Færslur: Afbrotatölfræði

Stafrænum kynferðisbrotum gegn börnum fjölgaði í covid
Blygðunarsemis- og kynferðisbrotum gegn börnum fjölgaði í kórónuveirufaraldrinum en nauðgunum fækkaði. Brotum gegn friðhelgi einkalífs fjölgaði einnig mikið. María Rún Bjarnadóttir, doktor í lögfræði og verkefnisstjóri stafræns ofbeldis hjá ríkislögreglustjóra, segir að breytingarnar endurspegli bæði samfélagsbreytingar og áhrif aðgerða í faraldrinum.
Karlmenn í flestum tilfellum undir grun
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk 1200 tilkynningar um hvers kyns brot gegn sóttvarnarlögum á sitt borð í fyrra. Í langflestum tilvikum lágu karlmenn undir grun.
655 tilkynningar um heimilisofbeldi það sem af er ári
Það sem af er ári hafa lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu borist 655 tilkynningar um heimilisofbeldi, sem er 12% aukning en að meðaltali á sama tímabili síðustu þrjú ár. Næstum því tvöfalt fleiri tilkynningar bárust embættinu í október um kynferðisbrot en í mánuðinum á undan. Þetta kemur fram í afbrotatölfræði Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fyrir októbermánuð.
Aldrei lagt hald á meira kókaín og árið 2019
Ríkislögreglustjóri gaf í morgun út afbrotatölfræði fyrir árið 2019. Aldrei hefur verið lagt hald á jafn mikið magn af kókaíni á einu ári og árið 2019. Aukning varð í heimilisofbeldismálum en umferðarlagabrotum fækkaði lítið eitt.
27.08.2020 - 13:52
Talsvert minna um innbrot það sem af er ári
Borist hafa að meðaltali 19% færri tilkynningar um innbrot það sem af er ári en síðastliðin þrjú ár. Þetta kemur fram í mánaðarskýrslu Lögreglunnar á Höfuðborgarsvæðinu.
12.06.2020 - 09:56
Fíkniefnabrotum fækkar - heimilisofbeldi eykst
Tilkynningum um heimilisofbeldi hefur fjölgað miðað við sama tíma í fyrra, en fíkniefnabrotum hefur hins vegar fækkað það sem af ári. Sviðsstjóri hjá lögreglunni segir of snemmt að draga ályktanir af áhrifum kórónuveirufaraldursins og samkomubanns á afbrot. 
Tilkynningum um kynferðisbrot fjölgaði umtalsvert
Tilkynningum til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um kynferðisbrot fjölgaði talsvert 2018 frá fyrra ári, eða um tuttugu og þrjú prósent. Um það bil helmingur þeirra var vegna nauðgana.
Lagði hald á 72 kíló af marijúana
Lögreglan lagði hald á tvöfalt meira magn af marijúana en í færri málum árið 2018 en árið 2017. Munar mestu um stóra framleiðslu þar sem handlögð voru yfir 17 kíló af efninu. Alls handlagði lögreglan tæplega 72 kíló af marijúana árið 2018.
08.01.2019 - 21:40
81% hegningarlagabrota á höfuðborgarsvæðinu
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu skráði mikinn meirihluta hegningarlagabrota í skrá sína á síðasta ári, samkvæmt bráðabirgðatölum sem ríkislögreglustjóri birti á vefnum í dag. 80,8 prósent allra hegningarlagabrota voru skráð í umdæmi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.
08.01.2019 - 19:05