Færslur: Aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum
Ísland sendir uppfærð loftslagsmarkmið til SÞ
Íslensk stjórnvöld hafa sent uppfærð markmið ríkisins í loftslagsmálum til skrifstofu Loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna. Markmiðin eru sameiginleg með Evrópusambandinu og Noregi, og fela í sér samdrátt í losun, um 55% eða meira til ársins 2030, miðað við árið 1990. Hlutur Íslands í markmiðinu er 29% samdráttur í losun til ársins 2030 miðað við árið 2005, varðandi losun utan viðskiptakerfis ESB.
24.02.2021 - 04:48
Vilja byggja grænni framtíð en vantar upplýsingar
Nýr samstarfsvettvangur stjórnvalda og fyrirtækja ætlar að kortleggja kolefnisspor byggingariðnaðar á Íslandi og setja tímasett markmið um samdrátt í losun. Fátt er vitað um sporið í dag, annað en að það er stórt.
18.02.2021 - 12:27