Færslur: Áfengis- og fíknisjúkdómar

Öllum innlögnum á Vog frestað eftir COVID-smit
Öllum innlögnum á Sjúkrahúsið Vog hefur verið frestað eftir að COVID-19 smit greindist hjá sjúklingi þar á laugardaginn. 17 sjúklingar af sömu deild eru nú í sóttkví auk þriggja starfsmanna. Þá greindist starfsmaður á Vogi með COVID-19 á sunnudaginn og fór einn samstarfsmaður hans í sóttkví í kjölfar þess.
Hörð barátta um formannssætið í dag
Búast má við harðri baráttu um formanns- og stjórnarsæti á aðalfundi SÁÁ kl. 17 í dag á Hilton hóteli í Reykjavík. Formannskjör verður að fundi loknum. Þórarinn Tyrfingsson, sem var áður yfirlæknir á Vogi í þrjátíu og þrjú ár, og Einar Hermannsson, sem setið hefur í stjórn SÁÁ í fjögur ár, sækjast eftir formannssætinu.
30.06.2020 - 12:39