Færslur: Aðgerðir á landamærum

Mynd með færslu
Í BEINNI
Ríkisstjórnin boðar til fundar um afléttingu sóttvarna
Ríkisstjórnin boðar til blaðamannafundar klukkan 11 um afléttingu sóttvarna og aðgerðir á landamærunum. Fundurinn verður í beinni útsendingu í Sjónvarpinu og táknmálstúlkaður á RÚV2. Viðbúið að tilkynnt verði um verulega tilslökun á sóttvörnum. Sóttvarnalæknir sagði í fréttum RÚV í gær að ástæða væri til að slaka á enda væru hátt í níu tíu prósent fólks 16 ára og eldra bólusett með fyrri sprautu hið minnsta.
Myndskeið
Ástæða til að slaka á
Sóttvarnalæknir segir ástæðu til að slaka á sóttvarnaaðgerðum innanlands nú þegar hátt í níutíu prósent fólks á bólusetningaraldri hafa fengið fyrri sprautu hið minnsta. Viðbúið er að ríkisstjórnin kynni tilslakanir á morgun. Sóttvarnalæknir hefur skilað heilbrigðisráðherra tillögum sínum að sóttvarnaaðgerðum bæði innanlands og á landamærunum.
Allt að tveggja tíma bið í Leifsstöð eftir sýnatöku
Þrjátíu og ein flugvél lendir á Keflavíkurflugvelli á morgun og hafa þær ekki verið fleiri frá því kórónuveirufaraldurinn braust út. Farþegar geta þurft að bíða í allt að tvo tíma eftir því að vottorð þeirra séu skoðuð og þeir sendir í skimun. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir að farþegar sem lagt hafi langa ferð að baki geti orðið pirraðir að þurfa að bíða lengi eftir afgreiðslu.
Óttast að mannskap vanti til að skima á landamærum
Sóttvarnalæknir óttast að ekki sé til nægur mannskapur til að viðhalda óbreyttum aðgerðum á landamærunum. Til greina komi að hætta að skima þá sem koma til landsins með bólusetningarvottorð. Þá segir hann að verslanir og stofnanir standi sig ekki sem skyldi í sýkingavörnum því víða séu sprittbrúsar tómir. Sjötta daginn í röð hefur ekki greinst smit innanlands utan sóttkvíar.
Ferðamennirnir eru með delta-afbrigðið
Ferðamennirnir tveir sem reyndust smitaðir af kórónuveirunni eru með indverska afbrigði veirunnar sem einnig er nefnt delta-afbrigðið. Samkvæmt upplýsingum frá sóttvarnasviði embættis landlæknis hafa enginn önnur smit verið rakin til fólksins. Maðurinn og konan eru frá Miðausturlöndum og komu hingað fyrir tíu dögum. Smitin uppgötvuðust þegar þau undirbjuggu brottför frá Íslandi og fóru í skimun til að geta framvísað PCR-vottorði í því landi sem þau hugðust fara til.
Ferðaráðleggingar sóttvarnalæknis í endurskoðun
Unnið er að endurskoðun á ferðaráðum sóttvarnalæknis en sem stendur ræður hann íbúum Íslands frá ferðalögum til allra landa nema Grænlands. Þrátt fyrir að fullbólusettum landsmönnum standi til boða að fá samevrópskt bólusetningarvottorð mega þeir þó ekki fara til Bandaríkjanna og Kanada.
Nýju samevrópsku bólusetningavottorðin koma í kvöld
Græni passinn, sem er samevrópskt bólusetningarvottorð, ætti að verða öllum fullbólusettum hér á landi aðgengilegur í kvöld. Ísland tekur þátt í tilraunaverkefni með passann en að óbreyttu verður hann tekinn upp í öllum ríkjum Evrópusambandsins og EFTA 1. júlí. Verkefnastjóri hjá Landlæknisembættinu segir passann byggðan á QR-kóða og ekki sé hægt að falsa hann.
