Færslur: Áfengi

Vilja hætta sölu tollfrjáls áfengis til ferðamanna
Færeyingar hyggjast fitja upp á ýmsum nýstárlegum leiðum til að draga úr áfengisneyslu í landinu. Lýðheilsustöð Færeyja hefur aukið við leiðbeiningar sem gefnar voru út í síðasta mánuði. Mesta eftirtekt vekja þær hugmyndir að látið skuli af sölu tollfrjáls áfengis í flugstöðinni við Voga og á ferjunni Norrænu.
06.05.2022 - 06:00
ÁTVR dregur í land og hættir við áfrýjun
ÁTVR hefur ákveðið að hætta við að áfrýja til Landsréttar niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur sem vísaði frá dómi málum gegn tveimur netverslunum með áfengi.
31.03.2022 - 14:46
Sjónvarpsfrétt
Erfitt að réttlæta ríkiseinokun á áfengissölu
Dómsmálaráðherra segir að núverandi fyrirkomulag áfengissölu sé komið að þolmörkum. Hann vinnur að frumvarpi um breytingu á áfengislögum. Erfitt sé að viðhalda einokun ÁTVR á sölu áfengis. Fjármálaráðherra segir tímabært að heimila vefverslun með áfengi. 
Okkar á milli
„Mig langar ekkert í áfengi“
Erpur Eyvindarson hefur í áratugi rappað um romm og vindla en í dag neitar hann sér um þessi hugðarefni sín. Hann hefur ekki drukkið síðan í fyrra enda segir hann að líkt og aðrir sé hann þreyttari og pirraðri en gengur og gerist þessa fyrstu mánuði ársins.
17.03.2022 - 10:45
Danir vilja hækka áfengiskaupaaldur
Ríkisstjórn Danmerkur ætlar að grípa til róttækra úrræða til að draga úr drykkju og reykingum í landinu, einkum meðal ungs fólks. Hækka á áfengiskaupaaldur upp í 18 ár og stefnt er að því að fólk fætt 2010 og síðar fái aldrei að kaupa tóbak.
15.03.2022 - 11:55
Grænland
Áfengissölubann í fjórum af fimm sveitarfélögum
Áfengissölubann gildir nú í fjórum af fimm sveitarfélögum á Grænlandi. Lögreglu hefur nú í janúar borist fleiri tilkynningar um heimilisófrið en á sama tíma síðasta ár. Við því segir lögreglustjóri að þurfi að bregðast og segir mánaðamótin nú áhyggjuefni.
Grænland
Samkomutakmarkanir auknar og áfengissölubanni komið á
Samkomutakmarkanir voru enn hertar á Grænlandi í gær auk þess sem tímabundið bann var sett við sölu áfengis í þremur sveitarfélögum. Kórónuveirufaraldurinn fer mikinn í landinu.
Áfengisdrykkja Íslendinga eykst
Áfengisneysla Íslendinga hefur aukist á síðustu áratugum og var árið 2020 9,1% meiri en árið 2010. Heildarneysla áfengis Íslendinga árið 2020 var 2.207 þúsund alkóhóllítrar, en þeir voru aðeins 1.708 þúsund árið 2010.
02.12.2021 - 23:18
Lögreglurannsókn hafin í Texas á dauða tónleikagesta
Glæparannsókn er hafin í Texas vegna andláts átta ungmenna á tónleikum rapparans Travis Scott í Houstonborg á föstudagskvöldið. Þau látnu voru á aldrinum fjórtán til 27 ára.
07.11.2021 - 03:38
Tugir létust eftir drykkju á eitruðum landa
Átján íbúar hinnar rússnesku Jekatarinbúrgar dóu á laugardag eftir að hafa drukkið eitraðan landa. Lögregla í borginni hefur handtekið tvo menn, grunaða um að hafa bruggað, brennt og selt hinn görótta drykk. Rússneska fréttastofan NTB greinir frá þessu. Haft er eftir lögreglu að allmargir hafi orðið uppvísir að því í Jekaterinbúrg síðustu daga, að „selja áfenga drykki sem hafa stofnað heilbrigði þeirra sem innbyrtu þá í verulega hættu.“
16.10.2021 - 23:46
Metsala áfengis á einni viku
Aldrei hefur selst jafn mikið magn áfengis í Vínbúðunum á einni viku eins og í síðustu viku, í aðdraganda verslunarmannahelgar. Heildarsalan í júlí var líka met fyrir einn mánuð fyrr og síðar.
04.08.2021 - 07:52
Neysla áfengis og fíkniefna eykst í Covid
Aldrei hafa fleiri dáið úr ofneyslu eiturlyfja í Bandaríkjunum en í fyrra og dauðsföllum vegna sjúkdóma tengdum ofneyslu áfengis fjölgaði um tuttugu prósent í Bretlandi á síðasta ári miðað við árið þar á undan.
17.07.2021 - 12:18
Kastljós
Fjórðungi ódýrara áfengi en hjá ÁTVR
Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins tilkynnti í gær til sýslumanns þá skoðun að áfengissalinn Arnar Sigurðsson væri að brjóta lög með vefsölu sinni á áfengi. Arnar telur sig aftur á móti hafa fundið leið framhjá ÁTVR og selur áfengi samdægurs af lager sem hann heldur á Íslandi, á meðan fyrirtækið er skráð í Frakklandi og flokkast því sem erlend netverslun. 
