Færslur: Aðgerðir ríkisstjórnarinnar vegna COVID-19

Skerpa ber og skýra skilyrði viðbótar- og stuðningslána
Í nýrri skýrslu eftirlitsnefndar með lánum með ríkisábyrgð segir að talsverður munur sé milli skilyrða og skilmála hinna þriggja lánaflokka viðbótar- og stuðningslána sem sé ekki alltaf augljós. Skilyrði í lögum, reglugerðum og samningum séu ekki eins skýr og æskilegt væri að mati nefndarinnar.
Vanskil hafa viðamiklar afleiðingar
Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR vill að ríkisstjórnin leggi áherslu á stuðningsaðgerðir fyrir heimilin og fólk sem lendi í vanda með að standa við skuldbindingar sínar. Aðgerðir stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursins hafi ekki beinst nægilega að almenningi og heimilum í landinu.
Hagræðingarkröfur hættulegar í miðjum heimsfaraldri
„Það er hættulegt að leggja stífar aðhalds- og hagræðingarkröfur á heilbrigðisþjónustu í miðjum heimsfaraldri og þessu þarf Alþingi að breyta,“ skrifar Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, í færslu á Facebook.
Landamæratilslakanir mega ekki koma seinna en í febrúar
Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir að það hefði mátt útvíkka hlutabótaleiðina. Breytingar á sóttvarnaaðgerðum á landamærunum megi ekki vera mikið seinni en í febrúar til að tryggja verðmætasköpun í sumar. Ásdís Kristjánsdóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir að hver vika skipti máli.
Kynna aðgerðir til stuðnings íþróttafélögum
Ríkisstjórnin ætlar um miðja næstu viku að kynna styrki til íþróttafélaga og hvernig komið verður til móts við íþróttastarf í landinu á tímum COVID-19. Ríkisstjórnin samþykkti helstu útlínur þessa verkefnis á fundi sínum í gær en endanlegar útfærslur verða ljósar í næstu viku, segir Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra.
Myndskeið
Segir mjög aðkallandi að lengja bótatímabilið
Drífa Snædal, forseti ASÍ, fagnar aðgerðum ríkisstjórnarinnar sem voru kynntar í dag, sérstaklega hækkun grunnatvinnuleysistrygginga, desemberuppbót til atvinnuleitenda og eingreiðslu til öryrkja. Hún segir mjög aðkallandi að lengja atvinnuleysisbótatímabilið, enda sér fjöldi fólks fram á að detta útúr kerfinu á næstunni.
Myndskeið
Aðgerðirnar eiga að kosta allt að 70 milljarða
Atvinnuleysisbætur, lífeyrisgreiðslur og barnabætur hækka á næsta ári og nýir viðspyrnustyrkir eiga að halda fyrirtækjum á floti þar til faraldurinn er genginn yfir. Þetta er á meðal aðgerða sem ríkisstjórnin kynnti í dag og eiga að kosta allt að 70 milljarða.
Örorkulífeyrir enn langt undir lágmarkslaunum
Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands, segir þau úrræði sem ríkisstjórnin kynnti í dag, og snúa að öryrkjum, vera skref í rétta átt en alls ekki nóg. Enn þyrfti örorkulífeyrir að hækka um fjórðung til að verða jafn hár lágmarkslaunum.
Hækka grunnatvinnuleysisbætur um 2,5% til viðbótar
Grunnatvinnuleysisbætur hækka um 2,5 prósent til viðbótar þeirri 3,6 prósenta hækkun sem er gert ráð fyrir í fjárlagafrumvarpi. Þetta kom fram á kynningarfundi ríkisstjórnarinnar sem hófst klukkan þrjú í dag. Með þessu nemur heildarhækkun grunnbóta 6,2 prósentum og þær verða því 307.403 kr. 
Kynna viðspyrnuaðgerðir klukkan þrjú í dag
Ríkisstjórnin kynnir framhald af aðgerðum til að sporna við efnahagsáhrifum kórónuveirufaraldursins í Hörpu í dag klukkan 15.00.
Myndskeið
Óbreytt fyrirkomulag á landamærunum til 1. febrúar
Fyrirkomulagið í kringum landamæraskimun og sóttkví við komuna til landsins verður óbreytt til 1. febrúar á næsta ári. Ríkisstjórnin samþykkti tillögu Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra þess efnis á ríkisstjórnarfundi í dag.
„Ríkissjóður hefði getað beitt sér af tvöföldum krafti“
Kristrún Frostadóttir, aðalhagfræðingur Kviku, segir að ríkissjóður hefði getað beitt sér af tvöfalt meiri krafti en hann gerði við að stýra fjármagni inn í það gat sem myndast hefur á efnahagsreikningi þjóðarinnar vegna áhrifa COVID-19. Það hefði mátt gera án þess að skapa meiri þenslu en þær aðgerðir sem þegar hefur verið ráðist í. Þetta kemur fram í grein Kristrúnar í nýjasta tímariti Vísbendingar.
Ný reglugerð tekur gildi á morgun – Hvað breytist?
Á morgun, miðvikudaginn 18. nóvember, tekur gildi ný reglugerð heilbrigðisráðherra um tilslakanir á takmörkunum á samkomum og í skólastarfi. Helstu breytingarnar sem felast í tilslökununum eru þær að íþrótta-, æskulýðs- og tómstundastarf barna verður heimilt á ný. Þá verður heimilt að hefja starfsemi á hárgreiðslustofum og nuddstofum. Nýja reglugerðin gildir til 1. desember næstkomandi.
