Færslur: Afglæpavæðing

Fagna áformum um afglæpavæðingu
Rauði krossinn fagnar áformum Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um að leggja fram frumvarp til laga um afglæpavæðingu á vörslu neysluskammta. Rauði krossinn segir í umsögn í Samráðsgáttinni að mikilvægt sé að notendur vímuefna hafi greiðan aðgang að heilbrigðis- og velferðarþjónustu án fordóma og jaðarsetningar. Þeir þurfi að geta rætt opinskátt um sín mál við starfsfólk heilbrigðis- og velferðarþjónustu án þess að eiga á hættu að velferðarmál geti jafnvel talist refsivert athæfi.
Heilbrigðisráðherra vill afglæpavæða neysluskammta
Á þingmálaskrá heilbrigðisráðherra er frumvarp til laga um breytingu á lögum um ávana- og fíkni­efni. Með frumvarpinu er stefnt að því að heimila vörslu og meðferð á takmörkuðu magni af ávana- og fíkniefnum.
Furðar sig á færslu Áslaugar Örnu 
Halldóra Mogensen, þingflokksformaður Pírata og fyrsti flutningsmaður frumvarps um afglæpavæðingu fíkniefna sem fellt var á Alþingi fyrr í vikunni, furðar sig á nýrri Facebook-færslu Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra.
Segir frumvarpið ekki hafa verið nægilega vel unnið
„Hið svokallaða stríð gegn fíkniefnum hefur að öllum líkindum kallað yfir okkur meiri hörmungar en neyslan sjálf,“ skrifar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra í færslu á Facebook í dag.