Færslur: Afganistan

Talibanar ræða friðarumleitanir
Abdul Ghani Baradar, einn stofnenda Talibana í Afganistan og leiðtogi stjórnmálaarms samtakanna, er kominn til Pakistans til að ræða við embættismenn um friðarviðræður við Bandaríkjamenn sem fóru út um þúfur í síðasta mánuði.
02.10.2019 - 10:04
Kjörstöðum lokað í skugga árása í Afganistan
Kjörstöðum hefur verið lokað í forsetakosningunum í Afganistan. Árásir og ásakanir um spillingu vörpuðu skugga á kosningarnar og búist er við því að þátttaka hafi verið með minna móti.
28.09.2019 - 15:48
Sprengjuárásir á kjörstaði í Afganistan
Forsetakosningar hófust í Afganistan í morgun með miklum látum. Fjöldi tilkynninga hefur borist víða á landinu vegna sprenginga nærri kjörstöðum skömmu eftir að þeir voru opnaðir. Fjöldi hermanna fyllir götur höfuðborgarinnar Kabúl, að sögn AFP fréttastofunnar.
28.09.2019 - 07:26
Sendu bréf á stjórnvöld fyrir drónaárásina
Tólf dögum áður en uppskerutími furuhneta í Nangarhar-héraði Afganistan hófst fengu yfirvöld í landinu bréf frá eigendum akranna þar sem bent var á að um tvö hundruð starfsmenn myndu vera þar næstu vikurnar. Bréfið var sent 7. september og átti að brýna fyrir stjórnvöldum að gæta þurfti að lífi almennra borgara í átökum stjórnvalda við hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við íslamskt ríki á svæðinu.
20.09.2019 - 10:52
Almennir borgarar létust í árás Bandaríkjahers
Þrjátíu almennir borgarar létust og fjörutíu eru slasaðir eftir drónaárás Bandaríkjahers í Nangarhar-héraði Afganistan í gærkvöld. Árásin átti að beinast að hryðjuverkasamtökunum sem kenna sig við íslamskt ríki en sprengjurnar lentu á hnetuökrum þar sem tugir starfsmanna sátu við varðeld eftir að hafa lokið vinnu.
19.09.2019 - 16:37
Tuttugu féllu og tugir særðust í árás talibana
Minnst tuttugu fórust og 85 særðust þegar bílsprengja sprakk utan við bækistöðvar afgönsku leyniþjónustunnar í borginni Qalat í Zabul-héraði í morgun. AFP-fréttastofan hefur þetta eftir Rahamtullah Yarmat, héraðsstjóra í Zabul. Héraðssjúkrahús Zabul var í sömu byggingu og gjöreyðilagðist í sprengjuárásinni, að sögn Yarmats. Talibanar hafa þegar lýst árásinni á hendur sér og segja henni hafa verið beint gegn leyniþjónustunni.
19.09.2019 - 05:20
Talibanar vilja hefja friðarviðræður að nýju
Talibanar vilja hefja friðarviðræður við Bandaríkin að nýju. Sher Mohammad Abbas Stanikzai, aðalsamningamaður Talibana, segir að einungis með samkomulagi verði friði komið á í Afganistan.
18.09.2019 - 08:52
Minnst 27 látnir eftir tvær sprengingar
Minnst tuttugu og fjórir eru látnir og á fjórða tug slasaðir eftir að maður sprengdi sig í loft upp í Charikar í norðurhluta Afganistan í morgun. Þar fór fram kosningafundur Ashraf Ghani, forseta Afganistan, en forsetinn átti að ávarpa fundinn skömmu eftir að sprengjan sprakk. Þá sprakk önnur sprengja í miðborg Kabúl á sama tíma og létust minnst þrír í henni.
17.09.2019 - 11:02
Hættir við friðarsamkomulag við Talibana
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði á Twitter síðu sinni í kvöld að hann hefur hætt við leynilega fundi með leiðtogum Talibana og forseta Afganistan í Camp David á morgun. Á fundunum átti að ræða friðarsamkomulag milli stríðandi fylkinga en sökum þess að Talibanar lýstu yfir ábyrgð á árás í Kabúl á fimmtudaginn þar sem tólf létust, þar á meðal bandarískur hermaður, hefur forsetinn aflýst fundunum og friðarviðræðum.
08.09.2019 - 00:56
16 látnir í sjálfsmorðsárás Talibana
16 almennir borgarar létu lífið í sjálfsmorðssprengjuárás í Kabúl, höfuðborg Afganistans, í gærkvöld. Yfir hundrað eru særð. AFP fréttastofan hefur eftir Nasrat Rahimi, talsmanni innanríkisráðuneytisins, að dráttarvél full af sprengiefni hafi verið sprengd. Talibanar hafa lýst ábyrgð sinni á árásinni.
03.09.2019 - 04:22
63 myrt í árás á brúðkaupsveislu
Yfir sextíu eru látin og meira en 180 slösuð eftir að sprengja sprakk í brúðkaupsveislu í Kabúl í Afganistan í gærkvöld. Talíbanar hafa þegar neitað því að hafa gert árásina, og hefur enginn hópur lýst yfir ábyrgð á henni. 
18.08.2019 - 04:47
Enn einni lotu viðræðna lokið
Í nótt lauk enn einni lotu viðræðna milli Bandaríkjamanna og Talibana um leiðir til að binda enda í stríðið í Afganistan og brottflutning bandarísks herliðs frá landinu. Orðrómur hefur verið á kreiki um að samkomulag sé í sjónmáli.
