Færslur: Áfengis- og fíknisjúkdómar

Metfjöldi Breta drukkið sig í hel í faraldrinum
Tæplega níu þúsund dauðsföll, sem rekja má beint til ofneyslu áfengis, voru skráð í Bretlandi á árinu 2020. Það er 18,6 prósentum fleiri en árið áður.
Fjárlögin vonbrigði fyrir SÁÁ
Einar Hermannsson, forstjóri framkvæmdastjórnar SÁÁ, segir nýtt fjárlagafrumvarp vera mikil vonbrigði fyrir samtökin. Biðlistar í áfengismeðferð hafa lengst verulega frá upphafi heimsfaraldursins og óttast hann að álagið aukist enn frekar á næsta ári.
Mörg hundruð á biðlista á Vogi ― 12 hafa látist í ár
Tæplega 700 bíða eftir að komast í áfengis- og fíknimeðferð á Vogi sem er mesti fjöldi í um þrjú ár og hlutfall þeirra sem eru með ópíóíðafíkn hefur hækkað. Valgerður Rúnarsdóttir yfirlæknir á Vogi segir til mikils að vinna að stytta biðlista, fíkn sé lífshættulegur sjúkdómur og það sem af er þessu ári hafi 12 sjúklingar af Vogi látist.
Fjórðungur sjúklinga á Vogi og Vík ekki fullbólusettur
SÁÁ hóf á dögunum samstarf við Heilsugæsluna um bólusetningar skjólstæðinga sinna. Þetta var ákveðið þegar í ljós kom að aðeins fjórðungur þeirra sem lágu inni á Vogi og Vík var ekki bólusettur, eða aðeins hálfbólusettur. Þóra Björnsdóttir, hjúkrunarforstjóri á Vogi, segir að margir þeirra séu í áhættuhópum og því hafi verð byrjað að keyra þá í bólusetningu.
Beindu veipauglýsingum að börnum og greiða milljarða
Einn stærsti rafrettuframleiðandi Bandaríkjanna og Norður-Karólínu-ríki hafa náð sátt um að fyrirtækið greiði 40 milljónir dala, um fimm milljarða króna, í sektargreiðslu fyrir ólöglegar auglýsingar sem beint var að börnum. Fyrirtækið hefur lofað bót og betrun.
28.06.2021 - 22:51
Hærri þröskuldur fyrir nauðungarvistanir á Íslandi
Almennt er auðveldara að fá fólk með fíknivanda eða geðrænan vanda nauðungarvistað í nágrannalöndum okkar en hér á landi. Þetta segir geðlæknir á sjúkrahúsinu Vogi. Hann segir ekki einsdæmi að fólk með fíknivanda og geðræn vandamál mæti úrræðaleysi í kerfinu.
16.03.2021 - 16:53
Myndskeið
Óttast að ofsóknaróður sonur sinn muni skaða aðra
Móðir manns sem hefur verið í mikilli neyslu í 20 ár óttast að hann eigi eftir að skaða aðra. Hann sé haldinn ofsóknaræði og gangi um með hníf. Öll hugsanleg úrræði hafi verið reynd, án árangurs. Móðir hans kallar á hjálp, en segir að það sé syni sínum ekki til góðs að lengja líf hans eins og það er núna.
Landlæknir styður afglæpavæðingu neysluskammta
Embætti landlæknis tekur undir áherslur í frumvarpi Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um breytingu á lögum um ávana- og fíkniefni, en verði það að lögum mun varsla ávana- og fíkniefna í takmörkuðu magni sem telst til eigin nota ekki varða við lög.
Heilbrigðisráðherra vill afglæpavæða neysluskammta
Á þingmálaskrá heilbrigðisráðherra er frumvarp til laga um breytingu á lögum um ávana- og fíkni­efni. Með frumvarpinu er stefnt að því að heimila vörslu og meðferð á takmörkuðu magni af ávana- og fíkniefnum.
Mikill fjöldi tilkynninga til barnavernda í ár
Í nýrri samantekt Barnaverndarstofu á tölum frá barnarverndarnefndum kemur fram að fleiri tilkynningar bárust þeim í október en í nokkrum öðrum mánuði það sem af er árinu eða samtals 1.336 tilkynningar.
42 milljónir söfnuðust til styrktar SÁÁ
Alls söfnuðust meira en 42 milljónir króna til styrktar SÁÁ er þátturinn „Fyrir fjölskylduna“ var sýndur í beinni á RÚV í kvöld.
04.12.2020 - 22:25
21 lést á biðlista á tveimur árum
Þrettán létust á meðan þeir biðu eftir því að vera lagðir inn á sjúkrahúsið Vog í fyrra og átta árið 2018. Þetta kemur fram í svari heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Söru Elísu Þórðardóttur, varaþingmanns Pírata, um meðferðarúrræði og biðlista á Vogi. Enginn hefur látist við biðina á þessu ári.
Biðla til almennings vegna áhrifa faraldursins
Áhrif COVID-19 á tekjuöflun SÁÁ hafa verið mikil og áhrifanna gætir ekki einungis hjá sjúklingum sem fara í meðferð á sjúkrahúsinu Vogi heldur einnig hjá aðstandendum. Á föstudaginn verður söfnunarþáttur SÁÁ „Fyrir fjölskylduna“ í beinni útsendingu klukkan 19:40 á RÚV.
30.11.2020 - 16:25
Öllum innlögnum á Vog frestað eftir COVID-smit
Öllum innlögnum á Sjúkrahúsið Vog hefur verið frestað eftir að COVID-19 smit greindist hjá sjúklingi þar á laugardaginn. 17 sjúklingar af sömu deild eru nú í sóttkví auk þriggja starfsmanna. Þá greindist starfsmaður á Vogi með COVID-19 á sunnudaginn og fór einn samstarfsmaður hans í sóttkví í kjölfar þess.
Hörð barátta um formannssætið í dag
Búast má við harðri baráttu um formanns- og stjórnarsæti á aðalfundi SÁÁ kl. 17 í dag á Hilton hóteli í Reykjavík. Formannskjör verður að fundi loknum. Þórarinn Tyrfingsson, sem var áður yfirlæknir á Vogi í þrjátíu og þrjú ár, og Einar Hermannsson, sem setið hefur í stjórn SÁÁ í fjögur ár, sækjast eftir formannssætinu.
30.06.2020 - 12:39