Færslur: Áfengissala

Vill opna á innlendar netverslanir með áfengi
Dómsmálaráðherra ætlar að leggja fram frumvarp í haust sem heimilar íslenskum fyrirtækjum að starfrækja netverslun með áfengi. Engin samstaða er um málið innan ríkisstjórnarinnar.
19.09.2022 - 22:15
Akureyrarbær styður ekki vínveitingaleyfi píludeildar
Bæjarráð Akureyrar neitaði að veita píludeild Þórs jákvæða umsögn um vínveitingaleyfi í húsnæði deildarinnar. Framkvæmdastjóri Þórs segist með leyfisumsókninni hafa viljað hætta feluleik um áfengissölu á íþróttaviðburðum í bænum.
19.07.2022 - 12:56
Sjónvarpsfrétt
Í startholum að selja áfengi en bíða meðan óvissa ríkir
Smásalar eru í startholunum að hefja netverslun með áfengi en halda að sér höndum á meðan regluverkið er óskýrt. Framkvæmdastjóri Hagkaups kallar eftir skýrum skilaboðum frá stjórnvöldum.
02.07.2022 - 19:03
Heimkaup sendir áfengi heim að dyrum
Heimkaup hefur hafið sölu og heimsendingu á áfengi. Pálmi Jónsson, forstjóri Heimkaupa, segir að hægt verði að kaupa áfengi og fá sent heim frá innlendum birgjum um helgar og fram á kvöld á virkum dögum.
29.06.2022 - 12:34
Vilja hætta sölu tollfrjáls áfengis til ferðamanna
Færeyingar hyggjast fitja upp á ýmsum nýstárlegum leiðum til að draga úr áfengisneyslu í landinu. Lýðheilsustöð Færeyja hefur aukið við leiðbeiningar sem gefnar voru út í síðasta mánuði. Mesta eftirtekt vekja þær hugmyndir að látið skuli af sölu tollfrjáls áfengis í flugstöðinni við Voga og á ferjunni Norrænu.
06.05.2022 - 06:00
Útgöngu- og áfengissölubann í Miami
Borgaryfirvöld bandarísku borgarinnar Miami Beach á Florída hafa ákveðið að setja á útgöngubann næturlangt yfir helgina. Eins verður sala áfengis bönnuð á ákveðnum tímum.
Máli ÁTVR gegn Sante og Bjórlandi vísað frá dómi
Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði í dag frá dómi stefnum ÁTVR gegn víninnflytjendunum Sante og Bjórlandi. ÁTVR krafðist þess að lokað yrði fyrir áfengissölu fyrirtækjanna á netinu og viðurkennt að þau væru skaðabótaskyld gagnvart ÁTVR vegna tjóns sem ríkisfyrirtækið hefði orðið fyrir vegna áfengissölu þeirra.
Sjötta dauðsfallið af völdum COVID-19 á Grænlandi
Sjúklingur á efri árum lést um helgina af völdum COVID-19 á sjúkrahúsi í Nuuk, höfuðstað Grænlands. Því hafa sex látist af völdum sjúkdómsins þar frá því faraldurinn skall á. Strangar samkomutakmarkanir gilda í landinu.
Netverslun með áfengi „frábær viðbót“
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, fagnar netverslun með áfengi og segir hana frábæra viðbót. Hann segir gildandi löggjöf um áfengisverslun tímaskekkju sem tímabært sé að endurskoða.
Kastljós
Fjórðungi ódýrara áfengi en hjá ÁTVR
Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins tilkynnti í gær til sýslumanns þá skoðun að áfengissalinn Arnar Sigurðsson væri að brjóta lög með vefsölu sinni á áfengi. Arnar telur sig aftur á móti hafa fundið leið framhjá ÁTVR og selur áfengi samdægurs af lager sem hann heldur á Íslandi, á meðan fyrirtækið er skráð í Frakklandi og flokkast því sem erlend netverslun. 
Morgunútvarpið
Ætlar að kvarta til ESA yfir vínsölu ríkisins
Eigandi víninnflutningsfyrirtækis og netverslunar með áfengi hyggst senda inn kvörtun til ESA, Eftlirlitsstofnunar EFTA, vegna niðurgreiðslu ríkisins á smásölu á áfengi. Hann segir það skjóta skökku við að einokunarverslun eigi að tryggja hagsmuni neytenda.
17.05.2021 - 08:29
Myndskeið
Telur sig hafa fundið leið framhjá ÁTVR
Íslenskur víninnflytjandi telur sig hafa fundið leið fram hjá einkaleyfi ÁTVR á sölu áfengis hér á landi og afhendir áfengi samdægurs af lager. Fólk kaupir áfengið í vefverslun sem er hýst erlendis. Innflytjandinn fullyrðir að þetta sé löglegt og gerir ekki ráð fyrir að starfsemin verði stöðvuð.
08.05.2021 - 19:10
Baráttan um bjórinn
Frumvarp dómsmálaráðherra um að lítil handsverksbrugghús fái að selja bjór út úr húsi á framleiðslustað er ýmis sagt vega að áfengisvörnum, styrkja atvinnustarfsemi í brothættum byggðum eða ekki ganga nógu langt til að koma að gagni. Þetta er meðal þess sem kemur fram í 39 umsögnum sem skilað hefur verið inn um frumvarpið. Það gengur út á að smærri brugghús fái undanþágu frá einkarétti ÁTVR til smásölu á áfengi, og megi selja bjór í smásölu á framleiðslustað.
