Færslur: Aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum

Sjónvarpsfrétt
Þarf að virkja meira til að standa undir orkuskiptum
„Það er enginn að fara að reisa fimm nýjar Kárahnjúkavirkjanir á Íslandi.“ Þetta segir Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfisráðherra. Þó þurfi að virkja meira til að standa undir orkuskiptum og standa við skuldbindingar Íslands í loftslagsmálum.
„Ég man ekki til þess að ráðamenn hafi talað svona“
Formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands fagnar því að ráðherra loftslagsmála tali afdráttarlaust um að stjórnvöld þurfi að gera meira til þess að bregðast við loftslagsvánni.
Myndskeið
Ísland eftirbátur varðandi aðgerðir í loftslagsmálum
Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, segir nauðsynlegt að gera enn betur í loftslagsmálum. Í ræðu hans á Loftslagsdeginum í Hörpu kom fram að hann ætli sér að gera upplýsingar um losunarbókhald Íslands aðgengilegar á einum stað svo hægt sé að sjá hvernig gengur að uppfylla markmið.
Kveður stjórnmálin vegna ásakana um kynferðisofbeldi
Daníel Örn Arnarsson, varaborgarfulltrúi sósíalistaflokksins, er hættur í stjórnmálum vegna ásakana um kynferðisofbeldi.
Myndskeið
Góður skriður á samningaviðræðum í Glasgow
Aukin bjartsýni ríkir í Glasgow í Skotlandi um að samningur náist á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um aðgerðir sem gangi nógu langt til að markmið Parísarsamkomulagsins náist. Bandaríkin og Kína kynntu samstarf í loftslagsmálum í gær og formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands segir það diplómatískt afrek ef samkomulag þjóðanna dugi til að tryggja samkomulag um mjög hertar aðgerðir í loftslagsmálum.
Ætla að klára framtíðarsýn Íslands fyrir ráðstefnuna
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra vísar á bug að Ísland leggi ekki fram framtíðarsýn á COP26 loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Glasgow. Halldór Þorgeirsson, formaður Loftslagsráðs sagði í Speglinum í gær að það væri ráðinu mikil vonbrigði að Ísland skilaði auðu hvað varðar framtíðarsýn þjóða sem mikið er lagt upp úr á ráðstefnunni. Guðmundur segir að framtíðarsýninni verði skilað í næstu viku en ráðstefnan hefst næstu helgi.
Jafnlítil losun og í covid og Parísarmarkmið næst
Ef losun Íslands helst jafn lítil og hún var í faraldrinum í fyrra ætti árið í ár að verða innan þeirra marka sem Ísland setti sér samkvæmt Parísarsamkomulaginu. Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna hefst í Skotlandi í lok mánaðarins. 
Loftslagið kallar á jafn róttækar aðgerðir og COVID-19
„Íslendingar þurfa að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum,“ sagði Kristín Vala Ragnarsdóttir, prófessor í jarð- og sjálfbærnifræðum við Háskóla Íslands, í upphafsávarpi á fyrsta upplýsingafundi loftslagsverkfallsins í dag. Ungir umhverfissinnar hafa boðað til þriggja upplýsingafunda um loftslagmál og segja að jafn rótttækar aðgerðir þurfi í loftslagsmálum og heimsfaraldri COVID-19.
Nautgripabú bætast við loftslagsvænan landbúnað
Um þessar mundir auglýsa Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins, Skógræktin og Landgræðslan eftir fimmtán nautgripabúum til að taka þátt í verkefninu „Loftslagsvænum landbúnaði“.
Ísland sendir uppfærð loftslagsmarkmið til SÞ
Íslensk stjórnvöld hafa sent uppfærð markmið ríkisins í loftslagsmálum til skrifstofu Loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna. Markmiðin eru sameiginleg með Evrópusambandinu og Noregi, og fela í sér samdrátt í losun, um 55% eða meira til ársins 2030, miðað við árið 1990. Hlutur Íslands í markmiðinu er 29% samdráttur í losun til ársins 2030 miðað við árið 2005, varðandi losun utan viðskiptakerfis ESB.
Vilja byggja grænni framtíð en vantar upplýsingar
Nýr samstarfsvettvangur stjórnvalda og fyrirtækja ætlar að kortleggja kolefnisspor byggingariðnaðar á Íslandi og setja tímasett markmið um samdrátt í losun.  Fátt er vitað um sporið í dag, annað en að það er stórt.