Færslur: Afglæpavæðing
Fagna áformum um afglæpavæðingu
Rauði krossinn fagnar áformum Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um að leggja fram frumvarp til laga um afglæpavæðingu á vörslu neysluskammta. Rauði krossinn segir í umsögn í Samráðsgáttinni að mikilvægt sé að notendur vímuefna hafi greiðan aðgang að heilbrigðis- og velferðarþjónustu án fordóma og jaðarsetningar. Þeir þurfi að geta rætt opinskátt um sín mál við starfsfólk heilbrigðis- og velferðarþjónustu án þess að eiga á hættu að velferðarmál geti jafnvel talist refsivert athæfi.
30.01.2021 - 10:47
Heilbrigðisráðherra vill afglæpavæða neysluskammta
Á þingmálaskrá heilbrigðisráðherra er frumvarp til laga um breytingu á lögum um ávana- og fíkniefni. Með frumvarpinu er stefnt að því að heimila vörslu og meðferð á takmörkuðu magni af ávana- og fíkniefnum.
19.01.2021 - 18:26
Furðar sig á færslu Áslaugar Örnu
Halldóra Mogensen, þingflokksformaður Pírata og fyrsti flutningsmaður frumvarps um afglæpavæðingu fíkniefna sem fellt var á Alþingi fyrr í vikunni, furðar sig á nýrri Facebook-færslu Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra.
02.07.2020 - 16:29
Segir frumvarpið ekki hafa verið nægilega vel unnið
„Hið svokallaða stríð gegn fíkniefnum hefur að öllum líkindum kallað yfir okkur meiri hörmungar en neyslan sjálf,“ skrifar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra í færslu á Facebook í dag.
02.07.2020 - 15:52