Færslur: ADHD

Notkun ADHD-lyfja hefur aukist mikið
Umtalsverð aukning hefur orðið á notkun ADHD-lyfja hér á landi frá 2010. Greint er frá þessari þróun í Talnabrunni, nýjasta fréttabréfi landlæknis. Í flestum tilvikum er gefið lyfið metýlfenidat sem telst til örvandi lyfja. Heildarfjöldi barna sem fékk lyfinu ávísað tvöfaldaðist á tímabilinu 2010 til 2019 en heildarfjöldi fullorðinna hefur rúmlega þrefaldast. Þetta kemur fram í úttekt embættis landlæknis sem gerð var 2020.
04.06.2021 - 14:15
Viðtal
Hefur óskað sér að vera tilkynnt til Barnaverndar
„Maður hreinlega óskaði þess að maður hefði verið tilkynntur til barnaverndarnefndar þannig að hann myndi detta inn á borð hjá þeim. Þau eru náttúrulega með fullt af úrræðum,“ segir móðir drengs sem greindur er með ADHD, námserfiðleika og hljóðkerfisröskun. Sonur hennar upplifir mikla vanlíðan í skóla og grípur stundum til ofbeldis.
28.04.2021 - 08:06
Innlent · Mannlíf · ADHD
Samfélagið
Allt að þriggja ára bið eftir ADHD-greiningu
Allt að þriggja ára bið er eftir að komast að hjá ADHD-teymi Landspítalans fyrir fullorðna. Unnur Jakobsdóttir Smári, sálfræðingur og teymisstjóri, segir að það sé allt of langur tími. Biðlistinn hafi verið langur fyrir covid en hafi nú lengst verulega og sjö hundruð manns bíða nú eftir að komast að. Fjögur hundruð tilvísanir berast teyminu að meðaltali á hverju ári.
22.03.2021 - 14:00
Morgunútvarpið
ADHD-lyf útiloka fólk ekki lengur frá lögreglunámi
Notkun á ADHD-lyfjum samkvæmt læknisráði útilokar ekki lengur fólk frá námi í lögreglufræði eftir að breyting var gerð á inntökuskilyrðum í náminu. Formaður ADHD samtakanna segir að þetta sé mikið framfaraskref. Þetta skilyrði hafi útilokað nokkra frá náminu á hverju ári.
19.01.2021 - 08:47
Sumarbúðir í Skagafirði fyrir ungmenni með sérþarfir
Sumarbúðir fyrir börn með ADHD og einhverfu verða starfræktar í Skagafirði í sumar. Búðirnar eiga að létta álagi af fjölskyldum í kjölfar COVID-19 og fjölga þeim valkostum sem stendur hópnum til boða.
Lífið með ADHD
„Verð skarpari en missi húmorinn á lyfjum“
Jón Gnarr var orðinn þrítugur þegar hann var loksins greindur með ADHD. Alla tíð hafði hann vanist því að samferðafólk hans og kennarar töldu hann latan og vitlausan en í dag segist hann eiga velgengni sína sem leikari og skemmtikraftur að miklu leyti röskuninni að þakka.
06.05.2020 - 12:15
Á leið í ADHD greiningu samhliða gerð þátta um ofvirkni
"Það er eitt sem þessir einstaklingar eiga oft sameiginlegt og það eru skemmtilegar sögur af hvatvísi og allskonar," segir söngkonan Karítas Harpa Davíðsdóttir sem hóf fyrir stuttu útgáfu hlaðvarpsins Lífið með ADHD í samstarfi við ADHD-samtökin og RÚV.
20.04.2020 - 16:52
Lífið með ADHD
„Mér leið oft ekki vel ef ég var of hvatvís“
Katrín Júlíusdóttir, fyrrverandi alþingiskona og núverandi framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja, var orðin fertug þegar hún leitaði til læknis vegna svefnleysis sem hún hafði glímt við alla ævi. Það kom henni á óvart þegar hún var greind með ADHD.
