Færslur: Aðventustormur
„Nú mega jólin koma og óveðrið fyrir mér"
Settar hafa verið upp rúmlega sextíu varaaflsstöðvar á landinu í sumar. Með því á að tryggja nægjanlegt varaafl í rafmagnsleysi fyrir mikilvægar fjarskiptastöðvar. Framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar segir nú tryggt að fólk geti hringt í einn-einn-tvo þó rafmagn fari af.
23.10.2020 - 11:12
RARIK uppfærir kerfið og kemur 250 km af línum í jörð
RARIK reiknar með að koma um 250 kílómetrum af raflínum í jörð áður en vetur gengur í garð. Þar af eru rúmlega hundrað kílómetrar á Norðurlandi. Stór hluti verkefna er til kominn vegna óveðursins sem reið yfir landið í desember í fyrra.
04.10.2020 - 20:25
Skila skýrslu um aðventustorminn í október
Rannsóknarnefnd almannavarna, sem virkjuð var í fyrsta skipti í kjölfar fárviðrisins sem gekk yfir landið í desember 2019, lýkur við gerð skýrslu um viðbrögð viðbragðsaðila í október. Nefndin hefur fundað reglulega síðan hún tók til starfa en gagnaöflun hefur tekið tíma.
01.09.2020 - 12:21
Ekki bolmagn til að bæta tjón að fullu
Kostnaður við ræktun túna til að laga kalskemmdir gæti orðið allt að 750 milljónir króna. Framkvæmdastjóri Bjargráðasjóðs segir langt í að bændur fái það bætt að fullu. Um 200 milljónir eru í sjóðnum.
19.08.2020 - 14:00
Nýtt mastur stóreykur fjarskiptaöryggi á Siglufirði
Neyðarlínan hefur reist nýtt mastur fyrir fjarskiptasenda á Siglufirði. Mastrið, sem er 35 metra hátt, bætir öryggi fjarskipta á svæðinu mikið. Verkefnið er liður í viðbrögðum við afleiðingum óveðursins í desember.
10.07.2020 - 11:46
„Það alversta sem ég hef séð“
Miklar skemmdir urðu á girðingum víða norðanlands í vetur. Bóndi í Grýtubakkahreppi, sem hefur síðustu þrjár vikur unnið að viðgerðum, segist aldrei hafa séð annað eins. Bjargráðasjóður sér ekki fram á að geta afgreitt allar umsóknir um bætur nema til komi aukafjármagn frá ríkinu.
12.06.2020 - 19:34
Hreinsa upp eftir aðventustorminn og leggja jarðstrengi
RARIK hreinsar nú upp brotna rafmagnsstaura og slitnar línur sem liggja enn á jörðu eftir óveðrið mikla í desember. 84 kílómetrar af jarðstrengjum verða lagðir á Norðurlandi í sumar í flýtiverkefnum vegna afleiðinga óveðursins.
28.05.2020 - 09:30
Miklar kalskemmdir frá Tröllaskaga austur á firði
Óveðrið sem gekk yfir Norðurland í desember og kuldatíð í vetur olli miklu tjóni á túnum bænda á Norður- og Austurlandi. Nú þegar snjó hefur víðast hvar tekið upp koma skemmdir á túnum og girðingum í ljós.
27.05.2020 - 12:03
Varnargarðar lagaðir fyrir fyrstu haustlægðina
Undibúningsvinna vegna viðgerða á varnargörðum á Sauðárkróki er hafin. Langur kafli er skemmdur eftir óveðrið í desember. Stefnt að því að ljúka viðgerðum fyrir haustlægðirnar.
10.03.2020 - 13:13
Fjallabyggð kaupir tvær varaaflsstöðvar
Bæjarráðs Fjallabyggðar hefur ákveðið að fjárfesta í varaaflsstöðvum sem koma á fyrir í íþróttamiðstöð í Ólafsfirði og í búsetukjarna að Lindargötu 2, Siglufirði. Formaður bæjarráðs segir að með þessum aðgerðum sé verið að bregðast við ástandinu sem kom upp í óveðrinu í desember.
05.03.2020 - 14:29
Brýnt að kanna virkni almannavarna
Forsætisráðherra segir brýnt að virkni almannavarna sé könnuð og hvað megi betur fara í starfsháttum, viðbúnaði og skipulagi alls stjórnkerfisins á sviði almannavarna. Settum ríkislögreglustjóra hafi verið falið að gera ákveðnar breytingar á almannavarnadeild sem miða að því að efla hana. „Lifið heil!“ hrópaði forsætisráðherra til þingmanna að lokinni umræðu um málið á Alþingi.
04.03.2020 - 17:07
Aðgerðir vegna fárviðris og önnur innviðauppbygging
Forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra og samgöngu- og sveitastjórnarráðherra hafa boðað til blaðamannafundar klukkan tíu. Þar fjalla þau um skýrslu átakshóps um úrbætur á innviðum og aðgerðir vegna fárviðris og önnur innviðauppbygging.
28.02.2020 - 09:56
Óveður í desember kostaði Landsnet hátt í 400 milljónir
Kostnaður Landsnets á síðasta ári var tæplega 370 milljónum krónum meiri en áætlanir fyrir árið gerðu ráð fyrir. Í ársreikningi félagsins, sem birtur var í gær, kemur fram að stærstur hluti þessa kostnaðar hafi fallið til vegna óveðursins í desember.