12.08.2019 - 08:28
Minnst 95 særðust í mikilli sprengingu í Kabúl
Minnst 95 særðust í mikilli sprengingu við lögreglustöð í vesturborg Kabúl, höfuðborgar Afganistans, í morgunsárið. Sprengingin var svo öflug að rúður brotnuðu í húsum langt frá vettvangi árásarinnar, að sögn sjónarvotta og embættismanna í borginni. Bíll var sprengdur í loft upp utan við lögreglustöðina og hafa talibanar þegar lýst árásinni á hendur sér.
07.08.2019 - 06:26
Minnst 28 féllu í sprengjuárás
Í það minnsta 28, flest konur og börn, féllu í vesturhluta Afganistan í dag eftir að sprengja sprakk í vegkanti. Óttast er að jafnvel enn fleiri hafi látist.
31.07.2019 - 06:12
Flestir Afganir falla í árásum Bandaríkjanna
Að mati Sameinuðu þjóðanna lætur óásættanlegur fjöldi óbreyttra borgara í Afganistan lífið þrátt fyrir friðarviðræður milli Bandaríkjanna og talibana. Flestir falla í loftárásum Bandaríkjanna og stjórnvalda í Kabúl til stuðnings hersveita á jörðu niðri.
Þúsundir barna falla og særast í stríðsátökum
Í skýrslu til Öryggisráðsins fordæma Sameinuðu þjóðirnar Sádi Araba, bandamenn þeirra og fjendur fyrir gegndarlaust ofbeldi gegn börnum í stríðinu um Jemen, þriðja árið í röð. Í sömu skýrslu kemur fram að fleiri palestínsk börn voru drepin og særð í fyrra en árin þar á undan, langflest af ísraelskum hermönnum. Flest börn dóu þó og særðust í vopnuðum átökum í Afganistan, og næst flest í borgarastríðinu í Sýrlandi.
Boðar beinar viðræður stjórnvalda og talibana
Beinar og milliliðalausar viðræður stjórnvalda og talibana í Afganistan gætu hafist innan tveggja vikna. AFP-fréttastofan greinir frá þessu. Gangi þetta eftir markar það tímamót í tilraunum til að koma á friði í landinu.
28.07.2019 - 05:17
Krefst skýringa á ummælum Trumps
Ashraf Ghani, forseti Afganistans, hefur krafist skýringa á ummælum Donalds Trumps, forseta Bandaríkjanna, á blaðamannafundi með Imran Khan, forsætisráðherra Pakistans, í Washington í gær. Þar kvaðst Bandaríkjaforseti geta bundið enda á stríðið í Afganistan á nokkrum dögum.
Móðir og sex börn dóu í loftárás stjórnarhers
Á annan tug óbreyttra borgara lét lífið í tveimur árásum afganska stjórnarhersins í gær, aðeins nokkrum klukkustundum eftir að fulltrúar Kabúlstjórnarinnar og talibana sammæltust um að stöðva mannfall meðal almennings í átökum þeirra á milli. Móðir og sex börn hennar, tveir læknar, tveir sjúklingar og einn öryggisvörður fórust í árásunum.
10.07.2019 - 04:32
14 féllu í bílsprengjuárás í Afganistan
Að minnsta kosti fjórtán létu lífið, þar af sex almennir borgarar, þegar bílsprengja sprakk í borginni Ghazni í miðhluta Afganistans í gærmorgun. 180 særðust, margir þeirra nemendur í skóla í nágrenninu, samkvæmt heimildum Guardian. Að sögn heilbrigðisyfirvalda í Ghazni lét eitt barn lífið í árásinni.
08.07.2019 - 03:51
10 látnir eftir stóra sprengingu í Kabúl
Í það minnsta 10 eru látnir og tugir særðir eftir að gríðarlega öflug bílsprengja sprakk í Kabúl höfuðborg Afganistans í morgun. Sérsveitarmenn berjast nú við vopnaða menn á svæði sem hýsir byggingar hersins og stjórnar, að sögn embættismanna.
01.07.2019 - 06:48
Afganistan
Talibanar drápu 25 daginn fyrir friðarviðræður
Vígasveitir talibana felldu minnst 25 menn úr vopnuðum sveitum heimamanna í norðanverðu Afganistan, hliðhollum stjórnvöldum í Kabúl, á föstudagskvöld. Á sama tíma var samninganefnd talibana að koma sér fyrir í Doha, höfuðborg Katars, þar sem sjöunda lota friðarviðræðna milli þeirra og fulltrúa Bandaríkjastjórnar hófst í gær.
30.06.2019 - 01:30
Pompeo væntir friðar við talibana í haust
Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Mike Pompeo, segist vongóður um að friðarsamkomulag náist við talibana í Afganistan fyrir forsetakosningar þar í landi sem fram eiga að fara í september. Talibanar krefjast þess að allt erlent herlið fari frá landinu.
25.06.2019 - 18:00
Sjálfsvígsárás í Kabúl
Að minnsta kosti fjórir létu lífið og fjórir særðust í sjálfsvígsárás í Kabúl, höfuðborg Afganistan í morgun.
31.05.2019 - 08:19
Talibanar ósáttir við Khalilzad
Forystumenn Talibana í Afganistan eru afar ósáttir við yfirlýsingu erindreka Bandaríkjastjórnar um stöðu mála þegar ný lota friðarviðræðna hófst í Katar í vikunni. 
03.05.2019 - 09:41