Færslur: Aflandsfélag

Morgunvaktin
Telur lítið hafa breyst eftir Panama-skjölin
Ásmundur G. Vilhjálmsson, lögmaður og sérfræðingur í skattarétti, telur lítið hafa breyst eftir að Panama-skjölin voru birt fyrir fimm árum síðan. Rætt var við Ásmund um aflandsfélög á Morgunvaktinni á Rás 1 í morgun. Á dögunum voru Pandóruskjölin afhjúpuð en í þeim eru upplýsingar eru um fjármálagjörninga og eignakaup frammámanna í stjórnmálum og víðar. Fjallað verður um Íslendinga í Pandóruskjölunum í Stundinni á morgun.
07.10.2021 - 10:20
Poppstjörnur og fótboltamenn eru í Pandora skjölunum
Nafn kólumbísku söngkonunnar Shakiru kemur fyrir í Pandora skjölunum, en það á einnig við um margar aðrar stjörnur. Pandora skjölin koma frá fjórtán aflandsþjónustufyrirtækjum og afhjúpa meðal annars fjármál og vafasöm milljarðaviðskipti fyrrverandi eða núverandi þjóðarleiðtoga og kaupsýslumanna.
05.10.2021 - 00:34
Pandora skjölin – Fjármál þjóðarleiðtoga opinberuð
Tæplega tólf milljónum skjala hefur verið lekið um áður leynileg fjármál þjóðarleiðtoga, í því sem kallað er Pandora skjölin. Fjöldi skjalanna og innihald þeirra svipar til Panama skjalanna, en Pandora skjölin eru þó nokkuð umfangsmeiri. Breska ríkisútvarpið greinir frá að í skjölunum séu opinberuð vafasöm viðskipti um 35 fyrrum eða núverandi þjóðarleiðtoga, þar á meðal við aflandsfélög í svokölluðum skattaskjólum. Einnig eru í skjölunum gögn um viðskipti um 300 embættismanna.
Skattur skráir raunverulega aflandseigendur
Aflandsheimurinn gengur út á það að fela eignarhald, segir Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri. Nú er verið að setja saman skrá hjá embætti ríkisskattstjóra um raunverulega eigendur aflandsfélaga. Hann segist telja að sprengjan, sem orðið hafi við lekann á Panamaskjölunum, verða til þess að bæta skattskil í heiminum.
06.03.2018 - 09:14
Tveir starfshópar vegna aflandsskýrslu
Fjármála- og efnahagsráðherra hefur skipað tvo starfshópa sem falið er að vinna tillögur að aðgerðum til úrbóta vegna ábendinga sem fram komu í skýrslu starfshóps um umfang fjármagnstilfærslna og eignaumsýslu Íslendinga á aflandssvæðum. Þetta kemur fram í frétt á vef fjármála- og efnahagsráðuneytisins.
10.02.2017 - 14:42
Fjármagnsflóttinn mikli og aflandsglufur
Eins og bent er á í skýrslu starfshóps um aflandseignir Íslendinga þá einkenndi það fjárflæði til aflandssvæða að mikið af því barst aftur til Íslands. Nú þegar verið er að losa fjármagnshöft eru í skýrslunni ábendingar um lærdóminn af aflandsvæðingunni sem var til að hindra að leikurinn sé endurtekinn. Þó litlar líkur séu á að aflandsvæðingin íslenska fari aftur á flug eru þó enn aflandsglufur sem mætti stoppa betur.
20.01.2017 - 16:03