Færslur: Aðgerðir á landamærum

Viðtal
Telur réttlætanlegt að gefa örvunarskammta
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, telur réttlætanlegt að bjóða upp á örvunarskammta bóluefna hér á landi, þrátt fyrir að Alþjóðaheilbrigðisstofnunin, WHO, hafi fordæmt þjóðir sem gefa slíka skammta þegar milljónir manna bíða enn eftir sínum fyrsta. Mike Ryan, yfirmaður neyðaraðgerða hjá WHO, segir örvunarskammtinn siðferðislega rangan.
Hraðpróf í boði fyrir skimun við heimkomu
Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins býst við að það fjölgi um allt að tvö þúsund manns á dag í sýnatökur í kjölfar nýrra reglna sem tóku gildi á miðnætti. Farþegar með tengsl við Ísland þurfa að fara í sýnatöku innan tveggja sólarhringa frá því að þeir koma til landsins. Þeir sem velja að fara í sýnatöku á vegum heilsugæslu fara þá í hraðpróf. Þeir sem láta taka sýni á Keflavíkurflugvelli fara í PCR-próf.
Mikilvægt að skoða vottorð hvers einasta komufarþega
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur mikilvægt að COVID-vottorð allra farþega sem koma hingað til lands séu skoðuð, til þess að tryggja að sóttvarnatakmarkanir á landamærum beri árangur. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamálaráðherra sagði í gær að til greina kæmi að skoða vottorð handahófskennt svo ekki þyrfti að stöðva hvern einasta farþega. Þannig mætti draga úr örtöð í komusal flugvallarins.
Sjónvarpsfrétt
Óvíst hvort og hvaða áhrif rauði liturinn hefur
Alls óvíst er hvort það hefur áhrif að Ísland er nú rautt samkvæmt skilgreiningu Sóttvarnastofnunar Evrópu. Íslendingum á leið til Danmerkur gæti verið meinað að koma til landsins ef Ísland fer á rauðan lista þar.
Viðtal
Ekki tímabært að greina frá sóttvarnaráðstöfunum
„Ég held að það sé ekki tímabært að úttala sig nákvæmlega hvernig við ættum að haga ráðstöfunum“, segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra um áform ríkisstjórnarinnar um sóttvarnaaðgerðir. Bjarni segir það koma til greina að fara að skima bólusetta farþega sem hingað koma.
Segir tveggja metra reglu og samkomubann skaða greinina
Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir það myndi hafa mikil áhrif á ferðaþjónustuna ef sett yrði á tveggja metra regla eða strangar samkomutakmarkanir. Hún vonast til að ný flokkun landsins hjá sóttvarnastofnun Bandaríkjanna hafi lítil áhrif á ferðahegðun.
Aðgerðir á landamærum sambærilegar og hjá öðrum þjóðum
Hafi markmið stjórnvalda í faraldrinum að halda landinu smitlausu hefði harðari takmarkanir verið í gildi á landamærunum að sögn Svandísar Svavarsdóttur. Hún segir að takmarkanir hér á landi séu samskonar og þær sem löndin í kringum Ísland nota. 
Áhrifin af takmörkunum minni en gert var ráð fyrir
Áhrifin af takmörkunum sem stjórnvöld gripu til fyrir viku eru minni en gera hefði mátt ráð fyrir, segir ferðamálastjóri. Rúmlega tvö hundruð flugvélar lenda á Keflavíkurflugvélli um og eftir helgi. Ekki er að sjá neina breytingu á fjölda farþega í flugvélum, samkvæmt upplýsingum frá Isavia.
Hertar landamærareglur tóku gildi á miðnætti
Á miðnætti tóku gildi nýjar og hertar reglur á landamærunum sem ríkisstjórnin samþykkti fyrir viku.
Ísland áfram grænt í Noregi
Flokkun norskra heilbrigðisyfirvalda á brottfararlöndum ferðamanna til Noregs var uppfærð í dag. Ísland er áfram grænt á kortinu eftir nýjustu uppfærslu. Norski fréttamiðillinn VG greindi sérstaklega frá því í gær að Ísland yrði hugsanlega fært á appelsínugult stig í dag vegna fjölgunar smita undanfarna daga. En svo varð ekki.  
23.07.2021 - 12:47
Stjórnarflokkarnir klofnir í afstöðu til sóttvarna
Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði segir að kosningaskjálfti sé kominn í ríkisstjórnarflokkana. Veruleg misklíð og klofningur sé kominn upp vegna sóttvarnamála.
11 ferðamenn smitaðir - 4 þeirra fullbólusettir
Fjórir af ellefu ferðamönnum sem greinst hafa smitaðir af kórónuveirunni síðustu daga, voru fullbólusettir. Þetta eru smit sem greindust frá síðasta fimmtudegi. Sóttvarnalæknir hvetur bólusetta landsmenn til að fara í sýnatöku finni þeir fyrir einkennum. 
Hefði viljað losna fyrr við tvöfalda skimun og sóttkví
Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar fagnar afléttingu sóttvarna en segist hafa vonast eftir því að kröfur um tvöfalda skimun og sóttkví á landamærunum hefðu ekki verið látnar gilda fram í miðjan ágúst eins og reglugerð hljóðar upp á. 
Íslendingar geti glaðst verulega
Dagurinn í dag er mikill gleðidagur að mati Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra. Hún segir Íslendinga geta glaðst verulega yfir því að takmörkunum hafi algjörlega verið aflétt.
