Færslur: Afganistan

Ný ríkisstjórn Afganistan enn í mótun
Talibanar eiga enn eftir að leggja lokahönd á nýja ríkisstjórn landsins.Ólíklegt er að konur nái frama innan ríkisstjórnar en Talibanar lofa því að þeim verði heimilt að stunda háskólanám. Þrjár vikur eru síðan þeir tóku Kabúl, höfuðborg Afganistan, án nokkurar mótspyrnu.
Uppreisnarmenn í Panjshir fara fram á vopnahlé
Uppreisnarmenn í Panjshir-dal í Afganistan hafa farið þess á leit við Talibana að vopnahléi verði komið á. Í gær tilkynntu þeir vilja sinn til þess en báðar fylkingar hafa staðhæft að þær hefðu yfirhöndina í átökunum.
Blinken heimsækir Afgani í Katar
Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er á leið til Katar þar sem hann ætlar að hitta Afgani sem flúið hafa heimaland sitt og sendiráðsfólk sem áður hafði aðsetur í Kabúl.
Talibanar sagðir hafa myrt þungaða lögreglukonu
Vígamenn Talibana eru sagðir hafa myrt þungaða lögreglukonu á heimili hennar í Firozkoh, höfuðborg Ghor héraðs að ættingjum hennar aðsjáandi. Fjölmiðlar í borginni nafngreina konuna sem hét Banu Negar.
Uppreisnarmenn vilja semja um vopnahlé við Talíbana
Enn standa hörð átök milli herliðs Talíbana og uppreisnarhersins um Panjshir-dal í Afganistan. Báðar fylkingar hafa sagt þær hafi yfirhöndina í átökunum, en uppreisnarmenn tilkynntu síðdegis þeir væru opnir fyrir því að semja um vopnahlé við Talíbana.
05.09.2021 - 18:24
Viðtal
„Vil ekki að barnið mitt lifi við sömu aðstæður og við“
Hjónin Zeba Sultani og Khairullah Yosupi komust ásamt Ofog Roshan, eiginmanni hennar og börnum, frá Afganistan við illan leik eftir að hafa fengið samþykki fyrir að koma til Íslands. Zeba og Khairullah neyddust til að skilja tveggja mánaða barn sitt eftir en það hafði misst meðvitund í þrengslunum við flugvöllinn í Kabúl.
05.09.2021 - 18:15
Vill viðræður við Talibana um brottflutning fólks
Angela Merkel, kanslari Þýskalands, kallaði í dag eftir viðræðum þýskra stjórnvalda við Talibana í Afganistan til að hægt verði að koma fleirum frá landinu. Talibanar tóku völdin í landinu um miðjan ágúst og er búist við að þeir kynni ríkisstjórn sína fljótlega.
05.09.2021 - 16:43
Uppreisnarhermenn segjast hafa umkringt Talíbana
Hersveitir Talíbana hafa barist við uppreisnarmenn og leifar fyrrum stjórnarhersins í Afganistan í Panjshir-dal síðustu tvo daga. Panjshir-dalur er eina landsvæði Afganistans sem Talíbanar hafa ekki enn náð á sitt vald. Uppreisnarmennirnir segjast nú vera búnir að umkringja um fimmtán hundruð Talíbanskra hermanna í dalnum og halda þeim föngnum. Þeir segja jafnframt að yfir þúsund hermenn úr röðum Talíbana hafa þegar fallið í átökunum.
05.09.2021 - 13:09
Minnst þrír látnir eftir sjálfsvígsárás í Pakistan
Minnst þrír létust og fimmtán særðust í sjálfsvígssprengjuárás í Pakistan í morgun. Sprengjan sprakk í útjarðri borgarinnar Quetta, nærri landamærum Afganistan. Árásarmaðurinn, sem bar utan á sér um sex kíló af sprengiefni, keyrði á mótorhjóli á bíl á vegum Pakistanska hersins, þar sem sprengjan sprakk.
05.09.2021 - 12:30
Heimsækir vettvanga hryðjuverkaárásanna 11. september
Joe Biden Bandaríkjaforseti ætlar að heimsækja alla þá staði sem hryðjuverkamenn gerðu atlögu að í Bandaríkjunum 11. september 2001 þegar tuttugu ár verða liðin frá atburðunum.
Talibanar sækja enn fram í Panjshir-dal
Hersveitir Talibana hafa sótt enn lengri inn í Panjshir-dalinn í austurhluta Afganistan en uppreisnarmenn segjast ná að halda þeim í skefjum. Dalurinn er síðasta vígið í landinu sem hefur ekki fallið í hendur Talibana.
