Færslur: Adolf Hitler

Úr í eigu Hitler seldist á uppboði
Úr sem sagt er að hafi verið í eigu Adolf Hitler seldist á uppboði í Bandaríkjunum á 1,1 milljón bandaríkjadala, jafnvirði rúmlega 150 milljóna íslenskra króna.
29.07.2022 - 23:22
Ræddu staðhæfingar Lavrovs um nasisma í Úkraínu
Úkraínuforseti hefur rætt við forsætisráðherra Ísraels vegna staðhæfinga utanríkisráðherra Rússlands þess efnis að nasistar réðu ríkjum í Úkraínu og að iðulega væru gyðingar verstu gyðingahatararnir.
Heimskviður
Ein best heppnaða hernaðaraðgerð síðari heimsstyrjaldar
Hvað eiga Adolf Hitler, heimilislaus maður sem lést eftir að hafa innbyrt rottueitur, augnhár og Ian Flemming, höfundur James Bond, sameiginlegt? Þau koma öll við sögu í hernaðaraðgerð sem er talin ein sú best heppnaða í sögu síðari heimsstyrjaldarinnar. Nýlega var frumsýnd bíómyndin Operation Mincemeat, sem byggist á þessari sögu. Þó skiptar skoðanir séu á því hvort hernaðaraðgerðin breytti miklu um framgang heimsstyrjaldarinnar á hún alveg skilið að vera rifjuð upp.
Klósettseta Hitlers seld á tvær milljónir
Klósettseta sem Adolf Hitler settist að öllum líkindum á í orlofshúsi sínu í Berghof í bæversku Ölpunum var selt á uppboði í Maryland í Bandaríkjunum á dögunum. Að sögn norska ríkisútvarpsins NRK var setan seld fyrir 15 þúsund bandaríkjadali, jafnvirði nærri tveggja milljóna króna.
Fyrir alla muni
Rákust inn á spilakvöld hjá gömlum nasistum
Í þættinum eftir lokaþátt Fyrir alla muni ræddu þau Viktoría og Sigurður við Illuga Jökulsson sem er sérfróður um nasima á Íslandi og sendi meðal annars frá sér bókina Íslenskir nasistar árið 1988 ásamt Hrafni bróður sínum. Á þeim tíu árum sem liðið hafa síðan bókin kom fyrst út hafa þeir bræður safnað frekari upplýsingum um málið og hyggja nú á endurbætta endurútgáfu með heilmiklu ítarefni.
16.12.2019 - 12:36
Lögreglustöð á fæðingarstað Hitlers
Fæðingarstaður Adolfs Hitlers í Austurríki verður gerður að lögreglustöð. Innanríkisráðuneyti Austurríkis greindi frá þessu. Stjórnvöld vonast til þess að þannig verði komið í veg fyrir að húsið verði að líkneski fyrir nýnasista.
20.11.2019 - 07:00
Myndlist Hitlers fölsuð í massavís
Myndlistarverkum Adolfs Hitler virðist fjölga jafnt og þétt en svo margar falsanir eru í umferð með verkum sem eignuð eru honum, að ómögulegt reynist að greina hvað snýr upp eða niður þegar kemur að verkum hans. Í Víðsjá á Rás 1 var sagt frá þessum vafasama gráa markaði myndlistarheimsins, en hann hefur verið nokkuð til umfjöllunar í heimspressunni síðustu daga.
09.03.2019 - 10:00