Færslur: Áfengissala

Myndskeið
Telur sig hafa fundið leið framhjá ÁTVR
Íslenskur víninnflytjandi telur sig hafa fundið leið fram hjá einkaleyfi ÁTVR á sölu áfengis hér á landi og afhendir áfengi samdægurs af lager. Fólk kaupir áfengið í vefverslun sem er hýst erlendis. Innflytjandinn fullyrðir að þetta sé löglegt og gerir ekki ráð fyrir að starfsemin verði stöðvuð.
08.05.2021 - 19:10
Baráttan um bjórinn
Frumvarp dómsmálaráðherra um að lítil handsverksbrugghús fái að selja bjór út úr húsi á framleiðslustað er ýmis sagt vega að áfengisvörnum, styrkja atvinnustarfsemi í brothættum byggðum eða ekki ganga nógu langt til að koma að gagni. Þetta er meðal þess sem kemur fram í 39 umsögnum sem skilað hefur verið inn um frumvarpið. Það gengur út á að smærri brugghús fái undanþágu frá einkarétti ÁTVR til smásölu á áfengi, og megi selja bjór í smásölu á framleiðslustað.
07.03.2021 - 11:59
Fjórðungur Íslendinga ölvaður í hverjum mánuði
35% Íslendinga drekka áfengi í hverri viku, 23% drekka sig ölvaða einu sinni í mánuði eða oftar og um fjórðungur hefur tileinkað sér skaðlegt neyslumynstur. Þeim sem eru með áhættusamt neyslumynstur fækkaði í fyrra frá árinu á undan. Reykingafólki heldur áfram að fækka.
21.02.2021 - 15:57
Loftur ritskoðaður og settur aftur í sölu
Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur og ÁTVR hafa heimilað sölu bjórsins Lofts að nýju. Bruggararnir settu límmiða yfir sígarettu sem sást á umbúðum bjórsins en það braut í bága við tóbaksvarnarlög.
01.02.2021 - 20:43
Sala á áfengi í Vínbúðum jókst um 18% milli ára
Sala á áfengum drykkjum í Vínbúðunum jókst um 18 prósent á liðnu ári miðað við 2019. Talsverð aukning varð í sölu á bjór og léttvíni.
05.01.2021 - 04:35
Áfengisfrumvarp ýmist sagt menningarauki eða meinvaldur
Dómsmálaráðherra er ýmist hvattur til að láta frumvarp sitt til breytinga á áfengislögum niður falla eða því er fagnað sem mikilli réttarbót og menningarauka.
11.10.2020 - 14:35
Hvetja ráðherra til að opna á netverslun með áfengi
Samtök íslenskra handverksbrugghúsa skora á dómsmálaráðherra að leggja fram frumvarp á komandi þingi um að opna fyrir innlenda netverslun með áfengi. Formaður samtakanna segir að verði málið samþykkt geti það bjargað bæði fyrirtækjum og störfum um land allt.
09.09.2020 - 22:04
Hunsa lögin og heimsenda bjór til einstaklinga
„Við erum aðeins að ögra en við erum að gera þetta því við teljum í raun ekkert eðlilegra,“ segir Þórgnýr Thoroddsen, rekstraraðili heimasíðunnar Bjórland.is Vefsíðan hóf í dag almenna sölu og heimsendingu á handverksbjór til einstaklinga.
10.06.2020 - 14:20
70 Mexíkanar létust eftir neyslu á heimabrugguðu áfengi
Minnst sjötíu Mexíkanar hafa látið lífið vegna neyslu á heimabrugguðu áfengi síðustu tvær vikur. Áfengissala var þar víða bönnuð í apríl til þess að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirufaraldursins.
14.05.2020 - 07:06
Áfengissala í apríl jókst mikið milli ára
Áfengissala í Vínbúðum landsins var 28 prósentum meiri í apríl en í sama mánuði í fyrra. Morgunblaðið greinir frá þessu. Mest jókst salan á rauðvíni milli ára, næstum um helming, eða 49 prósent. 41 prósenti meira seldist af hvítvíni, bjórsala var 22 prósentum meiri í nýliðnum apríl en í apríl 2019 og sala á sterku áfengi jókst um 15 prósent milli ára.
01.05.2020 - 06:29
18% meiri áfengissala fyrir páskana í ár en í fyrra
Íslendingar og aðrir sem hér búa keyptu 18 prósentum meira af áfengi fyrir nýliðna páska en þeir keyptu fyrir páskana 2019. Frá 6. til 11. apríl á þessu ári seldust 621.957 lítrar af áfengi í Vínbúðum landsins, en í vikunni fyrir páskana í fyrra voru lítrarnir 526.239.
15.04.2020 - 06:21
Fleiri leita til AA-samtakanna
Fleiri hafa hringt í AA-samtökin eftir að kórónuveirufaraldurinn braust út. Samkvæmt upplýsingum frá samtökunum er áberandi fjölgun símtala meðal annars frá heilbrigðisstarfsfólki sem leitar aðstoðar fyrir skjólstæðinga sína. Samkomubann hefur mikil áhrif á AA-fundi. Bæði komast færri inn á hvern fund sem haldinn er og svo eru margar deildir sem hafa flutt fundina yfir á netið. Alls bíða 550 manns eftir því að komast í áfengismeðferð á Vogi.
12.04.2020 - 16:54
Myndskeið
Áfengissala gæti tekið miklum breytingum
Umgjörð áfengissölu á Íslandi kann að taka miklum stakkaskiptum á næstu misserum ef hugmyndir dómsmálaráðherra ganga eftir. Ráðherra hefur þegar kynnt drög að frumvarpi sem heimilar innlendum vefverslunum að selja áfengi beint til neytenda og boðar frekari breytingar.
15.03.2020 - 19:30
Hægt verði að kaupa áfengi í íslenskum vefverslunum
Frumvarp dómsmálaráðherra um breytingu á áfengislögum, sem heimildar innlendum netverslunum verði að selja áfengi, hefur verið birt í samráðsgátt stjórnvalda. Þannig yrði einokun ÁTVR á smásölu áfengis á Íslandi afnumin. Verslunin myndi þó takmarkast við ákveðinn tíma sólarhrings og mætti ekki fara fram á hátíðardögum.
13.02.2020 - 14:51