Færslur: Aðgerðir ríkisstjórnarinnar vegna COVID-19

Morgunútvarpið
Sér ekki tilgang í að hitta forsætisráðherra í dag
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, þekktist ekki boð forsætisráðherra um að ræða við hana í stjórnarráðinu í dag. Hann var gestur í Morgunútvarpi Rásar tvö í morgun.
Brugðist við samdrætti í sex sveitarfélögum
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur falið Byggðastofnun að skoða stöðu mála í sex sveitarfélögum sem hafa orðið hart úti vegna niðursveiflu í ferðaiðnaði vegna kórónuveirufaraldursins.
Sprenging í umsóknum um endurgreiðslu vegna Allir vinna
Hátt í fimm þúsund umsóknir hafa borist um endurgreiðslu á virðisaukaskatti í verkefninu Allir vinna sem hrundið var af stað í vor. Flestar snúa þær að bílaviðgerðum.
Brugðist hratt við án þess að eyða fé fyrirhyggjulítið
Stjórnvöld fóru meðalveg þess að bregðast hratt og vel við efnahagsáföllum COVID-19 án þess að sprauta peningum fyrirhyggjulítið hvert á land sem er, segir Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka. Hann segir að þetta sé í raun fyrsta samdráttarskeiðið sem Íslendingar hafi búið sig vel undir.
Stóra verkefnið að skapa fleiri störf, segir Katrín
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir stóra verkefnið framundan vera að skapa fleiri störf en að þjóðfélagið sé vel í stakk búið að takast á við þann metsamdrátt sem Hagstofan spáði í gær. 
Sækja um greiðsluskjól eftir nær algjöran tekjumissi
Forsvarsmenn Allrahanda GL sem rekur Gray Line á Íslandi, hafa sótt um greiðsluskjól vegna tekjuhruns hjá fyrirtækinu. Tekjur Gray Line námu um 700 milljónum króna síðustu þrjá mánuði fyrir COVID-19 faraldur en voru aðeins 680 þúsund krónur síðustu þrjá mánuði. Það er um 0,1 prósent af fyrri tekjum.
Mestum samdrætti til 2021 spáð á Íslandi
Efnahagshorfur í heiminum eru enn verri en áður var gert ráð fyrir samkvæmt uppfærðri hagspá Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Í júnískýrslu Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) um efnahagshorfur aðildarríkja er Íslandi spáð meiri efnahagslegum samdrætti fram til loka næsta árs heldur en nokkru öðru OECD-ríki.   
Styrkja samstarf um viðbúnað vegna farsótta
Forsætisráðherrar Norðurlanda og leiðtogar Álandseyja, Færeyja og Grænlands ákváðu á fundi í dag að vinna að því að styrkja samstarf Norðurlanda um öryggi birgða og viðbúnaðargetu vegna farsótta.
Seðlabankinn tryggir stuðningslán til smærri fyrirtækja
Seðlabankinn ætlar að lána bönkunum fjármagn á eitt prósent vöxtum svo þeir geti veitt fyrirtækjum svokölluð stuðningslán vegna Covid-faraldursins. Samningar um þetta tókust síðdegis í dag. Seðlabankastjóri telur ekki óeðlilegt að tekið hafi mánuð að útfæra lánin, það sé betra að vanda til verka þegar farið sé með almannafé.
Gagnrýna stuðning til sumarnáms 
Félag atvinnurekenda gagnrýnir stuðning menntamálaráðherra til sumarnáms á þeim grundvelli að hann skaði samkeppni. Félagið fer fram á að menntamálaráðherra rétti samkeppnisstöðu á fræðslumarkaði og tryggi að stuðningurinn nái einnig til einkarekinna fyrirtækja.
Myndskeið
Ekkert fyrirtæki hefur fengið lán
Ekkert fyrirtæki á Íslandi hefur enn fengið brúarlán eða stuðningslán til að halda sjó vegna Covid-19 faraldursins. Lánin áttu að vera á meðal áhrifamestu efnahagsaðgerða ríkisstjórnarinnar. Skatturinn hefur enn ekki opnað gátt til að sækja um stuðning til að greiða laun í uppsagnarfresti, þótt umsóknarfresturinn hafi runnið út fyrir þremur dögum.
Ekkert fyrirtæki fengið brúarlán eða stuðningslán  
Ekkert fyrirtæki á Íslandi hefur enn fengið brúarlán, en lánin voru kynnt sem ein áhrifamesta aðgerð ríkisstjórnarinnar í fyrsta aðgerðapakkanum vegna COVID-19 faraldursins. Þá hefur ekki verið opnað fyrir umsóknir um stuðningslán sem kynnt voru sem hluti af öðrum aðgerðapakkanum og ætluð eru smærri fyrirtækjum. 
Tryggja aukið fjármagn til framhalds- og háskóla
Framhalds- og háskólum verður tryggt nægt fjármagn til að mæta metaðsókn í skólana, samkvæmt ákvörðun ríkisstjórnarinnar sem greint var frá í dag.