15.04.2020 - 09:26
Viðtal
Aðeins 25% ADHD-fólks fær aðstoð
Aðeins um fjórðungur þeirra sem eru með athyglisbrest og ofvirkni fá aðstoð, segir geðlæknir. ADHD sé algengt vandamál um allan heim en mikill fjöldi greininga hér á landi megi rekja til áhuga geðlækna á málefninu. Þeir sem eru með athyglisbrest og ofvirkni glíma við það alla ævi, segir geðlæknir. Krakkar séu óþekkir og gangi illa í skóla en miðaldra fólk glími við áfallastreitu og kulnun. 
17.11.2019 - 12:40
Myndskeið
Stúlkur með ADHD skaði sig en drengir rasi út
Jafnmargar stúlkur og drengir eru með ofvirkni og athyglisbrest en einkennin eru ólík, samkvæmt niðurstöðum rannsóknar. Stúlkur lokast, skaða sig og leita í fíkniefni en drengir rasa út og sýna óþekkt. 
16.11.2019 - 19:26
Gott mál ef fólk leitar til barnaverndarnefnda
Hundruð fjölskyldna eru í vanda vegna úrræðaleysis í aðstæðum vegna barna með ADHD-greiningu, segir framkvæmdastjóri ADHD samtakanna. Samtals eru um þúsund á biðlista eftir greiningu hjá Landspítala og þroska- og hegðunarstöðinni.
Myndskeið
„Sum eru æði, önnur aðeins meira en þolanleg“
Hljómsveitin ADHD gaf út sína sjöundu hljómplötu á dögunum og ber hún nafnið ADHD7. Hljómveitin spilar einstakan djassbræðing og segir bókmenntafræðingurinn Hrund Ólafsdóttir sum lögin æðisleg og hin yfir meðallagi.
29.05.2019 - 09:38
11,6% drengja og 5,3% stúlkna fá ADHD-lyf
Þrjú þúsund drengir og 1300 stúlkur fengu ávísað ofvirknilyfjum á síðasta ári. Hlutfall barna sem fær ávísað lyfjum fer vaxandi. Formaður ADHD-samtakanna segir alvarlegasta vanda nú vera að börn þurfa að bíða í eitt ár eftir greiningu. 
26.05.2019 - 12:39
„Notkun ADHD-lyfja gæti vel farið vaxandi“
„Lyfin eru aðalmeðferðin við ADHD og mjög stór hluti þeirra sem taka þau fá af þeim hjálp. Það hefur ekki verið sýnt fram á að eingöngu markþjálfun eða sálfræðimeðferð gefi marktækan árangur,“ þetta segir Þórgunnur Ársælsdóttir, formaður Geðlæknafélags Íslands. Hún segir skýrt að lyfin virki. „Það er búið að sýna fram á það með óyggjandi hætti. Svona umræða kemur alltaf upp reglulega. Það er alltaf hægt að leika sér með tölur eða benda á að einhver rannsókn sé ekki fullkomin.“
22.01.2016 - 13:10
Gagnsemi lyfjanna ósönnuð
„Ég get hlustað á fólk, einbeitt mér og skipulagt mig í fyrsta skipti á ævinni.“ Þetta segir maður sem byrjaði að taka örvandi lyf við ADHD fyrir fjórum dögum. Í niðurstöðum úttektar virtrar rannsóknarmiðstöðvar á virkni lyfjanna kemur fram að ekki sé hægt að fullyrða að þau virki. Þá skorti rannsóknir á langtímaáhrifum þeirra á heilsu fólks.
21.01.2016 - 17:56
„Það er pressa, fólk vill fá ADHD-lyf“
Íslendingar eiga Norðurlandamet í inntöku svefnlyfja, verkjalyfja, þunglyndislyfja og kvíðastillandi lyfja en heimsmet í notkun örvandi lyfsins metýlfenídats sem notað er gegn athyglisbresti og ofvirkni. Á árunum 2004 til 2014 jókst notkun þess um 233% hér á landi. Framkvæmdastjóri geðsviðs Landspítala segir lyfin of mikið notuð. Skjólstæðingar biðji gagngert um þau og sumir leiti allra leiða til að fá þau.
19.01.2016 - 17:58