1,2 milljarðar vegna sóttkvíarhótela - mest í leigu
Ríkið þarf að greiða einn komma tvo milljarða króna vegna sóttkvíarhótela. Langstærsti útgaldaliðurinn er leigan á hótelunum eða níu hundruð milljónir króna. Rúmlega þrjú hundruð manns dvelja núna á sóttkvíarhótelum. Matur fyrir hótelgesti hefur kostað 164 milljónir króna.
Myndskeið
Stærsti ferðamannadagurinn í Leifstöð frá upphafi COVID
Fimm daga dvöl á sóttkvíarhóteli við komuna til landsins frá skilgreindum hááhættusvæðum verður ekki lengur skylda á miðnætti. Sóttkvína má framvegis taka út í sumarbústað, heimahúsi eða á hótelum sem bjóða upp á slíkt. „Við sjáum það til dæmis bara í dag sem er einn stærsti dagurinn frá því að COVID byrjaði, hér eru að koma um 2000 ferðamenn til landsins,“ segir aðstoðaryfirlögregluþjónn.
Ekki lengur skylda að dvelja á sóttkvíarhóteli
Á miðnætti verður fólki sem kemur til landsins frá skilgreindum hááhættusvæðum ekki lengur skylt að dvelja í sóttvarnahúsi meðan það er í sóttkví. Fólk getur í stað þess verið í heimasóttkví. Forstöðumaður farsóttarhúsa segir að sóttkvíarhótelin verði áfram opin og ókeypis næsta hálfa mánuðinn hið minnsta.
Mikið álag á landamærunum – fjölga starfsfólki
„Umfangið er gríðarlega mikið. Það koma upp undir þúsund farþegar á dag um flugvöllinn,“ segir Arngrímur Guðmundsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn í flugstöðvardeild Lögreglustjórans á Suðurnesjum. „Þessum farþegum þarf öllum að mæta og það þarf að skoða þau gögn sem þeir leggja fram; PCR-vottorð eða bóluefnavottorð eða staðfestingu á að viðkomandi hafi fengið COVID,“ bætir hann við. 
Alltaf einhverjum vísað til baka við komuna til Íslands
„Það eru alltaf einhverjir sem þurfa að fara til baka,“ segir Arngrímur Guðmundsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn í flugstöðvardeild Lögreglustjórans á Suðurnesjum. Bann er í gildi við ónauðsynlegum ferðum hingað til lands frá ákveðnum hááhættusvæðum og það kemur fyrir flesta daga að fólk frá þeim svæðum uppfylli ekki skilyrði um að ferðin sé nauðsynleg.
Viðtal
Þórólfur biður Kára um aðstoð við greiningar á sýnum
Sóttvarnalæknir biðlar Íslenska erfðagreiningu um aðstoð við að skima fyrir veirunni. Honum hugnast hvorki að hætta að skima þá sem koma með vottorð um bólusetningu né að taka upp hraðgreiningarpróf. Fleiri ferðamenn streyma nú til landsins en reiknað var með og greiningargeta Landspítalans er að ná þolmörkum.
Tíu ferðamenn í haldi á Keflavíkurflugvelli
Tíu ferðamenn frá meginlandi Spánar eru í haldi á Keflavíkurflugvelli. Þeir uppfylla ekki skilyrði reglugerðar dómsmálaráðherra sem bannar ónauðsynlegar ferðir frá hááhættusvæðum og tók gildi 27. apríl. Vísir.is greindi fyrst frá.
Kastljós
Hagræn áhætta fólgin í hröðum afléttingum
Hagræn áhætta við afléttingar sóttvarnaaðgerða er fólgin í því að ef afléttingarnar eru of hraðar gæti þurft að skella í lás á ný. Þetta sagði Gylfi Magnússon, formaður bankaráðs Seðlabanka Íslands og prófessor við Háskóla Íslands, í viðtali í Kastljósi í kvöld. „Það mun hafa mjög slæm hagræn áhrif því það hefur þá ekki bara þau áhrif að útlendingarnir koma ekki, heldur líka þau að Íslendingar geta sig hvergi hreyft,“ sagði hann. 
