Færslur: Aðgerðir ríkisstjórnarinnar vegna COVID-19

„Staðan nálgast neyðarástand“
„Staðan á Landspítala nálgast neyðarástand núna“ sagði Tómas Guðbjartsson hjartaskurðlæknir á Landspítalanum í síðdegisútvarpinu á Rás 2 í gær. Spurður um muninn á veikindum Covid smitaðs fólks í þessari bylgju samanborið við fyrri bylgjur, sagði Tómas veikindin mjög svipuð og inniliggjandi sjúklingar væru margir mjög veikir.
Fjarlægðartakmörk gera leikhúsum erfitt fyrir
Brösuglega gengur að skipuleggja komandi leikár, að sögn Brynhildar Guðjónsdóttur Borgarleikhússtjóra. Hún segir nauðsynlegt fyrir leikhúsin að losna við fjarlægðartakmörk milli áhorfenda. Hægt sé að notast við annars konar sóttvarnaaðgerðir til að tryggja öryggi leikhúsgesta.
Senda frá sér leiðbeiningar um sóttvarnir í skólastarfi
Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur sent frá sér leiðbeiningar um sóttvarnir í skólastarfi í haust. Í leiðbeiningunum er fjallað um sóttvarnir á öllum skólastigum, auk frístundaheimila og félagsmiðstöðva.
Þórólfur segir þróun faraldursins ógnvekjandi
Sóttvarnalæknir segist viðbúinn neyðarkalli frá Landspítalanum hvenær sem er. Hann segir þróun faraldursins undanfarnar vikur vera ógnvekjandi. Í gær greindust 130 smitaðir af kórónuveirunni hér á landi og var 91 þeirra utan sóttkvíar við greiningu. Alls eru 1.335 nú í einangrun með virkt kórónuveirusmit, 32 eru á sjúkrahúsi og þar af eru átta á gjörgæsludeild.
Myndskeið
Skoða handahófskennda athugun á vottorðum í Leifsstöð
Til skoðunar er að taka upp handahófskennda athugun á bólusetningarvottorðum erlendra ferðamanna í Leifsstöð. Ferðamálaráðherra og forstjóri Icelandair segja ástandið í komusal Leifsstöðvar óboðlegt.
Bólusettir fá betra verð á barnum
Bjórkráin Session Craft Bar, sem leggur áherslu á handverksbjóra margs konar, hefur tekið upp á því að bjóða þeim „happy hour“-verð sem sýnt geta fram á bólusetningu gegn COVID-19.
Meðalaldur innlagðra af völdum veirunnar rúmlega 50 ár
Meðalaldur þeirra sem smitast af kórónuveirunni er rúmlega 30 ár en þeirra sem þurfa á sjúkrahúsinnlögn að halda rúmlega 50 ár. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir ekki tímabært á slaka á sóttvörnum og að fylgjast þurfi með þróun mála á Landspítalanum.
Minnisblað sóttvarnalæknis: Viðbragðskerfin við þolmörk
Í minnisblaði sem Kamilla Sigríður Jósefsdóttir, staðgengill sóttvarnalæknis, sendi heilbrigðisráðherra á mánudag kemur fram að ekki sé tímabært að aflétta aðgerðum innanlands í ljósi aðstæðna. Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra tilkynnti í gær framlengingu núgildandi sóttvarnaaðgerða um tvær vikur, eða til föstudagsins 27.ágúst.
Ekki þarf að nota grímur í kennslustundum
Engin grímuskylda verður í grunnskólum landsins þegar skólahald hefst að nýju. Hins vegar verða nemendur og kennarar í framhalds- og háskólum að bera grímu nema í skólabyggingum, nema í kennslustundum.
Aðgerðir framlengdar um tvær vikur
Gildandi sóttvarnaaðgerðir verða framlengdar um tvær vikur. Þetta tilkynnti Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar í Duus-húsi í Keflavík nú fyrir skemmstu. Ákvörðunin er í samræmi við tillögur sóttvarnalæknis.
HSU mun taka við sjúklingum Landspítala í bráð
Heilbrigðisstofnun Suðurlands undirbýr nú opnun allt að fimmtán nýrra sjúkra- og hjúkrunarrýma á sjúkrahúsinu á Selfossi. Þetta er liður í aðgerðum stjórnvalda sem lúta að því að létta undir með Landspítala. Þrengra verður þá um sjúklinga á sjúkrahúsinu en ýmissa leiða er leitað til þess að koma fyrir nýjum rýmum.
Segir ekki við afköst Landspítala að sakast
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir það rosalegt ef grípa þarf til hertra samkomutakmarkana innanlands, ekki bara vegna kórónuveirufaraldursins, heldur vegna veikleika í heilbrigðiskerfinu. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala, segir spítalann vera rekinn á lægra verði en tíðkast víða erlendis.
