Færslur: Áfengisfrumvarp

Hunsa lögin og heimsenda bjór til einstaklinga
„Við erum aðeins að ögra en við erum að gera þetta því við teljum í raun ekkert eðlilegra,“ segir Þórgnýr Thoroddsen, rekstraraðili heimasíðunnar Bjórland.is Vefsíðan hóf í dag almenna sölu og heimsendingu á handverksbjór til einstaklinga.
10.06.2020 - 14:20
Myndskeið
Áfengissala gæti tekið miklum breytingum
Umgjörð áfengissölu á Íslandi kann að taka miklum stakkaskiptum á næstu misserum ef hugmyndir dómsmálaráðherra ganga eftir. Ráðherra hefur þegar kynnt drög að frumvarpi sem heimilar innlendum vefverslunum að selja áfengi beint til neytenda og boðar frekari breytingar.
15.03.2020 - 19:30
Áfengisfrumvarpið nýtur lítils stuðnings
Yfirgnæfandi meirihluti umsagna um frumvarp, sem felur í sér afnám einkaleyfis ÁTVR á smásölu áfengis, lýsir andstöðu við frumvarpið. Lausleg könnun fréttastofu meðal alþingismanna bendir til hins sama. Frumvarpið er til umfjöllunar í allsherjarnefnd Alþingis.
21.03.2017 - 12:06
Áfengi í matvöruverslun í „Bergen norðursins“
„Ætli þetta sé ekki sú Vínbúð á landinu sem er næst því að vera inni í matvöruverslun, það eru bara fimmtán sentimetrar á milli,“ segir sveitarstjórinn í Rangárþingi ytra. Á Hellu hefur áfengi og matvara verið seld hér um bil hlið við hlið í áraraðir. Hvaða áhrif hefur það haft á samfélagið? Berglind Festival kannaði málið.
19.03.2017 - 09:28
Þrettán sveitarfélög gegn áfengisfrumvarpi
Bæjarstjórnir Akranesskaupstaðar og Ísafjarðarbæjar mótmæltu, hvor um sig á fundum, í vikunni frumvarpi um breytingar á lögum um verslun með áfengi og tóbak sem lagt hefur verið fram á Alþingi.
17.03.2017 - 19:00
Skóla-og frístundasvið á móti áfengisfrumvarpi
Meirihluti skóla-og frístundasviðs Reykjavíkur lagði fram bókun á fundi sínumí vikunni þar sem frumvarpi um afnám einkasölu ÁTVR á áfengi var mótmælt. Fulltrúar allra flokka nema Sjálfstæðisflokksins stóðu að bókuninni þar sem segir að frumvarpið sé atlaga að þeim árangri sem náðst hafi í forvörnum á Íslandi.
10.03.2017 - 18:57
Afstaða í áfengismálum klauf meirihlutann
Meirihluti Sjálfstæðisflokksins og Bjartar Framtíðar í Hafnarfirði klofnaði í afstöðu sinni til ályktunar um áfengisfrumvarpið sem nú er til meðferðar á Alþingi. Ályktunin var samþykkt á fundi bæjarstjórnar í gær. Hún var borin upp af hálfu bæjarfulltrúa Bjartar Framtíðar, Samfylkingar og Vinstri Grænna. Einn fulltrúi Sjálfstæðisflokksins sat hjá í atkvæðagreiðslunni.
02.03.2017 - 15:22
Sjúkdómur einmanaleikans
Elísabet Jökulsdóttir fjallar um áfengisfrumvarp og þagnarbindindi.
Norðmenn óttast íslenska áfengisfrumvarpið
Verði áfengisfrumvarpið samþykkt á Alþingi gæti það sett pressu á norsk stjórnvöld að hætta ríkiseinokun á áfengi. Þetta segir Bent Høie, heilbrigðisráðherra Noregs.
28.02.2017 - 11:06
Segja frumvarpið brjóta á réttindum barna
Barnaheill, UNICEF og umboðsmaður barna skora á stjórnvöld að virða mannréttindi barna,  setja hagsmuni þeirra í forgang og hafna frumvarpi um breytt fyrirkomulag á áfengissölu.
16.02.2017 - 11:58
Hvetja alþingismenn til að fella frumvarpið
Stjórn Krabbameinsfélags Íslands lýsir yfir andstöðu við frumvarp um afnám einkaleyfis Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins á smásölu áfengis og að heimila áfengisauglýsingar. Stjórnin hvetur alþingismenn til þess að fella frumvarpið.
16.02.2017 - 09:56
Telur Ríkið henta litlum brugghúsum betur
Smærri áfengisframleiðendur eru ekki á eitt sáttir um áhrif þess að afnema einkaleyfi ríkisins á áfengissölu. Bruggmeistari á Siglufirði telur að núverandi tilhögun henti litlum brugghúsum betur.
08.02.2017 - 12:05
Hörð samkeppni um hilluplássið hjá ÁTVR
Reglur Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins koma í veg fyrir að smærri framleiðendur komi vörum sínum í almenna sölu. Þetta segir Dagbjartur Ingvar Arelíusson, annar eigandi brugghússins Steðja í Borgarfirði. Hann vonast til þess að auðveldara verði að selja fágætari vörutegundir í heimabyggð ef áfengissala verður gefin frjáls.
07.02.2017 - 12:15
Áfengisneysla gæti aukist um 40 prósent
Áfengisneysla gæti aukist um meira en fjörutíu prósent á Íslandi, ef farið verður að selja áfengi í matvöruverslunum. Þetta kemur fram í samantekt Landlæknisembættisins um erlendar rannsóknir á aðgengi og neyslu áfengis.
06.02.2017 - 22:00
Þjóðin ætti að kjósa um áfengisfrumvarp
Róbert Marshall, þingmaður Bjartrar framtíðar, segir að ef áfengisfrumvarpið nái fram að ganga á þingi ætti forseti Íslands að vísa því til þjóðaratkvæðagreiðslu. Vilhjálmur Árnason segist lítast vel á að þjóðin greiði atkvæði um málið en vill síður gera breytingu á frumvarpinu þess efnis.
06.03.2015 - 12:29