Færslur: Aflandsfélag

Skattur skráir raunverulega aflandseigendur
Aflandsheimurinn gengur út á það að fela eignarhald, segir Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri. Nú er verið að setja saman skrá hjá embætti ríkisskattstjóra um raunverulega eigendur aflandsfélaga. Hann segist telja að sprengjan, sem orðið hafi við lekann á Panamaskjölunum, verða til þess að bæta skattskil í heiminum.
06.03.2018 - 09:14
Tveir starfshópar vegna aflandsskýrslu
Fjármála- og efnahagsráðherra hefur skipað tvo starfshópa sem falið er að vinna tillögur að aðgerðum til úrbóta vegna ábendinga sem fram komu í skýrslu starfshóps um umfang fjármagnstilfærslna og eignaumsýslu Íslendinga á aflandssvæðum. Þetta kemur fram í frétt á vef fjármála- og efnahagsráðuneytisins.
10.02.2017 - 14:42
Fjármagnsflóttinn mikli og aflandsglufur
Eins og bent er á í skýrslu starfshóps um aflandseignir Íslendinga þá einkenndi það fjárflæði til aflandssvæða að mikið af því barst aftur til Íslands. Nú þegar verið er að losa fjármagnshöft eru í skýrslunni ábendingar um lærdóminn af aflandsvæðingunni sem var til að hindra að leikurinn sé endurtekinn. Þó litlar líkur séu á að aflandsvæðingin íslenska fari aftur á flug eru þó enn aflandsglufur sem mætti stoppa betur.
20.01.2017 - 16:03