Færslur: Aðgerðir á landamærum

Nokkrir flugfarþegar gætu átt brottvísun yfir höfði sér
Sigurgeir Sigmundsson, yfirlögregluþjónn flugstöðvardeildar lögreglustjórans á Suðurnesjum, segir mögulegt sé að vísa þurfi um sex flugfarþegum frá landinu á grunni sóttvarnarlaga og ferðatakmarkana þriðja ríkis borgara. Jafnframt sé eitthvað um að farþegar framvísi ekki réttri gerð kórónuveiruprófs.
Um tíundi hver komufarþegi bólusettur
Hátt í einn af hverjum tíu farþegum sem hafa komið til landsins undanfarna daga hafa verið bólusettir við COVID-19 og álíka hátt hlutfall framvísar vottorði um að hafa fengið COVID. Lögreglan á Keflavíkurflugvelli þarf að hafa ítrekuð afskipti af fólki sem sækir þangað farþega. 
Enn of margir sem sækja komufarþega út á flugvöll
„Það eru enn brögð að því að fólk sæki vini og fjölskyldu á Keflavíkurflugvöll,“ segir Sigurgeir Sigmundsson, yfirlögregluþjónn á Keflavíkurflugvelli. Lögreglan hefur eftirlit með því hvernig fólk kemst heim af flugvellinum en samkvæmt sóttvarnareglum er óheimilt að sækja komufarþega á flugvöllinn, nema sá sem sæki fari líka í sóttkví.
Myndskeið
Tuttugu farþegar án vottorðs í dag
Tuttugu farþegar sem komu til landsins síðasta sólarhring voru ýmist án tilskilins vottorðs eða með rangt vottorð. 
Myndskeið
Vel gekk fyrsta daginn - tíu án vottorðs
Tíu farþegar sem komu til landsins í dag gátu ekki framvísað vottorði um smitleysi eins og nýjasta sóttvarnarreglan kveður á um. Lögreglu og starfsfólki gekk vel að afgreiða komufarþega. Yfirlögregluþjónn segir í skoðun að koma flugrútunni af stað á ný. 
Fjórðungur farþega ekki með PCR-vottorð
Fyrstu farþegarnir sem þurftu að framvísa vottorði um smitleysi komu frá Boston í morgun. Seinlegt var að fara yfir vottorðin. Nærri fjórðungur farþega var ekki með vottorð. Ekki verður sektað fyrr en á mánudag í fyrsta lagi.
Vænst svara á fundi með Pfizer á morgun
Á fundi síðdegis á morgun verður að líkindum skorið úr um hvort lyfjafyrirtækið Pfizer óski eftir að fram fari rannsókn hérlendis sem felst í að bólusetja tugþúsundir Íslendinga gegn kórónuveirunni. 
Spegillinn
Norðmenn loka landamærum að mestu
Norðmenn hafa lokað landamærum sínum að mestu í von um að nýtt kovid-19 smit berist til landsins með farandverkafólki. Eftirlit við landamærin og á flugvöllum þykir hafa brugðist nú í janúar. Á sama tíma eru miklar takmarkanir á ferða- og samkomufrelsi fólks í 25 sveitarfélögum í og við höfuðborgina Ósló.
Fólk verður hvatt til að hvíla sig eftir flug
Almannavarnir ætla að breyta skilaboðum sínum um sóttkví sem send eru til fólks sem kemur til landsins. Framvegis verða þau sem eiga langt ferðalag fyrir höndum, utan suðvesturhornsins, hvatt til að hvíla sig áður en haldið er af stað.
Myndskeið
Bjarni segir að reglugerð snerti takmarkað viðfangsefni
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um að skylda alla flugfarþega í tvöfalda skimun með fimm daga sóttkví á milli sé afskaplega takmarkað viðfangsefni.
Myndskeið
Heilsugæslan gerði allt til að fólk kæmist úr landi
Heilsugæslan setti hreinlega í fluggírinn um helgina þegar það verkefni að taka sýni úr um 600 Danmerkurförum rataði inn á borð til hennar. Nýjar sóttvarnareglur hafa nú tekið gildi í Danmörku sem kveða á um að þangað komi enginn nema með vottorð um að vera ekki með Covid-19. Flugsamgöngur við umheiminn eru í lágmarki.