Færslur: afbrot

Viðtal
Of fáir lögreglumenn og of stutt gæsluvarðhald
Lögreglan þyrfti að hafa auknar heimildir til að geta rannsakað afbrot sem tengjast skipulagðri glæpastarfsemi, segir Runólfur Þórhallsson, yfirlögregluþjónn í greiningardeild Ríkislögreglustjóra. Gæsluvarðhaldsúrskurðir séu gjarnan of stuttir. Þá hafi ekki gengið að fjölga lögreglumönnum hér að ráði.
Ótti við saksókn hefur áhrif á störf hjúkrunarfræðinga
Í nýrri rannsókn Sigurbjargar Sigurgeirsdóttur, stjórnsýslufræðings og prófessors við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, koma fram skýrar áhyggjur meðal hjúkrunarfræðinga um að þeir þurfi að svara til saka ef eitthvað fer úrskeiðis í starfi þeirra.
Eftirförin tengist innbrotafaraldri í Mosfellsbæ
Betur fór en á horfðist þegar aka þurfti lögreglubíl inn í hlið jeppa, sem lögregla veitti eftirför úr Mosfellsbæ í Laugardal síðdegis í gær. Eftirförin tengist rannsókn á innbrotafaraldri í Mosfellsbæ. Þetta segir Eín Agnes Kristínardóttir stöðvarstjóri á lögreglustöðinni á Vínlandsleið sem fer með rannsókn málsins.
Afbrotahrina í Grímsey
Grímseyingar hafa fengið sig fullsadda af afbrotum og skemmdarverkum sem lengi hafa verið stunduð í eyjunni. Brotist hefur verið inn í íbúðarhús og báta í höfninni og verðmætum stolið.
31.08.2020 - 13:06
„Vann sér inn“ áframhaldandi dvöl í fangaklefa
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í ýmsu að snúast í dag. Meðal þeirra verkefna sem lögregla fékkst við var að handtaka karlmann við lögreglustöðina á Hverfisgötu í morgun. Sá hafði losnað úr fangaklefa skömmu áður, en neitaði að fara, kom ítrekað aftur og hlýddi ekki fyrirmælum lögreglu um að fara á brott. „Hann vann sér inn áframhaldandi dvöl hjá lögreglu,“ segir í dagbók lögreglu.
Líkamsárás á Granda
Verkefni lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt voru af ýmsum toga. Á fjórða tímanum var tilkynnt um líkamsárás á Granda. Þar hafði maður verið sleginn í höfuðið með áhaldi. Grunaður árásarmaður var handtekinn og sá sem fyrir árásinni var fluttur á bráðadeild til aðhlynningar.
Fimm ára fangelsi fyrir líkamsárás á dyraverði
Landsréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Arthurs Pawels Wisocki, sem dæmdur var í fimm ára fangelsi fyrir líkamsárás á tvo dyraverði við skemmtistaðinn Shooters fyrir tveimur árum.
18.06.2020 - 18:07
Kærður fyrir líkamsárás á starfsmann Matvælastofnunar
Maður sem talinn er hafa slegið eftirlitsmann Matvælastofnunar tvisvar með hækju hefur verið kærður til lögreglu fyrir ofbeldi í garð opinbers starfsmanns. Þetta kemur fram í tilkynningu stofnunarinnar.
18.06.2020 - 15:24
36 ára karl dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn 14 ára
Fertugur karlmaður var dæmdur í 18 mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn 14 ára stúlku í Landsrétti í dag. Maðurinn var 36 ára þegar brotið var framið. Honum var gert að greiða stúlkunni 1,2 milljónir króna í miskabætur.
12.06.2020 - 16:03
Talsvert minna um innbrot það sem af er ári
Borist hafa að meðaltali 19% færri tilkynningar um innbrot það sem af er ári en síðastliðin þrjú ár. Þetta kemur fram í mánaðarskýrslu Lögreglunnar á Höfuðborgarsvæðinu.
12.06.2020 - 09:56
Annasöm nótt hjá lögreglu
Nóttin var annasöm hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Ríflega hundrað mál af ýmsu tagi voru skráð síðustu tólf klukkustundirnar. Einkum var um að ræða að fólk kom sér í vanda undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna.
30.05.2020 - 06:17
Fíkniefnabrotum fækkar - heimilisofbeldi eykst
Tilkynningum um heimilisofbeldi hefur fjölgað miðað við sama tíma í fyrra, en fíkniefnabrotum hefur hins vegar fækkað það sem af ári. Sviðsstjóri hjá lögreglunni segir of snemmt að draga ályktanir af áhrifum kórónuveirufaraldursins og samkomubanns á afbrot. 
Ákært fyrir grófar líkamsárásir á Akureyri
Sjö menn hafa í tveimur sakamálum verið ákærðir fyrir frelsissviptingu og grófar líkamsárásir í heimahúsum á Akureyri. Einn mannanna kemur fyrir í báðum ákærunum.
04.02.2020 - 17:36
Tilkynningum um kynferðisbrot fjölgaði umtalsvert
Tilkynningum til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um kynferðisbrot fjölgaði talsvert 2018 frá fyrra ári, eða um tuttugu og þrjú prósent. Um það bil helmingur þeirra var vegna nauðgana.
Skotbardagi við handtöku í Kastrup
Til skotbardaga kom þegar Lögreglan í Kaupmannahöfn handtók mann sem eftirlýstur var vegna skotárásarinnar í Kristjaníu í gær þar sem þrír urðu fyrir skoti þar af einn sem særðist lífshættulega.
01.09.2016 - 06:38
Lögregla leitar tveggja manna í Kaupmannahöfn
Lögreglan í Kaupmannahöfn hefur nú handtekið einn mann vegna skotárásarinnar í Kristíaníu í gærkvöld þar sem þrír urðu fyrir skoti. Tveggja er enn leitað.
01.09.2016 - 00:56
Chris Brown handtekinn
Söngvarinn Chris Brown var handtekinn á heimili sínu í Los Angeles í kvöld, vegna gruns um vopnaða árás. Lögreglan hafði þá setið um heimili hans í nokkra klukkutíma.
31.08.2016 - 01:14
Fjórum vespum stolið í Kópavogi
Ungir rafvespueigendur í Kópavogi haf orðið fyrir barðinu á þjófum.  Fjórum vespum var stolið þar í gær.
26.08.2016 - 12:27