Færslur: Aðgerðir ríkisstjórnarinnar vegna COVID-19

Geta ekki lagt út fyrir launum í uppsagnafresti
Samtök ferðaþjónustunnar segja að stjórnvöld verði að falla frá þeirri kröfu að fyrirtæki leggi út fyrir launum í uppsagnarfresti áður en kemur til aðstoðar ríkisins. Framkvæmdastjóri samtakanna segir afar erfitt fyrir flest fyrirtæki í þessu árferði að leggja út fyrir launakostnaði, fá lán til þess, nýtt hlutafé eða selja eignir.
Þrjú sveitarfélög og tvö byggðasamlög á listanum
Minnst þrjú sveitarfélög og tvö byggðasamlög eru á lista Vinnumálastofnunar yfir þau fyrirtæki sem hafa nýtt sér hlutabótaleið yfirvalda. Listinn var birtur í kvöld. Sveitarfélögin eru Dalvíkurbyggð, Strandabyggð og Skútustaðahreppur en á listanum má einnig finna byggðasamlögin Sorpu og Strætó.
Fitch Ratings: Horfum breytt úr stöðugum í neikvæðar
Ríkissjóður er með óbreytta A-lánshæfiseinkunn en horfum lánshæfismats hefur verið breytt úr stöðugum í neikvæðar. Hætta er á að áhrif kórónuveirufaraldursins reynist enn meiri en nú er vænst. Útlit sé fyrir skarpan efnahagssamdrátt, versnandi afkomu hins opinbera og markverða hækkun skulda.
Úlfar sendi „sérfræðingum út í bæ“ tóninn
Hluthafar Icelandair samþykktu einróma að farið verði í hlutafjárútboð á hluthafafundi í dag. Stjórnarformaður félagsins gagnrýndi harðlega umræðu svokallaðra „sérfræðinga úti í bæ“ um rekstur félagsins.
H&M setti starfsmenn á hlutabætur - listinn birtur
Ein stærsta fatakeðja heims, H&M, er á meðal þeirra fyrirtækja sem nýta sér hlutabótaleiðina. Vinnumálastofnun birti í dag listann yfir öll þau fyrirtæki sem hafa nýtt sér þessa leið. Á listanum eru fjölmörg íþróttafélög, kaffihús, Strætó bs., rútubílafyrirtæki, útgerðarfélög og fleiri fyrirtæki.  
Myndskeið
Spennufall eftir að dró úr faraldrinum
Yfirmaður smitrakningateymisins segir flesta í teyminu í spennufalli eftir að dró úr faraldrinum. Erlendum verkamönnum fjölgar sem koma hingað í vinnusóttkví og eru þeir nú tæplega 150.
Reikna út áhrif COVID-19 á ríkissjóð
Unnið er að því í fjármálaráðuneytinu þessa dagana að gera nýjar áætlanir um tekjur, útgjöld og afkomu ríkissjóðs í ár. Áætlanirnar sem fjárlög ársins byggðu á fóru fyrir lítið þegar efnahagslegra áhrifa kórónuveirufaraldursins fór að gæta. Að auki hefur ríkissjóður gripið til ýmissa aðgerða til að létta efnahagsáfallið.
Vilja leiðrétta rangfærslur vegna kæru Pipar/TBWA
Ríkiskaup telja ástæðu til að leiðrétta „endurteknar rangfærslur“ í fjölmiðlaumfjöllunum um útboðið á verkefninu „Ísland- saman í sókn“. Útboðið var til umfjöllunar víða í dag. Auglýsingastofan Pipar/TBWA sendi frá sér yfirlýsingu í dag og greindi frá þeirri ákvörðun stofunnar að kæra Ríkiskaup til kærunefndar útboðsmála fyrir að ganga að tilboði bresku auglýsingastofunnar M&C Saatchi í markaðsátak stjórnvalda til landkynningar á Íslandi í kjölfar COVID-19.
250 milljónir frá ríkinu til eflingar Suðurnesja
Ríkið hyggst verja 250 milljónum til að bæta þjónustu og efla sveitarfélög á Suðurnesjum. Um er að ræða 17 aðgerðir, meðal annars átak á vinnumarkaði, aukið verður við framboð menntunar, komið verður á átaki gegn heimilisofbeldi og heilbrigðisþjónusta á svæðinu verður bætt.
200 milljarða kostnaður í ár
Bein útgjöld ríkissjóðs vegna mótvægisráðstafana við efnahagslegum áhrifum kórónuveirufaraldursins nema ríflega hundrað milljörðum króna í ár. Að auki verða tekjur ríkisins 95 milljörðum króna lægri í ár en ráð var fyrir gert vegna heimilda fyrirtækja til að fresta skattgreiðslum fram á næsta ár. Óljóst er hversu mikill kostnaður ríkisins verður vegna ríkisábyrgða á lánum sem bankarnir veita fyrirtækjum en hann yrði að hámarki 45 milljarðar.
Bætt við úrræðum fyrir fatlaða einstaklinga
Ríkisstjórnin hefur ákveðið að verja um 190 millljónum króna til að fjölga tímabundnum úrræðum fyrir langveik og fötluð börn og fullorðna. Framtakinu er ætlað að hlaupa undir bagga með þeim hópum sem finna mikið fyrir áhrifum Covid-19 faraldursins.
Spegillinn
Vilja ávísun fyrir börnin
„Í lok mars var ég alveg úrræðalaus og ísskápurinn tómur.“ Þetta segir Hildur Oddsdóttir, einstæð, tveggja barna móðir. Kristín, önnur kona sem glímir við fátækt óttast að geta ekki boðið börnunum sínum á nein námskeið í sumar. Heimsfaraldurinn virðist hafa aukið á vanda þeirra sem búa við sárafátækt á Íslandi. 