Myndskeið
Gætu þurft að hafna helmingi allra umsókna um nám
Háskólinn á Akureyri þarf að óbreyttu að hafna helmingi allra umsókna um nám við skólann í haust. Rektor er vongóður um að stjórnvöld bregðist við með auknu fjármagni. Hátt í 600 milljónir króna vantar upp á.
Kastljós
Lögregla fær heimild til að snúa fólki við á landamærum
Eftirlit með ferðamönnum verður aukið og lögregla fær meiri heimildir til að snúa fólki við á landamærum ef grunur leikur á að það muni brjóta gegn sóttvarnarráðstöfunum, til að mynda með því að rjúfa sóttkví.
„Mikill léttir fyrir marga að sjá þetta smella“
Prufukeyrsla á skimunarferli fyrir Covid-19 á Keflavíkurflugvelli sem fram fór í dag gekk vel að sögn almannavarna og landlæknis. Verkefnastjóri hjá almannavörnum segir að þriggja mánaða vinna hafi verið unnin á örfáum dögum, og það sé léttir fyrir marga að sjá ferlið smella saman.
Fá ferðir endurgreiddar með hjálp ríkisins
Þeir sem eiga inni endurgreiðslu hjá ferðaskrifstofum vegna kórónufaraldursins fá greitt í gegnum ábyrgðarsjóð, sem ferðamálaráðherra vill stofna. Hún segir með því að lána ferðaskrifstofum úr sjóðnum til að endurgreiða ferðalöngum komi það bæði neytendum til góða og veiti ferðaskrifstofum súrefni til að halda áfram. 
Mynd með færslu
Í BEINNI
Blaðamannafundur um breyttar reglur um komu ferðamanna
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra, boðaði til blaðamannafundar í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu klukkan 14. Fundinum verður streymt á ruv.is og í sjónvarpinu. Ásamt dómsmálaráðherra eru Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri, Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá Almannavörnum til svara. Meginefni fundarins er breytingar á reglum um komu ferðamanna til Íslands næstkomandi mánudag, 15. júní.
Um sex þúsund beðið tvo mánuði eftir bótum
Á sjötta þúsund manns hafa beðið í meira en tvo mánuði eftir að Vinnumálastofnun afgreiði umsókn þeirra um atvinnuleysisbætur. Forstjóri stofnunarinnar segir þetta gríðarlega leiðinlegt.
Tugir fyrirtækja hyggjast endurgreiða hlutabætur
Rúmlega fimmtíu fyrirtæki hafa óskað eftir því að endurgreiða Vinnumálastofnun bætur sem starfsmenn fyrirtækjanna fengu greiddar vegna hlutabótaleiðar. Flest fyrirtækin hafa nú þegar endurgreitt stofnuninni útlagðan kostnað. Þetta kemur fram í svari Vinnumálastofnunar við fyrirspurn fréttastofu.
Ræða opnun landamæranna á blaðamannafundi í dag
Heilbrigðisráðherra boðar til blaðamannafundar í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu klukkan tvö í dag. Opnun landamæranna eftir tæpa viku er meginefni fundarins, framkvæmd sýnatöku á landamærunum og viðbúnaður í heilbrigðiskerfinu.
Opnað fyrir tilboð í hönnun nýrrar flugstöðvar
Isavia Innanlandsflugvellir ehf, dótturfélag Isavia, tilkynnti í dag um útboð þar sem óskað er eftir tilboðum í fullnaðarhönnun á viðbyggingu og breytingu á flugstöðinni á Akureyrarflugvelli. Um eru að ræða framkvæmdir sem ríkisstjórnin lagði til að hæfist strax í flýtifjárfestingarátaki stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursins.
Fólk með lögheimili erlendis fái ekki ferðagjöf
Meirihluti atvinnuveganefndar leggur til að ferðagjöf stjórnvalda fari aðeins til þeirra sem hafa skráð lögheimili á Íslandi. Nefndarálitinu var útbýtt í gær en breytingartillagan er í samræmi við umsögn frá Þjóðskrá Íslands.
„Gjaldið ætti að vera mun hærra en 15 þúsund krónur“
„Út frá hagfræðinni ættu ferðamenn að bera allan kostnað af skimun við komuna til landsins og meira til. Gjaldið ætti að vera mun hærra en 15 þúsund krónur,” segir Tinna Laufey Ásgeirsdóttir, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands.
Ekki mögulegt að framlengja ferðagjöfina
Afmarka þyrfti í frumvarpi um ferðagjöf stjórnvalda hvað falli undir hugtakið íslensk kennitala. Verði fjárhæð hennar hækkuð þarf að líta til sjónarmiða um undanþágu tækifærisgjafa frá skattskyldu og ekki er heimilt að framlengja gildistíma hennar. Þetta kemur fram í áliti atvinnuveganefndar Alþingis um frumvarp til laga um ferðagjöf.