Færslur: Afríka

Sjóræningjar með þrettán í haldi
Sjóræningjar rændu grísku tankskipi í Gíneuflóa undan ströndum Benín í Vesturafríku á föstudaginn. Á annan tug rússneskra og úkraínskra skipverja eru í haldi sjóræningjanna.
20.07.2020 - 07:09
Enn fjölgar smituðum vestra
Á hverjum degi greinast nú fimm þúsund ný kórónuveirusmit í Texas. Þar til nýlega var meðaltalið um tvö þúsund á dag.
29.06.2020 - 03:13
Spegillinn
Umskurður kvenna í Kenya
Limlesting á kynfærum kvenna hefur verið bönnuð árum saman í Kenya en þessari blóðugu hefð er enn viðhaldið í dreifðari byggðum landsins. Samtök sem berjast gegn umskurði kvenna boða breyttar hefðir við vígsluathafnir stúlkna og baráttan skilar árangri. Tvö hundruð milljónir kvenna í heiminum hafa verið limlestar á kynfærum og á ári hverju bætast við þrjár milljónir ungra stúlkna.
29.05.2020 - 17:30
Síðasti kvenkyns hvíti gíraffinn drepinn
Talið er að veiðiþjófar í Kenýu hafi drepið síðasta kvenkyns hvíta gíraffann í heiminum og kálf hennar á dögunum. Hræin fundust í austurhluta Kenýa, að því er dýraverndarsamtökin Hirola Conservation greindu frá í tilkynningu í gær.
11.03.2020 - 21:52
Spegillinn
Hamfarahlýnun og Feneyjar Afríku
Hamfarahlýnun er að gera út af við Feneyjar Afríku. Saint-Louis í Senegal var höfuðborg nýlenduveldis Frakka í 250 ár en er nú að sökkva í sæ eins og fjöldi annarra borga og bæja. Rúmlega hundrað milljónir manna á vesturströnd Afríku þurfa hugsanlega að flýja flóðasvæði í náinni framtíð.
04.02.2020 - 15:54
Forsetinn vill tillögur gegn spillingu í sjávarútvegi
Forseti Namibíu hefur falið starfandi sjávarútvegsráðherra landsins að endurskoða stjórnun fiskiauðlinda og koma með tillögur að því hvernig koma megi í veg fyrir spillingu og frændhygli. Frá þessu greindi forsetinn á kosningafundi Swapo-flokksins í gær, þeim síðasta sem flokkurinn heldur fyrir kosningar á miðvikudag. 
24.11.2019 - 12:24
Vél, áður í eigu FÍ, lenti í flugslysi í Kenía
Tveir slösuðust þegar Fokker 50 farþegaflugvél keníska flugfélagsins Silverstone Air fór af flugbraut við flugtak á Wilson-flugvelli í Nairobi, höfuðborg Kenía, í morgun. Alvarlegt flugatvik varð árið 2007 þegar nauðlenda þurfti vélinni, sem þá var í eigu Flugfélags Íslands, á Egilsstaðaflugvelli vegna bilunar í hreyfli.
11.10.2019 - 16:13
Erlent · Innlent · Samgöngumál · flugslys · Kenía · Afríka · flug
Sjö börn létust þegar skólastofa hrundi
Sjö börn létust þegar skólastofa hrundi í Nairobi, höfuðborg Kenýa, í morgun. Þá eru tugir nemenda fastir í rústunum. Fjölmennt björgunarlið er á vettvangi en öngþveiti á slysstað hefur torveldað björgunarstörf.
23.09.2019 - 07:59
Myndband
Fleiri dauðsföll vegna snáka en ebólu
Áætlað er að eitursnákar verði um 11.000 manns að bana á heimsvísu í hverjum mánuði. Það eru álíka margir og hafa dáið af völdum ebólu í Vestur-Afríku undanfarin tvö ár. Afríkubúar hafa orðið verst úti. Þar deyja yfir 30.000 manns ár hvert eftir bit þeirra. 
19.09.2019 - 22:20
Erlent · Afríka · Kenýa
62 lík flóttafólks dregin úr Miðjarðarhafinu
Óttast er að um 150 hafi drukknað þegar bátur með flóttafólk á leið til Evrópu, sökk undan Líbíuströnd í gær. Rauði Krossinn í Líbíu segir að 62 lík hafi verið dregin úr sjónum nú degi eftir að báturinn sökk. Talið er þetta sé mannskæðasta slys af þessu tagi í Miðjarðarhafinu það sem af er ári.
