Færslur: Æskulýðsmál

Æskulýðsmál: Tvær regnhlífar en engin stefna
Það er engin formleg stefna í æskulýðsmálum hér á landi. Þetta segja formenn tveggja regnhlífasamtaka sem hafa samtals 31 æskulýðsfélag innan sinna vébanda. Nær allur stuðningur ríkisins við málaflokkinn beinist að þremur rótgrónum félögum, þau fá samtals um 200 milljónir. Önnur félög fá einstaka verkefnastyrki. Æskulýðsgeirinn á Íslandi er klofinn og sum félög segjast munaðarlaus í kerfinu.