18.02.2020 - 06:38
Íbúar Dalvíkurbyggðar gera upp óveðrið í desember
Helsti lærdómur eftir óveðrið mikla í desember er mikilvægi þess að hafa góða og virka vettvangsstjórn á heimaslóðum, segir sveitarstjóri Dalvíkurbyggðar. Íbúar í Dalvíkurbyggð gerðu aðventustorminn upp á vel sóttum fundi í gærkvöld.
30.01.2020 - 11:44
Segja óveðrið hafa sýnt fram á mikilvægi flugvallanna
Tveir varaþingmenn Norðvesturkjördæmis gerðu mikilvægi sjúkraflugs í landshlutanum að umtalsefni undir fundarliðnum störf þingsins á Alþingi síðdegis. Margvíslegri þjónustu hafi verið hagrætt á svæðinu, eins og bráðaþjónustu. Öruggt aðgengi að sjúkraflugi sé því lífsnauðsyn.
29.01.2020 - 16:20
Á annað hundrað bændur skoða kaup á varaaflstöðvum
Á annað hundrað bændur hafa sýnt því áhuga að kaupa varaaflstöðvar til að lenda ekki í margra sólarhringa rafmagnsleysi eins og gerðist á dögunum. Búnaðarsamband Eyjafjarðar leitar nú tilboða í rafstöðvar fyrir bændur víða um land.
24.01.2020 - 13:54
RARIK bætir við 230 milljónum fyrir norðan
RARIK ætlar að bæta við 230 milljónum í fjárfestingaráætlun ársins til að endurnýja dreifikerfi á Norðurlandi. Tryggvi Þór Haraldsson forstjóri RARIKs segir að stjórn fyrirtækisins hafi tekið ákvörðun um að flýta framkvæmdum og leggja línur í jörð frekar en að fara í viðgerðir.
23.01.2020 - 12:21
Sat fastur í vinnunni í tólf sólarhringa
Starfsmaður Landhelgisgæslunnar á ratsjárstöðinni á Gunnólfsvíkurfjalli á Langanesi sat þar fastur í 12 sólarhringa í óveðrinu í desember. Hann segist hafa haft nóg að gera og lætur vel af vistinni, enda sé alltaf gott að vera á fjallinu.
21.01.2020 - 12:51
Bændur að mestu ótryggðir fyrir óveðurstjóni
Bændur eru að mestu ótryggðir fyrir því mikla tjóni sem þeir urðu fyrir í óveðrinu á Norðurlandi í síðasta mánuði. Tjón á girðingum er talið Bjargráðasjóði ofviða og tryggingar bæta ekki afurðatjón eða tjón á búfénaði. Þessar hamfarir hafa reynt verulega á bændur og margir þurfa aðstoð við að vinna úr því.
19.01.2020 - 17:11
Fjallabyggð vill draga lærdóm af aðventustorminum
Stofnanir í Fjallabyggð eru sammála um að aðgerðir í óveðrinu hafi tekist vel en yfirfara þurfi starfshætti, skipulag og samhæfingu. Bæjarstjóri segir Fjallabyggð vilja draga lærdóm af því ástandi sem skapaðist svo hægt sé að vera betur undirbúinn í framtíðinni.
09.01.2020 - 20:21
Umsóknir um bætur vegna óveðurs farnar að berast Rarik
74 hafa sent inn tilkynningar til Rarik um tjón vegna óveðursins í desember og sótt um að fá það bætt. Þetta segir Tryggvi Þór Haraldsson, forstjóri Rarik. Fyrirtækið hefur óskað eftir því að fólk sæki um bætur vegna tjóns á búnaði og keyrslu varaaflsvéla.
03.01.2020 - 13:22
Mestu afföll á hrossum í áratugi
Nú liggur fyrir að ríflega 100 hross fórust í hamfaraveðrinu sem gekk yfir Norðurland vestra dagana 10.-12. desember 2019. Þetta eru mestu afföll á hrossum í áratugi og svarar til um 0,5 prósent þeirra 20.000 hrossa sem ætla má að hafi verið á útigangi á þessu landssvæði.
03.01.2020 - 12:01
Dreifikerfið enn laskað og þolir ekki annað fárviðri
Dreifikerfi rafmagns á Norðurlandi er enn laskað eftir illviðrið sem gekk yfir landið nú í desember og þolir ekki annað álíka. Óvissustigi almannavarna vegna óveðursins var loks aflétt í gær.
31.12.2019 - 12:47
Óvissustigi almannavarna vegna óveðursins aflýst
Óvissustigi almannavarna fyrir Norðurland vestra og Norðurland eystra var aflýst í dag. Óvissustigi var lýst yfir mánudaginn 9. desember vegna slæmrar veðurspár. Rauð veðurviðvörun hafði verið gefin út á Norðurlandi. Það var í fyrsta sinn sem rauð viðvörun var gefin út.
30.12.2019 - 13:26
Stefnir í eitt dýrasta ár í snjómokstri á Akureyri
Þetta ár stefnir í að verða eitt það dýrasta í snjómokstri á Akureyri frá upphafi. Áætlað er að mokstur í desembermánuði einum kosti tugi milljóna króna en nær samfelldur snjómokstur hefur verið frá tíunda desember.
27.12.2019 - 12:18