Færslur: afléttingaráætlun stjórnvalda

Ekki hægt að sjá mun á eftirspurn ferðamanna strax
Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segist ekki hafa orðið var við mikla breytingu á áhuga erlendra ferðamanna eftir að fregnir af afléttingu takmarkana fóru að berast út fyrir landsteinana. Fréttir af árangri Íslands hafi þó greinilega skilað sér í jákvæðu viðhorfi til landsins.
Tveir með indverska afbrigðið og dvelja í sóttvarnahúsi
Þrjú kórónuveirusmit greindist innanlands í gær. Einn þeirra smituðu var ekki í sóttkví. Að sögn Þórólfs Guðnasonar sóttvarnarlæknis á eftir að greina uppruna þess smits betur. Eitt smit greindist á landamærunum. Almannavarnarstig vegna faraldursins verður fært af neyðarstig niður á hættustig í dag.
Ný reglugerð um sóttvarnarráðstafanir væntanleg
Núverandi reglugerð um ráðstafanir í sóttvarnamálum rennur út á miðvikudag og heilbrigðisráðherra gerir ráð fyrir að ný reglugerð verði kynnt daginn áður.