Viðtal
„Er ekki tími til að þau gangi bara hreint til verks“
Upplýsingafulltrúi Íslenskrar erfðagreiningar furðar sig á því að þeir þingmenn Sjálfstæðisflokksins sem hvað harðast ganga fram í gagnrýni á sóttvarnaaðgerðir, komi ekki fram með aðrar lausnir. 
Menningargeirinn fær allt að 8,3 milljarða í styrki
Fjármálaráðuneytið gerir ráð fyrir að tekjufallsstyrkir til ferðaþjónustunnar nemi að hámarki fjórtán og hálfum milljarði króna og að fyrirtæki í menningargeiranum fái 8,3 milljarða króna. Tekjufallsstyrkirnir í heild gætu numið yfir 23 milljörðum.
Myndskeið
Gistinóttum fækkar þótt Íslendingar flykkist á hótel
Gistinóttum hér á landi hefur fækkað um 60 prósent frá því í fyrra. Gistinóttum Íslendinga hefur hins vegar fjölgað um helming. Aðstoðarhótelstjóri segir að það muni miklu að Íslendingar skuli gista á hótelum.
Aldrei meira inngrip í einkalíf fólks í Íslandssögunni
Sigríður Á. Andersen þingmaður Sjálfstæðisflokks og formaður utanríkismálanefndar Alþingis sagði á Alþingi í dag að þær sóttvarnaaðgerðir sem kveðið væri á um í reglugerð sem gilti til 17. nóvember væru svo víðtækar og mikið inngrip í friðhelgi einkalífsins að annað eins þekktist ekki í Íslandssögunni allri.
Lokunar- og tekjufallsstyrkir samþykktir án mótatkvæða
Samþykkt voru sem lög frá Alþingi nú á þriðja tímanum frumvörp fjármálaráðherra um framlengingu á lokunarstyrkjum annars vegar og um tekjufallsstyrki hins vegar.
Tókust á um sóttvarnaráðstafanir á Alþingi
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra flutti Alþingi skýrslu um sóttvarnaráðstafanir stjórnvalda, rétt fyrir hádegi í dag, þar sem fram kom að ráðum sóttvarnalæknis hefði verið fylgt í einu og öllu.
Myndskeið
223 fyrirtæki vilja aðgerðir: „Eru að missa allt sitt“
Eigendur 223 smærri fyrirtækja sendu öllum þingmönnum á Alþingi bréf á mánudaginn, þar sem krafist er aðgerða til þess að bregðast við vanda fyrirtækjanna. Eigandi veitingahúss á Hvolsvelli segir að lítil fyrirtæki um allt land séu að missa allt sitt.
Vilja að fleiri geti fengið tekjufallsstyrki
Tekjufallsstyrkur fyrirtækja vegna COVID-19 verður rýmri en lagt var upp með í frumvarpi fjármála- og efnahagsráðherra ef breytingartillögur efnahags- og viðskiptanefndar ná fram að ganga. Nefndin leggur til, í samráði við ráðuneytið, að styrkirnir verði ekki bundnir við fyrirtæki með þrjá eða færri starfsmenn heldur geti stærri fyrirtæki líka fengið styrki. Þeir verða þó mest greiddir vegna fimm stöðugilda starfsmanna.
„Eins og að vera stödd í kvikmynd eða bók“
Þetta er eins og að vera stödd í kvikmynd eða bók. Þetta segir nemandi í unglingadeild Vatnsendaskóla í Kópavogi. Skólastarf í grunnskólum landsins er nú með breyttu sniði í kjölfar hertra sóttvarnareglna. Skólastjóri segir mikilvægast að geta haldið úti skólastarfi.
Of margir í verslunum og grímuskylda ekki virt
Talsvert var um að fólk væri grímulaust í búðum í gær og verslanir sinntu því sumar illa að fylgjast með því að grímuskyldu væri framfylgt, segir yfirlögregluþjónn. Verslunarstjóri í Krambúðinni segir að viðskiptavinir hafi sumir reynt að smeygja sér grímulausir inn í verslunina og verið með dónaskap við starfsfólk.
Hátt í tvö hundruð tengjast hópsýkingu á Landakoti
56 smit greindust innanlands í gær og af þeim voru 39 í sóttkví. Fjórir greindust á landamærunum og átta bíða enn eftir niðurstöðum úr mótefnamælingum frá því fyrr í vikunni. Hátt í tvö hundruð manns tengjast nú hópsýkingu á Landakoti, að sögn sóttvarnarlæknis.
Myndskeið
Vitnisburður um það hversu alvarleg staðan er orðin
Fleiri fyrirtæki geta sótt um styrki til að halda sér á floti í gegnum faraldurinn, samkvæmt breyttum efnahagsaðgerðum ríkisstjórnarinnar. Fjármálaráðherra segir þær til marks um hversu erfið staðan sé orðin, fyrirtækin glími við hrikalegar aðstæður. Lagt er til að fleiri geti sótt um svokallaða tekjufallsstyrki til að bæta upp tap vegna minni tekna, og veita á viðspyrnustyrki í framhaldinu og fram á næsta ár.