra Ontario-fylkis í Kanada segir af sér
Rod Phillips fjármálaráðherra Ontario-fylkis í Kanada hefur sagt af sér. Doug Ford, forsætisráðherra fylkisins, tilkynnti afsögnina í gær eftir að hann kallaði Phillips heim úr fríi á Sankti Bartólómeusareyju í Karíbahafinu.
Inger Støjberg hætt sem varaformaður Venstre
Inger Støjberg sagði í kvöld af sér sem varaformaður Venstre, stærsta stjórnarandstöðuflokks Danmerkur. Formaðurinn, Jakob Elleman-Jensen, fór fram á að Støjberg léti af embætti varaformanns.
30.12.2020 - 00:21
Fylgdi ekki tilmælum og segir af sér  
Yfirmaður ferðaþjónustustofu Írlands, Michael Cawley, sagði af sér í vikunni eftir að greint var frá því að hann væri í fríi á Ítalíu. Írum er heimilt að ferðast til Ítalíu en írsk yfirvöld hafa ráðið fólki frá óþarfa ferðalögum til útlanda.  
21.08.2020 - 13:20
Bjarni ekki að fara að einkavæða bankana
"Það er enginn valkostur að segja ósatt um svona hluti. Það er enginn valkostur að leyna hagsmunum tengds aðila í svona stóru máli,“ sagði Frosti Sigurjónsson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar og þingmaður Framsóknar í Helgarútgáfunni á Rás 2 í dag. Birgitta Jónsdóttir fór þar líka yfir hörð skilyrði stjórnarandstöðunar fyrir því að þingið geti starfað áfram með eðlilegum hætti.
10.04.2016 - 17:22