Frumvarpið samþykkt eftir langan þingfund
Frumvarp heilbrigðisráðherra um sóttvarnalög og lög um útlendinga var samþykkt á Alþingi um klukkan hálf fimm í nótt, með breytingartillögu fyrsta minnihluta velferðarnefndar.
Fjórar breytingartillögur ræddar í nótt
Önnur umræða um frumvarp heilbrigðisráðherra um breytingu á sóttvarnalögum og lögum um útlendinga hófst á þriðja tímanum í nótt. Fimm sinnum var þingfundi frestað svo velferðarnefnd gæti lokið fundi sínum. Fjöldi sérfræðinga mætti á fund nefndarinnar.
Myndskeið
Stefnir í næturbrölt á Alþingi – fundi frestað aftur
Þingfundi sem átti að hefjast klukkan 21.30 hefur verið frestað til klukkan 02:00 hið minnsta. Frumvarp heilbrigðisráðherra um sóttvarnarlög og lög um útlendinga er enn í meðferð velferðarnefndar. Að því loknu verður frumvarpið tekið til 2. og 3. umræðu og um það greidd atkvæði.
Segir ýmsum spurningum ósvarað um landamæraaðgerðir
Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, telur ýmsum spurningum enn ósvarað um þær landamæraaðgerðir sem ríkisstjórnin kynnti í gær. Frumvarp sem er ætlað að renna lagastoðum undir fyrirhugaðar aðgerðir er nú til umræðu á Alþingi.
Læknum líst illa á áhættumat stjórnvalda á landamærum
Stjórn Læknafélags Íslands (LÍ) gerir alvarlegar athugasemdir við þá fyrirætlan íslenskra stjórnvalda að „endurskilgreina áhættumat sem alþjóðleg samstaða ríkir um og er grundvöllur sóttvarnaaðgerða innan Evrópska efnahagssvæðisins“. Þetta kemur fram í nýrri yfirlýsingu frá félaginu.
Spyr hvers vegna viðmið um nýgengi var hækkað
„Hvað kallar á það að það séu gerðar vægari kröfur núna en áður?,“ spurði Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar á Alþingi í dag. Hann gagnrýndi að nýkynntar reglur á landamærunum miðuðu að því að aðeins þeir sem kæmu frá ríkjum þar sem nýgengi er yfir 1.000 yrðu undantekningalaust skikkaðir í sóttvarnahús við komuna til landsins. Fyrri reglugerð um sóttvarnahús miðaðist við nýgengið 500.
Pólverjar líklegri til að greinast smitaðir við komu
Hæst hlutfall smita á landamærum greinist meðal fólks með pólskt ríkisfang. Næsthæsta hlutfallið er hjá Íslendingum.
Myndskeið
Hertar aðgerðir ekki áfall fyrir ferðaþjónustuna
Ferðamálaráðherra segir að hertar aðgerðir á landamærum valdi ekki miklum skaða hjá ferðaþjónustunni. Dómsmálaráðherra segir breytingar á litakóðunarkerfi skapa eins mikinn fyrirsjáanleika og unnt sé.
Upptaka
Blaðamannafundur í Hörpu vegna landamæraaðgerða
Ríkisstjórnin boðar til blaðamannafundar í Hörpu klukkan 16 í dag. Þar munu formenn stjórnarflokkanna þriggja, Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra fara yfir ráðstafanir á landamærum.
Myndskeið
Rúmir 11 dagar í litakóðunarkefið - unnið að útfærslu
Það ræðst í þessari viku hvort og hvernig litakóðunarkerfi taki gildi á landamærunum um mánaðamót. Forsætisráðherra segir að unnið sé að útfærslu á kerfinu. Píratar vilja að fallið verði frá því að taka upp litakóðunarkerfið. Forsætisráðherra segir að ekkert verði ákveðið sem stangist á við ástandið hér heima eða erlendis.