Færslur: Afríkukeppnin 2019

Alsír Afríkumeistari í fyrsta sinn í 29 ár
Alsír varð í kvöld Afríkumeistari karla í fótbolta eftir 1-0 sigur gegn Senegal í úrslitum í Kaíró í Egyptalandi. Titillinn er sá annar sem landið vinnur í sinni sögu.
19.07.2019 - 21:30
Fagnandi fótboltaáhugafólk endaði í fangelsi
Samtals voru 282 manns handteknir í tengslum við óbeisluð og á köflum óhófleg fagnaðarlæti sem brutust út víða um Frakkland eftir að Alsíringar tryggðu sér sæti í úrslitum Afríkubikarsins í fótbolta í gærkvöld. Þetta kemur fram í tilkynningu sem franska innanríkisráðuneytið sendi frá sér í morgun.
15.07.2019 - 06:46
Alsír og Senegal keppa um Afríkubikarinn
Það verða lið Alsírs og Senegals sem mætast í úrslitum Afríkubikarsins í knattspyrnu. Senegalar báru sigurorð af Túnisum síðdegis, með naumindum þó, einu marki gegn engu, og þetta eina mark var sjálfsmark Túnisans Dylan Bronn í uppbótartíma. Í kvöld mörðu Alsírmenn svo sigur á Nígeríumönnum, 2-1, og sigurmarkið í þeim kom líka á síðustu sekúndum þessa leiks, beint úr aukaspyrnu Riyads Mahrez, sem reyndist bókstaflega síðasta spyrna leiksins.
15.07.2019 - 02:40
Senegal og Nígería í undanúrslit
Átta liða úrslit í Afríkukeppni karla í fótbolta hófust í dag með tveimur leikjum. Senegal og Nígería tryggðu sér sæti í undanúrslitum mótsins.
10.07.2019 - 20:50
Salah skoraði er Egyptaland fór áfram
Egyptaland og Nígería urðu í dag fyrstu liðin til að tryggja sér sæti í 16-liða úrslitum Afríkukeppninnar í fótbolta. Keppnin fer fram í Egyptalandi.
26.06.2019 - 21:55
Afríkumeistararnir byrjuðu vel
Kamerún byrjaði Afríkukeppni karla í fótbolta með góðum úrslitum þegar liðið sigraði Gínea-Bissaú 2-0 í fyrstu umferð F-riðils. Banana Yaya og Stéphane Bahoken skoruðu mörkin í leiknum sem spilaður var á Ismaila vellinum í samnefndri borg í Egyptalandi. Egyptaland heldur Afríkukeppnina að þessu sinni.
26.06.2019 - 08:41