07.03.2021 - 11:59
Fjórðungur Íslendinga ölvaður í hverjum mánuði
35% Íslendinga drekka áfengi í hverri viku, 23% drekka sig ölvaða einu sinni í mánuði eða oftar og um fjórðungur hefur tileinkað sér skaðlegt neyslumynstur. Þeim sem eru með áhættusamt neyslumynstur fækkaði í fyrra frá árinu á undan. Reykingafólki heldur áfram að fækka.
21.02.2021 - 15:57
Loftur ritskoðaður og settur aftur í sölu
Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur og ÁTVR hafa heimilað sölu bjórsins Lofts að nýju. Bruggararnir settu límmiða yfir sígarettu sem sást á umbúðum bjórsins en það braut í bága við tóbaksvarnarlög.
01.02.2021 - 20:43
Sala á áfengi í Vínbúðum jókst um 18% milli ára
Sala á áfengum drykkjum í Vínbúðunum jókst um 18 prósent á liðnu ári miðað við 2019. Talsverð aukning varð í sölu á bjór og léttvíni.
05.01.2021 - 04:35
Áfengisfrumvarp ýmist sagt menningarauki eða meinvaldur
Dómsmálaráðherra er ýmist hvattur til að láta frumvarp sitt til breytinga á áfengislögum niður falla eða því er fagnað sem mikilli réttarbót og menningarauka.
11.10.2020 - 14:35
Hvetja ráðherra til að opna á netverslun með áfengi
Samtök íslenskra handverksbrugghúsa skora á dómsmálaráðherra að leggja fram frumvarp á komandi þingi um að opna fyrir innlenda netverslun með áfengi. Formaður samtakanna segir að verði málið samþykkt geti það bjargað bæði fyrirtækjum og störfum um land allt.
09.09.2020 - 22:04
Hunsa lögin og heimsenda bjór til einstaklinga
„Við erum aðeins að ögra en við erum að gera þetta því við teljum í raun ekkert eðlilegra,“ segir Þórgnýr Thoroddsen, rekstraraðili heimasíðunnar Bjórland.is Vefsíðan hóf í dag almenna sölu og heimsendingu á handverksbjór til einstaklinga.
10.06.2020 - 14:20
70 Mexíkanar létust eftir neyslu á heimabrugguðu áfengi
Minnst sjötíu Mexíkanar hafa látið lífið vegna neyslu á heimabrugguðu áfengi síðustu tvær vikur. Áfengissala var þar víða bönnuð í apríl til þess að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirufaraldursins.
14.05.2020 - 07:06
Áfengissala í apríl jókst mikið milli ára
Áfengissala í Vínbúðum landsins var 28 prósentum meiri í apríl en í sama mánuði í fyrra. Morgunblaðið greinir frá þessu. Mest jókst salan á rauðvíni milli ára, næstum um helming, eða 49 prósent. 41 prósenti meira seldist af hvítvíni, bjórsala var 22 prósentum meiri í nýliðnum apríl en í apríl 2019 og sala á sterku áfengi jókst um 15 prósent milli ára.
01.05.2020 - 06:29
18% meiri áfengissala fyrir páskana í ár en í fyrra
Íslendingar og aðrir sem hér búa keyptu 18 prósentum meira af áfengi fyrir nýliðna páska en þeir keyptu fyrir páskana 2019. Frá 6. til 11. apríl á þessu ári seldust 621.957 lítrar af áfengi í Vínbúðum landsins, en í vikunni fyrir páskana í fyrra voru lítrarnir 526.239.
15.04.2020 - 06:21
Fleiri leita til AA-samtakanna
Fleiri hafa hringt í AA-samtökin eftir að kórónuveirufaraldurinn braust út. Samkvæmt upplýsingum frá samtökunum er áberandi fjölgun símtala meðal annars frá heilbrigðisstarfsfólki sem leitar aðstoðar fyrir skjólstæðinga sína. Samkomubann hefur mikil áhrif á AA-fundi. Bæði komast færri inn á hvern fund sem haldinn er og svo eru margar deildir sem hafa flutt fundina yfir á netið. Alls bíða 550 manns eftir því að komast í áfengismeðferð á Vogi.
12.04.2020 - 16:54
Myndskeið
Áfengissala gæti tekið miklum breytingum
Umgjörð áfengissölu á Íslandi kann að taka miklum stakkaskiptum á næstu misserum ef hugmyndir dómsmálaráðherra ganga eftir. Ráðherra hefur þegar kynnt drög að frumvarpi sem heimilar innlendum vefverslunum að selja áfengi beint til neytenda og boðar frekari breytingar.
15.03.2020 - 19:30
Hægt verði að kaupa áfengi í íslenskum vefverslunum
Frumvarp dómsmálaráðherra um breytingu á áfengislögum, sem heimildar innlendum netverslunum verði að selja áfengi, hefur verið birt í samráðsgátt stjórnvalda. Þannig yrði einokun ÁTVR á smásölu áfengis á Íslandi afnumin. Verslunin myndi þó takmarkast við ákveðinn tíma sólarhrings og mætti ekki fara fram á hátíðardögum.
13.02.2020 - 14:51