Upptaka
Ríkisstjórnin boðar afléttingu sóttvarna
Ríkisstjórnin boðar til blaðamannafundar klukkan 11 um afléttingu sóttvarna og aðgerðir á landamærunum. Fundurinn verður í beinni útsendingu í Sjónvarpinu og táknmálstúlkaður á RÚV2.
Myndskeið
Ástæða til að slaka á
Sóttvarnalæknir segir ástæðu til að slaka á sóttvarnaaðgerðum innanlands nú þegar hátt í níutíu prósent fólks á bólusetningaraldri hafa fengið fyrri sprautu hið minnsta. Viðbúið er að ríkisstjórnin kynni tilslakanir á morgun. Sóttvarnalæknir hefur skilað heilbrigðisráðherra tillögum sínum að sóttvarnaaðgerðum bæði innanlands og á landamærunum.
Allt að tveggja tíma bið í Leifsstöð eftir sýnatöku
Þrjátíu og ein flugvél lendir á Keflavíkurflugvelli á morgun og hafa þær ekki verið fleiri frá því kórónuveirufaraldurinn braust út. Farþegar geta þurft að bíða í allt að tvo tíma eftir því að vottorð þeirra séu skoðuð og þeir sendir í skimun. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir að farþegar sem lagt hafi langa ferð að baki geti orðið pirraðir að þurfa að bíða lengi eftir afgreiðslu.
Óttast að mannskap vanti til að skima á landamærum
Sóttvarnalæknir óttast að ekki sé til nægur mannskapur til að viðhalda óbreyttum aðgerðum á landamærunum. Til greina komi að hætta að skima þá sem koma til landsins með bólusetningarvottorð. Þá segir hann að verslanir og stofnanir standi sig ekki sem skyldi í sýkingavörnum því víða séu sprittbrúsar tómir. Sjötta daginn í röð hefur ekki greinst smit innanlands utan sóttkvíar.
Ferðamennirnir eru með delta-afbrigðið
Ferðamennirnir tveir sem reyndust smitaðir af kórónuveirunni eru með indverska afbrigði veirunnar sem einnig er nefnt delta-afbrigðið. Samkvæmt upplýsingum frá sóttvarnasviði embættis landlæknis hafa enginn önnur smit verið rakin til fólksins. Maðurinn og konan eru frá Miðausturlöndum og komu hingað fyrir tíu dögum. Smitin uppgötvuðust þegar þau undirbjuggu brottför frá Íslandi og fóru í skimun til að geta framvísað PCR-vottorði í því landi sem þau hugðust fara til.
Ferðaráðleggingar sóttvarnalæknis í endurskoðun
Unnið er að endurskoðun á ferðaráðum sóttvarnalæknis en sem stendur ræður hann íbúum Íslands frá ferðalögum til allra landa nema Grænlands. Þrátt fyrir að fullbólusettum landsmönnum standi til boða að fá samevrópskt bólusetningarvottorð mega þeir þó ekki fara til Bandaríkjanna og Kanada.
Nýju samevrópsku bólusetningavottorðin koma í kvöld
Græni passinn, sem er samevrópskt bólusetningarvottorð, ætti að verða öllum fullbólusettum hér á landi aðgengilegur í kvöld. Ísland tekur þátt í tilraunaverkefni með passann en að óbreyttu verður hann tekinn upp í öllum ríkjum Evrópusambandsins og EFTA 1. júlí. Verkefnastjóri hjá Landlæknisembættinu segir passann byggðan á QR-kóða og ekki sé hægt að falsa hann.
1,2 milljarðar vegna sóttkvíarhótela - mest í leigu
Ríkið þarf að greiða einn komma tvo milljarða króna vegna sóttkvíarhótela. Langstærsti útgaldaliðurinn er leigan á hótelunum eða níu hundruð milljónir króna. Rúmlega þrjú hundruð manns dvelja núna á sóttkvíarhótelum. Matur fyrir hótelgesti hefur kostað 164 milljónir króna.
Myndskeið
Stærsti ferðamannadagurinn í Leifstöð frá upphafi COVID
Fimm daga dvöl á sóttkvíarhóteli við komuna til landsins frá skilgreindum hááhættusvæðum verður ekki lengur skylda á miðnætti. Sóttkvína má framvegis taka út í sumarbústað, heimahúsi eða á hótelum sem bjóða upp á slíkt. „Við sjáum það til dæmis bara í dag sem er einn stærsti dagurinn frá því að COVID byrjaði, hér eru að koma um 2000 ferðamenn til landsins,“ segir aðstoðaryfirlögregluþjónn.
Ekki lengur skylda að dvelja á sóttkvíarhóteli
Á miðnætti verður fólki sem kemur til landsins frá skilgreindum hááhættusvæðum ekki lengur skylt að dvelja í sóttvarnahúsi meðan það er í sóttkví. Fólk getur í stað þess verið í heimasóttkví. Forstöðumaður farsóttarhúsa segir að sóttkvíarhótelin verði áfram opin og ókeypis næsta hálfa mánuðinn hið minnsta.
Mikið álag á landamærunum – fjölga starfsfólki
„Umfangið er gríðarlega mikið. Það koma upp undir þúsund farþegar á dag um flugvöllinn,“ segir Arngrímur Guðmundsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn í flugstöðvardeild Lögreglustjórans á Suðurnesjum. „Þessum farþegum þarf öllum að mæta og það þarf að skoða þau gögn sem þeir leggja fram; PCR-vottorð eða bóluefnavottorð eða staðfestingu á að viðkomandi hafi fengið COVID,“ bætir hann við.