Færslur: afbrot

Liðsmaður Lundúnalögreglunnar ákærður fyrir nauðgun
Lundúnalögreglan, stærsta lögreglusveit Bretlandseyja, upplýsti í dag að liðsmaður hennar væri ákærður fyrir nauðgun. Yfirmaður lögreglunnar segir sér brugðið vegna alvarlegra afbrota lögreglumanna en forsætisráðherra hvetur til trausts til lögreglunnar.
Viðtal
Of fáir lögreglumenn og of stutt gæsluvarðhald
Lögreglan þyrfti að hafa auknar heimildir til að geta rannsakað afbrot sem tengjast skipulagðri glæpastarfsemi, segir Runólfur Þórhallsson, yfirlögregluþjónn í greiningardeild Ríkislögreglustjóra. Gæsluvarðhaldsúrskurðir séu gjarnan of stuttir. Þá hafi ekki gengið að fjölga lögreglumönnum hér að ráði.
Ótti við saksókn hefur áhrif á störf hjúkrunarfræðinga
Í nýrri rannsókn Sigurbjargar Sigurgeirsdóttur, stjórnsýslufræðings og prófessors við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, koma fram skýrar áhyggjur meðal hjúkrunarfræðinga um að þeir þurfi að svara til saka ef eitthvað fer úrskeiðis í starfi þeirra.
Eftirförin tengist innbrotafaraldri í Mosfellsbæ
Betur fór en á horfðist þegar aka þurfti lögreglubíl inn í hlið jeppa, sem lögregla veitti eftirför úr Mosfellsbæ í Laugardal síðdegis í gær. Eftirförin tengist rannsókn á innbrotafaraldri í Mosfellsbæ. Þetta segir Eín Agnes Kristínardóttir stöðvarstjóri á lögreglustöðinni á Vínlandsleið sem fer með rannsókn málsins.
Afbrotahrina í Grímsey
Grímseyingar hafa fengið sig fullsadda af afbrotum og skemmdarverkum sem lengi hafa verið stunduð í eyjunni. Brotist hefur verið inn í íbúðarhús og báta í höfninni og verðmætum stolið.
31.08.2020 - 13:06
„Vann sér inn“ áframhaldandi dvöl í fangaklefa
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í ýmsu að snúast í dag. Meðal þeirra verkefna sem lögregla fékkst við var að handtaka karlmann við lögreglustöðina á Hverfisgötu í morgun. Sá hafði losnað úr fangaklefa skömmu áður, en neitaði að fara, kom ítrekað aftur og hlýddi ekki fyrirmælum lögreglu um að fara á brott. „Hann vann sér inn áframhaldandi dvöl hjá lögreglu,“ segir í dagbók lögreglu.
Líkamsárás á Granda
Verkefni lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt voru af ýmsum toga. Á fjórða tímanum var tilkynnt um líkamsárás á Granda. Þar hafði maður verið sleginn í höfuðið með áhaldi. Grunaður árásarmaður var handtekinn og sá sem fyrir árásinni var fluttur á bráðadeild til aðhlynningar.
Fimm ára fangelsi fyrir líkamsárás á dyraverði
Landsréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Arthurs Pawels Wisocki, sem dæmdur var í fimm ára fangelsi fyrir líkamsárás á tvo dyraverði við skemmtistaðinn Shooters fyrir tveimur árum.
18.06.2020 - 18:07
Kærður fyrir líkamsárás á starfsmann Matvælastofnunar
Maður sem talinn er hafa slegið eftirlitsmann Matvælastofnunar tvisvar með hækju hefur verið kærður til lögreglu fyrir ofbeldi í garð opinbers starfsmanns. Þetta kemur fram í tilkynningu stofnunarinnar.
18.06.2020 - 15:24
36 ára karl dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn 14 ára
Fertugur karlmaður var dæmdur í 18 mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn 14 ára stúlku í Landsrétti í dag. Maðurinn var 36 ára þegar brotið var framið. Honum var gert að greiða stúlkunni 1,2 milljónir króna í miskabætur.
12.06.2020 - 16:03
Talsvert minna um innbrot það sem af er ári
Borist hafa að meðaltali 19% færri tilkynningar um innbrot það sem af er ári en síðastliðin þrjú ár. Þetta kemur fram í mánaðarskýrslu Lögreglunnar á Höfuðborgarsvæðinu.
12.06.2020 - 09:56
Annasöm nótt hjá lögreglu
Nóttin var annasöm hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Ríflega hundrað mál af ýmsu tagi voru skráð síðustu tólf klukkustundirnar. Einkum var um að ræða að fólk kom sér í vanda undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna.
30.05.2020 - 06:17
Fíkniefnabrotum fækkar - heimilisofbeldi eykst
Tilkynningum um heimilisofbeldi hefur fjölgað miðað við sama tíma í fyrra, en fíkniefnabrotum hefur hins vegar fækkað það sem af ári. Sviðsstjóri hjá lögreglunni segir of snemmt að draga ályktanir af áhrifum kórónuveirufaraldursins og samkomubanns á afbrot. 
Ákært fyrir grófar líkamsárásir á Akureyri
Sjö menn hafa í tveimur sakamálum verið ákærðir fyrir frelsissviptingu og grófar líkamsárásir í heimahúsum á Akureyri. Einn mannanna kemur fyrir í báðum ákærunum.
04.02.2020 - 17:36
Tilkynningum um kynferðisbrot fjölgaði umtalsvert
Tilkynningum til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um kynferðisbrot fjölgaði talsvert 2018 frá fyrra ári, eða um tuttugu og þrjú prósent. Um það bil helmingur þeirra var vegna nauðgana.
Skotbardagi við handtöku í Kastrup
Til skotbardaga kom þegar Lögreglan í Kaupmannahöfn handtók mann sem eftirlýstur var vegna skotárásarinnar í Kristjaníu í gær þar sem þrír urðu fyrir skoti þar af einn sem særðist lífshættulega.
01.09.2016 - 06:38
Lögregla leitar tveggja manna í Kaupmannahöfn
Lögreglan í Kaupmannahöfn hefur nú handtekið einn mann vegna skotárásarinnar í Kristíaníu í gærkvöld þar sem þrír urðu fyrir skoti. Tveggja er enn leitað.
01.09.2016 - 00:56
Chris Brown handtekinn
Söngvarinn Chris Brown var handtekinn á heimili sínu í Los Angeles í kvöld, vegna gruns um vopnaða árás. Lögreglan hafði þá setið um heimili hans í nokkra klukkutíma.
31.08.2016 - 01:14
Fjórum vespum stolið í Kópavogi
Ungir rafvespueigendur í Kópavogi haf orðið fyrir barðinu á þjófum.  Fjórum vespum var stolið þar í gær.
26.08.2016 - 12:27