Færslur: Afglæpavæðing

Kannabis lögleitt á Möltu
Yfirvöld í Möltu breyttu síðdegis löggjöf sinni um kannabis og hafa nú rýmstu kannabislöggjöf ríkja Evrópusambandsins. Fullorðnum verður leyft að hafa í vörslu sinni allt að sjö grömm af kannabis og mega hafa fjórar plöntur á heimili sínu. Tilteknir söluaðilar munu fá leyfi til sölu á efninu og fræjum til heimaræktunar, þó undir ströngu eftirliti yfirvalda. Ekki verður þó leyfilegt að neyta þess á almannafæri og ekki fyrir framan börn.
14.12.2021 - 22:53
Hæstiréttur Mexíkó breytir enn reglum um þungunarrof
Hæstiréttur í Mexíkó úrskurðaði í dag að sá réttur sem heilbrigðisstarfsfólki er tryggður með lögum að neita konu um þungunarrof af samviskuástæðum tefldi réttindum hennar í hættu.
Annar úrskurður varðandi lögmæti þungunarrofs í Mexíkó
Hæstiréttur í Mexíkó úrskurðaði í gær að lög í Sinaloa-ríki varðandi þungun og réttindi þungaðra séu á skjön við stjórnarskrána. Þetta er í annað sinn í vikunni sem hæstiréttur í Mexíkó eykur réttindi kvenna í landinu til þungunarrofs.
Spegillinn
Ekki afglæpavæðing í Noregi
Norðmenn ætla ekki að afglæpavæða minni skammta af eiturlyfjum. Erna Solberg forsætisráðherra lenti í minnihluta með frumvarp sitt í Stórþinginu. Miðað var við fimm grömm af sterkari efnum og 15 grömm af hassi en þingmenn sögðu nei. Norski forsætisráðherrann ætlar að gera málið að kosningamáli í haust og bæta við auknu frjálsræði í sölu á áfengi.
20.05.2021 - 10:13
Óttast að afglæpavæðing leiði til aukinnar neyslu
Uppeldis-, fíkni- og fjölskyldufræðingur varar við frumvarpi heilbrigðisráðherra um afglæpavæðingu neysluskammta fíkniefna og telur að það leiði til aukinnar neyslu meðal barna- og ungmenna.
18.05.2021 - 13:15
Hátt í þrjátíu umsagnir um frumvarp um afglæpavæðingu
Hátt í þrjátíu umsagnir bárust velferðarnefnd Alþingis út af frumvarpi heilbrigðisráðherra um afglæpavæðingu neysluskammta fíkniefna. Læknafélag Íslands og lögreglustjórar gjalda varhug við þessum breytingum en Rauði krossinn og Barnaheill styðja frumvarpið.
11.05.2021 - 21:45
Örskýring
Hvað gerist ef Svandís afglæpavæðir neysluskammta?
Árið 1997, þegar áætlun um að Ísland yrði fíkniefnalaust árið 2002, bjóst enginn við því að ofneysla á fíkniefnum yrði enn þá vandamál á Íslandi í dag, árið 2021. Stjórnvöld voru hins vegar fljót að bregðast við og nú, aðeins 19 árum eftir að það var ljóst að markmiðið myndi ekki nást, hefur heilbrigðisráðherra lagt fram frumvarp með það yfirlýsta markmið að stíga skref í þá átt að taka á vanda fíkla í heilbrigðiskerfinu frekar en í dómskerfinu.
07.05.2021 - 14:32
Fagna áformum um afglæpavæðingu
Rauði krossinn fagnar áformum Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um að leggja fram frumvarp til laga um afglæpavæðingu á vörslu neysluskammta. Rauði krossinn segir í umsögn í Samráðsgáttinni að mikilvægt sé að notendur vímuefna hafi greiðan aðgang að heilbrigðis- og velferðarþjónustu án fordóma og jaðarsetningar. Þeir þurfi að geta rætt opinskátt um sín mál við starfsfólk heilbrigðis- og velferðarþjónustu án þess að eiga á hættu að velferðarmál geti jafnvel talist refsivert athæfi.
Heilbrigðisráðherra vill afglæpavæða neysluskammta
Á þingmálaskrá heilbrigðisráðherra er frumvarp til laga um breytingu á lögum um ávana- og fíkni­efni. Með frumvarpinu er stefnt að því að heimila vörslu og meðferð á takmörkuðu magni af ávana- og fíkniefnum.
Furðar sig á færslu Áslaugar Örnu 
Halldóra Mogensen, þingflokksformaður Pírata og fyrsti flutningsmaður frumvarps um afglæpavæðingu fíkniefna sem fellt var á Alþingi fyrr í vikunni, furðar sig á nýrri Facebook-færslu Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra.
Segir frumvarpið ekki hafa verið nægilega vel unnið
„Hið svokallaða stríð gegn fíkniefnum hefur að öllum líkindum kallað yfir okkur meiri hörmungar en neyslan sjálf,“ skrifar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra í færslu á Facebook í dag.