Færslur: Ævar Þór

Berglind Festival & íslenskar talsetningar
Menningarsnauða svín, á hvað ert þú að glápa hokkípökkur? Ef þú kannast við setningar eins og þessar hefur þú eflaust gaman af umfjöllun Berglindar Festival um íslenska talsetningu.
Myndskeið
Ævar Þór fyrsti sendiherra UNICEF á Íslandi
Ævar Þór Benediktsson, Ævar vísindamaður, tók í dag við hlutverki sendiherra barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, UNICEF. Ævar Þór er fyrsti Íslendingurinn sem hlýtur þessa nafnbót, en af öðrum sendiherrum landsnenfnda víðar um heim má nefna sönkonuna Pink, leikarann Evan McGregor og knattspyrnumanninn Sergio Ramos.
24.01.2021 - 14:28
Stórhættulegu bókstafirnir og táknmálið á skjáinn
Yngsta kynslóð íslenskra lestarhesta þekkir verk Ævars Þórs Benediktssonar sem hefur eignast marga aðdáendur hér á landi. Í dag var tilkynnt um nýja sjónvarpsþætti sem eru í vinnslu og byggjast á bók Ævars og Bergrúnar Írisar Sævarsdóttur, Stórhættulega stafrófinu. Þættirnir fjalla um Fjólu sem er að læra að lesa og vin hennar Valgeir Stefán sem er döff og kennir henni og áhorfendum íslenska táknmálið.
Grunnskólabörn lásu 54 þúsund bækur
54 þúsund bækur voru lesnar í lestrarátaki Ævars vísindamanns, sem stóð frá 1. janúar til 1. mars, samkvæmt talningu á innsendum lestrarmiðum.
14.03.2016 - 15:07
Vísindavarpið - Talan einn
Í Vísindavarpi kvöldsins ætlum við að tala um tölur. En ekki allar tölur - heldur eina ákveðna tölu. Fyrstu töluna: Einn. Ég segi ykkur frá því hvað einn er gamall (hann er mun eldri en þig grunar), hvernig hann hefur þróast í gegnum aldirnar og annað tengt því að vera númer eitt!
17.06.2015 - 00:20