Færslur: Aflandskrónur

Bindiskyldan færð niður í 0%
Bindingarhlutfall reiðufjár vegna innstreymis erlends gjaldeyris verður lækkað úr 20 prósentum í ekki neitt á morgun. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur gefið samþykki sitt fyrir þessum reglubreytingum.
05.03.2019 - 10:26
Annarri umræðu um aflandskrónur lokið
Annarri umræðu um frumvarp fjármálaráðherra um aflandskrónulosun og bindingarskyldu á fjármagnsinnstreymi lauk á Alþingi á níunda tímanum í kvöld og var þá strax boðað til fundar í efnahags- og viðskiptanefnd þingsins.
27.02.2019 - 21:54
Segir umræðuna í nótt ekki málþóf
Formaður Miðflokksins og formaður í efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis eru sammála um að miklir hagsmunir séu í húfi í málinu sem rætt var í alla nótt á þinginu. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir að þingmenn flokks hans vilji svör frá stjórnvöldum. Formaður nefndarinnar, Óli Björn Kárason, segir hins vegar að Sigmundur Davíð hafi ekki mætt á mikilvæga fundi nefndarinnar þar sem færi gafst á að leggja fram spurningar.
27.02.2019 - 19:18
Segja stjórnvöld gefa eftir tugi milljarða
Þingmenn Miðflokksins segja að frumvarp um meðferð aflandskrónueigna feli í sér algjört og endanlegt fráhvarf frá aðgerðaáætlun stjórnvalda frá árinu 2015 um losun hafta og endurreisn efnahagslífsins. Með frumvarpinu gefi stjórnvöld vogunarsjóðum eftir tugi milljarða króna. Ríflega fjórtán klukkustunda umræða um frumvarpið í gær og í nótt hafi verið til þess að reyna að fá svör um áform stjórnvalda.
27.02.2019 - 15:55
Fái að losa aflandskrónueignir að fullu
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsmálaráðherra, mun leggja lagabreytingafrumvarp fram á Alþingi sem mun heimila aflandskrónueigendum að losa krónueignir sínar að fullu. Málið var samþykkt á fundi ríkisstjórnarinnar í dag.
07.12.2018 - 12:43
Óbreytt stefna í málum aflandskrónueigenda
Engin stefnubreyting eða áherslubreyting er í málefnum aflandskrónueigenda þrátt fyrir stjórnarskiptin, sagði Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra á Alþingi í dag, eftir að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra spurði hvort hverfa ætti frá fyrri áformum.
02.03.2017 - 15:01
Aflandskrónulög afgreidd, viðræður enn í gangi
​Frumvarp um aflandskrónur var afgreitt um helgina. Ljóst er að stóru sjóðirnir sem eiga um helming eignanna eru ósáttir við að eignir þeirra séu flokkaðar sem kvikar og ósáttir við takmarkanir sem þeir telja lögin fela í sér. Sjónarmið stjórnvalda er að ekki sé um þvingandi aðgerðir að ræða. En þó lögin hafi verið afgreidd eru viðræður enn í gangi, samkvæmt heimildum Spegilsins.
26.05.2016 - 19:33