Andleg heilsa versnaði hjá ungmennum
Andleg líðan ungmenna versnaði í kórónuveirufaraldrinum og þunglyndiseinkenni jukust frá því sem var. Þetta sýnir fyrsta rannsókn á heimsvísu sem birt var í Lancet í gær og gerð á Íslandi. Einn höfunda greinarinnar segir að andleg heilsa næstu kynslóðar gæti orðið verri en fyrri kynslóða verði ekki spornað við. Þetta segir einn höfunda vísindagreinar, sem birt var í Lancet, um líðan 59 þúsund íslenskra ungmenna á aldrinum þrettán til átján ára. 
Morgunútvarpið
Ætlar að kvarta til ESA yfir vínsölu ríkisins
Eigandi víninnflutningsfyrirtækis og netverslunar með áfengi hyggst senda inn kvörtun til ESA, Eftlirlitsstofnunar EFTA, vegna niðurgreiðslu ríkisins á smásölu á áfengi. Hann segir það skjóta skökku við að einokunarverslun eigi að tryggja hagsmuni neytenda.
17.05.2021 - 08:29
Myndskeið
Telur sig hafa fundið leið framhjá ÁTVR
Íslenskur víninnflytjandi telur sig hafa fundið leið fram hjá einkaleyfi ÁTVR á sölu áfengis hér á landi og afhendir áfengi samdægurs af lager. Fólk kaupir áfengið í vefverslun sem er hýst erlendis. Innflytjandinn fullyrðir að þetta sé löglegt og gerir ekki ráð fyrir að starfsemin verði stöðvuð.
08.05.2021 - 19:10
Kom að ókunnri konu íklæddri fötunum sínum
Kona nokkur í íbúðahverfi miðsvæðis í höfuðborginni kom að óboðnum gesti á heimili sínu á sjöunda tímanum í gærkvöld. Ókunn kona hafði einhvern veginn komist inn, gert sig heimakomna og klætt sig í föt af húsráðanda.
Baráttan um bjórinn
Frumvarp dómsmálaráðherra um að lítil handsverksbrugghús fái að selja bjór út úr húsi á framleiðslustað er ýmis sagt vega að áfengisvörnum, styrkja atvinnustarfsemi í brothættum byggðum eða ekki ganga nógu langt til að koma að gagni. Þetta er meðal þess sem kemur fram í 39 umsögnum sem skilað hefur verið inn um frumvarpið. Það gengur út á að smærri brugghús fái undanþágu frá einkarétti ÁTVR til smásölu á áfengi, og megi selja bjór í smásölu á framleiðslustað.
07.03.2021 - 11:59
Könnun sýnir fimmta mesta umferðaröryggi á Íslandi
Ísland er í fimmta sæti hvað umferðaröryggi varðar samkvæmt könnun ástralska fyrirtækisins Zutobi. Fyrirtækið tók saman tölur um umferðarslys og rannsakaði umferðaröryggi í 50 löndum um víða veröld.
26.02.2021 - 17:27
Fjórðungur Íslendinga ölvaður í hverjum mánuði
35% Íslendinga drekka áfengi í hverri viku, 23% drekka sig ölvaða einu sinni í mánuði eða oftar og um fjórðungur hefur tileinkað sér skaðlegt neyslumynstur. Þeim sem eru með áhættusamt neyslumynstur fækkaði í fyrra frá árinu á undan. Reykingafólki heldur áfram að fækka.
21.02.2021 - 15:57
Efla þarf vitund um krabbameinshættu af völdum áfengis
Bindindissamtökin IOGT á Íslandi segja áfengisneyslu vera leiðandi áhættuþátt fyrir krabbamein en vitund almennings og viðbrögð og stefnu yfirvalda þar að lútandi sé enn ábótavant.
Myndskeið
Segir rettu í munnviki Lofts klárt brot á lögum
Mynd af reykjandi manni framan á bjórdós er skýrt brot á tóbaksvarnarlögum að mati framkvæmdastjóra Krabbameinsfélags höfuðborgarsvæðisins. Embætti landlæknis hefur óskað eftir skýringum frá ÁTVR.
28.01.2021 - 13:41
Sala á áfengi í Vínbúðum jókst um 18% milli ára
Sala á áfengum drykkjum í Vínbúðunum jókst um 18 prósent á liðnu ári miðað við 2019. Talsverð aukning varð í sölu á bjór og léttvíni.
05.01.2021 - 04:35
Keyptu 64 þúsund lítra af jólabjór
Um 64 þúsund lítrar af jólabjór seldust í Vínbúðum ÁTVR þegar sala hófst í gær. Þetta er rúm tvöföldun milli ára. Alls eru 60 íslenskar tegundir af jólabjór á boðstólum í ár og hafa aldrei verið fleiri.
06.11.2020 - 14:55
Innlent · Bjór · Áfengi · ÁTVR · Covid 19 · Sóttvarnir
Áfengisfrumvarp ýmist sagt menningarauki eða meinvaldur
Dómsmálaráðherra er ýmist hvattur til að láta frumvarp sitt til breytinga á áfengislögum niður falla eða því er fagnað sem mikilli réttarbót og menningarauka.
11.10.2020 - 14:35