Kvenkyns mótmælendum mætt af hörku í Kabúl
Konur söfnuðust saman á götum Kabúl í dag til þess að mótmæla kynjamisrétti og krefjast þátttöku kvenna í stjórnmálum í landinu. Talíbanar mættu konunum af mikilli hörku og segja viðstaddir þeir hafi beitt rafstuðtækjum, piparúða og skotvopnum.
Flugvöllurinn í Kabúl opnaður á ný
Flugvöllurinn í Kabúl, höfuðborg Afganistans, hefur verið opnaður aftur. Frá þessu greinir sendiherra Katar í Afganistan. Eins og staðan er nú er flugvöllurinn aðeins opinn fyrir mannúðaraðstoð til borgarinnar en stefnt er að því að farþegaflug hefjist bráðlega.
04.09.2021 - 18:17
Talibanar reyna að ná síðasta héraðinu
Barist var í Panjshir-dalnum í austurhluta Afganistan í morgun, en hann er síðasta vígið sem hefur ekki fallið í hendur Talibana. Bardagarnir hafa tafið fyrir að ný ríkisstjórn verði kynnt í landinu. 
04.09.2021 - 12:39
„Erfitt að handvelja fólk“
Þrjátíu og þrír Afganar eru komnir til Íslands af þeim 120 sem ríkisstjórnin ákvað að taka á móti.
03.09.2021 - 14:05
Afganskar konur mótmæla skorti á kvenkynsráðherrum
Búist er við að greint verði frá samsetningu nýrrar ríkisstjórnar Afganistan eftir síðdegisbænir á morgun, föstudag. Konum er mjög umhugað um skort á kvenkynsráðherrum í væntanlegri ríkisstjórn.
Mannúðarflug til Afganistan hafið að nýju
Mannúðarflug á vegum Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna til norður- og suðurhluta Afganistan er hafið að nýju.
Fimm ára afganskur drengur lést í Varsjá
Fimm ára afganskur drengur sem yfirgaf Kabúl í ágúst eftir valdatöku Talibana lést á sjúkrahúsi í Varsjá í Póllandi í morgun eftir að hafa borðað eitraðan svepp, og sex ára gamall bróðir hans er í bráðri lífshættu. AFP fréttastofan greinir frá.
02.09.2021 - 10:47
Erlent · Afganistan · Pólland · Kabúl · Varsjá
Ólíklegt að konur verði ráðherrar í Afganistan
Háttsettur embættismaður Talibana segir ólíklegt að konur verði meðal æðstu ráðamanna í nýrri ríkisstjórn þeirra í Afganistan. Það segir fréttaskýrandi BBC að sé í mótsögn við orð Talibana fyrir örfáum árum.
Segir Breta standa í mikilli þakkarskuld við Afgani
Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands segir Bretland standa í mikilli þakkarskuld við þá Afgani sem störfuðu fyrir Atlantshafsbandalagið í heimalandinu. Utanríkisráðherra Bretlands svarar spurningum utanríkismálanefndar breska þingsins varðandi Afganistan á morgun.
Sjónvarpsfrétt
Lengsta stríð Bandaríkjanna á enda - Talibanar fagna
Talibanar fagna nýfengnu frelsi Afganistans en brotthvarf síðustu bandarísku hermannanna frá landinu í gærkvöld markar endalok lengsta stríðs í sögu Bandaríkjanna. Við tekur enn eitt óvissutímabilið í lífi íbúa landsins sem hafa búið við stríðsátök meira og minna í fjörutíu ár.
31.08.2021 - 19:32
Varar Talibana við því að hindra för flóttafólks
Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins segir að þeir Afganar, sem ekki komust frá landi, séu ekki gleymdir. Hann varaði Talibana við því að hindra för flóttafólks frá landinu
31.08.2021 - 18:00
Talibanar óska Afgönum til hamingju með sigurinn
Hersetu Bandaríkjahers í Afganistan er lokið, tuttugu árum eftir að hún hófst. Síðasta flugvél hersins yfirgaf Hamid Karzai flugvöllinn í nótt.
31.08.2021 - 13:27
Fyrrum varaforseti vill leiða andspyrnu gegn talibönum
Amrullah Saleh, fyrrverandi varaforseti Afganistans, vill verða leiðtogi mótspyrnuhreyfingar gegn talibönum í landinu. Frá þessu greinir hann í bréfi sem hann sendi blaðamanni þýska dagblaðsins Spiegel.
31.08.2021 - 06:23
Bandaríkjaher farinn frá Afganistan
Bandaríkjamenn hafa flutt alla sína hermenn á brott frá Afganistan. Kenneth McKenzie yfirhershöfðingi tilkynnti þetta á blaðamannafundi í kvöld. Þar með er tuttugu ára hersetu Bandaríkjamanna í Afganistan lokið.