„Óvíst hvort boðaðar sóttvarnaaðgerðir muni duga“
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, lagði fram minnisblað á fundi ríkisstjórnar í morgun þar sem komu fram aðgerðir sem lúta að því að efla getu Landspítala til að bregðast við kórónuveirufaraldrinum. Þá voru jafnframt kynntar nýjar sóttvarnaaðgerðir á landamærum sem taka gildi 16.ágúst. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala fagnar tillögum heilbrigðisráðherra en segir það enn óvíst hvort boðaðar sóttvarnaaðgerðir stjórnvalda dugi í þessari bylgju kórónuveirufaraldursins.
Segir þjóðina súpa seyðið af hraðri opnun landamæra
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, segir að fjórða bylgja faraldursins sé skýr afleiðing þess að takmörkunum hafi verið aflétt hratt og landamærin opnuð, þvert á viðvaranir sóttvarnayfirvalda.
Viðtal
Vilja ýmist herða eða halda óbreyttu
Á meðan ríkisstjórnin ræðir við ýmsa hópa og sérfræðinga um sóttvarnaaðgerðir bíður fólk þess sem verða vill. Skiptar skoðanir eru um hvort herða eigi sóttvarnaaðgerðir eða ekki. Þó nokkrir vilja að meira sé gert til að hindra að smit berist inn í landinu, sumir vilja hertar aðgerðir innanlands og aðrir óbreytt ástand.
Viðtal
Ekki tímabært að greina frá sóttvarnaráðstöfunum
„Ég held að það sé ekki tímabært að úttala sig nákvæmlega hvernig við ættum að haga ráðstöfunum“, segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra um áform ríkisstjórnarinnar um sóttvarnaaðgerðir. Bjarni segir það koma til greina að fara að skima bólusetta farþega sem hingað koma.
Viðtal
Forsetinn brýnir fyrir ríkisstjórn að hlusta á vísindin
Forseti Íslands brýndi fyrir ríkisstjórninni á ríkisráðsfundi í dag að fara að tillögum sóttvarnasérfræðinga og sér kæmi í opna skjöldi ef það væri ekki gert. Það allra versta sem gæti gerst núna væri að ala á óeiningu og missa samstöðuna.
Næsti faraldur verði faraldur kulnunar
Alþjóðastofnanir spá því að næsti heimsfaraldur verði faraldur kulnunar. BSRB sendi minnisblað vegna þessa til yfirvalda í dag, þar sem lagðar eru til heilsuverndandi aðgerðir fyrir framlínustarfsfólk sem og almenning.
BHM: Framtíð úrræða stjórnvalda þarf að vera skýr
Bandalag háskólamanna (BHM) hvetja stjórnvöld til að finna jafnvægi milli lýðheilsulegra sjónarmiða, efnahagslegra sjónarmiða og þess að „lifa með veirunni“. Mikilvægt sé að stjórnvöld sendi skýr skilaboð um hvert sé markmið og framtíð þeirra úrræða sem gripið hefur verið til.
Ekki hægt að leggja á framlínufólk annan eins vetur
Forseti ASÍ segir brýnt að tryggja afkomu fólks sem missir tekjur vegna kórónuveirufaraldursins og huga að öryggi og velferð framlínufólks. Ekki sé hægt að leggja á það annan eins vetur og í fyrra.
Ráðherrar funda stíft í dag
Forsætisráðherra og fleiri ráðherrar funda í dag með ýmsum hagsmunaaðilum um þá stöðu sem upp er komin í kórónuveirufaraldrinum. Meðal þeirra eru fulltrúar úr menningargeiranum. Formaður Bandalags íslenskra listamanna segir að hugsanlega verði sýningahaldi breytt til lengri tíma.
Myndskeið
„Í raun og veru ekki verið að breyta minnisblöðunum“
„Það er í raun og veru ekkert verið að breyta minnisblöðunum,“ segir Þórólfur Guðnason um nýtt fyrirkomulag þegar kemur að sóttvarnaaðgerðum. Þórólfur tilkynnti á upplýsingafundi í dag að hann muni ekki leggja formlega til ákveðinna aðgerða.
108 smit í gær og 70 utan sóttkvíar
108 greindust smitaðir af COVID-19 innanlands í gær, þar af voru 70 utan sóttkvíar. Einn einstaklingur var lagður inn á sjúkrahús í gær. Nú liggja 16 inni á sjúkrahúsi með veiruna. Af þeim sem smituðust í gær voru 54 fullbólusettir, 45 óbólusettir og 2 sem höfðu hafið bólusetningu.
Örtröð í Leifsstöð
Mannmergð er nú í Flugsstöð Leifs Eiríkssonar, en fólk á leið til landsins þarf að bíða drykklanga stund til að framvísa bólusetningarvottorðum eða fara í sýnatöku, sé það óbólusett.
Nýtt farsóttarhús tekið til notkunar
Nýtt farsóttarhús var tekið til notkunar í dag og er það til húsa í Storm Hóteli við Þórunnartún. Þar með bætast 80 herbergi við þau sem farsóttarhúsin hafa þegar til afnota. Umsjónarmaður farsóttarhúsa Rauða krossins vonar að starfsemin sé þar með komin fyrir vind.