Færslur: aðgerðasinnar

Pistill
Kvenskörungar fyrri tíma sem gerðust aðgerðasinnar
Hvað segja aðgerðir fyrri tíma kvenna um viðhorf þeirra til náttúrunnar? Sigríður Tómasdóttir frá Brattholti og Þorbjörg Sveinsdóttir ákváðu að gerast aktívistar og málsvarar náttúru Íslands og urðu fyrir vikið alþýðuhetjur.
Ólga í Póllandi vegna andláts þungaðrar konu
Margmenni safnaðist saman bæði í Kraká og Varsjá í Póllandi í gær til þess að minnast þungaðrar konu sem lést í september. Konan var á tuttugustu og annarri viku meðgöngu og lést vegna blóðeitrunar, en dánarorsök hennar var opinberuð á dögunum. Málið hefur vakið mikla athygli í ljósi þeirra ströngu laga sem nú gilda um þungunarrof í landinu og líta margir á þetta sem fyrsta andlátið af völdum laganna.
02.11.2021 - 20:53
Flugumaður lögreglu braut mannréttindi aðgerðasinna
Þrír dómarar við breskan dómstól segja Lundúnalögregluna hafa brotið mannréttindi aðgerðasinna sem var blekkt til að eiga í langvinnu ástarsambandi við mann sem reyndist vera útsendari lögreglunnar.
Aðgerðasinnar í Hong Kong dæmdir til fangavistar
Níu gamalreyndir aðgerðarsinnar í Hong Kong voru í morgun dæmdir sex til tíu mánaða fangavistar í morgun fyrir andóf gegn kínverskum stjórnvöldum. Þrír aðrir fengu skilorðsbundna dóma.
15.09.2021 - 06:39