26.07.2019 - 21:00
Lýsa yfir neyðarástandi vegna ebólufaraldurs
Alþjóðheilbrigðismálastofnunin lýsti í dag yfir neyðarástandi á heimsvísu vegna Ebólufaraldursins sem brotist hefur út í Austur-Kongó. Yfir 1600 hafa látist í faraldrinum og tólf ný tilfelli greinast á hverjum degi.
17.07.2019 - 22:44
Myndskeið
Fátækasta fólkið varð verst úti
Mjög fátækt fólk á afskekktum svæðum varð verst úti þegar fellibylurinn Kenneth reið yfir Mósambík á fimmtudag, að sögn Ínu Steinke, Íslendings sem býr í borginni Pamba í norðurhluta landins. Fellibylurinn reið þar yfir og ollu töluverðu tjóni, þó minna tjóni en fólk átti von á. Áfram hefur rignt og því eru þúsundir enn innlyksa.
27.04.2019 - 20:05
Farþegar frá 32 ríkjum fórust í flugslysi
Flugstjóri eþíópísku farþegaþotunnar sem hrapaði í morgun með 157 manns innanborðs hafði óskað eftir leyfi til að snúa vélinni við skömmu eftir flugtak vegna vandræða með vélina. Hann hafði fengið leyfi frá flugturninum í Addis Ababa til að lenda. Vélin tók á loft um hálf níu að staðartíma í morgun en missti samband við flugturninn um sex mínútum síðar.
10.03.2019 - 13:59
Sama lagið hljómar til eilífðarnóns í eyðimörk
Sex hátalarar hafa verið settir upp í Namíb-eyðimörkinni þar sem sama klassíska rokklagið á að hljóma til eilífðarnóns. Namíb-eyðimörkin er talin elsta eyðimörk í heimi, allt að 80 milljón ára gömul. Hún er 1.600 kílómetra löng og liggur í gegnum Angóla, Namibíu og Suður-Afríku. Hún þekur um 50.000 ferkílómetra lands, sem er helmingurinn af flatarmáli Íslands. 
27.01.2019 - 21:17
Viðtal
Rekur heimili fyrir barnungar mæður í Kenýa
Anna Þóra Baldursdóttir flutti til Kenýa fyrir þremur árum og setti á stofn heimili fyrir ungar mæður og börn þeirra í þeim tilgangi að skapa þeim skjól. Mjög algengt er þar í landi að ungar mæður láti börn sín frá sér. Dyggur hópur fylgist með Önnu Þóru og starfinu á heimilinu á Snapchat og framlögin frá fylgjendunum standa undir rekstrinum.
28.08.2018 - 08:45
Erlent · Innlent · Afríka · Kenía
Gagnrýni
Stórsaga sem minnir á Íslendingasögur
„Allt sundrast er að sumu leyti stórsaga, en um leið andsaga, því þegar bókin kom út fyrir sextíu árum var stórsaga hvíta mannsins enn ríkjandi; hið skelfilega ljóð Kiplings um byrði hans sem kvöð um að leggja undir sig óæðri kynþætti var pólitísk rétthugsun enn á þeim tíma.“ Gauti Kristmannsson las Allt sundrast eftir Chinua Achebe í þýðingu Elísu Bjargar Þorsteinsdóttur.
Viðtal
„Hér get ég verið sá sem ég vil vera“
„Faðir minn sagði mér að ég ætti að láta mig hverfa, að ég væri fjölskyldunni til skammar og hótaði að drepa mig, léti ég sjá mig aftur.“ Þetta segir Keneth, 23 ára flóttamaður frá Úganda. Á mánudaginn komu tíu flóttamenn frá Úganda til landsins, þeir eiga það sameiginlegt að vera hinsegin og hafa undanfarið dvalið í flóttamannabúðum í Naíróbí í Kenía. 
21.03.2018 - 18:27
Viðtal
Ísland taki Senegal sér til fyrirmyndar
„Konur eiga bara að vera þær sjálfar og berjast fyrir því sem þær hafa trú á, þær þurfa ekki að haga sér í samræmi við staðalímyndir og þær þurfa ekki að vera eins og karlar heldur.“ Þetta segir Aminata Touré, fyrrverandi forsætisráðherra Senegal. Hún segir Ísland geta tekið sér Senegal til fyrirmyndar í jafnréttismálum. Spegillinn hitti Touré  í síðustu viku en hún kom hingað til þess að taka þátt í alþjóðlegu þingi kvenleiðtoga.
08.12.2017 - 15:00
  •