Færslur: Áfallastreita

Sænskur liðsmaður ISIS missir forræði yfir börnum sínum
Sænsk kona á fertugsaldri sem var liðsmaður hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við íslamskt ríki hefur misst forræði yfir börnum sínum. Konan sætir ákæru fyrir aðild sína að stríðsglæpum.
06.12.2021 - 00:22
Sjónvarpsfrétt
Enn ein blauta tuskan í andlitið frá ríkinu
María Sjöfn Árnadóttir, ein fjögurra kvenna sem er með ofbeldismál fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu fékk alvarlegt taugaáfall, ekki vegna heimilisofbeldis, heldur vegna þess að mál hennar fyrndist hjá lögreglu. Viðbótarfrestur ríkisins til að leita sátta við hana rann út um mánaðamótin. Ofbeldismál kvennanna eru fyrir dómstólnum því að þau voru felld niður hér heima.
Mannlegi þátturinn
Biðlisti áfallateymis Landspítala lengist stöðugt
Biðtími eftir meðferð hjá áfallateymi Landspítalans er eitt ár og þar bíða eitt hundrað manns eftir að komast að. Biðlistinn lengdist verulega eftir #metoo-byltinguna og hafa sumir á listanum verið með áfallastreituröskun í áratugi. Agnes Björg Tryggvadóttir, sálfræðingur og teymisstjóri áfallateymisins, segir að biðlistinn lengist stöðugt því ekki hafi fengist fjármagn til að styrkja teymið. Áfallateymi Landspítalans tók þátt í að sinna COVID-19-sjúklingum á Landspítalanum.
06.05.2020 - 11:00
Viðtal
Hrundi andlega eftir innilokun í skotárás
„Það sem mér finnst erfiðast núna er að eina sem mig langar að gera er að vinna með höndunum. Því mig langar aldrei að nota heilann aftur í vinnu af því að ég get ekki treyst honum. Ég veit ekki hvert hann fer,“ segir Stefanía Sigurðardóttir sem þjáist af áfallastreituröskun. Hún hrundi andlega og líkamlega þegar hún þurfti að vera innilokuð á hótelherbergi í nokkra klukkutíma á meðan leitað var vopnaðs árásarmanns á hótelinu.
Viðtal
„Hugsanir sem djöflast í höfðinu á þér“
„Þetta eru hugsanir sem djöflast í höfðinu á þér.“ Þetta segir slökkviliðsmaður sem glímdi við áfallastreituröskun. Vakning hefur orðið um mikilvægi sálræns stuðnings og þess að vinna með áföll innan slökkviliðsins, lögreglunnar og meðal björgunarsveita undanfarin ár og áratugi en hann segir að stöðugt verði að minna á mikilvægi þess að tala um erfið útköll. Sérfræðingur segir þörf á að efla þekkingu og meðferðarúrræði hér á landi.