Opnun landsins kom eins og þruma úr heiðskíru lofti
Fyrrum yfirlæknir COVID-19 deildar Landspítalans segir það hafa komið heilbrigðisstarfsfólki í opna skjöldu þegar yfirvöld tilkynntu um að landið verði opnað fyrir ferðamönnum með takmörkunum 15 júní.
Viðtal
Segir marga reiða yfir því að landið verði opnað
Ekki ríkir einhugur innan heilbrigðiskerfisins um þá ákvörðun ríkisstjórnarinnar að opna landið á ný. Þetta segir Már Kristjánsson, yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Landspítalans.
Viðtal
Staða Icelandair helsta óvissan í ferðaþjónustu
Helsta óvissan í ferðaþjónustu nú er staða Icelandair, segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Hann hefur meiri áhyggjur af óvissu sem stafar af stöðu flugfélagsins en af þeirri óvissu sem ríkir um framkvæmd sýnatöku vegna COVID-19 á Keflavíkurflugvelli sem áætlað er að hefjist 15. júní.
„Þurfum að hafa þolinmæði í það að skulda þessa kreppu“
Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands, segir að stjórnvöld verði að hafa þolinmæði í að skuldsetja sig til að bregðast við kreppunni frekar en að selja ríkiseignir og skera niður. Benedikt Jóhannesson, stærðfræðingur og fyrrverandi fjármálaráðherra segir ekki ástæðu til svartsýni þrátt fyrir áföll.
Bankar vara við pakkaferðafrumvarpi ráðherra
Arion banki og Íslandsbanki vara báðir við hættu sem þeir segja fólgna í frumvarpi Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur ferðamálaráðherra. Frumvarpið heimilar ferðaskrifstofum og flugfélögum að endurgreiða fólki með inneignarnótu í stað peninga fyrir pakkaferðir sem ekki voru farnar vegna COVID-19 faraldursins. Lögmenn bankanna segja þetta geta kollvarpað rétti fólks til endurgreiðslu hjá kortafélögum.
Leigubílstjórar ósáttir við frumvarp Sigurðar Inga
Leigubílstjórar eru ósáttir við frumvarp samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um að þeir geti skilað inn atvinnuleyfum sínum til að geta skráð sig á atvinnuleysisskrá. Það kemur fram í umsögn Bifreiðastjórafélagsins Frama og Bandalags íslenskra leigubifreiðastjóra um frumvarpið. Þar segir að frumvarpið virðist snúast um að greiða ekki hlutabætur til leigubílstjóra.
Viðtal
Vill ríkisaðstoð við sveitarfélög vegna tekjutaps
Þrjú sveitarfélög sjá fram á að útsvar lækki um allt að 26 prósent í ár vegna hruns ferðaþjónustunnar. Sveitarstjórinn í Bláskógabyggð segir erfitt að mæta því nema með því að taka lán. Ríkið þurfi að grípa inn í.
Segir rithöfunda missa stóran hluta tekna vegna COVID
Rithöfundar hafa orðið fyrir miklum tekjumissi vegna COVID-19 faraldursins líkt og aðrir listamenn, segir Margrét Tryggvadóttir, rithöfundur og varaþingmaður. Ástæðan sé sú að upplestrar og önnur verkefni séu stór hluti af tekjum þeirra.
Framlengja samning um lágmarks flugsamgöngur
Íslensk stjórnvöld hafa hafa framlengt samningi við Icelandair um lágmarks flugsamgöngur til Evrópu og Bandaríkjanna til 27. júní. Samningurinn var gerður vegna ástandsins sem hefur skapast vegna kórónuveirufaraldursins. Samkvæmt honum verða 36 flugferðir á vegum Icelandair á tímabilinu; til Boston, Lundúna og Stokkhólms.
Hlutabótaleið: Laun stjórnenda ekki hærri en 3.000.000
Ríkisstjórnin samþykkti í morgun frumvörp um hertar reglur um stuðning ríkisins við greiðslu launa á fólks uppsagnarfresti og þeirra sem nýta hlutabótaleiðina. Mánaðarlaun æðstu stjórnenda fyrirtækja sem nýta úrræðið mega ekki vera hærri en 3 milljónir og gildir sú regla til ársins 2023.
Óvíst hvenær listi yfir hlutabótafyrirtæki birtist
Forstjóri Vinnumálastofnunar segir ómögulegt að svara því hvort listi yfir fyrirtæki sem nýtt hafa hlutabótaleiðina verði birtur á morgun. Persónuvernd úrskurðaði í gær að í ljósi almannahagsmuna eigi að birta listann. Þá sagði Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálstofnunar, að listinn yrði líklega birtur í dag eða á morgun. Unnur segir að núna fari persónuverndarfulltrúi stofnunarinnar yfir málið.
Fleiri alls óvanir standa í framkvæmdum í samkomubanni
Sala á málningu hefur aukist um þriðjung frá því að samkomubann tók gildi. Sölustjóri segir að margir alls óvanir, standi nú í framkvæmdum. Tekjur 15% fyrirtækja í verslun og þjónustu jukust milli ára. Fólk heldur sér í formi með hjólreiðum þegar ræktin er lokuð.
Ríkið eignist hlut ef stuðningur fer yfir 100 milljónir
Nemi opinber stuðningur við fyrirtæki sem lenda í vanda vegna COVID-19 100 milljónum króna eða meira ætti ríkið að eignast hlut í fyrirtækinu. Þetta er meðal þeirra tillagna sem ASÍ kynnti á blaðamannafundi í Gerðasafni eftir hádegi í dag undir yfirskriftinni Rétta leiðin.